Morgunblaðið - 04.01.2009, Page 10

Morgunblaðið - 04.01.2009, Page 10
10 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 Það er hins vegar hrein fjarstæða að ég beri ábyrgð á að hafa upp á mitt eindæmi fellt ís- lenska fjármálakerfið eins og fjölmargir halda fram. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, í grein í Morg- unblaðinu. Um leiðindi af drukknum ætti ekki að þurfa að fjölyrða, en einhvern veginn er það nú samt svo að öskrandi ölvaðir menn þykja ekkert tiltökumál hér í mið- borg Reykjavíkur ef þeir öskra bara á íslensku. Ari Matthíasson, meistaranemi í heilsu- hagfræði, í grein í Morgunblaðinu. Umboðsmaður Alþingis telur annmarka á þessu en þó ekki meiri en svo að hann telur að þeir leiði ekki til ógildingar. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra um álit umboðsmanns Alþingis vegna skip- unar hans á Þorsteini Davíðssyni í emb- ætti héraðsdómara. Í ljósi ástandsins og ef mörg börn fara að segja upp áskrift að matnum eða koma ekki með nesti í skólann fyndist mér eðlilegt að boðið væri upp á einhverja fría skólamáltíð þó ekki væri nema hafra- grautur að morgni. Sjöfn Þórðardóttir, formað- ur Heimilis og skóla. Við höfum aldrei séð annan eins fjölda karla sækja um nám hjá okkur. Steinn Jóhannsson kennslustjóri HR segir 67% umsókna um háskólanám í kreppunni koma frá körlum. Færslan á fyrsta degi var stutt. Þar stóð „Hríð“ og ekkert annað, enda var oft hríðarveður í sveitinni og veturnir harðir. Auðunn Bragi Sveinsson hefur haldið dagbók í 70 ár samfleytt. Rithöfundar hafa auðvitað ekkert meira vit á pólitík en annað fólk og það er fremur sjaldséð að bókmenntaverk hafi pólitísk áhrif, þótt um það megi finna dæmi. Beinn boðskapur til dæmis í skáldsögum eða ljóðum kemur ekki endilega miklu til leiðar. Halldór Guðmundsson rithöfundur og bókmenntafræðingur veltir fyrir sér áhrifum kreppu á bókmenntir. Ég er með það góða samvisku gagnvart þessu verkefni að ég veit að ég þarf ekkert að óttast. Silja Hauksdóttir, leikstjóri Ára- mótaskaupsins 2008 Það var bara mjög fínt sko. Fannst Jón Gnarr alveg owna þetta :’) Svo var frétta- tíminn með fjármálabullinu grátlega fyndið hahahaha goggi89, á spjall- þræði síðunnar man- utd.is Ummæli ’ Ég ætla ekkert að draga það í efa að stjórnvöld séu að gera hvað þau geta til þess að vinna íslensku þjóðina út úr þeim vanda sem hún er nú á bólakafi í. En það sorglega er, að allt virðist hér gerast á hraða snigilsins. Orðtakið „góðir hlutir gerast hægt“ er orðið að einhvers konar öf- ugmælum. Það gerast engir góðir hlutir hér, hvorki hægt né hratt. Það bendir hver á annan og allir eru undanþegnir, þegar kemur að því að axla ábyrgð, hvort sem um ræðir pólitíska, stjórnsýslulega, fram- kvæmdalega eða siðferðilega ábyrgð. Þetta er eiginlega orðið meira en pínlegt. Þetta er orðið hróp- lega pínlegt. Skiljanlegt og eðlilegt andóf mótmælenda lognaðist út af rétt fyrir jól. Ég tel skrílslætin á gamlársdag ekki með. En hvað gerist nú á nýárinu? Mér finnst mjög líklegt að allt verði vitlaust á nýjan leik, því sú staða sem blasir við okkur öllum er í einu orði sagt ömurleg. Er ekki næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að fjöldi fyrirtækja fer í þrot nú um og upp úr áramót- um? Er ekki jafnvíst að atvinnulausum heldur áfram að fjölga á skelfilegum hraða og var ástandið þó slæmt fyrir? Mikið hlýtur það að vera notalegt fyrir einn banka- gaurinn, sem slapp úr landi með milljarðana sína, vel fyrir bankahrun, að sitja við arineld í norskum fjalla- kofa, sötra heitt kakó í faðmi fjölskyldunnar og hekla herðasjal handa konunni til þess að róa taugarnar. Við hvern á Agnes, kunnið þið lesendur góðir að spyrja. Auðvitað á ég við Bjarna Ármannsson, sem hefur sloppið ótrúlega vel frá allri umræðunni und- anfarnar vikur og mánuði. Hann, fjölskylda hans og milljarðarnir sem hann náði að blóðmjólka út úr Glitni fyrir og í kringum starfslok hans hjá Glitni búa nú í norskri sælu og þurfa aldrei að hafa fjárhagslegar áhyggjur aftur, það sem þau eiga ólifað. Er þetta okk- ur hinum ekki mikið gleðiefni? Svona, látið þið ekki svona! Jólum er að ljúka, þrettándi dagur jóla eftir tvo daga og við eigum að vera altekin kristilegum kærleika í garð náungans. Jafnvel náungans Bjarna Ármannssonar, sem DV fyrir nokkrum vikum greindi frá að ætti það til að hekla til þess að róa taugarnar. Ég hefði nú í fljótu bragði talið, að maður, sem hafði samvisku og geð í sér til að arðræna okkur hin með þeim hætti sem Bjarni Ármannsson gerði í óhóf- legri græðgisvæðingu sinni, hefði yf- irleitt engar taugar til þess að róa. Svo er annar gaur, hér heima, sem einnig hefur sloppið mjög vel frá sviðs- ljósinu og umræðum um hans eigin við- skiptalegu umsvif, fyrir utan nokkurra vikna óþægindi sviðsljóssins haustið 2007, þegar hann í samvinnu við téðan Bjarna Ármannsson, Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson, þáverandi borgarstjóra, og Hannes Smárason, þáverandi forstjóra FL Group, ætlaði að ræna okkur sem eigum Orkuveitu Reykjavíkur, með því að sameina REI og Geysir Green Energy og verða stórrík- ur fyrir vikið. Maðurinn er auðvitað enginn annar en Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins, sem hrökklaðist úr pólitík eftir að upp komst um strákinn Tuma og varð viðskiptaritstjóri Frétta- blaðsins fljótlega upp úr því. Einhvern tíma eigum við Reykvíkingar eftir að þakka sexmenningunum í borgarstjórnarflokki Sjálfstæð- isflokksins fyrir að hafa haft einurð í sér og staðfestu til þess að koma í veg fyrir að Hannesi Smárasyni og hans hyski væru afhentar eigur okkar á silfurfati. Það er á fárra vitorði, að Björn Ingi Hrafnsson á í fé- lagi við konu sína einkahlutafélagið Caramba – hug- myndir og orð ehf. Tilgangur félagsins samkvæmt sam- þykktum er ráðgjöf á sviði almannatengsla, útgáfu- og kynningarstarf, alhliða textavinna og útgáfuþjónusta, rekstur fasteigna og útleiga, eignarhald félaga og gerð viðskiptaáætlana. Enginn smátilgangur! Samkvæmt þeim upplýsingum sem aflað hefur verið innan úr Kaupþingi (gamla) var félagið stofnað í mars 2001 og hefur að mestu leyti verið í rekstri og vörslu ákveðinna verðbréfamiðlara Kaupþings frá stofnun, sem samviskusamlega unnu að því að gera Björn Inga Hrafnsson ríkan. Einhvern veginn býður mér í grun að Björn Ingi muni þurfa að standa skil á þeirri veltu sem var í þessu félagi hans. Jafnframt mun hann ugglaust þurfa að svara spurningum um það hvernig félagið var fjár- magnað í upphafi, þ.e. hvaðan lán til brasks miðlara Kaupþings voru fengin, hvaða veð voru sett fyrir lántök- unum, hversu mikið félagið hagnaðist og hver var staða Caramba við bankahrun. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur upp úr kjötkötlum Kaupþings þegar banka- rannsókn verður komin á einhvern skrið, ekki satt?! agnes@mbl.is Agnes segir … Sloppnir fyrir horn? Heklar Bjarni Ár- mannsson slapp úr landi með millj- arðana sína, vel fyrir bankahrun og hekl- ar til þess að róa taugarnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Björn Ingi Hrafnsson Það er mikil skammsýni hjá Ög-mundi Jónassyni, VG, að hvetja utanríkisráðherra til að slíta öll póli- tísk tengsl við Ísraelsmenn.     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir áttaðisig á því að aðrar leiðir væru meira viðeigandi eftir að hafa sent út fréttatilkynningu 27. desember vegna aðgerða Ísraelshers á Gasa.     Í fyrstu var Ingi-björg mjög harðorð í garð Ísraelsmanna og sagði hernaðar- aðgerðir á Gasa óverjandi.     Næsta dag, 28.desember, dró Ingibjörg Sól- rún í land frá fyrri yfirlýsingu. Hún sagðist vera hrygg yfir ástandinu og bæði Palestínumenn og Ísraelar hlytu að bera umtalsverða ábyrgð.     Ekki er ljóst hvað gerðist í utanrík-isráðuneytinu í millitíðinni sem gerði það að verkum að utanrík- isráðherra breytti um tón.     Kannski er ástæðan sú að Ingi-björg Sólrún áttaði sig á að hún gæti beitt pólitískum áhrifum sínum á fundum með skoðanabræðrum í Evrópu.     Það getur hún til dæmis gert þeg-ar hún hittir varnarmálaráð- herra Ísraels, Ehud Barak, á næsta fundi Sambands vinstri flokka í Evr- ópu.     Þar á systurflokkur Samfylking-arinnar í Ísrael, Verkamanna- flokkurinn, sem fer með varn- armálin, áheyrnarrétt eins og Samfylkingin.     Þetta var Ögmundi örugglega ekki ljóst þegar hann setti fram kröfur sínar um að slíta þessi tengsl. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ingibjörgu Sólrúnu til varnar                            ! " #$    %&'  ( )                              * (! +  ,- . / 0     + -                            ! 12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (        "#                 :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).?    $  $ % %     $ $    $    $   %  $%                         *$BCD                      !"    #$ % &  *! $$ B *!   &' ( #  ' #  ! )# * ) <2  <!  <2  <!  <2  &!#(  +  ,-" ).   E2 F                      87   '    ( )         6  2    )         *  ' + ,    B  -       )  .     #% /  ! /% * "       /0 )11  )# 2 ) ")+  3      % $$4 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STAKSTEINAR VEÐUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.