Morgunblaðið - 04.01.2009, Side 16
16 Tengsl
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009
Eftir Freystein Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
Lára „Ég man fyrst eftir Þorfinni í rifrildi
við Ninnu, elztu systur okkar, um Tinnabók.
Þá hef ég verið 4, 5 ára, en ég er sex árum
yngri en hann. Hann gaf sig ekki gagnvart
Ninnu, var ekki vanur því, hann var og er
reyndar enn mjög ákveðinn, en hann getur
líka verið mjög sveigjanlegur ef það hentar
honum.
Við vorum stór systkinahópurinn, sjö
krakkar, þannig að eiginlega man ég fátt af
honum einum framan af. Ég man þó vel
þegar hann átti að passa okkur þrjár
yngstu systur sínar og láta okkur sofa.
Hann var mjög strangur, ef við hefðum
mátt velja, hefðum við viljað að einhver
annar kæmi okkur í rúmið. Hann sat á gólf-
inu og las, ekki fyrir okkur, heldur sjálfan
sig og beið eftir því að okkur sigi blundur á
brá. Og við máttum ekki hreyfa okkur á
meðan. Þegar elzti bróðir okkar kom okkur
í háttinn gátum við alltaf platað hann til
þess að leyfa okkur að fá kexköku eða leika
okkur bara svolítið meira. En það var aldrei
hægt að plata Þorfinn.
Ég held ég megi segja að framan af vor-
um við engir sérstakir vinir. Ég var alltaf
að atast í honum og honum var ekki
skemmt. Svo breyttist það og ég fór að líta
mjög upp til hans, mér fannst hann svo
klár, hann vissi eiginlega allt og fékk góðar
einkunnir í skólanum. Hann var svona ekta
sonur sem allir foreldrar vilja eiga. Og fyrir
mér ekta bróðir, sem mér fannst allar stelp-
ur vilja eiga. Þegar ég var sex ára gat ég
ekki sagt stjarna, sagði alltaf snjarna. Þor-
finnur var óþreytandi í að láta mig tönnlast
á þessu, þar til ég gat sagt stjarna. Þá
sagði hann strax: Segðu snjór, segðu snjór.
Og ég sagði auðvitað stjór! Þá hló hann.
Hann gat verið svolítið stríðinn.“
Íslenzku- og stærðfræðipælingar
„Það voru miklar íslenzku- og stærð-
fræðipælingar á heimilinu, pabbi var alltaf
með móðurmálið á vörunum og við krakk-
arnir drukkum það í okkur. Þorfinnur varð
góður stærðfræðingur og ég tók það upp
eftir honum að hafa gaman af stærðfræði.
Seinna fór ég svo í verkfræði einsog hann
hafði gert, en lauk aðeins einni önn, hætti
þegar fjórða barnið kom í heiminn.
Þorfinnur var alltaf að segja mér að fara
í fjölmiðlun og hvetja mig til þess að sækja
um. Þegar NFS var stofnuð 2005 var hann
ráðinn þangað inn og hann hvatti mig til
þess að sækja um, því það vantaði fullt af
fólki. Ég fór og talaði við Róbert Marshall
og þar með var ég komin í fjölmiðla. Þor-
finnur vissi hvað hann söng um þetta og ég
fann fljótt að starfið er mitt draumastarf.
Það var mikið talað um fjölmiðla á heim-
ilinu. Pabbi var náttúrlega vakinn og sofinn
fjölmiðlamaður. Og svo var kvikmyndaáhug-
inn á fullu líka. Þeir Þorfinnur og Raggi,
elzti bróðir, bjuggu til kvikmyndir, þeir áttu
einhverja kameru og svo voru sýningarvél
og tjald á heimili. Þarna sýndu þeir sínar
myndir, sem ég fékk stundum að leika í,
eða var öllu heldur notuð í, þegar betri
kostir voru ekki fyrir hendi. En þeir tóku
þetta allt mjög alvarlega.
Þorfinnur var afbragðsnemandi. Ég man
þegar hann fékk árangurinn í samræmdu
prófunum; AAA. Hann skrifaði með félaga
sínum í Álftamýrarskóla fræga söguritgerð
upp á 10. Þegar ég kom í skólann þreyttust
kennararnir aldrei á að segja mér að ég
mætti gjarnan líkjast bróður mínum meira.
Mér fannst oft erfitt að feta í fótspor hans,
eiginlega átti ég ekki sjens og valdi þess
vegna oft að fara „hina leiðina.“
Þorfinnur var ekki villtur unglingur. Það
var aldrei neitt vesen í kringum hann. Hann
átti alltaf kærustu
Hann var mjög vinmargur og fljótlega
fóru stelpurnar að verða skotnar í honum.
Hann var klár og skemmtilegur og svo
dansaði hann.
Þegar ég var þetta 12, 13, 14 var Duran
Duran í miklu uppáhaldi hjá mér og það var
alveg að gera út af við hann. Þegar ég svo
15, 16 komst upp á svipaða tónlist og hann
fór hann að deila með mér ýmsu úr sínum
heimi. Þá var hann ekki lengur bara stóri
bróðir, sem ég leit með lotningu upp til,
heldur líka félagi og vinur. “
Vinur allra hvar sem er
„Þegar ég var 16 fór okkar samband að
breytast. Hann hætti með kærustunni sem
hann hafði verið með öll unglingsárin og þá
áttum við meiri samleið og tengslin í milli
okkar urðu önnur, til dæmis skemmtum við
okkur saman. Ég man til dæmis alltaf eftir
fyrsta skiptinu þegar hann og vinir hans
skemmtu sér og dönsuðu með mér og vin-
konum mínum í stofunni heima eitthvert
laugardagskvöldið. Þá vissi ég að við vorum
jafninmgjar. Og nú náum við vel saman á
fullorðinsaldri þótt ólík séum. Við fórum til
dæmis saman til Parísar í sumar ásamt
mökum, ferð sem við höfðum talað um í
mörg ár.
Hann Þorfinnur er mjög skemmtilegur,
hann á það reyndar til að bíta sumt í sig og
getur þá verið svolítið þrjózkur, en hann fer
aldrei í illt út af því. Einn af hans stóru
kostum er að hann dæmir engan fyrirfram
og er bæði alþjóðlegur og víðsýnn í garð
manna og málefna. Hann er heimsborgari,
hefur ferðazt víða og kynnzt mörgum menn-
ingarheimum. Og honum hefur tekizt að
vera vinur allra, alveg sama hvar í heim-
inum hann er. Það líkar öllum vel við hann.
Hann er ekki snobbaður, en hann vill fá
gott vín og góðan mat og þegar hann er
gestgjafinn getur hann látið dæluna ganga
um uppruna vínsins og matarins. Hann
leggur mikinn metnað í matargerð og er
frábær kokkur og það er gaman að hlusta á
hann, þó ég hafi lítið vit á mat eða drykk.
Máltíðin sem fylgir sögunum er svo ynd-
islega góð og sögurnar því í raun forsmekk-
urinn að því sem koma skal.“
Fordómalaus heimsborgari
Morgunblaðið/Kristinn
Helga Jóhannsdóttir og Ómar Ragnarsson eiga sjö börn. Það er
því af nægum tengslum að taka í þeirri fjölskyldu. Hér tala Lára
og Þorfinnur. Þau hafa bæði látið til sín taka í fjölmiðlum og hún
tók það upp eftir honum að hafa gaman af stærðfræði og tók
eina önn í verkfræði af því að hann hafði klárað fyrri hlutann .