Morgunblaðið - 04.01.2009, Side 34

Morgunblaðið - 04.01.2009, Side 34
34 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 Ef vatn kemst í vax útikerta er hætta á að heitt vaxið skvettist á fætur og hendur nálægra Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins. Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóð- arinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni. Skoðanir fólksins Hefði ekki verið fram- sýnna að byrja á því að semja um frystingu launa a.m.k til næstu tveggja ára til þess að gefa fyrirtækjum og sveitarfélögum ráðrúm til að ná vopnum sínum og halda sjó. Við sem höfum nú misst lífsviðurværið og höfum ekki að neinu að hverfa skiljum ekki hvernig hægt er að hækka laun á þessum tímapunkti. ’ NÚ ÞEGAR þetta er skrifað hefur verð á þorski lækkað um 30% og er von á að hann lækki enn meira á nýju ári. Álverð lækkar einnig um 30% og er alger óvissa með álframleiðslu í heiminum á nýju ári vegna iðnaðarkreppunar. Við höfum sýkta síld og það er loðnubrestur. Allt þetta gerist þegar blasir við offramboð á orku og er fyrirsjáanlegt að verð á olíu og gasi muni hrynja frá því sem komið er. Auðlindir okkar eru sem sagt verðlausar eða verðlitlar og er viðbúið að þær verði það næstu 2-3 ár hið minnsta. Þegar þetta er fyrirsjánlegt eru Íslendingar æfir yf- ir því að fá ekki að komast yfir ódýrt lánsfjármagn til að halda lífinu í innflutnings- og þjónustufyrirtækjum, og sjá fram á gjaldþrot þessara fyrirtækja ef fram heldur sem horfir. Því miður virðist það óumflýjanlegt og reyndar nauðsynlegt að fyrirtæki sem grundvallast á innflutn- ingi og þjónustu innanlands fari í stórum stíl á hausinn. Hver er ástæð- an fyrir þessu? Hún er einfaldlega sú, að tekjur þjóðarbúsins verða að duga fyrir skuldum. Þrátt fyrir gengishrap krónunnar mun útflutningur minnka, hvort heldur sem er í magni eða virði. Fyrirsjáanleg neikvæð verðbólguvísitala á heimsvísu gerir það að verkum að skuldir hækka í samanburði við eignir og tekjur. Því fylgir atvinnuleysi og skerðing á lífsgæðum. Newsweek segir yfirvofandi heimskreppu, sem varla er byrj- uð, munu kosta Bandaríkjamenn miklu meira en uppreiknaður kostn- aður fyrri og seinni heimstyrjaldar, kreppunnar miklu, Víetnam- stríðsins og Írakstríðsins samanlagt. Það er ömurlegt að íslenskir fjölmiðlar geri þessum málum ekki skil. Því meiri skuldum sem við söfnum til að reyna að koma hagkerfinu í gang, því dýpra gröfum við okkar eigin gröf. Ástæðan fyrir þessu er að útflutningur okkar á eftir að minnka í virði og magni næstu árin, en þá verðum við að treysta á að það séu ekki skuldir sem hirða þær litlu tekjur sem þjóðarbúið aflar sér. Við þurfum að sætta okkur við óumflýj- anlegt atvinnuleysi og gjaldþrot margra fyrirtækja og heimila. Ef við ætlum að koma í veg fyrir það með ódýru og auknu lánsfjármagni erum við að treysta ömurlega fátækt og hörmung yfir Íslendinga um ókomna framtíð. Sama gildir með hverskyns nýsköpun eða nýjar hugmyndir af fyrirtækjarekstri eða framleiðslu. Heimsefnahagurinn er þess eðlis, á næstu árum, að hann leyfir ekki neinar nýjar hugmyndir nema að fyr- irsjánlegt gjaldþrot fái að fylgja með. Verður því vandinn okkar enn meiri fyrir vikið. Hugvit og frumleiki getur orðið okkur meiri skaði en lán á næstu árum. Við verðum að treysta á það sem við kunnum best og halda okkur við það sem örugglega veitir okkur tekjur. Olíuleit, og net- þjónabú og annað slíkt sem gefur von um erlent fjármagn heyrir hér til undantekninga. Við ættum því að vona og óska að við fáum engin lán til að styrkja innflutning og útflæði fjármagns á næstunni. Yfirvöld eru í þeirri erfiðu stöðu að halda til streitu þeirri stefnu sem þau mega ekki nefna á nafn; að keyra þorra innflutningsfyrirtækja í gjaldþrot til að stöðva innflutn- ing og koma honum í jafnvægi við útflutning svo að krónan styrkist, og skuldir heimila og fyrirtækja lækki sem því nemur. Vei lánum sælla skuldara Gunnar Kristinn Þórðarson, guðfræðingur. GJALDMIÐILSFRÆÐI, eins og háskólahagfræðingar fjalla um þau nú, eru eins og kartöflufræði bú- fræðinga fyrir 80-90 árum. Ef leitað var til búfræðings á fyrstu áratugum 20. aldar til að fá ráð um kart- öflurækt hafði hann lítið að styðjast við annað en eigið hyggjuvit. Sumir búfræðingar voru glúrnir, aðrir virt- ust vera glúrnir, en hvort sem var gátu þeir ekki vísað til rannsókna. Nú getur búfræðingur, sem spurður er ráða um kart- öflurækt, vísað til greinar í blaði, sem aftur vísar til tímaritsgreinar, sem aftur styðst við rækilegar rannsóknarskýrslur, og kartöfl- urnar verða góðar. Þessu ætti að vera líkt farið um gjaldmið- ilsmálið, en því er ekki að heilsa. Háskólahagfræðingar vísa ekki til ræki- legrar greinargerðar, þar sem lesendur með ólík viðhorf um stöðu Íslands geta metið sjálfir, hvernig hugmynd hvers og eins um æskilega stöðu landsins fellur að hug- myndum um gjaldmiðil fyrir Ísland. Reynd- ar segir Thomsen, sem hér hefur verið á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), að hér fari fram beinskeytt umræða um þessi mál. Sú umræða hefur ekki birst almenn- ingi, en skot hafa vissulega verið mörg. Ég set fram spurningar og óskir. Fyrst: Verður því yfirleitt svarað, hvernig megi koma gjaldmiðilsmálum Íslands vel fyrir, fyrr en heimurinn hefur mótað nýjar leik- öðrum áratug. Þar vantaði illa eigin gjald- miðil til að leysa vandann, hélt hann fram. Hvað er til í því? Þá vildi ég hafa með umfjöllun um myntr- áð; um það eru alþjóðlegar reglur. Loks hlýt ég að vænta þess, að menn meti, hvers virði sjóðval mætti verða til að draga úr hag- sveiflum, sem aftur tengist gjaldmiðilsstjórn, sbr. grein mína „Að loknum fjármálasvipt- ingum“ í Mbl. 16. október síðastliðinn. Hér er því margs að gæta, og ekkert vit að ætla háskólahagfræðingunum nauman tíma. Hagfræði getur leitt til skarprar greiningar og úrræða, en getur líka orðið einfeldningslegt trúboð, jafnvel hjá sama manni. Háskólahagfræðingarnir stóðu heið- ursvörð í þeirri hrakför, sem þjóðin er í, með glýju í augum (það er spurt, hvenær ferðin hófst). Samt verður ekki komist hjá því að setja þá í verk. Þegar þeir hafa skilað vandaðri álitsgerð í gjaldmiðilsmálinu þarf almenningur svigrúm til að meta hana með tilliti til nokkurra meginhugmynda um stöðu Íslands. Og heimurinn allur þarf að jafna sig til að ná áttum um farsæl fjármálasamskipti. Ætli veiti af skemmri tíma en kjörtímabili núverandi Alþingis til að komast að nið- urstöðu? Meira: mbl.is/esb talað um áhlaup á krónuna. Hvaða tök þarf að hafa til að varast þau? Mundu slík tök leyfast í nýjum alþjóðlegum reglum, þótt þau yrðu ekki leyfð samkvæmt EES- samningnum? Mætti þá ekki semja við Evr- ópusambandið um frávik? Dýrkeypt reynsla ætti að nægja til að fá að semja þannig. Þetta þarf að taka fyrir, meðal annars með tilliti til þess, að hér megi stunda fjármála- starf af viti. Nefnd eru dæmi um farsæl mynt- bandalög, Hongkong með BA-dal og Ekva- dor sömuleiðis. Er reynslan í þessum lönd- um háð skipulagi kjaramála? Skyldu vera almennir kjarasamningar í löndunum? Skiptir það máli, ef vantar þann sveigj- anleika, sem fæst með eigin gjaldmiðli, að kjarasamningar eru sveigjanlegir, jafnvel léttvægir? Er þá æskilegt, til að mynt- bandalagið heppnist, að aðilar vinnumark- aðarins séu lítils megnugir, sem sagt ekki neitt Alþýðusamband, sem skiptir máli? Nú kom til álita, að Lettland, sem hafði tengt gjaldmiðil sinn evru, aftengdi hann og felldi gengið. Ekki varð af því, heldur fékk Lettland mikið evrulán til að bjarga sér úr vandræðum. Fróðlegt væri að fá það dæmi metið í víðtækri greinargerð, sömuleiðis muninn í núverandi þrengingum á Bretlandi með sitt pund og Írlandi með evru. Þá má ekki gleyma Færeyjum. Hagstofustjóri Færeyja var í opinberri heimsókn hér í haust og lýsti vandræðum þar fyrir hálfum reglur um flutning fjármagns milli landa eftir þá raun, sem heimurinn er í? Þó að þessu verði ekki svarað af raunsæi fyrst um sinn má fjalla um ýmsa reynslu. Meginkenningin hef- ur verið, að myntbandalag verði ekki farsælt, nema hlutar þess séu samstiga í efnahagssveiflum. Há- skólahagfræðingar mættu gera grein fyrir því, meðan beðið er eftir því, að reglur mótist um gjaldmiðilsmál heimsins, hversu samstiga eða ósamstiga Ísland hefur verið evrubandalaginu. Evrubandalagið full- nægir reyndar ekki skilyrðinu um að vera samstiga innbyrðis, enda hefur því farnast lakar en hinum hluta Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Sömuleiðis þarf að vita vegna hugmyndar um að tengja krónuna við BA-myntina dollar, hversu sam- stiga Ísland hefur verið Bandaríkjum Am- eríku (BA), og vegna trúar sumra á, að far- sælt væri að gera norsku krónuna að gjaldmiðli hér, þarf að vita, hvort Ísland sé yfirleitt samstiga Noregi í efnahagsbylgjum. Því er stundum haldið fram, að íslenska hagkerfið sé of lítið. Of lítið fyrir hvern er þá átt við? Var ef til vill helst að, nú þegar illa fór, að kvöð var á samkvæmt EES- samningnum, að ríkið skipti sér ekki af fjár- magnsflutningum úr landi og til landsins? Það vildi ég, að fjallað væri um í grein- argerð háskólahagfræðinga. Þá hefur verið Verkefni handa háskólahagfræðingum Björn S. Stefánsson er í Fé- lagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.