Morgunblaðið - 04.01.2009, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009
M
annréttindi hafa verið
lítils virði í stjórn-
artíð George W.
Bush Bandaríkja-
forseta. Allt frá því
að hryðjuverkin voru
framin í Bandaríkj-
unum 11. september
2001 og hið svokall-
aða stríð gegn
hryðjuverkum hófst hefur stjórn Bush mark-
visst grafið undan mannréttindum. Heims-
byggðina hryllti við þegar myndirnar af pynt-
ingum í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdað
birtust. Þar mátti sjá menn með hettu á höfði og
rafmagnsvíra á útlimum, nakta fanga liggja í
kös og fanga á hnjánum á meðan hundum var
att að þeim. Fangarnir voru niðurlægðir kyn-
ferðislega og látnir sæta meðferð sem var brot á
ákvæðum Genfar-sáttmálans um meðferð
stríðsfanga og stríddi gegn trúarsannfæringu
þeirra.
Í upphafi var reynt að láta sem örfáir ein-
staklingar hefðu misst stjórn á sér og farið út af
sporinu. Smám saman hefur hins vegar komið í
ljós að meðferðin á föngunum í Abu Ghraib var
ekki undantekning, heldur hluti af kerf-
isbundnum pyntingum sem Bandaríkjamenn
hafa beitt fanga í baráttu sinni gegn hryðju-
verkum. Ábyrgðin nær til æðstu valdamanna.
Ljóst er að Donald Rumsfeld, fyrrverandi varn-
armálaráðherra, samþykkti harkalegar yf-
irheyrsluaðferðir og studdist við lagaleg álit
sem sett voru saman í dómsmálaráðuneytinu.
Þó hafa aðeins undirmennirnir verið sóttir til
saka. Hinir raunverulegu ábyrgðarmenn hafa
sloppið.
Styrkti óvininn og veikti siðferði
Um miðjan desember kom fram skýrsla her-
málanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings
þar sem ábyrgðin á því að ganga of langt í yf-
irheyrslum í Abu Ghraib, Guantanamo á Kúbu
og víðar var rakin til æðstu valdamanna, þar á
meðal Rumsfelds. Carl Levin, þingmaður
demókrata, og John McCain, þingmaður
repúblikana og forsetaframbjóðandi flokksins í
síðustu forsetakosningum, kynntu skýrsluna.
Þar er fullyrðingum stjórnar Bush um að með
harkalegum aðferðum við yfirheyrslur hafi ver-
ið stuðlað að öryggi almennings og hermanna
vísað á bug. Í henni segir að ill meðferð á föng-
um í Abu Ghraib hafi „ekki bara verið afleiðing
af því að nokkrir hermenn tóku sér bessaleyfi“,
heldur afsprengi stefnu sem Rumsfeld og aðrir
háttsettir embættismenn samþykktu og „komu
þeim boðum til skila að líkamlegt álag og nið-
urlæging væri viðeigandi meðferð fyrir fanga“.
Aðferðirnar felast meðal annars í því að láta
fanga vera lengi í sömu stöðu og neyða þá til að
vera naktir. Önnur aðferð er fólgin í að fram-
kalla köfnunartilfinningu með því að kaffæra
fanga í vatni. Spænski rannsóknarrétturinn
beitti slíkum aðferðum á sínum tíma. Einnig
hefur föngum verið haldið svefnlausum og þeir
látnir hírast í miklum kulda langtímum saman.
Í skýrslunni segir að þótt Rumsfeld hafi form-
lega dregið til baka leyfi til að beita slíkum að-
ferðum hafi útbreiðsla þeirra í kerfinu haldið
áfram og notkun þeirra „skaðað getu okkar til
að safna saman áreiðanlegum upplýsingum,
sem gætu bjargað mannslífum, styrkt stöðu
óvina okkar og grafið undan siðferðislegum
styrk okkar“.
Að undirlagi æðstu ráðamanna
Talsmenn Rumsfelds hafa hafnað þessum ásök-
unum. Þó er vitað að í nóvember 2002 lagði
William J. Haynes II, lögfræðilegur ráðgjafi
varnarmálaráðuneytisins, til að Rumsfeld veitti
formlegt leyfi til harkalegra aðferða við yf-
irheyrslur, þar á meðal að láta fanga vera lengi í
líkamsstöðu þar sem þeir væru undir álagi,
notkun hunda þjálfaðra til árása og að kalla
fram skyntruflanir. Rumsfeld samþykkti þessa
leyniskipun 2. desember 2002. Það var ekki fyrr
en Alberto Mora, lagalegur ráðgjafi sjóhersins,
mótmælti og sagði að hann myndi skrifa minn-
isblað þar sem kæmi fram að sumar þessara að-
ferða brytu í bága við lagahefðir bæði heima
fyrir og á alþjóðlegum vettvangi að blaðinu var
snúið við. 15. janúar 2003 afturkallaði Rumsfeld
samþykki sitt en undirritaði í apríl sama ár ann-
að minnisblað þar sem taldar voru upp leyfileg-
ar aðferðir, þar á meðal að svipta fanga svefni.
Í apríl í fyrra greindi sjónvarpsstöðin ABC
frá því að æðstu ráðamenn Bush hefðu hist árið
2003 til að ræða ágengar aðferðir við yf-
irheyrslur. Á þessum fundum voru meðal ann-
ars Dick Cheney varaforseti, David Addington,
sem þá var ráðgjafi og nú er starfsmannastjóri,
John Ashcroft dómsmálaráðherra, Condoleezza
Rice, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi og nú-
verandi utanríkisráðherra, Rumsfeld og Hayn-
es. Bush staðfesti þessa frétt í viðtali við sjón-
varpsstöðina. „Staðreyndin er sú að ég sagði
þjóðinni að við gerðum þetta. Og ég sagði þeim
líka að þetta væri löglegt. Við höfðum lagaleg
álit sem gerðu okkur fært að gera þetta.“
Pyntingunum hefur ekki verið tekið þegjandi
í Bandaríkjunum og hefur öflugt andóf komið
fram innan hersins.
Meðferð fanga er eitt. Í ofanálag hafa Banda-
ríkjamenn handtekið fjölda manna fyrir afar
léttvægar sakir og haldið þeim föngnum svo ár-
um skiptir án þess að þeir ættu þess nokkurn
kost að fá réttláta málsmeðferð.
Í fyrra kom út bók, sem heitir My Guant-
anamo Diary eftir Mahvish Rukhsana Khan.
Khan bauð sig fram sem túlkur fyrir fanga í
Guantanamo. Hópur manna, sem hún hitti, lýsti
því hvernig þeir hefðu verið seldir í hendur
Bandaríkjamönnum eftir að bandaríski herinn
varpaði bæklingum úr lofti víða um Afganistan
og hét því að borga hverjum þeim, sem segði til
liðsmanns talibana eða Al Qaeda, 25 þúsund
dollara. Það eru um hundraðföld árslaun ein-
staklings í Afganistan.
Það segir síðan sína sögu um sekt fanganna
að margir þeirra hafa síðan verið látnir lausir
án þess nokkrar kærur kæmu fram.
Mohammed Jawad var handtekinn fyrir að
varpa sprengju að bíl með bandarískum her-
mönnum í Kabúl síðla árs 2002. Blaðamaðurinn
Anthony Lewis rekur sögu hans í grein, sem
hann nefnir Official American Sadism eða Op-
inber bandarískur sadismi og birtist í The New
York Review of Books í september. Í febrúar
2003 var Jawad fluttur til Guantanamo, þá 17
ára. Í desember 2003 reyndi hann að fremja
sjálfsmorð. Í maí 2004 var hann beittur meðferð
þar sem hann var á þriggja tíma fresti í tvær
vikur fluttur í járnum á milli fangaklefa. Vitað
er um meðferðina á honum vegna þess að lög-
manni hans, David J.R. Frakt major, tókst að fá
herdómara til að skipa yfirvöldum að leggja
fram skýrslur um fangavist hans. Hér fylgir
lýsing Lewis á réttarhöldunum: „„Af hverju var
Mohammed Jawad pyntaður?“ spurði Frakt
major. „Hvers vegna völdu yfirmenn hersins
táningsdreng, sem tæpum fimm mánuðum áður
hafði reynt að fremja sjálfsmorð í fangaklefa
sínum, til að vera viðfang þessarar sadísku til-
raunar í að svipta hann svefni?“ Yfirmenn í
Guantanamo sögðu að þeir teldu ekki að hann
byggi yfir neinum mikilvægum upplýsingum og
hann var ekki einu sinni yfirheyrður meðan á
meðferðinni stóð. „Líklegast er,“ sagði Frakt
major, „að þeir hafi einfaldlega ákveðið að
pynta Jawad til gamans, til að veita honum
ráðningu, kannski öðrum til viðvörunar.“
En Frakt lét ekki staðar numið við þá sem
pyntuðu Mohammed Jawad. Hann tók fyrir til-
skipun Bush forseta frá 7. febrúar 2002 þess
efnis að þeir, sem sætu í Guantanamo sem
meintir liðsmenn eða stuðningsmenn Al Qaeda
eða talibana ættu ekki að njóta verndar Genf-
arsáttmálanna. „7. febrúar 2002,“ sagði hann,
„þann dag glötuðu Bandaríkin dálitlu af mik-
ilfengleika sínum. Við glötuðum stöðu okkar
sem helstu verjendur mannréttinda í heim-
inum, sem málsvarar réttlætis, sanngirni og
réttarríkisins … Því miður hefur þessi her-
nefnd [sem hélt vitnaleiðslurnar í máli Jawads]
ekki vald til að gera neitt við þá sem opnuðu á
pyntingar eins og John Yoo, Jay Bybee, Robert
Delahunty, Alberto Gonzales …, David Add-
ington, William Haynes, Cheney varaforseta og
Donald Rumsfeld …““
Frakt er aðeins einn af mörgum, sem hafa
verið tilbúnir að fórna frama sínum innan hers-
ins til að segja skoðun sína á meðferðinni, sem
fangar hafa verið beittir í stjórnartíð Bush, um-
búðalaust.
Bandaríkjamenn hafa löngum verið á gráu
svæði varðandi yfirheyrslur og þær aðferðir,
sem fangar hafa verið beittir í Abu Ghraib, Bag-
ram-fangelsinu í Afganistan, Guantanamo og
víðar eiga rætur í rannsóknum, sem bandaríska
leyniþjónustan, CIA, styrkti á sínum tíma og
taldi nytsamlegar þar sem þær væru sálrænar
en ekki líkamlegar. Það er hins vegar hrollvekj-
andi að hugsa til þess að háskólagengnir menn
skuli sitja á rökstólum í æðstu stöðum í banda-
rísku stjórnkerfi og velta því fyrir sér hvernig
hægt sé að komast hjá því að kalla pyntingar
sínu rétta nafni og hvernig megi skilgreina
fanga þannig að hægt sé að komast fram hjá
ákvæðum Genfar-sáttmálans um mannúðlega
meðferð fanga. Það mætti kalla þetta menntað
siðleysi.
Margir hafa bent á það að pyntingar beri
ekki tilætlaðan árangur og stjórnvöld hafi eng-
ar nytsamlegar upplýsingar fengið með því að
beita fanga harðræði. Það er hins vegar auka-
atriði vegna þess að þá er verið að gefa í skyn að
pyntingar séu réttlætanlegar ef þær beri ár-
angur.
Glæpir Bandaríkjastjórnar?
Á sínum tíma var gerð tilraun til að svipta Bill
Clinton embætti vegna þess að hann hefði borið
ljúgvitni um samband sitt við Monicu Lew-
insky. George W. Bush hefur traðkað á mann-
réttindum. Hann bjó til lagalegt svarthol í
Guantanamo. Hann leyfði flutning á föngum á
laun til landa sem bandaríska utanríkisráðu-
neytið gagnrýnir í árlegum skýrslum fyrir illa
meðferð á föngum. Hann leyfði fangelsun þús-
unda manna án dóms og laga. Margir hafa setið
inni svo árum skiptir. Hann leyfði meðferð á
föngum, sem ekki er hægt að kalla neitt annað
en pyntingar – hvað sem öllum hártogunum líð-
ur. Þess eru dæmi að menn hafi látið lífið af
völdum pyntinga og margir hafa misst geðheils-
una. Það má færa rök að því að hegðun Bush
hafi verið glæpsamleg. Ýmsir hafa hvatt til þess
að reynt yrði að svipta Bush embætti. Fyrir því
eru þyngri rök en áttu við um Clinton en demó-
kratar lögðu ekki í þann slag.
Bush hefur hins vegar komið því til leiðar að
Bandaríkjamenn eru rúnir trausti í mannrétt-
indamálum. Hvernig eiga Bandaríkjamenn að
gagnrýna mannréttindabrot Kínverja þegar
þeir beita sjálfir pyntingum og handtaka fólk án
dóms og laga? Harðstjórar um allan heim geta
hæglega sakað Bandaríkjamenn um hræsni í
mannréttindamálum. Gagnrýni bandarískra
ráðamanna í þeim efnum verður hæglega létt-
væg fundin þegar horft er á gerðir þeirra.
Mannréttindi og frelsi fara hönd í hönd. Með
því að ráðast á mannréttindi hefur Bush breytt
vörninni fyrir frelsið í andhverfu sína. Bush hef-
ur gert mörg mistök á forsetastóli en óvirðing
hans fyrir mannréttindum er svartasti blett-
urinn á stjórnartíð hans. Nú kemur í hlut Bar-
acks Obamas að vinda ofan af óhæfuverkum
Bush-stjórnarinnar og sýna að hægt sé að leiða
baráttu gegn hryðjuverkum án þess að fótum
troða mannréttindi.
Lítilsvirðing Bush fyrir mannréttindum
Reykjavíkurbréf
030109
2001
Hryðjuverkamenn
ráðast á New York og
Washington.
2002
George W. Bush lýsir yfir
að ákvæði Genfar-
sáttmálans eigi ekki við
um fangelsaða liðsmenn
Al Qaeda og talibana í
Guantanamo.
2008
Þingnefnd bendlar æðstu
ráðamenn við harðræði
við fanga.
Reuters
Pyntingar Það var álitshnekkir fyrir Bandaríkin þegar myndir af misþyrmingu fanga í Abu Ghraib-fangelsinu birtust í tímaritinu New Yorker.