Árdís - 01.01.1955, Blaðsíða 62
60
ÁRDÍ S
kemur í huga minn við burtför Hansínu Olson — orðið þjónusta.
kærleiksrík þjónusta Guði til dýrðar, sem einkendi alt hennar
líf — 91 ár. —
Þessi hái aldur færði Hansínu Olson margar sorgir. Maður
hennar, Haraldur Olson, dó 1930. Börn þeirra voru þessi: Vil-
hjálmur, umboðsmaður; Sigríður Carolina Thorsteinson, hin ágæta
söngkona, d. 1944; Baldur, nafnkunnur læknir, d. 1952; Kjartan,
d. 1910; Jóhannes Ólafur, tanlæknir, d. 1930; Kári, d. 1902.
Frú Hansína lætur eftir sig einn son, Vilhjálm (W. H. Olson);
bróður á íslandi, Karl Einarsson, Húsavík, og 9 barnabörn og 11
barnabarnabörn.
Hjarta og hönd Hansínu Olson, fylgdust að því að framkvæma
boð frelsarans, sem hún þjónaði; og kvenfélagið hennar, sem hún
elskaði, þakkar af hjarta hennar löngu þjónustu og biður Guð að
blessa minning hennar.
Margret Stephensen
Skín, guðdómssól á hugarhimni mínum,'
sem hjúpar allt í kærleiksgeislum þínum.
Þú, Drottinn Jesú, lífsins ljósið bjarta,
ó, lýs nú mínu trúarveika hjarta.
Þú ert það lyf, sem lífsins græðir sárin,
sú ljúfa mund, sem harma þerrar tárin,
minn hugarstyrkur, hjartans meginmáttur
og minnar sálar hreini andardráttur.
Ef einhver þig ei ennþá fundið hefur,
sem öllum ljós í dauðans myrkrum gefur,
ó, veit þá áheyrn veikum bænum mínum,
og vísa þeim að náðarfaðmi þínum.
Ólína Andrésdóttir