Árdís - 01.01.1955, Page 70
68
ÁRDÍ S
Salome Helga Backman
F. 22. september 1876 — D. 2. febrúar 1955
Hún var fædd að Arnarstapa í
Mýrasýslu, 22. sept. 1876. Foreldrar
hennar voru Bjarni Sigurðsson og
Margrét ólafsdóttir. Rúmlega tví-
tug fór hún úr foreldrahúsum til
að stunda hússtjórnar- og hann-
yrðanám í Reykjavík. Hún fluttist
vestur um haf árið 1901, og átti
heima í Winnipeg, unz hún giftist
Friðjóni Backman frá Dunkur-
bakka í Dalasýslu. Reistu þau bú
nálægt Mozart-bæ í Saskatchewan.
Eftir fárra ára sambúð misti hún
manninn frá ungum barnahóp;
reyndi þá mjög á ráðdeild hennar
og dugnað, en hvort tveggja átti
hún í ríkum mæli. Þrjú af börnum
hennar eru látin, en þrjár dætur
lifa. Eru þær Margrét Ólöf (Mrs.
Charles G. Kirshaw), Sumarlilja, (Mrs. Robinson) og Anna Salome
(Mrs. Lawrence Hackie), allar búsettar í Winnipeg.
Salome var hin mesta sómakona, trúuð og fastheldin við fornar
dyggðir. Hún trúði á arfleifð þjóðar sinnar, og á menningargildi
íslenzkrar tungu og bókmennta. Hún var áhugasöm um starf Þjóð-
ræknisfélagsins, og mjög trú og skyldurækin gagnvart kvenfélagi
og söfnuði Fyrstu lútersku kirkju. Þessi trúmennska var ekki
sprottin af skyldurækni einni saman, heldur á sannfæringu, sem
var byggð á langri lífsreynslu, að kirkjan hafði unnið henni mikið
gagn með boðskap sínum. Hún vissi það ofur vel að án trúar á
Guð er lífið snautt og vonlaust. 1 öllu líferni sínu og háttum bar
hún vitni um trú sína á þjóðerni sitt, tungu sína og á Guð kær-
leikans. Þessa arfleifð vildi hún rétta börnum sínum og öðrum
samferðamönnum að skilnaði.