Morgunblaðið - 04.01.2009, Page 32

Morgunblaðið - 04.01.2009, Page 32
32 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 4 É g kom hér síðast við hjá manni, sem fyr-ir ævalöngu var að hugsa um leyndardómjarðneskrar tilveru sinnar. Hann er einn meðal margra annarra, sem við getum kynnst í þeim heilögu ritningum, sem kristnir menn tóku í arf frá Gyðingum um hendur Jesú og eiga síðan og lesa í ljósi hans og ávaxta í huga sér hver með öðrum öld af öld. Ég er með 139. sálm Biblíunnar í huga. Það ljóð er með mjög sterkum einkennum þeirra íhug- unaraðferða, sem við kynnumst hjá þessum fornu mönn- um og eru traust og góð leiðbeining í því efni enn í dag. Spurningar hafa hrannast upp þá eins og nú. Hvers vegna er allt eins og það er? Af hverju þurfa saklausir að líða? Hvaðan kemur illskan, grimmdin, kúgunin? Hver er ég? Og sami undirtónn, hvernig sem spurt er: Þú veist svarið, Guð minn. Þú ert svarið. Þú lætur mig vita það, sem ég þarf að vita, skilja það, sem ég þarf að skilja. Stundum er svo erfittt að segja þetta, það er svo margt þungt og sárt, sem hvílir á næmum hug. Og enginn er tryggður fyrir ásókn ljótra hugsana. En ekkert betra ráð er til en að opna hug sinn fyrir Guði, tala opinskátt við hann um allt, sem á huga hvílir. Það er hægt að þreifa á því, að maður verður öðruvísi við það að horfast í augu við sjálfan sig og horfast um leið í augu við Guð. Vilja skynja hann í leyndardómum líkama síns og djúp- um sálar sinnar. Vilja mæta honum í þeim undrum öllum og gátum, sem fyrir ber og við er að fást. Í sálminum, sem ég er að benda á, talar maður, sem er gagntekinn af því undri, sem hann sjálfur er. Undrunin á því stigi, sem við kynnumst í þessum texta og ótalmörgum öðrum, heitir tilbeiðsla. Það er sameiginlegt þessum fornaldarmanni og þeim samtímamanni, sem ég gat um hér síðast, að báðir undr- ast. Að sjálfsögðu er bilið mikið milli þess, sem þeir hvor um sig vita, miðað við niðurstöður af rannsóknum með vísindalegum úrræðum nútímans. En það millibil hverfur. Þeir standa hlið við hlið á þeirri ystu nöf, þar sem við blasir ókannanlegt djúp þess leynd- ardóms, sem enginn mannlegur hugur rýnir til grunns og engin jarðnesk orð ráða við. En innblásna skáldið forna er samt að tala. Og náði að tala þannig, að orð hans hafa hjálpað fleira fólki en talið verði til þess að opna huga sinn fyrir Guði og fá hjálp hans til þess að skynja líf sitt sem heilaga, undursamlega gjöf frá honum. Hann hefur hljóðnað vel þessi bænarmaður. Hann hef- ur lifað þá þögn í barmi sínum, sem opnar vitundina. Og hann verður vakandi andlit fyrir augliti Guðs, opin viðtaka, lifandi andsvar: Drottinn, þú rannsakar og þekkir mig … Gagntekinn af lotningu fer hann í huganum með sjálfan sig inn í það móðurlíf, þar sem hann þáði lífið. Þarna varst þú, Drottinn, segir hann. Annars hefði ég aldrei orðið til. Þú hefur ofið mig í móðurlífi. Þú varst í því leyni, því jarðneska djúpi, þar sem ég var getinn. Augu þín sáu mig, þegar ég var enn ómyndað efni. Sáu og gjörþekkja hvern leyndan þráð, sem ég er ofinn úr. Ég skil ekki hugsanir þínar. Það sem þú hugsar og ger- ir er of háleitt til þess að ég geti ráðið við það. En ég þakka þér. Það get ég. Ég tilbið þig. Það megna ég. Ég lofa þig fyrir það, hvað ég er undursamlega skap- aður og öll verk þín dásamleg. En fyrst og síðast lofa ég þig fyrir það, að þú sér mig, vilt sjá mig, og að ég má vita það, að ég get aldrei lent í þeim sporum, að þú sért ekki þar hjá mér. Leit og svör Sigurbjörn Einarsson » Það er hægt að þreifa á því, aðmaður verður öðruvísi við það að horfast í augu við sjálfan sig og horfast um leið í augu við Guð. Pistlar sr. Sigurbjörns Ein- arssonar, sem Morg- unblaðið birti á sunnudög- um fyrr á þessu ári, vöktu mikla ánægju meðal les- enda. Um það samdist, milli sr. Sigurbjörns og Morgunblaðsins, að hann héldi áfram þessum skrif- um og hafði hann gengið frá nýjum skammti áður en hann lést. UNDIRRITUÐ eru foreldrar langveiks barns og birtum við hér hugleiðingar sem renna í gegnum hug- ann þegar við hlust- um á fréttir og frá- sagnir af efnahagskreppunni sem er smám saman að setja mark sitt á sam- félagið. Á skrítnum tímum eins og þeim sem við lifum á er mikilvægt að við stöndum vörð um fjölskyldurn- ar í landinu og ekki síst fjöl- skyldur sem hafa verið að glíma við sínar „einkakreppur“ sem koma upp þegar foreldrar eignast alvarlega veik börn. Sum svið velferðarkerfanna á Íslandi eru byggð upp af sjálf- boðaliðum og samtökum sem hafa ekki fasta tekjustofna. Fyrirtæki og einstaklingar hafa haldið mörg- um þessara félagasamtaka uppi með frjálsum fjárframlögum. Sjónarhóll Sjónarhóll er einmitt dæmi um slík samtök. Sjónarhóll er ráðgjaf- armiðstöð sem veitir faglega og óháða ráðgjöf fyrir aðstandendur barna sem eiga við langvarandi veikindi og fötlun að stríða. Við erum fjölskylda sem höfum notið góðs af starfi þeirra og þjónustu bæði varðandi aðstoð við okkur sem foreldra og hjón, við að halda geðheilsu og hjónabandi í lagi með endurgjaldslausri sálfræðiþjónustu og samræðum. Einnig eru starfs- mennirnir ómissandi sem leiðbein- endur og ráðgjafar við það að benda á og aðstoða við að afla réttinda og njóta þeirra kjara og réttinda sem við eigum rétt á. Starfsmenn Sjónarhóls eru einu ráðgjafarnir sem foreldrar hafa beinan aðgang að, þar sem vitn- eskja er fyrir hendi um alla þætti hins svokallaða „kerfis“. Hér er stutt dæmisaga um mikilvægi Sjónarhóls: Samráðsfundir Í nóvember árið 2004 eign- uðumst við hjónin tvíbura. Við átt- um tveggja ára stúlku fyrir. Ann- ar tvíburinn, sem ekki var hugað líf meðan á meðgöngunni stóð, er með litningagallann „Turner synd- rome“. Hún fór í erfiða hjartaað- gerð sjö daga gömul og er enn með hjartagalla og lungnasjúkdóm auk þess að hafa misvirka lifur og ýmis önnur afar flókin lækn- isfræðileg vandamál sem enn er ekki séð fyrir endann á. Þar sem dóttir okkar er bæði langveik og fötluð þiggur hún þjónustu víða í kerfinu, til dæmis frá svæðisstjórn um málefni fatlaðra, Greining- arstöð ríkisins, félagsþjónustu Mosfellsbæjar, göngudeild Barna- spítala Hringsins og heima- hjúkrun svo eitthvað sé nefnt. Um tíma virtist okkur lítið samræmi í meðferð telpunnar á milli ein- stakra aðila. Þeir virtust ekki velta fyrir sér hvað aðrir væru að gera. Við reyndum eins og við gát- um að halda yfirsýn og miðla upp- lýsingum um meðferð á milli aðila. Að lokum höfðu starfsmenn Sjón- arhóls frumkvæði að því að boða alla meðferðaraðila á samráðs- fund. Þar gátu meðferðaraðilarnir hist og ráðið ráðum sínum og velt því markvisst fyrir sér hvað hver og einn gat gert til að öll þjón- ustan heildstætt kæmi að sem bestum notum. Langveika dóttir okkar hefur ekki getað notið þess að vera á al- mennum leikskóla vegna veikinda sinna en er afskaplega mikil fé- lagsvera. Hún hefur setið sorg- mædd við gluggann og horft á eft- ir systrum sínum fara í skóla og leikskóla og spurt okkur með tárin í augunum af hverju hún megi ekki líka fara. Niðurstaða eins af samráðsfundum Sjónarhóls var að telpunni var boðið að nýta Rjóðrið sem „leikskóla“. Rjóðrið er hvíld- ar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn og langveik fötluð börn. Rjóðrið er enginn leikskóli en þar er yndislegt starfsfólk sem er fúst til að fá telpuna þrjá daga í viku í fjórar klukkustundir í senn og leggja það á sig að setja upp leikskóladagskrá fyrir hana. Fé- lagsþjónusta Mosfellsbæjar greið- ir fyrir akstur en þetta er drjúgur spotti, um fjörutíu kílómetrar á dag. Þessi niðurstaða „löglega samráðsins“ hefur gert stúlkuna okkar mjög hamingjusama og alla meðferð og þjálfun markvissari. Árangur þessara aðgerða er að framfarir telpunnar eru svo ótrú- legar að það er kraftaverki líkast. Það er ekkert sjálfgefið að stofnanir eins og Rjóður og Sjón- arhóll séu til staðar. Við skorum á Íslendinga að sjá til þess að í þessum hremmingum sem þjóðin er að ganga í gegnum gleymum við ekki þeim sem síst skyldi. Velferð fjölskyldna langveikra barna Hilmar Þór Sæv- arsson og Guðrún Elvira Guðmunds- dóttir segja frá starfsemi Rjóðurs- ins og Sjónarhóls »Mikilvægur hluti vel- ferðarkerfisins á Ís- landi er félagasamtök sem ekki hafa fasta tekjustofna. Það þarf að slá skjaldborg um þá ómissandi starfsemi. Hilmar Þór Sævarsson og Guðrún Elvira Guð- mundsdóttir. Höfundar eru foreldrar langveiks barns. NÚ um áramótin var liðinn réttur áratugur frá því Rafmagnsveita Reykjavíkur og Hita- veita Reykjavíkur sam- einuðust undir merki Orkuveitu Reykjavík- ur. Ári síðar bættist rekstur Vatnsveitu Reykjavíkur við og 2006 tók fyrirtækið við rekstri fráveitu. Á þessum áratug hafa umsvifin einnig vaxið land- fræðilega og þeim sveitarfélögum sem Orkuveita Reykjavíkur þjónar fjölgað úr sex í tuttugu. Nærri liggur að þrír af hverjum fjórum Íslend- ingum njóti þjónustu fyrirtækisins. En hafa upphafleg markmið samein- ingar veitnanna náðst? Til hagsbóta fyrir borgarbúa Það var alger samstaða í borg- arstjórn Reykjavíkur á haustdögum 1998 um að leitast við að efla veitu- fyrirtæki höfuðborgarinnar með sameiningu þeirra. Meginforsendur sameiningarinnar voru „aukin hag- kvæmni og hagræðing til hagsbóta fyrir borgarbúa, möguleikar á sviði rannsókna, þróunar og markaðs- sóknar innanlands og erlendis.“ Hér eru rakin nokkur atriði til marks um að þessi metnaðarfullu áform hafi gengið eftir.  Reykvísk fjölskylda þarf að verja helmingi minni hluta tekna sinna í rafmagn og hita en fyrir ára- tug.  Afhendingaröryggi rafmagns hefur verið meira en 99,99% allan áratuginn.  Orkuveita Reykjavíkur hefur átt drjúgan þátt í uppbyggingu orku- freks iðnaðar á starfssvæði sínu.  Hlutfall eigin framleiðslu af seldu rafmagni hefur aukist um hart- nær helming.  Nákvæm úttekt á hagræðinu af sameiningu veitnanna leiddi í ljós að hagræðing í rekstri þeirra nemur 25%.  Ætla má að starfsmenn veitn- anna þyrftu að vera um 900 miðað við núverandi umfang rekstursins. Starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur er rúmlega 600.  Stærra og öflugra fyrirtæki nýtur betri kjara á markaði en mörg smærri. Í alþjóðlegu mati nýtur Orkuveita Reykjavíkur nú sama lánstrausts og ríkissjóður Íslands. Auknar kröfur – eftirsótt hagræði Vöxtur Orkuveitu Reykjavíkur á ekki rætur í ágengri út- þenslustefnu. Stjórn- endur fjölda sveitarfé- laga og eigendur fjölda veitna hafa hinsvegar séð hagræðið af sam- einingu. Það er í mörg- um tilvikum snúnara fyrir smáar veitur en stórar að verða við vax- andi kröfum við- skiptavina um hagstætt verð, aukið afhending- aröryggi og bætta þjón- ustu . Þess vegna er enn sótt á um að Orkuveita Reykja- víkur taki við nýjum rekstrarþáttum og starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur leggur sig fram um að koma til móts við auknar kröfur nýrra og eldri við- skiptavina. Öflugt starfsfólk Þann árangur sem hér hefur verið tíundaður af áratugar starfi Orku- veitu Reykjavíkur má vitaskuld þakka því forsjála fólki sem lagði grunn að sameiningu veitna Reykja- víkurborgar; Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi borgarstjóra, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borg- arfulltrúa og síðast en ekki síst Al- freð Þorsteinssyni. Alfreð veitti stjórn veitustofnanna forystu fyrir sameiningu og átti sjö ára farsælan feril sem stjórnarformaður Orku- veitu Reykjavíkur. Framgangur hugmynda þessa ágæta fólks um öflugt almannafyr- irtæki stóð þó og féll með því að starfsfólk veitnanna og síðar Orku- veitu Reykjavíkur væri reiðubúið að ráðast í umfangsmiklar breytingar, segja skilið við starfsumhverfi op- inberra starfsmanna, tileinka sér hugsunarhátt samkeppnismarkaða og leggja mikið á sig við stöðugar sameiningar við aðrar veitur og um- bætur í rekstri með hag við- skiptavina og eigenda fyrirtækisins að leiðarljósi. Það er því rétt að óska starfsfólki Orkuveitu Reykjavíkur, ekki síður en viðskiptavinum og eigendum fyr- irtækisins, til hamingju með afmælið. Orkuveita í áratug Guðlaugur Gylfi Sverrisson skrifar um Orkuveitu Reykjavíkur Guðlaugur Gylfi Sverrisson »Nú um áramótin var liðinn réttur áratug- ur frá því Rafmagns- veita Reykjavíkur og Hitaveita Reykjavíkur sameinuðust undir merki Orkuveitu Reykjavíkur. Höfundur er stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.