Árdís - 01.01.1955, Page 61
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
59
Hansína Olson
F. 3. október 1863 — D. 9. febrúar 1955
var ein af okkar fyrstu með-
limum; gekk í félagið fyrsta
árið, sem það var stoínað, 1886,
og að undanteknum nokkrum
árum í Argylebyggð, hefir hún
tilheyrt Kvenfélagi Fyrsta lút.
safnaðar í 65 ár. Öll þessi ár
hefir hún verið fyrirmyndar
kvenfélagskona, tekið þátt í öll-
um málum félagsins af hug og
hjarta. Hún var í tvö ár forseti
félagsins og gegndi um hríð
skrifarastörfum. Sótti fundi
reglulega og tók ætíð drjúgan
þátt í öllu, sem þar fór fram.
Hún studdi af megni hugsjón
frú Láru Bjarnason um að
stofna íslenzkt elliheimili. Sú
stofnun, sem starfað hefir í 40
ár, hefir ávalt verið hjartans mál Hansínu Olson, og hún sýndi líka
kærleika sinn með þránni um að mega enda lífsskeið sitt þar við
fætur Frelsarans.
Hún var framúrskarandi ljóðelsk og unni íslenzkum bók-
menntum og skrifaði oft greinar úr íslenzku sögunum öðrum til
skemmtunar.
Handavinna var henni kær því hún hafði næma fegurðartil-
finning, sem varð að fá framrás.
Síðan hún flutti til Betel fyrir 4 árum, þráði hún fræðslu um
gjörðir kvenfélagsins, sem henni var svo kært. Ég sendi henni
iðulega fréttir frá fundum og samkomum og meðtók hjartans
þakklæti fyrir. Síðasta kveðjan kom nú í janúar þakkandi fyrir
jólakveðju og fréttir af okkar störfum í árslok.
Hún var trygglynd og staðföst í lund eins og hennar göfuga ætt,
og hafði í sínu insta eðli það einkenni að vilja þjóna; og eitt orð