Árdís - 01.01.1955, Page 60
58
ÁRDÍ S
missir. Tveimur sonum hafði hún fylgt til grafar, á æskuárum
þeirra. Tvær dætur hennar dóu á undan henni frá uppkomnum
börnum. En Dýrunn var ein af þeim sem virtist stækka við hverja
raun. Trúarstyrkurinn og andlegt jafnvægi var óviðjafnanlegt. Hún
var ávalt glaðlynd og örugg.
Þegar Dýrunn var komin á nýræðisaldur misti hún sjónina.
Gáfu læknar henni von um endurheimta sjón ef hún hefði þrek til
að ganga undir uppskurð á augunum. Ákveðin var hún í því strax
að gera það. Hepnaðist uppskurðurinn vel; hún fékk sjón sem hún
naut til enda dags.
Dýrunn var rúmlega 96 ára þegar andlát hennar bar að höndum,
fyrirvaralaust. Hin þreytta ættmóðir lagðist til hvíldar að kvöldi
og vaknaði til æðri tilveru að morgni. Hinn fjölmenni afkomenda-
hópur 117 alls umkringdu kistu hennar jarðarfarardaginn. Minnist
ég ekki hafa séð jafn mörg tár falla við kveðjuathöfn eins og þá.
Það voru djúp ítök, sem langamman, amman og móðirin átti í
hjörtum sinna.
Guð blessi minningu þessarar þróttmiklu og merku land-
námskonu.
☆ ☆ ☆
Dýrunn var fædd 30. nóv. 1856 í Stóru-Gröf, Skagafjarðarsýslu.
Foreldrar hennar voru Steinn Vigfússon og Helga Pétursdóttir.
Hún giftist Gísla Árnasyni frá Álftagerði í Skagafjarðarsýslu árið
1877. Fjórum árum síðar fluttu þau til Vesturheims. Áttu heimili á
Gimli — í Mikley — í ísafoldarbygð og Framnesbygð í Nýja-
íslandi. Gísli dó 14. apríl 1917. Eftir lát hans bjó Dýrunn með
börnum sínum Birni og Halldóru í Árborg og Riverton. Fjögur
börn hennar eru á lífi, Magnús, Árni, Björn og Halldóra, 38 barna-
börn — 71 barnabarnbar og 4 í fimmta lið.
Ingibjörg J. ólafsson