Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 2

Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Helguvík í gang 2011  Norðurál á nú í viðræðum við fimm evrópska banka um fjármögnun álversins  Iðnaðarráðherra staðfesti fjárfestingarsamning vegna 360.000 tonna álvers Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is NORÐURÁL á í viðræðum við fimm evrópska banka um fjármögnun álversbyggingar í Helguvík. Ágúst F. Hafberg, framkvæmdastjóri við- skiptaþróunar og samskipta Norðuráls, vonar að þeim viðræðum og eins viðræðum orkufyrirtækja um fjármögnun ljúki á næstu mánuðum. Hann seg- ir að töf á fjármögnun vegna bankahrunsins seinki framkvæmdinni um 6-12 mánuði. Nú er stefnt að því að gangsetja fyrsta áfanga álversins í Helguvík eftir mitt ár 2011. Össur Skarphéðinsson iðnaðaráðherra upplýsti í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær að undir lok síðasta árs hefði hann tekið ákvörðun um að láta staðfesta fjárfestingarsamning vegna allt að 360 þúsund tonna álvers í Helguvík. Ágúst sagði þenn- an samning vera sambærilegan við þann sem gerð- ur var við Alcoa vegna Fjarðaáls og við Norðurál vegna álversins á Grundartanga. „Þetta er ríflega 200 milljarða króna fjárfesting, eða 1,8 milljarðar dollara. Hún á að standa í a.m.k. 50 ár og verður ekki flutt neitt annað. Stöðugleiki er grundvallaratriði og eins og staðan er á Íslandi í dag er mjög erfitt að fá langtíma fjárfestingu nema að hafa svona fjárfestingarsamning,“ sagði Ágúst. Búið var að semja við tvo íslenska banka og einn er- lendan um fjármögnun en þeir féllu allir. Því þurfti aftur að hefja viðræður um fjármögnun frá grunni. Ágúst sagði Norðurál hafa unnið áður með þeim bönkum sem rætt væri við þessa dagana. Nú er gert ráð fyrir að byggja álverið í fjórum 90.000 tonna áföngum og kallar það á nokkra end- urhönnun. Gangi áætlanir eftir gerir Ágúst ráð fyr- ir að framkvæmdir geti hafist af fullum krafti á seinni hluta þessa árs. Eftir að fyrsti áfangi hefur verið gangsettur er ráðgert að ljúka hverjum hinna þriggja síðari áfanga á 12-15 mánaða fresti. Rúmlega 100 manns vinna við framkvæmdirnar í Helguvík. Ágúst sagði stefnt að því að vera með þann hóp að störfum á meðan verið væri að ljúka fjármögnun verkefnisins. Búið er að tryggja orku til fyrsta áfanga álversins og áætlun um línulagnir er í matsferli. ur fer Ísland niður í 15. sæti EES- landa hvað varðar landsframleiðslu í evrum á mann og verður þá rétt fyrir neðan Breta og nálægt meðaltölum Evrópusambandslanda sem nota evru sem gjaldmiðil. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri SA, sagði að ann- ars vegar verðlagsþróun hér innan- lands og hins vegar gengisþróun krónunnar gagnvart evru þegar þenslan var sem mest á árunum 2006-2007 hefði skotið okkur upp í 3. sæti landa innan EES. Einungis Lúxemborg með sína miklu þjóðar- framleiðslu á mann og olíuríkið Nor- egur hefðu verið ofar. Eftir hrun á gengi krónunnar værum við komin á svipaðar slóðir á listanum og við vor- um á árið 2004. Ef gengi krónunnar styrkist, eins og stefnt er að með þeirri efnahagsáætlun sem unnið er eftir, verður Ísland nálægt 9. sæti samanburðarins eða á svipuðum slóðum og þjóðir á borð við Finna, Svía og Hollendinga. Verði gengið eins og það er í dag verðum við í svip- aðri stöðu og t.d. Bretar og meðaltal þjóða sem tekið hafa upp evruna sem gjaldmiðil. Hannes benti á að þrátt fyrir fall á gengi krónunnar, frá því að það var allt of sterkt á árinu 2007, harkalega aðlögun eftir ofþenslu efnahagskerf- isins og það viðbótaráfall sem við hefðum orðið fyrir vegna falls bank- anna og alþjóðlegrar efnahags- kreppu félli Ísland ekki neðar á þess- um lista en svo að það væri enn í efstu deild þeirra þjóða sem við bær- um okkur gjarnan saman við. gudni@mbl.is VERG landsframleiðsla hér verður um ellefu milljarðar evra eða um 35 þúsund evrur á mann á árinu 2009, samkvæmt útreikningum Samtaka atvinnulífsins (SA). Tekið var mið af spá Seðlabankans um landsfram- leiðslu og gengi krónunnar. Landsframleiðslan í evrum á mann þessu ári verður meiri en hún var á árinu 2004 og aðeins minni en á árinu 2005. Séu lönd Evrópska efna- hagssvæðisins (EES) borin saman fellur Ísland í 9. sæti þeirra úr 3. sæti á árunum 2006 og 2007. Rétt ofan við okkur eru Hollendingar, Finnar og Svíar. Næst á eftir okkur koma Austurríkismenn, Belgar, Frakkar, Þjóðverjar og Bretar. Verði gengi krónunnar gagnvart evru 170 krón- Ísland áfram í efstu deild þjóða Landsframleiðsla hér verður um 35 þúsund evrur á mann á árinu 2009                         !  "   "#  !$% &  ! '(   )  *  + , - . / 0 1 2 3 +4 +1 ,4 -- -. -/ -0 -1 4 +4 ,4 -4 .4 /4 04 14 5     ÍSLENDINGAR eru yfirleitt svart- sýnir á horfur ársins 2009 og hafa aldrei verið jafn svartsýnir frá því mælingar hófust, samkvæmt nið- urstöðum könnunar Gallup sem gerð var undir lok síðasta árs. Könnunin var gerð í 46 löndum. Um 67% Íslendinga töldu að per- sónulegir hagir þeirra yrðu verri á árinu 2009 en þeir voru í fyrra. Tæplega 30% töldu að persónulegir hagir þeirra yrðu svipaðir og á ný- liðnu ári en aðeins 4% væntu batn- andi hags fyrir sig. Viðhorf til efnahagsástands á komandi ári hefur aldrei mælst jafn neikvætt og það mældist í lok síð- asta árs. Rúmlega 90% Íslendinga töldu að efnahagsástandið yrði verra á árinu 2009 en það var á árinu 2008, 6% töldu að það yrði svipað bæði árin og aðeins 3% áttu von á að það myndi batna. Þá töldu 93% að atvinnuleysi ætti eftir að aukast á árinu 2009. Hlutfall þeirra sem voru þessarar skoðunar hefur hækkað um 46 prósentustig frá síð- ustu mælingu. Hins vegar töldu 4% að atvinnuleysi yrði svipað á þessu ári og það var í fyrra en 2% minna. 31% óttast atvinnumissi Þegar spurt var um atvinnuhorfur launþega, ýmist í fullu starfi eða hlutastarfi, töldu tæplega 69% Ís- lendinga sig vera í öruggri vinnu en 31% taldi líkur á atvinnumissi. Á síðasta ári voru 12% á því að þau gætu orðið atvinnulaus. Um 47% Ís- lendinga töldu að það myndu taka stuttan tíma að finna nýja vinnu en jafn stór hópur taldi að það gæti tekið langan tíma. Þegar á heildina er litið má segja að almennt ríki svartsýni gagnvart árinu 2009. Íslendingar skipa sér á bekk með íbúum Vestur-Evrópu sem eru líkt og áður þeir svartsýn- ustu í heimi hér. Niðurstöður þessar fengust með netkönnun sem gerð var 25. nóv- ember til 1. desember í fyrra. Úr- taksstærð var 1.874 manns á aldr- inum 18-75 ára af öllu landinu úr viðhorfahópi Capacent Gallup. Svarhlutfall var 65%. Íslendingar aldrei verið svartsýnni Morgunblaðið/Golli Óvissa Þjóðin virðist hafa áhyggjur af því sem framtíðin ber í skauti sér. ÚTSÖLUR hófust í mörgum verslunum um helgina. Mismunandi er hversu mikið er slegið af verði vörunnar, en um heim allan reyna kaup- menn nú að lokka viðskiptavini inn í búðirnar með tilboðum. Breytingar á gengi íslensku krón- unnar gera það að verkum að erfiðara er fyrir neytendur að átta sig á hvað má teljast „eðlilegt“ verð. Reikna má með að talsvert af vörum á út- sölum hafi verið flutt inn á „gamla genginu“ og því má draga þá ályktun að verðið eigi eftir að hækka talsvert þegar útsölum lýkur. Nokkrar verslanir byrjuðu með útsölu milli jóla á nýárs. Það á t.d. við um IKEA þar sem útsala hófst 27. desember. Myndin er tekin af útsölu í Kringl- unni. Að loknum annasömum jólum taka útsölur við hjá kaupmönnum Reyna að lokka viðskiptavini inn í búðirnar Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.