Árdís - 01.01.1963, Side 54

Árdís - 01.01.1963, Side 54
52 ÁRDÍ S Eftir giftinguna fluttu þau Eleanor og Franklin til Hydre Park sem var eign Mrs. James D. Roosevelt Sr. móðir Franklins. Allt utan húss og innan var undir umsjón tengdamóðurinnar, engu mátti breyta hvorki húsmunum né siðvenjum. Eleanor mátti engu ráða, og varð jafnvel að beygja sig undir vilja tengdamóður sinnar með uppeldi eldri barnanna. Má geta nærri að svoleiðis yfirdrottnun hefir verið þvingandi fyrir skapstóra konu, sem heldur vildi lúta ráðríki tengdamóður sinnar en að særa tilfinningar manns síns með því að setja sig uppá móti vilja móður hans. Ekki var því að undra þótt henni fyndist hún sjálf vera einungis gestur á heimili tengdamóður sinnar og oft fann hún sárt til þess að á öllum þeirra hjúskaparár- um áttu þau hjónin aldrei sitt eigið heimili. Skömmu eftir komu sína til Hyde Park fór Eleanor að gefa sig við kennslu, skrifa greinar í blöð og tímarit og vinna fyrir Rauða Krossinn og aðrar líknarstofnanir. En svo kom fyrri heims- styrjöldin og maður hennar og bróðir innrituðust í herinn og fóru til Evrópu. Hún hefði viljað vinna meira fyrir land og þjóð en þau hjónin áttu fimm börn, eina dóttir og fjóra syni, og hún áleit að skylda sín væri við heimilið. Að stríðslokum komu þeir báðir, Franklin og Hall bróðir henn- ar, til baka og nýtt tímabil í lífi Eleanor byrjaði. Börnin voru að verða nokkuð stálpuð og fór því Eleanor að gefa sig meira og meira að utanheimilismálum. Hún hafði brennandi áhuga fyrir kvenn- réttindamálum og öðrum velferðarmálum og lét skoðanir sínar hiklaust í ljósi. Um líkt leiti fór Franklin maður hennar að gefa sig að stjórnmálum og var bráðlega í vali fyrir varaforseta em- bættið. Eleanor ferðaðist um með honum í kosninga baráttunni og studdi hann með ráð og dáð. En brátt varð breyting, því 1921 fékk Franklin lömunarveikina og það virtist sem framtíðar vonir hans væru búnar, en kjarkur þeirra Rooseveltshjóna var ekki búin. Þegar þau vissu að hann mundi lifa þá fóru þau, samkvæmt ráð- leggingum lækna hans til Warm Spring. Þar með stöðugum ííkamsæfingum og heitum böðum náði Franklin þolanlegri heilsu. í öllu þessu veikinda stríði sýndi Eleanor framúrskarandi þolin- mæði og nákvæmni og kjark. Hún vakti á ný áhuga hjá honum i'yrir stjórnmálum. Hún fylgdist með og ræddi öll helztu mál sem

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.