Árdís - 01.01.1955, Page 70

Árdís - 01.01.1955, Page 70
68 ÁRDÍ S Salome Helga Backman F. 22. september 1876 — D. 2. febrúar 1955 Hún var fædd að Arnarstapa í Mýrasýslu, 22. sept. 1876. Foreldrar hennar voru Bjarni Sigurðsson og Margrét ólafsdóttir. Rúmlega tví- tug fór hún úr foreldrahúsum til að stunda hússtjórnar- og hann- yrðanám í Reykjavík. Hún fluttist vestur um haf árið 1901, og átti heima í Winnipeg, unz hún giftist Friðjóni Backman frá Dunkur- bakka í Dalasýslu. Reistu þau bú nálægt Mozart-bæ í Saskatchewan. Eftir fárra ára sambúð misti hún manninn frá ungum barnahóp; reyndi þá mjög á ráðdeild hennar og dugnað, en hvort tveggja átti hún í ríkum mæli. Þrjú af börnum hennar eru látin, en þrjár dætur lifa. Eru þær Margrét Ólöf (Mrs. Charles G. Kirshaw), Sumarlilja, (Mrs. Robinson) og Anna Salome (Mrs. Lawrence Hackie), allar búsettar í Winnipeg. Salome var hin mesta sómakona, trúuð og fastheldin við fornar dyggðir. Hún trúði á arfleifð þjóðar sinnar, og á menningargildi íslenzkrar tungu og bókmennta. Hún var áhugasöm um starf Þjóð- ræknisfélagsins, og mjög trú og skyldurækin gagnvart kvenfélagi og söfnuði Fyrstu lútersku kirkju. Þessi trúmennska var ekki sprottin af skyldurækni einni saman, heldur á sannfæringu, sem var byggð á langri lífsreynslu, að kirkjan hafði unnið henni mikið gagn með boðskap sínum. Hún vissi það ofur vel að án trúar á Guð er lífið snautt og vonlaust. 1 öllu líferni sínu og háttum bar hún vitni um trú sína á þjóðerni sitt, tungu sína og á Guð kær- leikans. Þessa arfleifð vildi hún rétta börnum sínum og öðrum samferðamönnum að skilnaði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.