Árdís - 01.01.1955, Page 58
56
ÁHDIS
Svo mætti minnast annars í sambandi við þingið, sem þó var
ekkert óvanalegt: hinnar miklu gestrisni fólksins og umhyggju-
semi um alla vellíðan gesta. Hina lipru fundarstjórn forseta, Mrs.
Elizabetar Bjarnason, hið ágæta verk skrifara, Mrs. Valdine
Scrymgeour og annara er þátt tóku í störfum.
Ekki má heldur gleymast að minnast á hve fögur að bygðin
var í sólskyninu á sunnudagsmorguninn. Það var indælt að vakna
við fuglasönginn á Grund og sjá alt umhverfið baðað í sólskini.
Guðsþjónustan í Grundarkirkju þann morgun var tilkomumikil og
fjölsótt. Manni finst sem helgar vættir haldi vörð um þann stað.
Þessa veglegu, elztu kirkju byggðarlagsins, þar sem frumherjarnir
söfnuðust fyrst saman til tilbeiðslu, eftir því sem mér skilst. Af-
komendur þeirra eru að sýna verðuga virðingu minningu þeirra
með því að leggja rækt við staðinn og halda við þessari kirkju-
byggingu, jafnvel þó færri séu nú í því umhverfi en áður var.
GOLDEN WEDDINGS
Mr. and Mrs. Johannes Christie, Winnipeg, Man.
Mr. and Mrs. Sigurdur Einarsson, Arborg, Man.
Mr. and Mrs. Sigurdur Holm, Lundar, Man.
Dr. and Mrs. S. J. Johannesson, Winnipeg, Man.
Mr. and Mrs. Eggert Johnson, Winnipeg, Man.
Mr. and Mrs. Einar Johnson, Steep Rock, Man.
Mr. and Mrs. Jon Sigurdson, Lundar, Man.