Morgunblaðið - 04.01.2009, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 04.01.2009, Qupperneq 33
Umræðan 33 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 HÁVÆR áróður hefur lengi verið fyrir því að Ísland sæki um inngöngu í Evrópu- sambandið og nú þyk- ir það eitt duga í rök- stuðningi að fá evrugjaldmiðil, í óljósri framtíð, fyrir krónuna. Áköfustu áróðursmenn fyrir ESB-aðild hafa reynt að heilaþvo landsmenn með því að telja fram kostina, en látið óað- gengilega ókosti liggja í láginni. ESB-aðild er trúaratriði hjá Sam- fylkingunni, einum flokka, og for- maðurinn telur lag til að hóta Sjálf- stæðisflokknum, svo umsókn um aðild verði samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Fræðimað- urinn Þorvaldur Gylfason prófessor væntir þess að tvennt muni vinnast á landsfundinum: Umsókn verði samþykkt og Sjálf- stæðisflokkurinn klofni. Þetta fellur sjálfsagt í kramið hjá öðrum háværum götu- mótmælendum. Búið er að marg- tyggja ofan í þjóðina lýsingu á „gulli og grænum skógum“ í fé- lagshyggjusamfélagi Evrópusambandsins. En lítið hefur farið fyrir umræðum um alla ókostina, afsali fullveldis og auðlinda og miklum gjaldeyriskostnaði við flókinn und- irbúning umsóknar og árlegar að- ildargreiðslur. Það mun einnig kosta mikið í launum og öðrum kostnaði að hafa hóp fulltrúa frá Ís- landi starfandi hjá stjórnsýslubákni Evrópusambandsins, sem er ólýð- ræðislegt stórveldi. Litla Ísland verður ekki hátt skrifað í þeirri ljónagryfju. Sáttmálar um reglugerðaverkið, sem unnið er eftir hjá ESB hafa verið samþykktir fyrirfram hjá að- ildarríkjunum og því er ekki hægt að breyta nema öll löndin samþykki það. Þess vegna er þetta ríkja- bandalag stöðnuð og ólýðræðisleg stofnun. Slíkt bákn verður því ómanneskjulegra eftir því sem tímar líða og aðildarlöndum fjölgar. Ekki er hægt að fá fordæmisskap- andi undanþágur og má frekar bú- ast við afarkostum, eins og dæmin sanna í samskiptum við ráðandi þjóðlönd í Evrópusambandinu. Mikil nefndavinna um Evrópu- sambandsmál hefur farið fram á vegum Sjálfstæðisflokksins á und- anförnum árum, en flokkurinn er á móti inngöngu í ESB samkvæmt landsfundarsamþykktum, en nú á að taka Evrópustefnu flokksins til endurskoðunar. Væntanlega mæta á annað þúsund fulltrúar á lands- fundinn 29. jan. Þar munu liggja fyrir skýrslur starfsnefndar um Evrópumálin. Á landsfundum ganga oft til starfa yfir hundrað manns í sumum málefnanefndum, sem leggja fram ályktunardrög. Oft hafa verið deildar meiningar um af- greiðslu mála á landsfundum Sjálf- stæðisflokksins og atkvæða- greiðslur ráðið úrslitum, en niðurstaða fengist sem allir sætta sig við. Með þeim viðamikla und- irbúningi, sem er í vinnslu nú víða um land, má ætla að vel verði stað- ið að upplýstri umræðu á lands- fundi og lýðræðislegri ákvörðun um stefnuna í Evrópumálum, eins og öðrum stefnumálum flokksins. Heyrst hefur að rétt sé að sækja um inngöngu í ESB til að láta reyna á hvaða möguleika Ísland hefur til að fá undanþágur. Síðan verði þjóðaratkvæðagreiðsla um að- ildarsamninga. Fulltrúar á lands- fundi eiga ekki, nauðbeygðir af áróðri ESB-trúarspekinga, að sam- þykkja umsókn í Evrópusam- bandið. Það á ekki að sóa tíma, orku og fjármunum í sýnd- arviðræður um inngöngu í ESB. Þvert á móti þarf að skera niður óþarfa eyðslu og spara verulega í utanríkismálum. Á undanförnum árum hefur verið eyðslubruðl í landinu og gjaldeyr- issóun í samræmi við óheftar reglur Evrópusambandsins, eins og þjóðin hefur viljað hafa þetta, en afleið- ingin er uppsafnaður gífurlegur viðskiptahalli við útlönd. Á næstu árum þarf að vera skipulagður gjaldeyrissparnaður, því fullreynt er að annað leiðir til ófarnaðar. Á þriðja áratug síðustu aldar voru jafnaðarmenn á Íslandi hrifnir af byltingunni í Rússlandi og sov- étskipulaginu, en hluti þeirra hélt sönsum og sat eftir í Alþýðuflokkn- um, þegar þeir sem trúðu á ráð- stjórnarríkjabandalagið klufu sig frá og stofnuðu Kommúnistaflokk Íslands 1930. Í áranna rás eftir lífs- ævi margra vinstri flokka, komm- únista, sósíalista, alþýðubandalags- manna og ríkisrekstrarsinna, vill slíkt fólk í Vinstri grænum ekki ánetjast erlendu ríkjabandalagi. En Samfylkingin, réttborinn arftaki Al- þýðuflokksins, vill að fyrirmælum forustu flokksins koma Íslandi í Evrópuríkjabandalag og krjúpa á knjánum fyrir ráðríkum yfirdrottn- unarþjóðum, afhenda auðlindir þjóðarinnar og afnema sjálfstæði og fullveldi með breytingum á stjórnarskrá Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf staðið fast að fullveldi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar og ekki skipt um nafn eða grundvallarstefnu. Meira: mbl.is/esb Gegn umsókn í ESB á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins Engilbert Ingvars- son skrifar um aðild að Evrópusamband- inu og Sjálfstæð- isflokkinn » Fulltrúar á lands- fundi eiga ekki, nauðbeygðir af áróðri ESB-trúarspekinga, að samþykkja umsókn í Evrópusambandið. Engilbert Ingvarsson Höfundur er fyrrverandi bóndi á Tyrðilmýri SAMFYLKINGIN hefur sem kunnugt er fram til þessa verið eini stjórnmálaflokkur landsins, sem hefur haft á stefnuskránni að Íslendingar eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sú afstaða hefur verið staðfest á þremur lands- fundum flokksins. Stefnan byggist á allsherjaratkvæðagreiðslu í flokknum sem fram fór á árinu 2002 og leiddi til afgerandi stuðn- ings við aðildarumsókn á grund- velli skilgreindra samningsmark- miða, eða ríflega 81% af þeim sem greiddu atkvæði. Atkvæðagreiðslan var haldin í kjölfar mikillar um- ræðu um Evrópumál í flokknum, sem m.a. byggðist á sérstakri Evr- ópuúttekt flokksins sem gefin var út á bók í nóvember 2001 undir heitinu Ísland í Evrópu, greining á samningsmarkmiðum Íslands við hugsanlega aðildarumsókn að ESB. Í bókinni fjölluðu sérfróðir aðilar um álitamál sem snerta margvísleg svið Evrópusambandsins, svo sem fullveldi, sjávarútvegsmál, byggðamál, neytenda- mál, jafnréttismál, menntamál, efnahags- og peningamál, utan- ríkismál og stjórn- sýslumál. Landsfundur Sam- fylkingarinnar 2003 fól níu manna hópi flokksmanna að þróa áfram þessa vinnu, m.a. við mótun samningsmarkmiða, en sá hópur skilaði ekki af sér neinum tillögum. Á næsta landsfundi, vorið 2005, var lagt til nýtt vinnulag við mótun hugsanlegra samningsmarkmiða Íslands. Þar sagði í landsfund- arályktun að leggja ætti áherslu á breiða samstöðu meðal þjóðarinnar sem látið yrði reyna á í aðild- arviðræðum við Evrópusambandið. Með þessari afstöðu var undir- strikað að mótun samningsmark- miða sé verkefni sem ekki verði leitt til lykta á vettvangi einstakra flokka heldur kalli á samráð og samkomulag við aðra stjórn- málaflokka. Rökin eru þau að aðild að Evrópusambandinu er verkefni af þeirri stærðargráðu, þar sem það lýtur m.a. að fullveldi þjóð- arinnar og brýnustu framtíð- arhagsmunum að það upphefji hefðbundin átök stjórnmálaflokka um stefnu og áherslur. Þessi stefna Samfylkingarinnar var áréttuð á síðasta landsfundi hennar vorið 2007 þar sem kjarni Evrópustefn- unnar birtist í eftirtöldum grein- um: 1. Að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hefji aðild- arviðræður. 2. Unnið verði að víðtækri sam- stöðu um samningsmarkmið. 3. Að niðurstöður samninga verði bornar undir þjóðaratkvæði. Á þessari stefnu hvílir umboð Samfylkingarinnar til að hefja við- ræður um aðild að Evrópusam- bandinu. Þó Samfylkingin leggi áherslu á víðtæka samstöðu flokka og þjóðar um samningsmarkmið leysir það hana vitanlega ekki undan því verki að leggja þar gott til mál- anna. Núverandi formaður Sam- fylkingarinnar setti fyrir nokkru af stað vinnu innan flokksins við að móta almennar áherslur um samn- ingsmarkmið sem verði innlegg Samfylkingarinnar í viðræður við aðra flokka. Þær áherslur eru nú til endurmats og munu líta dagsins ljós fljótlega á nýju ári og fara í al- menna umræðu meðal flokksmanna áður en þær verða lagðar til grundvallar í viðræðum við aðra flokka. Það er eðli pólitískra deilumála að fylgjendur tiltekinnar skoðunar reyna að draga fram kosti hennar en gera lítið úr göllunum. Evrópu- málin eru þar engin undantekning. Samfylkingin vill leggja sitt af mörkum til að forða því að lands- menn klofni í andstæðar fylkingar í Evrópumálum. Flokkurinn fagnar málefnalegri umræðu þar sem kostir og gallar fullrar aðildar að Evrópusambandinu eru vegnir og metnir til skynsamlegrar nið- urstöðu. Þess vegna er lykilatriði að fulltrúar allra stjórnmálaflokka, jafnt þeirra sem eru hlynntir aðild og mótfallnir komi að mótun samn- ingsmarkmiðanna. Það er fagnaðarefni að aðrir stjórnmálaflokkar, svo sem Sjálf- stæðisflokkur og Framsókn- arflokkur hafa tekið stefnu sína í Evrópumálum til endurmats. Eftir áralanga baráttu jafnaðarmanna fyrir aðild að Evrópusambandinu eru í fyrsta sinn nokkrar líkur á að pólitískur meirihluti kunni að vera að myndast í landinu fyrir því að Ísland sæki um aðild að ESB og leggi síðan aðildarsamning í dóm kjósenda. Það er framtíðarsýn sem kveikir von um betri tíð á Íslandi, með mannsæmandi verðlagi og vaxtakjörum fyrir almenning sem alltof lengi hefur mátt þola of- urverð og okurlán sem ekki síst má rekja til veikburða gjaldmiðils, krónunnar og fylgifisks hennar verðtryggingarinnar. Þær stöllur eiga best heima á minjasafni um furðuverk hagfræðinnar og von- andi verður 2009 upphafið að enda- lokum hins kæfandi faðmlags krón- unnar og íslenskrar alþýðu. Meira: mbl.is/esb Samstaða um Evrópu Skúli Helgason skrifar um Evr- ópumál » Þess vegna er lyk- ilatriði að fulltrúar allra stjórnmálaflokka, jafnt þeirra sem eru hlynntir aðild og mót- fallnir komi að mótun samningsmarkmið- anna. Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- fylkingarinnar. Skúli Helgason EINS og kunnugt er hafa fasteignalán um langan tíma verið bundin við vísitölu neysluverðs og verð- bólguþróunin und- anfarin ár valdið fast- eignaeigendum þungum búsifjum. Eftir bankahrunið í október sl. hafa stjórnvöld árangurslítið reynt að finna leiðir til þess – og gefið lof- orð um – að létta fasteignaeig- endum lánabyrðina. Ein nýleg að- gerð ríkisins í þeirri viðleitni að ná tökum á þróun efnahagsmála í kreppunni hefur reyndar haft þveröfug áhrif. Er hér átt við aukna skattlagningu á eldsneyti og áfengi sem mun hækka vísitölu neysluverðs og þar með hækka eftirstöðvar allra verðtryggðra fasteignalána um langa framtíð. Að slík skattlagning skuli geta haft þessi áhrif er með öllu full- komlega óviðunandi og í raun óskiljanlegt að Íslendingar skuli ekki rísa upp allir sem einn í mótmælaskyni. Vegna verðtrygg- ingar fasteignalána og lækkunar á fast- eignaverði er staðan hjá mörgum nýjum fasteignaeigendum nú að verða þannig að heildarupphæð áhvíl- andi lána er að nálg- ast eða fara upp fyrir núvirði fasteignanna. En er unnt að breyta þessu? Ef til vill, og það ekki síst vegna þess að þrír stærstu bankar í landinu eru nú aftur komnir í rík- iseigu auk þess sem Íbúðalána- sjóður er ríkisstofnun. Það er vert að athuga hvort lausnin gæti falist í því að Hagstofa Íslands færi að gefa út vísitölu fasteignaverðs annaðhvort mánaðarlega eða árs- fjórðungslega, og í kjölfarið yrði öllum fasteignalánum skuldbreytt þannig að þau yrðu verðtryggð með bindingu við fasteignavísitöl- una í stað vísitölu neysluverðs. Nokkrar leiðir koma hér til greina. Fyrsta leiðin væri að vísitala fasteignaverðs yrði 100 við gild- istöku laga um hana. Gallinn hér er að sú hækkun sem þegar hefur orðið á vísitölu neysluverðs og lækkun fasteignaverðs frá byrjun niðursveiflunnar fyrri part ársins 2008 yrði alfarið vandi fasteigna- eigenda og mörgum líklega ofviða. Önnur leið væri að miða grunn- vísitöluna 100 t.d. við 1. mars 2008. Sú vísitala væri væntanlega að nálgast 92-95 þessa dagana og lánabyrði og mánaðargreiðslur lántakenda myndu þá lækka hlut- fallslega og hlutfall fasteignaverðs og áhvílandi lána haldast nokkuð óbreytt. Við þessar aðgerðir myndi eigið fé bankanna og Íbúðalánasjóðs klárlega lækka tilsvarandi. Slík lækkun yrði hins vegar liður í við- leitni stjórnvalda til að leysa úr vanda fasteignaeigenda. En hún hefði ekki endilega áhrif á útlána- getu bankanna og Íbúðalánasjóðs vegna fasteignalána. Tökum dæmi: Jón Jónsson keypti í febrúar sl. íbúð á 30 mkr. og fékk að láni 80% eða 24 mkr. Lækki söluverð þess- arar íbúðar t.d. niður í 24 mkr. nú eftir áramót yrðu eftirstöðvar lánsins, án tillits til afborgana á árinu, um 19,2 mkr. Keypti Jóna Jónsdóttir sams- konar íbúð fljótlega eftir áramót á um 24 mkr. og tæki 80% lán hjá banka og/eða Íbúðalánasjóði, fengi hún um 19,2 mkr. að láni. Útlána- geta banka og Íbúðalánasjóðs til fasteignakaupa mun því ekki verða fyrir skerðingu að neinu marki og lækkun eiginfjár því nánast bókhaldsatriði. Þá mun vísitala fasteignaverðs hækka með hækkandi fasteignaverði, – og það mun hækka aftur – en þá einungis vegna breytinga á verði fasteigna en ekki sökum utanaðkomandi áhrifa. Aðalatriðið er að hlutfall fasteignaverðs/lána geti ekki farið upp fyrir 80%, þ.e. ekki verða mönnum ofviða, heldur mun lækka með tímanum miðað við fjölda af- borgana. Gallinn er hinsvegar sá að bank- arnir og Íbúðalánasjóður eru ekki einu lánveitendur fasteignalána. Hér koma einnig inn lífeyrissjóð- irnir sem ekki munu þola eig- infjárskerðingu af þessu tagi. Til greina kæmi því að ríkið, þ.e. Íbúðalánasjóður, yfirtæki með kaupum hjá lífeyrissjóðunum öll fasteignaútlán þeirra, sem sann- anlega eru vegna kaupa á fast- eignum, á núvirði eftirstöðva þeirra og þau lán rynnu síðan inn í heildarútlánakerfi sjóðsins með skuldbreytingu og verðtryggingu samkvæmt nýrri vísitölu fast- eignaverðs. Yrði þetta fyrirkomulag tekið upp væri tryggt að hlutfall fast- eignalána/fasteignaverðs breyttist ekki að neinu ráði fasteignakaup- anda í óhag miðað við það hlutfall sem upprunalega var í gildi við kaup hans á fasteigninni og fast- lega má búast við því að fast- eignamarkaðurinn nái sér fyrr á strik aftur með þessu móti en ella. Því ekki vísitala fasteignaverðs? Torben Friðriksson skrifar um fast- eignalán Torben Friðriksson » Fasteign er ekki neysluvara Höfundur er fyrrverandi ríkisbókari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.