Morgunblaðið - 04.01.2009, Page 35

Morgunblaðið - 04.01.2009, Page 35
Umræðan 35 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 • Vitum af fjölda fyrirtækja í öllum atvinnugreinum sem vilja skoða sameiningar með hagræðingu í huga. • Heildverslunin Tinna óskar eftir meðeiganda-samstarfsmanni. Tinna selur prjónagarn og skyldar vörur í yfir 50 verslanir um land allt. Mjög góður rekstur í miklum vexti. Skuldlaust fyrirtæki. • Rótgróið innflutnings- og þjónustufyrirtæki með vörur fyrir sjávarútveg. Ársvelta 320 mkr. EBITDA 48 mkr. • Stórt iðnfyrirtæki. Ársvelta 600 mkr. • Eitt vinsælasta vínveitingahús landsins. Ársvelta 250 mkr. EBITDA 90 mkr. Engar skuldir. Mjög hagstætt dæmi fyrir fjárfesta. • Rótgróin umboðs- og heildverslun á Austurlandi. Ársvelta 100 mkr. Góður hagnaður. Auðveld kaup fyrir duglegt fólk. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 620 mkr. Skuldsett með hagstæðu erlendu láni. • Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með rekstrarvörur. Ársvelta 180 mkr. EBITDA 40 mkr. Suðurlandsbraut 4, 7. hæð • Sími 414 1200 Netfang: kontakt@kontakt.is • www.kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Höskuldur Frímannsson rekstrarhagfræðingur, hoskuldur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hdl. sigurdur@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson, lögg. fasteignasali, tas@kontakt.is UNGT fólk er oft óþolinmótt, segir stjórnarformaður LÍN, Gunnar Birgisson. Þegar efnahagsundrið leið undir lok á einni viku í október urðu námsmenn erlendis fyrir alvarlegri kjaraskerðingu. Peningar sem voru ætlaðir til að greiða skólagjöld, húsaleigu og nauðsynjar festust í rústum bankanna. Í sumum tilfellum tók það náms- menn heilan mánuð að fá millifærslur samþykktar af skilanefndum bankanna. Á meðan gengu þeir sem voru nógu heppnir að eiga sparnað á hann í gegnum íslensk debetkort sín. Aðrir urðu að treysta á ölmusu ná- granna sinna erlendis. Að vera allslaus erlendis og geta litla björg sér veitt er óþægileg staða sem getur ekki af sér þolinmæði. Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar skilur ekki hvers vegna LÍN sá einungis ástæðu til að úthluta sjö námsmönnum neyðarlán þegar yfir hundrað umsóknir bárust. Og það mörgum vikum eftir að neyðin var stærst. Ungt fólk er vissulega óþolinmótt og skilur ekki Gunnar og Sigurð Kára. Fólk á öllum aldri sem stundar nám erlendis er gáttað á sam- bandsleysi milli markmiða menntamálanefndar og úthlutunar LÍN. Skilningsleysi stjórnarformannsins á óþolinmæði þeirra sem treysta á lánasjóðinn er þyngra en tárum taki. Stjórnmálamenn á borð við Gunnar og Sigurð Kára ættu ekki að vera hissa þótt óþolinmæði ungs fólks og samfélagsins alls fari vaxandi í þeirra garð á nýju ári. Óþolinmótt ungt fólk Daði Rafnsson er meðlimur samtakanna Breytum LÍN og fyrrverandi stjórnarmeðlimur SÍNE. Á SÍÐUSTU tveimur mánuðum höfum við horft upp á mestu umbrot í sögu þjóðarinnar frá því snemma í byrjun síðustu aldar. Fjármálakerfið sem allir höfðu trú á féll með hraða ljóssins og við horfum nú upp á fólk missa aleiguna, vinnuna og æruna. Ráðamenn þjóðarinnar standa ekki síður ráðþrota frammi fyrir vand- anum, að minnsta kosti hafa þeir ekki sýnt það hingað til að þeir valdi honum. Fólkið sem við kusum til að stýra skútunni er eins og sjálfboðaslökkvilið fornra tíma sem ber hverja fötuna af annarri á hluta eldsins í stað þess að einbeita sér að kjarnanum og vinna sig með föstum og ákveðnum takti að því að ná tökum á bálinu. Fjárlagafrumvarp þjóðarinnar var lagt fram í breyttri mynd í síðustu viku og er yfirskrift þess – niðurskurð- urinn mikli – ekki kannski það farsælasta sem þjóðin þarf á að halda þegar nauðsynlegt er að hjól atvinnulífs- ins snúist sem aldrei fyrr. Þetta er ekki tíminn til þess að kreppa að rekstrarumhverfi fyrirtækja og sveitarfélaga heldur er nauðsynlegt að efla það og gera þeim kleift að eiga viðskipti bæði innanlands sem utan. Það er ekki von til þess að menn fái fé í ríkiskassann ef rekstrarumhverf- ið er svo ósveigjanlegt að eðlilegum viðskiptum sé svo þröngt sniðinn stakkur að menn ráði ekki við að halda úti því vinnuafli sem til þarf til þess að hjólin snúist með eðlilegum hætti. En slökkviliðið er bara ekki starfi sínu vaxið og er þetta útspil algjörlega í takt við þau vinnu- brögð. Á þessu ári hefur 5.000 manns verið sagt upp í hóp- uppsögnum samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Mestur hluti þessara uppsagna eða 60% barst í lok októ- ber en um 11% í nóvember. Þá eru ótaldir þeir sem hafa misst starf sitt í uppsögnum sem ekki teljast til hóp- uppsagna. En miðað við þær tölur sem gefnar voru upp þann 13. desember síðast liðnum af Vinnumálastofnun þá eru 8.636 manns án atvinnu í dag og stígur sú tala að meðaltali um 200 á degi hverjum. Áætlað er að allt að 13 þúsund manns verði atvinnulausir 1. febrúar, 2009 það eru 4,95% þeirra sem eru á vinnumarkaði. Sé hins vegar litið til meðaltalshækkunar þeirrar sem Vinnu- málastofnun gefur út um fjölgun atvinnulausra á degi hverjum er nærri lagi að þessi tala verði komin í 15.565 manns 1. febrúar nk. eða 5, 93%. Meirihluti allra upp- sagna er kominn til af því að verkefnum hefur verið frestað eða þau slegin af með öllu. Rekstrarumhverfi fyr- irtækja og sveitarfélaga hefur aldrei verið erfiðara og hafa a.m.k þau fyrrnefndu gripið til þess ráðs að segja upp hluta starfsmanna sinna og þeir sem eftir sitja hafa þurft að taka á sig allt að 10% launalækkun. Ráðamenn þjóðarinnar sáu einnig sóma sinn í því að biðja um launa- lækkun en þeirra laun verða ekki lækkuð nema með lagasetningu. Sveitarfélögin gáfu út þær yfirlýsingar að ekki væri til fjármagn til þess að standa undir ýmiskonar fram- kvæmdum, kassarnir væru tómir, og þess vegna yrði að slá þær af. Viku seinna kom yfirlýsing frá þeim þess efn- is að þau væru búin að semja um launahækkanir til starfsmanna sinna. Næstu daga á eftir bárust yfirlýs- ingar í þessa veru frá öðrum stéttarfélögum sbr. Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og eiga sjálfsagt fleiri eftir að feta þann veg. Það er óumdeilanlegt að samningar voru lausir nú í haust hjá mörgum stéttarfélögum, en eru þetta skila- boðin sem eiga heima í því samfélagi sem við búum í í dag? Hefði ekki verið framsýnna að byrja á því að semja um frystingu launa a.m.k til næstu tveggja ára til þess að gefa fyrirtækjum og sveitarfélögum ráðrúm til að ná vopnum sínum og halda sjó. Við sem höfum nú misst lífs- viðurværið og höfum ekki að neinu að hverfa skiljum ekki hvernig hægt er að hækka laun á þessum tíma- punkti. Við hefðum tekið því fegins hendi að taka á okkur launalækkun og jafnvel lægra starfshlutfall til þess að hafa fasta vinnu að sækja á degi hverjum. Þessar ákvarðanir verða ekki réttlættar með neinum hætti og menn ættu að sjá sóma sinn í því að endurskoða þær með tilliti til þeirra breyttu aðstæðna sem við nú búum við. Ákvarðanir í þessa veru gera ekkert annað en að gera rekstrar-umhverfið enn þrengra en það er nú þegar og má gera því skóna að við þessar aðstæður muni fjöldatöl- ur atvinnulausra hækka enn hraðar en getið er hér að framan. Á þessum umbrotatímum er mikilvægt að teknar séu markvissar ákvarðanir sem þjóna heildinni en ekki bara sumum hópum hennar. Ráðamenn verða að fara að horfa á heildarmyndina og einbeita sér að því að ná tökum á bálinu en ekki bara hluta þess. Þessir sömu menn töluðu um það fyrir nokkrum misserum að þjóðin væri með þeim best menntuðu í heiminum, af hverju nýta menn sér ekki þetta – vel menntaða – fólk til þess að ná tökum á vandanum. Það færi vel á því að menn gerðu meira, með markvissari hætti – af verkunum skulu menn þekkja þá – en töluðu minna – fæst orð bera minnsta ábyrgð. Niðurskurður og launahækkanir Agnes Vala Bryndal er MBA frá HR. TUGÞÚSUNDIR landsmanna horfa nú með vaxandi skelfingu á sparnað sinn í íbúðarhúsnæði brenna upp vegna verðtryggingar húsnæðislána. Horfa ráðþrota á 17% verðbólgu neysluverðsvísitölu hækka 20 millj- ón króna húsnæðislán um nær 300 þúsund krónur á mánuði! Horfa á 30% spáverðbólgu hækka sömu lánsfjárhæð um 500 þúsund krónur á mánuði! Fjórir mánuðir í 30% verðbólgu hækka því 20 milljón króna verð- tyggt húsnæðislán um meir en 2 milljónir króna! Með verðbótum á verðbætur og vexti á allt saman í allt að 40 ár, nú allt að 55 ár, sbr. úrræði Íbúðarlánasjóðs. Lögvernduð eignaupptaka svo hrikaleg að allra verstu skattþrjótar í hópi stríðandi konunga fyrri alda blikna og blána í samanburði við þessa blóðmjólkun einnar þjóðar, sem að óbreyttu færir tugþúsundir í gjaldþrot. Íslensk þjóð mótmælir daglega þessari eignaupptöku. Mótmælir, mótmælir, mótmælir! Og hvað ger- ist? Ekkert! Þjóðin spyr dag eftir dag forystumenn ríkisstjórnar, stjórnarandstöðu, verkalýðshreyf- inguna, lífeyrissjóðina, nýju bank- ana: ætlar enginn að stöðva þetta brjálæði? Svarið er nei! Og aftur nei! Því talsmenn verðtryggingar færast fremur í aukana þessa dagana að verja þennan óvænta séríslenska verðbólgugróða. Fáein dæmi: Þór- ólfur Matthíasson, prófessor í hag- fræði, í Mbl. 2. des. 08, á óvæntu stímabraki eins og óviti. Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ, í viðtali á Rás 2, 27. nóv. 08, með hitamælistugguna frá 1980. Jóhanna, félagsmálaráð- herra, í grein í Mbl. 20. nóv. 08, bls. 26, að skýla sér á bak við nefndina/ skýrsluna/lögin um greiðslujöfnun (nefndarformaður: Gylfi forseti). Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstrigrænna og formað- ur BSRB, í viðtali við Mbl. 19. nóv. 08, bls.14. Magnús Stefánsson, fyrr- verandi félags- málaráðherra, þingmaður Framsókn- arflokks, í Kast- ljósi 26. nóv. 08. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, á borg- arafundinum, 24. nóv. 08, sagðist raunar tilbúinn að skoða frystingu verðbótaþáttar, því hann gerði sér grein fyrir stöðu heimilanna, en það yrði dýrt. Hvað á Steingrímur við? Dýrt fyr- ir hvern? Ríkissjóð? Íbúðalánasjóð? Bankana? Lífeyrissjóðina? Ef Stein- grímur á við tapaðan verðbólgu- gróða þessara aðila úr vösum heim- ilanna þá hefur hann rétt fyrir sér. Það er dýrt að missa óvæntar ofur- tekjur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, á borg- arafundinum, vísaði á sjúkrapakk- ann, þ.e. greiðslujöfnun, o.fl., sbr. lög frá alþingi, sem eru nauðasamn- ingar sem plástra holundarsárin eft- irá. Ingibjörg eyddi ekki einu sinni samúðarorðum að stöðu heimilanna. Geir H. Haarde, formaður Sjálf- stæðisflokks, ekki heldur; sem enn slær hausnum við steininn og stefnir nú fast á núll fylgi í helli sínum með LÍÚ. Frjálslyndir seinheppnir heimta afnám verðtryggingar sem er ótíma- bær krafa því ofan af verðtryggingu þarf að vinda undir krónunni. Guðjón formaður hefur þó sett fram tillögu um frystingu verðbóta; og ætti helst að flytja um það þings- ályktunartillögu tvisvar á dag! Sam- tryggingarkerfi verðtrygging- arsinna sýnir m.ö.o. þjóðinni klærnar þessa dagana. Heimilin á Íslandi skulu keyrð í gjaldþrot og skuldafjötra þrældóms af öllum ráð- andi öflum íslensks samfélags. Um það bil eitthundrað þúsund lántakendur með u.þ.b. eitthundrað og fimmtíu þúsund verðtryggð lán að fjárhæð u.þ.b. eittþúsund millj- arðar króna, skulu borga brúsann. Stóra brúsann. Borga hundraða milljóna króna tap lífeyrisjóðanna af viðskiptum sínum við bankakerfið, endur- fjármagna eigið fé Íbúðalánasjóðs, fáeina tugi milljarða, sem tapaði minnst tíu milljörðum króna á við- skiptum sínum við bankakerfið, o.s.frv. Gjaldþrotaáhættan ein og sér ætti þó að öllu eðlilegu að vera kappnógur viðskiptalegur hvati bönkunum, Íbúðalánasjóði og lífeyr- issjóðunum, til að vernda þessa þús- und milljarða króna og tekjustreym- ið af þeim í framtíð. Hvati til þess að gera eins og þjóðin vill: frysta út- reikning verðbóta í 4 til 6 mánuði, m.v. 3 til 4% verðbótaþátt, meðan tekist er á við gengis- og gjaldeyris- kreppu og verðbólgan er kveðin nið- ur hérlendis eins og annars staðar í okkar heimshluta. En því miður. Forystufólk þjóð- arinnar er uppvíst að krónískri blindu. Það er sama saga og síðast: þau halda að þetta reddist. Eins og átti að reddast þetta með bankana og lausafjárskortinn. Eins og átti að reddast þetta með Icesave. Uns ekki dugði handsoff og aðgerðaleysið. Og þá átti að redda með hrokanum, sem vildi halda þýfinu af viðskiptavin- unum með því að borga þeim smá- vegis til baka. Eins er um greiðslu- jöfnunina: smávegis til baka. Með bakreikningi skuldafjötra og aukinni greiðslubyrði síðar. Eins halda þau nú að nái að inn- byrða verðbólgugróðann af húsnæð- islánum heimilanna án eftirmála. Óþarfi sé að hlusta né sjá, óþarfi að skilja neitt né gera neitt nema sitja að virðingu sinni á háum stólum, halda áfram að karpa um ekki neitt, lesa tölvupóst og blogga meðan stefnir í fjöldagjaldþrot og land- flótta. Þau þurfa hjálp! Hjálp til sjálfs- hjálpar. Þar til unnt er að kjósa um allt uppá nýtt. Hjálpum þeim! Hjálpum þeim Jónas Gunnar Einarsson rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.