Morgunblaðið - 04.01.2009, Page 19

Morgunblaðið - 04.01.2009, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 Íslands (VSÍ), Víglundi Þorsteins- syni, formanni Félags íslenskra iðnrekenda og Guðmundi J. Guð- mundssyni, formanni Dagsbrúnar, fyrir óábyrga afstöðu. Ögrandi verkefni Slíka gagnrýni frá vinum sínum og félögum lét Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins sem vind um eyru þjóta og sagði m.a.: „En hagsmunasamtökin (VSÍ og ASÍ – innskot blaðamanns) geta ekki stjórnað Sjálfstæðisflokkn- um.“ Ég rifja hér upp hver staðan var á vettvangi stjórnmálanna í desem- berbyrjun árið 1990, þegar Styrmir og Matthías fólu mér það mæta og spennandi verkefni að eiga við Þorstein Pálsson, formann Sjálf- stæðisflokksins, alvöruviðtal um stöðu flokksins, flokksforystunnar og þá höfuðspurningu, hvort flokksforystan væri úti á túni, með sinni afstöðu. Viðtalið var tekið á skrifstofu formanns Sjálfstæðisflokksins í Valhöll og ég spurði formanninn nokkuð aðgangsharðra og gagn- rýninna spurninga, spurði hann m.a. hvort hann teldi ekki að nú væri svo komið að það þyrfti að skipta um „kallinn í brúnni“ hjá Sjálfstæðisflokknum og skrifaði inngang sem lýsti heldur bágbor- inni stöðu flokksins og formanns- ins. Viðtalið átti að birtast í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins hinn 9. desember og var búið að setja það upp og ganga frá því á laugardags- morgninum, þegar babb kom í bát- inn. Babbið sem kom var frá Þor- steini Pálssyni sem neitaði að viðtalið við hann birtist óbreytt. Hann hafði fengið það til yfirlestr- ar, eins og gjarnan tíðkast, þegar um viðameiri viðtöl er að ræða. Þorsteinn vildi hins vegar ekki sætta sig við viðtalið eins og það var frá minni hendi. Honum nægði ekki að breyta eigin orðum og ákveðnum svörum í viðtalinu, hann vildi einnig breyta spurningum mínum og innganginum að viðtal- inu. Honum fannst viðtalið við sig of neikvætt! Ég gat að sjálfsögðu ekki sætt mig við hugmyndir Þorsteins að breyttu viðtali og eftir að hafa rætt málin við Matthías og Styrmi var því ákveðið að birta ekki viðtalið og Björn Vignir Sigurpálsson, sem þá stjórnaði sunnudagsblaði Morg- unblaðsins varð í snarhasti að búa til plan B og finna efni í stað við- talsins. Þessi niðurstaða var aðeins á vit- orði örfárra starfsmanna Morg- unblaðsins og Þorsteins, þar til sunnudagsblað Morgunblaðsins var komið út. Þar gat nefnilega að líta efnisyfirlit á bls. 3, þar sem sagði í fyrirsögn: Ekki áfall fyrir flokkinn og þar undir stóð „Agnes Braga- dóttir ræðir við Þorstein Pálsson um fræga samþykkt þingflokks sjálfstæðismanna og eftirmál henn- ar.“ Okkur yfirsást sem sé að breyta efnisyfirlitinu og því vissu allir les- endur Morgunblaðsins að viðtal hafði verið tekið við Þorstein Páls- son, viðtal sem ekki birtist. Ég var óspart rukkuð um þetta viðtal næstu daga á eftir og svar- aði í engu hvernig á þessu stóð. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar Salóme Þorkelsdóttir, sem þá var varaforseti Sameinaðs þings, rukkaði mig um viðtalið á mánudeginum úti í Alþingi og sagði mér að hún hefði beinlínis rekið Jóel mann sinn með harðri hendi aftur niður að vegamótum, þar sem póstkassi þeirra hjóna var, því hún taldi að honum hefði örugglega yfirsést hluti af Morg- unblaðinu þar sem hún var búin að lesa um viðtalið við formanninn í efnisyfirliti Morgunblaðsins. Þenn- an sunnudag var stórhríð í Mos- fellssveitinni, heimasveit þeirra Salóme og Jóels! Mér fannst eiginlega að Þor- steinn blessaður ætti við nægt heimilisböl að stríða og ég ætti ekki að bæta um betur með því að upplýsa um ástæður þess að við- talið var ekki birt. Blaðamaður í símaskránni Það hefði nú ekki þótt fallegt af- spurnar eða til eftirbreytni að maðurinn sem allan sinn pólitíska feril og þann diplómatíska líka, skráði sig sem blaðamann í síma- skrána, ástundaði ritskoðun á eigin viðtali, með þeim hætti að blaða- maðurinn gat ekki sætt sig við hana, eða hvað? Örfáum mánuðum síðar var Dav- íð Oddsson orðinn formaður Sjálf- stæðisflokksins. Hann hafði verið varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá því 1988 og ákvað að taka for- mannsslaginn við Þorstein Pálsson og bauð sig fram gegn Þorsteini á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vorið 1991. Vissulega var þetta umdeild ákvörðun Davíðs og sannarlega var það ekki samkvæmt neinum hefð- um eða venjum að leyfa sér að bjóða sig fram gegn sitjandi for- manni sem sóttist eftir endurkjöri en hvenær hefur Davíð Oddsson svo sem hagað sér samkvæmt hefðum og venjum?! Kosningabarátta þeirra var hörð en Davíð fór með sigur af hólmi. Hlaut hann 733 atkvæði af 1.388 eða 52,8%, en Þorsteinn Pálsson hlaut 651 atkvæði eða 46,9%. Eftir kosningar myndaði Davíð ríkisstjórn með Alþýðuflokknum, þar sem Þorsteinn tók sæti. Hann tók sömuleiðis sæti í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar árið 1995, þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur mynduðu ríkisstjórn og árið 1999 hélt Þorsteinn til London sem sendiherra og þaðan til Kaup- mannahafnar. Hann þáði eiginlega lifibrauð sitt úr hendi Davíðs Oddssonar í 15 ár ef svo má að orði komast, eftir að hann tapaði fyrir Davíð í formannsslagnum. Heimkominn varð Þorsteinn fljót- lega ritstjóri Fréttablaðsins, eða í febrúar 2006. Því hefur oft verið haldið fram að Davíð Oddsson sé bæði lang- rækinn og hefnigjarn og að þeir sem falla í ónáð hjá honum komist á blað í svartri bók hans og hverfi þaðan aldrei. Ég hef aldrei fengið tilvist svörtu bókarinnar staðfesta en finnst svolítið skondið að rifja upp feril Þorsteins Pálssonar und- anfarin 18 ár, í ljósi langrækn- innar. Var hún kannski drifkrafturinn á bak við leiðara Þorsteins nokkru eftir bankahrun eða svo undir fyr- irsögninni „Jónasi svarað“? En þar skaut Þorsteinn slíkum skotum að Davíð Oddssyni að annað eins hef- ur ekki sést á prenti frá Þorsteini. Leiðarinn var svo beittur og háðskur að ég gat ekki að mér gert að hugsa, skyldi Þorsteinn vera miklu langræknari og hefni- gjarnari en Davíð?! birtist Ljósmynd/KGA Fyrsta ræðan Davíð Oddsson forsætisráðherra flytur sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi haustið 1991. Salóme Þorkelsdóttir varaforseti Sameinaðs þings er í forsetastól að baki Davíðs. Efnisyfirlit Morgunblaðsins 9. des- ember 1990 á bls. 3. Starfsmenntaráð starfar samkvæmt lögum nr. 19/1992 um starfsmenntun í atvinnulífinu. Það úthlutar styrkjum til starfsmenntunar og er stjórnvöldum til ráðuneytis um stefnumótun og aðgerðir á sviði starfsmenntunar. N NI R AP A KS AF O TS A G NIS L G U A Starfsmenntaráðs verður haldinn fimmtudaginn 8. janúar 2009 kl. 12:00- 13:30 í húsakynnum Mímis - símenntunar, Skeifunni 8, Reykjavík. Sent verður með fjarfundabúnaði út til símenntunarmiðstöðva á landinu. Áhugsamir eru hvattir til að mæta og taka þátt í fundinum. Dagskrá: Starf Starfsmenntaráðs sl. ár Úthlutanir úr starfsmenntasjóði 2008 Áherslur Starfsmenntaráðs við úthlutanir úr starfsmenntasjóði 2009. Önnur mál Opinn fundur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.