Morgunblaðið - 04.01.2009, Page 8
8 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009
VIKUSPEGILL
GAZA-spildan er fátæk af nátt-
úruauðlindum og ekki stór, flat-
armálið varla meira en fjórðungur
af Reykjanesskaganum. En þar búa
samt um 1,5 milljónir manna, flestir
á framfæri SÞ. Meira en helming-
urinn er flóttafólk eða afkomendur
flóttafólks frá öðrum hlutum Pal-
estínu sem nú eru annaðhvort hluti
Vesturbakkans eða Ísraels.
Gaza var öldum saman undir
Tyrkjum. En eftir fyrri heimsstyrj-
öld varð spildan hluti af vernd-
arsvæði Breta þegar þeir og Frakk-
ar skiptu miklum hluta stórveldis
Tyrkjasoldáns á milli sín. Samein-
uðu þjóðirnar ákváðu 1947 að
skipta Palestínu milli gyðinga og
araba á svæðinu. Í kjölfar stofn-
unar Ísraels 1948 hófst stríð milli
Ísraela og arabaríkjanna, Egyptar
lögðu nú undir sig Gaza.
Ísraelar tóku svæðið 1967, nokk-
ur þúsund landtökumenn gyðinga
settust þar að en voru fluttir nauð-
ugir á brott 2005 þegar Ísraelar
ákváðu að yfirgefa spilduna.
Gaza er eitt af þéttbýl-
ustu svæðum heims og
fólkið á framfæri SÞ
UM 250 þúsund Ísraelar búa í
syðstu héruðum landsins, nógu ná-
lægt Gaza til að frumstæð flug-
skeyti Hamas-manna nái til þeirra;
hér sjást íbúar í bænum Sderot bíða
óttaslegnir í neðanjarðarbyrgi.
Þorri þeirra, sem fallið hafa í
átökunum milli Hamas og Ísraela á
undanförnum árum, er Palest-
ínumenn. En Ísraelar benda á að
það sé ekki vegna þess að herskáir
Palestínumenn hafi ekki reynt að
drepa saklausa borgara. Þeir hafi
bara ekki nógu öflug vopn – ennþá.
Og þeir sem hiki ekki við að drepa
vopnlaust fólk í Sderot og annars
staðar af handahófi geti ekki krafið
andstæðing sinn um miskunnsemi.
Það sé hræsni.
Endalaus ótti í Sderot
ELSTA und-
irstofnun Sam-
einuðu þjóðanna
er UNRWA. Hún
hefur frá því um
1950 annast
mannúðaraðstoð
fyrir palestínska
flóttamenn á
Gaza, Vest-
urbakkanum og annars staðar í
Mið-Austurlöndum, þ. á m. mat-
væladreifingu, heilbrigðishjálp og
skólahald. En alls munu nú um 300
hjálparstofnanir af ýmsu tagi veita
aðstoð á Gaza.
Rauði kross Íslands hefur frá
2002 tekið þátt í verkefni um sál-
rænan stuðning við palestínsk börn
á aldrinum 10-12 ára. Þau þurfa oft
aðstoð til að takast á við áhrifin af
því að búa við vopnuð átök í um-
hverfi sínu.
Aðstoð í sex áratugi
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
S
kothríð, sprengingar, morð og djöf-
ulgangur í Mið-Austurlöndum, ótta-
slegin og stóreygð börn sem skilja
ekki neitt í neinu, fjölskyldur á flótta,
skelfingaróp. Svo oft sjáum við og
heyrum fréttir af þessu tagi að þær eru farnar að
minna á síbylju, þær hreyfa stöðugt minna við
okkur vegna þess að tilfinning fyrir þjáningum
dofnar ef áreitið verður allt að því hversdagslegt,
jafn óvænt og veðurfréttir. En fyrir fórnarlömbin
á staðnum er sársaukinn jafn mikill og áður.
Víða um heim eru átök og saklaust fólk er drep-
ið, vopnlausir borgarar, konur og börn. Um jólin
voru um 400 manns myrt í Austur-Kongó af hálf-
trylltum vígamönnum frá Úganda sem hafa árum
saman gert lífið að helvíti fyrir fólki í eigin landi.
Og nú hafa enn fleiri fallið á Gaza.
Ástæðurnar fyrir því að við heyrum svo miklu
meira um átökin á Gaza en í Austur-Kongó eru
margar og sumar heldur kaldranalegar. Mannslíf
eru alls staðar jafn mikilvæg en pólitísk mikilvægi
þess að þau tapast er misjöfn. Og ekki má gleyma
að margfalt fleiri alþjóðlegir fréttamenn hafa
bækistöð í Ísrael/Palestínu en í Austur-Kongó.
Þeir stýra að einhverju leyti magni fréttaflutn-
ingsins og viðhalda um leið áhuga alþjóða-
samfélagsins. Skipuleggjendur mótmæla eru fyr-
ir löngu búnir að læra að senda
sjónvarpsfréttamönnum fyrirfram boð um stað og
tíma aðgerða. Við sjáum afraksturinn á skjánum.
Vesturveldin, Ísrael og stjórnir margra araba-
landa reyna allt sem þær geta til að einangra Ha-
mas, samtök ofsatrúarmanna sem stýra Gaza.
Samtökin neita að viðurkenna tilvistarrétt Ísraels
og ákváðu í byrjun desember að framlengja ekki
sex mánaða langt vopnahlé. Aftur var farið að
skjóta flugskeytum á syðstu byggðir Ísraels. Báð-
ir aðilar notuðu hléið að sögn heimildarmanna til
að styrkja stöðu sína fyrir næstu átök. Ísraelar
skipulögðu vandlega næstu árásir og öfluðu upp-
lýsinga um helstu bækistöðvar Hamas; þeim
tókst í vikunni að drepa einn af helstu leiðtogum
herskárra Hamas-liða, Nizar Rayyan, fjórar eig-
inkonur hans og börn í árás á hús þeirra.
Hvers vegna vildi Hamas ekki vopnahlé?
En hvers vegna neituðu Hamas-menn að fram-
lengja í desember vopnahléið gagnvart Ísrael?
Voru þeir ekki einfaldlega að kalla yfir sig árás
með þessari aðgerð og flugskeytaárásunum á Ísr-
ael sem fylgdu í kjölfarið?
Heimildarmönnum ber saman um að síðustu
mánuði hafi fylgið hrunið af Hamas á Gaza, fólk
kenndi samtökunum um einangrunina og skort-
inn á lífsnauðsynjum, eymdina. Samtökin hafa
lengi notið álits fyrir að vera ekki gerspillt eins og
Fatah-hreyfing Mahmoud Abbas forseta á Vest-
urbakkanum. En Hamas braut gegn grundvall-
arreglum sínum þegar samið var um vopnahlé.
Samtökin vilja, andstætt Fatah, ekki ná árangri
með friðarsamningum heldur vopnaðri baráttu.
Þess vegna varð að efna aftur til átaka og nú
segja margir Palestínumenn að innst inni dáist
þeir að staðfestu Hamas sem þori að berjast.
Því fer fjarri að eining ríki nú meðal Palest-
ínumanna, svo blóðug hafa átökin milli Hamas og
Fatah verið á síðustu árum að gagnkvæma hatrið
er jafnvel meira en í garð Ísraela. En lítil við-
brögð ríkisstjórna arabaþjóðanna vekja oft furðu.
Almenningur í Egyptalandi og fleiri arabalönd-
um er gagnrýninn og finnst að verið sé að bregð-
ast bræðraþjóðinni.
Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, var í op-
inberri heimsókn í Kaíró daginn áður en árás-
irnar hófust fyrir viku. Margir Egyptar eru á því
að stjórn Hosni Mubaraks forseta hafi þá bak við
tjöldin gefið grænt ljós á aðgerðirnar gegn Ha-
mas, hann hafi gengið lengra en nokkru sinni í
þjónkun við vesturveldin og Ísrael. Hann hafi
samþykkt að leyfa Ísraelum að lækka rostann í
Hamas og um leið vara Hizbollah í Líbanon við.
Ráðamenn Ísraels fengu tækifæri til að sinna
kröfum kjósenda um árás. Sagan mun sýna hvort
það tekst að stöðva flugskeytaárásirnar, hvort
Ísraelar senda skriðdreka sína inn í þröngar göt-
ur Gaza-borgar, í ginið á vígamönnum með molo-
tov-kokkteila. Og almenningur verður sem fyrr í
hlutverki peðanna sem oft er fórnað miskunn-
arlaust á skákborðinu.
Taugastríð og blóðfórnir
Ísraelskir ráðamenn virðast ætla að reyna að ganga á milli bols og höfuðs á Hamas
En Hamas gæti styrkt stöðu sína sem málsvari Palestínumanna sem vilja berjast til sigurs
Skotmörk Nizar Rayyan (t.v.), einn af ráðamönn-
um Hamas, og Ismail Haniyeh forsætisráðherra.
Á lífi Særður Palest-
ínumaður fluttur á al-
Shifa-sjúkrahúsið á
Gaza eftir árás Ísraela á
nýársdag. Fyrstu dag-
ana var mikill skortur á
hjúkrunargögnum.
Reuters
Alþjóða Rauði krossinn, ICRC, er
nú með átta erlenda starfsmenn á
Gaza auka nokkurra tuga inn-
lendra starfsmanna. Pálína Ás-
geirsdóttir, hjúkrunarfræðingur
og sendifulltrúi Rauða kross Ís-
lands, stýrir nú aðstoð ICRC við
sjúkrahús á hernumdu svæðunum
í Palestínu. Ekki reyndist unnt að
ná símasambandi við Pálínu á
Gaza; ICRC hefur sett sér þá reglu
að öll samskipti við fjölmiðla fari
fram í gegnum fréttafulltrúa sam-
takanna.
Anne-Sophie Bonefeld, fjöl-
miðlafulltrúi ICRC í Jerúsalem,
sagði á föstudag að betra skipulag
væri nú komið á starfið á sjúkra-
húsum og fólk væri rólegra en
fyrst eftir að átökin hófust fyrir
viku. „En það er enn verið að flytja
særða og fallna inn á sjúkrahúsin.
Okkur hefur tekist að koma margs
konar hjálpargögnum, þ. á m. blóði
og lyfjum, til Gaza. Einnig hefur
tekist að útvega varahluti til að
gera við tæki sem hafa skemmst.
Það er þó bara fyrsta skrefið, þá er
eftir að koma þessum gögnum frá
varðstöðvum við landamærin til
sjúkrahúsanna. Þetta er enn erfitt
vegna ástandsins í öryggismálum.
Sjúkrahúsin hafa sínar eigin raf-
stöðvar en ekki er hægt að keyra
þær í margra daga samfleytt. Sem
stendur virðist sem sjúkrahúsin
fái nú nægilegt rafmagn. Hins veg-
ar dettur rafmagn fyrir heimilin,
a.m.k. í Gazaborg, út í samanlagt
margar stundir á dag.
Þetta er slæmt í háum blokkum
vegna þess að neysluvatninu er
dælt með rafmagn. En fólk reynir
að bjarga sér með því að safna
vatni þegar dælurnar virka.“
Sjúkrahúsin fá nú nóg rafmagn
RÓLEGIR OG KRÖFTUGIR HÓPAR Í
HÁDEGINU OG EFTIRMIÐDAGA Í
NÝLEGRI OG BJARTRI SUNDLAUG
VIÐ LAUGARÁS
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA
897-2896 OG Á www.bakleikfimi.is
BAKLEIKFIMI Í VATNI
BETRI LÍÐAN Í HÁLSI HERÐUM OG BAKI
UNDIR LEIÐSÖGN SJÚKRAÞJÁLFARA