Árdís - 01.01.1963, Page 61

Árdís - 01.01.1963, Page 61
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 59 lengi, hafa undrast um hvað gengi á. Efalaust, hafa sumir hugsað sem svo að í ókunnu landi mætti búast við hinu og öðru ein- kennilegu. Ekki voru malbikaðir vegir þegar ákvörðunarstaðnum var náð. Þá fyrst kynntust þessir nýlendingar leirnum sem einkennir þetta land vort, og sem jafnvel hestar eiga bátt með að komast íram úr. Löng var leiðin og erfið. Mundi maður sjá eftir öllu seinna meir? Hvað átti framtíðin í för með sér? Enn til hvers var að kvíða? Búið var að brenna allar brýr. Nú var um að gjöra að halda áfram í drottins nafni og treysta á handleiðslu hans og ganga fram í það ókomna öruggir og staðfestir í þeirri trú að Guð almáttugur er ætíð í för með öllum börnum sínum. Því auðvitað komu þessir innflytjendur með trúna með sér. Og trúin hefur reynst þeim dýrmætasti fjársjóðurinn. Og þótt maður hyrfi ekki aftur til landnámsdaganna, þá er stórt spursmál hve margir vildu skifta heimilunum í dag fyrir þau sem voru algeng fyrir svo sem þrjátíu eða fjörutíu árum síðan, jafnvel þótt þau hafi verið ágæt eftir þátíma mælikvarða. Venju- iega, þegar vetra tók hurfu gluggarnir að gagni Þykkum is lagði á allar rúður og úthýsti allri dagsbirtu. Börnin skemmtu sér með því að reyna að rispa ofurlitla sprungu svo að sæist út, eða að reyna að bræða svolítin blett með tungunni. Hver vildi skifta nútíma hlýja svefnherberginu fyrir hið gamla? ískalt var það að jafnaði, allan veturinn vegna þess að ofninn náði ekki til að hita það. Tregur var maður að rísa úr rekkju á morgnana. Ætli að nokkur sé búin að gleyma hrollinum sem fór í gegn um mann þegar stígið var út á gólfið . . . Svona mætti telja upp margt sem var erfitt, langt um erfiðara enn það sem tíðkaðst nú á dögum. Að vísu gjörði þáverandi kyn- slóðin sér gott af þessu. Hún þekkti ekkert annað betra. Tilfelli voru til um einmitt lakari líðan í öðrum löndum víðs vegar um heim. Það er stórt efamál hvert nokkur væri til með að lifa við slík lífskjör sem hafa verið athuguð hérmeð, og sjá á bak þæg- indum nútímans. Nei, ætli það sé ekki langt um betra að lifa hvern dag þakklát, bjartsýn og hamingjusöm. Mætti ekki betur verja tímanum sem maður á eftir ólifað, til þess að vegsama drott- inn og þakka honum handleiðslu hans í bráð og lengd og treysta honum, þjóna honum og tilbiðja.

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.