Árdís - 01.01.1955, Page 67
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
65
Jakobína Breckman
F. 16. janúar 1875 — D. 1. marz 1955
Hún var fædd 16. jan. 1875 að
Sauðárkróki. Foreldrar: Guðjón
ísleifsson og Sigríður, kona hans.
Tólf ára að aldri fluttist hún vestur
um haf, dvaldist tvö ár í Dakota,
en fór svo til Winnipeg. Þar giftist
hún Guðmundi Kristjáni Brek-
man, 22. júní 1897, sem síðar varð
víðkunnur athafna- og dugnaðar-
maður. Eftir stutta dvöl í Winnipeg
og Rosser, Man., fluttust þau til
Lundar, og áttu þar heima síðan,
fyrstu tólf árin við landbúnað, og
síðan í bænum, er Guðmundur
gerðist formaður rjómabúsins þar.
Árið eftir fráfall Guðmundar (1935)
fluttist Jakobína til Winnipeg og átti þar heima til dauðadags. Hún
var mjög félagslynd kona og áhugasöm um öll byggðarmál. Um
áratugi veitt hún forstöðu fjölmennu fyrirmyndarheimili, og
virtust þau hjón sjálfkjörnir leiðtogar í sveit sinni. Jakobína var
kristin trúkona, og bar trú sinni vitni í ótrauðu starfi í þágu kirkj-
unnar bæði á Lundar, þar sem hún var ein af forstöðukonum kven-
félagsins „Björk,“ og eins eftir að hún fluttist til Winnipeg gekk
hún í kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar, og tilheyrði því æ síðan;
einnig sótti hún reglulega helgar tíðir í kirkju safnaðarins. Samt
sleit hún aldrei sambandinu við heimasöfnuð sinn á Lundar, en
styrkti starfsemi hans á ýmsan hátt. Hún lét reisa veglegt altari
með Kristsmynd í Lundarkirkju, og gaf söfnuðinum hana til minn-
ingar um mann sinn.
Þessi börn þeirra Guðmundar og Jakobínu eru á lífi: Guð-
mundur Jóhann, Lundar; Kristín Sigríður, Tyndale; Walter Friðrik,
Lundar; Guðmundur Kristján, Oak Point; Guðjón George, Ft.
William, Ont.; Jakobína Karitas, Winnipeg; Sigurlaug Helga,