Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 37
Minningar 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009
Þá er elskuleg amma okkar fall-
in frá, 95 ára að aldri. Þrátt fyrir
háan aldur var hún eldhress,
minnug og mannglögg.
Við systkinin eigum margar góð-
ar minningar um ömmu Lóu sem
ylja okkur um hjartarætur þegar
við hugsum til baka. Þetta eru
skemmtilegar minningar um ynd-
islega konu sem lét ekkert stoppa
sig. Amma Lóa var alveg einstök,
hún var ákveðin, hörð af sér og
blátt áfram í öllu sem hún tók sér
fyrir hendur og lá sjaldan á skoð-
unum sínum. Hörku dugleg og
kvenskörungur mikill. Hún var
hrókur alls fagnaðar hvar sem hún
kom, sífellt hlæjandi og kveðandi
vísur.
Þegar við lítum til baka rifjast
upp ánægjulegar stundir sem við
áttum saman. Nú á aðventunni í
mánuði ljóss og friðar komumst
við ekki hjá því að minnast jóla-
boðanna hjá ömmu og afa á Gull-
teignum. Þar kom fjölskyldan
saman og borðaði dýrindis máltíð,
hangikjöt og jafning að ógleymdu
heimalöguðu laufabrauði sem
amma var snillingur í. Eftir mat-
Ólöf (Lóa)
Guðmundsdóttir
✝ Ólöf Guðmunds-dóttir, ævinlega
nefnd Lóa, fæddist í
Geirshlíð í Miðdölum í
Dalasýslu 17. mars
1913. Hún lést í
Reykjavík 9. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðrún Sigurð-
ardóttir og Guð-
mundur Jónasson
barnakennari. Lóa
var næst yngst fimm
systkina, sem öll eru
dáin.
Lóa giftist Sæmundi Friðjónssyni
frá Hólum í Hvammsveit og eign-
uðust þau 3 börn: Heiður, gift Six-
ten Holmber, Fríður, gift Hávarði
Emilssyni og Friðjón, kvæntur
Kristínu Benediktsdóttir. Barna-
börnin eru 7 og barnabarnbörnin
14.
Útför Lóu fór fram frá Laug-
arneskirkju 16. desember.
inn voru spilastokkar
dregnir fram og spil-
uð vist með miklum
hlátrasköllum og
gleði langt fram eftir
kvöldi. Á slíkum
kvöldum naut amma
sín sérstaklega vel og
ljómaði af ánægju.
Gullteigurinn var
fagurlega skreyttur
og jólatréð sem
prýddi stofuna var
afar sérstakt og jóla-
skrautið ógleyman-
legt. Amma Lóa undi
sér vel í sól og eyddi ófáum
klukkustundunum á veröndinni
með sólhattinn, rjóð í kinnum að
fylgjast með umferðinni. Einnig
fannst henni notalegt að komast í
sundlaugarnar og var hún fasta-
gestur þar. Þangað fór hún fót-
gangandi hvern einasta dag og
þegar hún hætti að treysta sér til
að ganga þangað lét hún sækja sig
heim að dyrum til að komast í
sund í stað þess að hætta og hélt
ótrauð áfram. Þetta var dæmigerð
amma, lét ekkert stöðva sig. Bíl-
prófið tók hún 67 ára til að komast
á milli staða eftir að afi hætti að
keyra.
Ömmu Lóu var margt til lista
lagt. Hún var sannkölluð listakona
og eftir hana liggja ótal verk,
handmálaðir plattar, lampar, slæð-
ur, svuntur og útskorið leður sem
prýddu heimili hennar og fjöl-
skyldunnar. Amma átti auðvelt
með að semja vísur og orti af
minnsta tilefni. Allir fjölskyldu-
meðlimir, börn, makar, barnabörn
og barnabarnabörn fengu sína eig-
in vísu sem okkur þykir ótrúlega
vænt um. Þessar vísur ásamt fjöl-
mörgum öðrum voru bundnar í
bók á 90 ára afmæli hennar, henni
til heiðurs, og á því sama ári hefði
afi Sæmi orðið 100 ára.
Við erum þakklát fyrir að hafa
átt margar góðar stundir með
ömmu Lóu, við minnumst þín sem
elskulegrar ömmu og kveðjum þig
með þakklæti og virðingu.
Farðu í friði og Guð varðveiti
þig elsku amma Lóa. Hvíldu í friði,
við munum geyma minningar um
þig að eilífu.
Að lokum eru hér vísurnar sem
amma Lóa samdi um okkur systk-
inin.
Um Hönnu Lóu:
Augun blá eru að sjá,
eins og stjörnur blíðar,
hári þínu höfði á,
hanga fléttur síðar.
Um Fanneyju:
Fanney dóttir Friðjóns er,
flestum kostum búin,
ljósið ávallt lýsi þér,
lánið, vonin, trúin.
Um Sæmund:
Sæmundur yngri kom sólskinið með
syngjandi glaður og kátur,
ekkert fær truflað hans indæla geð
enginn fær staðist hans hlátur.
Þín barnabörn
Hanna Lóa, Fanney og Sæ-
mundur.
Elsku langamma Lóa, okkur
langar til að kveðja þig með þess-
um sálmi.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Hvíl í friði. Þín langömmubörn,
Vignir Fannar, Hekla Mist,
Arnar Ingi, Kristín Helga, Dag-
björt, Bryndís, Steinunn og
Tinna Rut
Hann afi minn á
Felli var afar minnug-
ur og vel gefinn mað-
ur. Það var sama um
hvað var rætt alltaf
hafði hann eitthvað til
málanna að leggja. Hann var vel að
sér í ættfræði og öllu því sem sneri að
Vestmannaeyjum enda mikill Eyja-
maður í sér. Og ekki þótti honum
leiðinlegt að tala um fiskimið og fisk-
irí enda var hann farsæll skipstjóri.
Hann afi minn á Felli var mikill
íþróttaunnandi og voru frjálsar
íþróttir mest í uppáhaldi þótt hann
hafi nú fylgst með nær öllum íþrótt-
um. Enski boltinn var nú líka hátt
skrifaður hjá honum og hans lið var
Arsenal. Hann fylgdist með öllum
beinu útsendingum sem hann gat og
ef ekkert var að gerast á skjánum þá
bara fór hann inn í skápinn sinn og
náði sér í gamlar upptökur og skellti
í tækið. Það skipti hann engu þótt
sumir leikirnir væru orðnir frekar
gamlir, hann upplifði þá bara aftur
eins og hann væri að horfa á þá í
fyrsta sinn og ósjaldan sá maður
hann „skalla“ boltann eða hreinlega
„sparka“ í húsbóndastólnum því svo
Magnús Grímsson
✝ Magnús Gríms-son fæddist í
Vestmannaeyjum 10.
september 1921.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Vestmannaeyja
aðfaranótt 16. des-
ember síðastliðins og
fór útför hans frá
Landakirkju 22. des-
ember.
mikið lifði hann sig inn í
leikina. Og ef ég man
rétt sparkaði hann einu
sinni svo duglega að
hann rúllaði um koll í
húsbóndastólnum. Það
sá það nú enginn en
honum fannst það sjálf-
um svo broslegt að
hann sagði frá því. Og
aumingjans dómararn-
ir þeir fengu það stund-
um alveg óþvegið hjá
honum.
Ég man þegar við
Magnús bróðir vorum
yngri og fórum stundum til ömmu og
afa á Felli til að fá okkur aðeins í
gogginn þá sauð afi stundum egg
handa okkur. Og það var engin
venjuleg suða sem fram fór á Felli,
því afi sauð eggin undir höndunum.
Hann skellti egginu undir hendurnar
og viti menn, eggið varð harðsoðið.
Okkur fannst afi ótrúlega klár og
trúðum þessu athæfi hans í mörg ár.
Og okkur fannst afi líka ótrúlega klár
þegar hann tók út úr sér tennurnar í
bæði efri og neðri góm. Það var sama
hvað við reyndum að toga tennurnar
úr okkur, þær voru blýfastar og ekk-
ert hreyfðist. Afi sagði okkur að við
myndum kannski geta þetta þegar
við yrðum gömul eins og hann.
Já, það eru margar skemmtilegar
minningar sem ég á um hann afa
minn á Felli og ég ætla að geyma
þær og sjá til þess að hún Ragnheið-
ur Sara mín fái að vita allt um hann.
Afi minn, með þessum fátæklegu
orðum kveð ég þig, það er ótrúlega
sárt að sjá á eftir þér og þú skilur eft-
ir þig tómarúm. En ég veit að þér líð-
ur vel þar sem þú ert núna.
Amma mín, Guð styrki þig því
missir þinn er mikill.
Farðu í friði, afi minn, og Guð
geymi þig.
Þín
Bryndís.
Jæja, afi minn, nú ertu farinn frá
mér.
Ég mun sakna þín meira en orð fá
lýst.
Takk fyrir alla bíltúrana.
Takk fyrir að horfa á boltann með
mér.
Takk fyrir allar sögurnar.
Takk fyrir alla golfhringina.
Takk fyrir öll ráðin þín sem ég
mun hafa að leiðarljósi í gegnum líf-
ið.
Takk fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig.
Takk fyrir að vera afi minn.
Ég mun fylgjast með henni ömmu
fyrir þig, sem saknar þín svo sárt.
Ég mun segja börnum mínum og
barnabörnum sögur af þér.
Elsku afi, ég kveð þig nú, ég mun
alltaf elska þig.
Þinn nafni
Magnús á Felli.
Og allt var skini skartað
og skjól við móðurhjartað,
hér leið mín bernskan bjarta
við bjargfuglaklið.
Er vorið lagði að landi,
var líf í fjörusandi,
þá ríkti unaðsandi
í ætt við bárunið.
Þegar í fjarskann mig báturinn ber
og boðinn úr djúpi rís.
Eyjan mín kæra, ég óska hjá þér
að eigi ég faðmlögin vís.
Þótt löngum beri af leiðum
á lífsins vegi breiðum,
Þá finnst á fornum eiðum
margt falið hjartamein.
En okkar æskufuna
við ættum þó að muna
á meðan öldur una
í ást við fjörustein.
(Ási í Bæ.)
Elsku langafi, við munum sakna
þín.
Óliver, Andri og Ragnheiður
Sara.
Kveðja frá Íþróttabandalagi
Vestmannaeyja
Magnús Grímsson eða Maggi á
Felli eins og hann var ávallt nefndur
hér í Eyjum setti um langt skeið svip
sinn á íþróttalífið hér í Vestmanna-
eyjum. Hann gekk ungur að árum til
liðs við Íþróttafélagið Þór, lék knatt-
spyrnu og starfaði mikið og vel fyrir
félagið. Hann sá t.d. um það í áratugi
ásamt mági sinum Húnboga Þorkels-
syni frá Sandprýði að merkja fyrir
götunum sem hústjöldin stóðu við á
Þórs-þjóðhátíðum og lét enginn sér
detta það í hug að fara inn á verksvið
þeirra félaga. Þá var Maggi liðtækur
golfleikari og lék golf um áratuga-
skeið og var félagi í Golfklúbbi Vest-
mannaeyja. Þá lét hann til sín taka í
starfi hjá Íþróttabandalagi Vest-
mannaeyja, kom að stofnun þess og
sat í fyrstu stjórn. Hann fylgdist
mjög vel með kappleikjum, sérstak-
lega knattspyrnunni og var fasta-
maður á vellinum alveg fram undir
það síðasta.
Mér er það mjög minnisstætt þeg-
ar stofnfundur ÍBV íþróttafélags var
haldinn í desember 1996 í félags-
heimilinu í Vestmannaeyjum. Þá
voru þeir saman mættir þar með
fyrstu mönnum á fundinn Magnús og
annar kunnur áhrifamaður í íþrótta-
hreyfingunni í Vestmannaeyjum,
mágur hans Guðjón Magnússon sem
látinn er fyrir nokkrum árum, en
þeir höfðu um langt skeið talað fyrir
sameiningu Þórs og Týs.
Maggi á Felli bjó yfir einstökum
eiginleika en það var undravert
minni og var mikið til hans leitað
þegar menn vantaði upplýsinga um
gamla viðburði en þá gat hann auð-
veldlega tímasett og sagt frá þeim
með skýrum hætti, átti þetta sér-
staklega við þegar verið var að gefa
út afmælisrit um sögu félaga hér í
Eyjum.
Magga var margvíslegur sómi
sýndur fyrir störf sín fyrir íþrótta-
hreyfinguna, hann var heiðursfélagi í
Íþróttafélaginu Þór og á 75 ára af-
mæli sínu 1996 var hann sæmdur
heiðurskrossi Íþróttabandalags
Vestmannaeyja.
Íþróttahreyfingin í Vestmanna-
eyjum kveður góðan félaga og þakk-
ar mikil og góð störf og sendir eft-
irlifandi eiginkonu Magnúsar og
ættingjum samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning Magnúsar Grímssonar.
Þór Í. Vilhjálmsson, formaður.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR
frá Gvendareyjum,
síðast til heimilis á Hrafnistu,
Reykjavík,
lést á lungnadeild Landspítalans í Reykjavík
föstudaginn 26. desember
Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 8. janúar
kl. 11:00
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Parkinsonssamtökin á Íslandi.
Brynja Bergsveinsdóttir, Theodór Aðalsteinn Guðmundsson,
Sigurður Bergsveinsson, Helga Bárðardóttir,
Lára Bergsveinsdóttir, Guðmundur Guðjónsson,
Alma Bergsveinsdóttir, Guðni Magnússon,
Freyja Bergsveinsdóttir, Guðlaugur Þór Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ég kynntist Jóni
fyrst þegar hann hóf
störf í Vatnsvirkjan-
um. Áður hafði ég
kynnst dóttur hans Kristínu og
Sveinbirni hennar manni.
Jón hafði lengi unnið við pípu-
lagnir áður en hann hóf störf í
Vatnsvirkjanum. Hann vann lengst
af hjá Helga og Magnúsi sf. Þegar
það fyrirtæki hætti starfsemi sinni
að mestu var það sjálfgefið að Jón
kæmi til okkar í Vatnsvirkjann.
Jón fann strax hvar hans kraftar
nýttust best. Hann vildi ekki
standa bak við búðarborðið og
selja fittings og slá inn vörunúmer
í tölvurnar. Það væri gáfulegra að
sjá um vörusendingar út á land og
annast snittingar á rörum og þess
háttar. Ef strákarnir við afgreiðsl-
Jón Guðmundsson
✝ Jón Guðmundssonfæddist í Reykja-
vík 8. mars 1926.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspítalans
í Kópavogi 2. desem-
ber síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Fossvogskirkju 12.
desember.
una lentu í vandræð-
um þá væri alltaf
hægt að gefa þeim
góð ráð. Þegar sum-
arbústaðareigendur
lentu í vandræðum
og vantaði ráðlegg-
ingar þá var oft kall-
að á kallinn og hann
reddaði málunum.
Jón var þannig
maður að það líkaði
öllum vel við hann.
Hann var ætíð kátur
og hress.
Þegar Jón brosti
þá gátum við hinir ekki annað en
brosað líka.
Fyrrum samstarfsmenn Jóns í
Vatnsvirkjanum kveðja nú góðan
dreng.
Ég fór nokkrum sinnum heim til
Jóns og Vigdísar í Hraunbæinn.
Þar var auðséð hvað þau voru stolt
af hvort öðru og hversu vænt þeim
þótti um hvort annað .
Á þessari kveðjustund viljum við
Kristín kona mín þakka fyrir að fá
að kynnast góðum manni. Við
sendum Vigdísi og fjölskyldu inni-
legar samúðarkveðjur.
Magnús Björn.