Morgunblaðið - 04.01.2009, Side 42
42 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009
! "# $!% & '
(!!%
! $)
(!!*% !! +! (
(!!*% , ( '$
(!!*% - $ .! $
(!!*% / 0
(!!*% 0 1 !
(!!*% Kristín Þorbjarnar-
dóttir, eða amma Stína
eins og hún var alltaf
kölluð af okkur barna-
börnunum, var klassakona í hefð-
bundnum skilningi orðsins. Hún var
alltaf vel til höfð, var einkar mynd-
arleg á öllum sviðum og ákaflega vel
að sér um hlutina.
Ef maður hugsar um ömmu og
hvaða góðu kostum ömmur þurfa að
búa yfir þá bjó amma Stína sennilega
yfir þeim öllum. Flestir tengjast þeir
auðvitað mat og það var ósjaldan
súkkulaðikaka á eldhúsborðinu þegar
lítill krullhærður snáði kom í heim-
sókn í Hvassaleitið. Það hitti alltaf
Kristín
Þorbjarnardóttir
✝ Kristín Þorbjarn-ardóttir fæddist á
Bíldudal 4. júní 1923.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Eir í
Reykjavík 23. desem-
ber síðastliðinn og
var útför hennar gerð
frá Grensáskirkju 2.
janúar.
beint í mark. Hún
amma las líka oft fyrir
mig Grimms-ævintýr-
in og dró fram gamalt
fótboltaspil föður míns
þegar ég var heimsókn
um helgar.
Amma Stína var
flugskörp kona og
hefði vafalaust staðið
sig frábærlega í hvaða
háskólanámi sem er.
Hún kaus hins vegar
að fara ekki í bóknám
að loknu stúdentsprófi
og var þess í stað stoð
og stytta afa míns er hann stundaði
háskólanám í lögfræði hér heima og
erlendis. Hún hélt utan um heimilis-
hald á meðan hann rýndi í bækurnar
og setti sig inn í hinn júridíska þanka-
gang. Hún amma setti fjölskylduna í
forgang og kenndi börnum sínum
góða siði. Sú áhersla sem amma hefur
lagt á snyrtimennsku og góða siði í
heimilishaldi hefur verkað sterkt á
börn hennar því faðir minn er einn
mesti snyrtipinni sem ég þekki og
skrambi góður kokkur í þokkabót.
Systkini hans eru einnig miklir höfð-
ingjar heim að sækja. Þau hjónin, afi
og amma, lögðu ríka áherslu á
menntun enda fóru öll börnin þrjú í
framhaldsnám erlendis að loknu há-
skólanámi hér heima.
Það var alltaf stíll yfir ömmu og
hún var flott í tauinu. Hún var samt
afar hagsýn og var ekkert fyrir
eyðslu að óþörfu. Hún lagði manni
líka línurnar í þessum efnum og
brýndi fyrir manni að ljúka við mat-
inn og að temja sér nægjusemi. Hún
hafði veg og vanda af glæsilegu heim-
ilishaldi í Hvassaleitinu þar sem hald-
in voru boð við hin og þessi tækifæri.
Sérstaklega eru minnisstæð jólaboð-
in á jóladag, þar sem amma reiddi
fram hvern réttinn á fætur öðrum
fyrir stórfjölskylduna.
Þegar ég dvaldist heima hjá ömmu
og afa um nokkurra mánaða skeið
reyndust þau mér bæði ákaflega vel.
Amma sá til þess að það væri alltaf
heitur matur í hádeginu og á kvöldin.
Við lok borðhalds fylgdu stundum
skondnar athugasemdir frá henni til
afa míns um að hann „mætti nú ekki
borða of mikið“.
Síðustu árin var amma nokkuð
veik og það var dálítið erfitt að sjá
þessa öflugu og glæsilegu konu tapa
heilsunni smátt og smátt í hægfara
skrefum. Þau skipti sem ég heimsótti
ömmu voru samt alltaf ánægjuleg
enda hafði hún góða nærveru.
Nú er hún horfin á braut en minn-
ingin um klassakonuna ömmu Stínu
mun lifa áfram.
Þorbjörn Þórðarson.
Setningin „Hin gömlu kynni
gleymast ei“ á vel við. Það var fal-
legan sólríkan haustdag í september-
mánuði 1970 sem hópur kvenna hitt-
ist á Sunnuflötinni við
Hraunholtslækinn í Garðabæ. Tilefn-
ið var fyrsti fundur nýkjörinnar fjár-
öflunarnefndar Kvenstúdentafélags
Íslands. Ein í hópnum var Kristín
Þorbjarnardóttir sem hér er kvödd.
Þegar þetta var, vó fjáröflunarnefnd-
in þungt í félagsstarfinu. Stundin var
spennandi. Nefndarkonurnar komu
úr ýmsum stúdentaárgöngum og
vissu lítil sem engin deili hver á ann-
arri. En í loftinu ríkti gleði, bjartsýni
og endalaus áhugi á að vinna ungum
stúdínum í framhaldsnámi allt til
góða. Kristín vinkona okkar kom þar
sterk inn, svo björt og brosandi, svo
vitur og vel að sér. Hópurinn hristist
einstaklega vel saman. Við hittumst,
funduðum, komum með hugmyndir
og framkvæmdum. Allt með gleðina
og kraftinn að leiðarljósi. Súlnasalur-
inn á Hótel Sögu var fylltur, stórvin-
sælir flóamarkaðir haldnir í borginni
og úti á landi sem voru nýjung.
Nefndin stóð ekki ein, hún fékk ein-
stakan stuðning frá hjónunum Helgu
og Gísla Sigurbjörnssyni á Grund,
foreldrum nefndarkonunnar Nínu.
Eins studdi formaður félagsins okk-
ar, Ingibjörg Guðmundsdóttir, kennd
við Síld og fisk, sterkt og vel við
nefndina sem fljótlega gekk undir
nafninu „ sníkjunefndin“.
Vináttuböndin sem bundust þenn-
an haustdag fyrir nærri 40 árum
rofnuðu aldrei. Löngu eftir að nefnd-
arstörfum lauk, fögnuðum við vin-
konurnar í „sníkjunefndinni“ hausti,
jólum og vori. Kristín opnaði heimilið
sitt og hélt okkur dýrlegar veislur.
Hún var ekki bara góð vinkona held-
ur einstök manneskja. Ég fann fljótt
hvað hún elskaði manninn sinn og
besta vininn Guðmund Ingva heitt,
þau höfðu ung ruglað saman reytum
og áttu yndislegan barnahóp sem var
þeim allt. Heimilið þeirra fallegt, fullt
af list og menningu. Hjónin svo sam-
stiga í lífi og leik. Kristín var glæsileg
kona, björt og bein með fallega ljósa
hárið sitt og kæti sem lýsti af henni.
Við vinkonurnar úr nefndinni frá
1970 sem enn erum að hittast eigum
sannarlega eftir að minnast Kristínar
vinkonu okkar. Guð geymi manninn
hennar og börnin hennar öll.
Guð geymi Kristínu Þorbjarnar-
dóttur með hjartans þökk fyrir allar
góðar, skemmtilegar og gefandi
stundir „sníkjunefndarinnar“ kæru.
Helga Mattína Björnsdóttir –
Grímsey.
Alltaf kemur and-
látsfregn vinar manns
á óvart. Vonin er svo sterk og virk í
huganum, því við viljum víkja í burtu
öllu öðru en því sem við óskum. En
straumur tímans heldur áfram –
enginn stöðvar hann.
Guðmundur Benediktsson sem
hér er kvaddur, var myndarlegur
maður og fallegur, allur liðlegur í
hreyfingum og til allra verka. Hann
var listfengur maður og hagur vel
við hvað sem hann tók sér fyrir
hendur. Má vel um hann segja að
Guðmundur Líndal
Benediktsson
✝ Guðmundur Lín-dal Benediktsson
verkstjóri fæddist á
Siglufirði 9. ágúst
1932. Hann lést á
deild 11E á Landspít-
alanum að kvöldi 20.
desember síðastliðins
og var jarðsunginn
frá Kvennabrekku-
kirkju í Dalasýslu 30.
desember.
hann hafi verið „þús-
undþjalasmiður“ svo
fjölhæfur var hann.
Hann var einnig afar
barngóður og hænd-
ust öll börn að honum,
sérstaklega barna-
börnin sem sóttu mjög
í afa sinn.
Guðmundur var vel
greindur maður. Hann
var frjálslyndur, víð-
sýnn og hafði vítt sjón-
arsvið í flestum mál-
um. Við ræddum oft
saman um hin ýmsu
málefni líðandi stundar, ekki skorti
umræðuefnin, þau komu af sjálfu sér
hvert af öðru. Við hittumst oft, sér-
staklega eftir að Guðmundur flutti
til dóttur sinnar og tengdasonar í
Hundadal, við áttum margar góðar,
skemmtilegar og fræðandi stundir
saman sem gott er að minnast nú.
Guðmundur hafði ekki langskóla-
menntun að baki en „lífsins skóli“
var honum drjúgur skóli. Hann átti
sæti í sveitarstjórn Kjalarness um
skeið og kunni góð skil á þeim mál-
um sem að sveitarstjórn lúta. Hann
var verkstjóri til margra ára og kom
þá skýrt fram hve hagsýnn hann var
og oft framsýnn í mörgum málum.
Hann var unnandi útiveru og fag-
urs landslags og íslensk sveit stóð
honum nærri. Við fórum margar
ferðir saman þar sem hann var bíl-
stjórinn og fengum okkur oft ís-
lenska kjötsúpu í leiðinni, en það var
uppáhaldsréttur okkar beggja, sem
okkur fannst að ætti að vera þjóð-
arréttur sem boðinn yrði útlending-
um sem yrðu hér á ferð.
Margs er að minnast og margt á
ég að þakka honum. En síðasta
kveðjan minnir á loforðið: „Kristnir
menn eiga árnaðarmann hjá Föð-
urnum, Jesúm Krist hinn réttláta.“
Með innilegri samúð til dætra
hans og fjölskyldna þeirra, svo og
systkina hans.
Blessuð sé minning Guðmundar
Líndals Benediktssonar.
Hjörtur Einarsson.
Það mun hafa verið sumarið 1976
sem ég hitti Guðmund Benediktsson
fyrst. Þá staðsetti ég fyrir hann ein-
býlishús sem hann var að hefja
byggingu á í Esjugrund á Kjalar-
nesi, en ég hafði þá nýlega tekið að
mér starf byggingafulltrúa í hreppn-
um. Guðmundur var glaðlyndur og
hress og vílaði ekki fyrir sér hlutina.
Þegar grunngreftri var lokið og í ljós
kom að vatn safnaðist í grunninn og
honum var ráðlagt að fylla í holuna
með grófu fyllingarefni til að lenda
ekki í vandræðum með þjöppun, þá
gerði Guðmundur sér lítið fyrir og
fyllti allan grunninn með harpaðri
möl og þjappaði með einum stærsta
valtara sem til var í landinu.
Guðmundur var á þessum árum
verkstjóri í Vinnuvélum í Kollafirði
og hafði aðgang að góðu fyllingarefni
og stórvirkum tækjum. Guðmundur
seldi síðar þetta hús og keypti jörð-
ina Dalsmynni og bjó þar lengi. Þar
fékk Guðmundur góða aðstöðu til
viðgerða en hann var mjög tækni-
lega sinnaður og var stöðugt að gera
upp einhver tæki og tól. Guðmundur
varð síðar starfsmaður Kjalarnes-
hrepps og var verkstjóri, slökkvi-
stjóri og hitaveitustjóri. Einnig sat
hann eitt kjörtímabil í hreppsnefnd
Kjalarneshrepps. Árið 1984 var lögð
hitaveita um stærstan hluta Kjalar-
neshrepps og var það mikil fram-
kvæmd fyrir lítið sveitarfélag. Gekk
framkvæmdin það vel að allar tíma-
og kostnaðaráætlanir stóðust og var
Guðmundur eftirlitsmaður á verk-
inu. Ólafur Guðjónsson á Móum var
þá rekstrarstjóri Kjalarneshrepps
og Gunnar Finnbogason á Mógilsá
var formaður hitaveitustjórnar.
Þetta sumar tókst góður vinskapur
með okkur félögunum sem hefur
enst fram á þennan dag. Um 1990
fór Guðmundur að starfa hjá Sorpu í
Álfsnesi og var þar uns hann hætti
störfum vegna aldurs. Síðustu árin
hefur Guðmundur búið hjá dóttur
sinni í Neðri-Hundadal í Dalasýslu.
Guðmundur var virkur félagi í
Kiwanisklúbbnum Geysi í Mos-
fellsbæ og var formaður klúbbsins
1997-1998. Þegar Kiwanisklúbbur-
inn hafði fest kaup á gömlum sum-
arbústað í landi Leirvogstungu í
Mosfellsbæ var Guðmundur einn af
hvatamönnum þess að húsið væri
stækkað. Kiwanisklúbburinn byggði
síðan við húsið og eignaðist þar
myndarlega aðstöðu fyrir fé-
lagsstarfið. Guðmundur var formað-
ur hússtjórnar og sá um rekstur
Kiwanishússins í mörg ár eða þar til
hann flutti til dóttur sinnar í Dala-
sýslu. Undanfarin ár átti Guðmund-
ur við vanheilsu að stríða, hann
sýndi æðruleysi í baráttu sinni við
þann sjúkdóm sem að lokum lagði
hann að velli.
Ég og aðrir Kiwanisfélagar í
Geysi viljum þakka Guðmundi sam-
starfið og samfylgdina og sendum
aðstandendum hans okkar samúðar-
kveðjur.
Þorgeir Guðmundsson.
Í lífsbók hvers manns eru margir
kaflar. Í hverjum kafla koma vissar
persónur við sögu. Einn kafli í lífs-
bók Guðbjörns E. Guðjónssonar er
kafli sem hann deilir með föður okk-
ar sem lést fyrir mörgum árum. Þeir
voru vinir og samferðamenn í gegn-
um mikla lífsreynslu sem ungir
menn. Kynni okkar systkinanna af
Guðbirni eru mótuð af ævilangri vin-
áttu þeirra og þeirri reynslu sem
hann hefur deilt með okkur nú á eldri
árum.
Í maí 1942 réðu fjórir Íslendingar
sig á ameríska skipið Ironclad frá
Halifax sem átti að sigla með her-
gögn til Arkangelsk í Sovétríkjunum
með viðkomu í Murmansk á baka-
leiðinni. Þetta voru þeir Guðbjörn E.
Guðbjörn E. Guðjónsson
✝ Guðbjörn EggertGuðjónsson kaup-
maður fæddist í
Reykjavík 1. desem-
ber 1921. Hann and-
aðist á líknardeild
Landspítalans á
Landakoti sunnudag-
inn 21. desember síð-
astliðinn og
fór útför hans fram
frá Digraneskirkju
30. desember.
Guðjónsson, Frið-
steinn Hannesson,
Magnús Sigurðson og
faðir okkar Albert Sig-
urðsson. Skipið sigldi
ásamt fleiri skipum frá
Hvalfirði 27. júní 1942
og fleiri skip bættust í
skipalestina úti fyrir
Vestfjörðum. Samtals
urðu þetta 40 skip sem
sigldu í skipalestinni
PQ-17 sem einnig fékk
nafnið Dauðalestin.
Aðeins 11 skip komust
á leiðarenda og var
eitt þeirra Ironclad. Á leiðarenda
varð skipið einnig fyrir miklum loft-
árásum og komust skipverjar við ill-
an leik í land og urðu innlyksa í Ark-
angelsk í 8 mánuði við slæm kjör.
Þegar þeir kunningjarnir Guð-
björn og Albert réðu sig á skipið var
þeim ekki ljóst hvaða hlutverki það
ætti að þjóna né hvaða aðstæður biðu
þeirra um borð og síst af öllu hvaða
hörmungar biðu þeirra. Þeir voru
einungis ungir menn með útþrá,
sólgnir í ævintýri. Guðbjörn lýsti fyr-
ir okkur aðdraganda þessarar
skyndihugdettu, að sækja um á skip-
inu Ironclad sem beið í Hvalfirði.
Þetta var aðeins brot af mörgum frá-
sögnum hans og föður okkar af þessu
ævintýri sem þeir deildu. Sameigin-
leg lífsreynsla þeirra batt þá vináttu-
böndum ævilangt og mótaði þeirra
samskipti og þau kynni sem við
systkinin höfum haft af Guðbirni.
Ekki er að undra að þeir hittust
reglulega og heimsóttu hvor annan.
Um margt var að ræða, margs að
minnast. Sem ung börn voru sögur af
skipalestinni líkastar ævintýri eða
uppspuna. Sem fullorðið fólk undr-
umst við enn þær hörmungar sem
þeir upplifðu, sem eru okkur börnum
og barnabörnum svo framandi. Ekki
er að undra að lífsreynsla sem þessi
móti fólk alla ævi. Mörgum frásögn-
um af sameiginlegri reynslu þeirra
hefur Guðbjörn deilt með okkur.
Hann hafði góða frásagnarhæfileika
og blandaði sögurnar með hæfileg-
um skammti af kímni og alvöru. Guð-
björn var vingjarnlegur maður,
myndarlegur og bar sig af reisn þrátt
fyrir að heilsan væri farin að daprast
hin síðari ár.
Guðbjörn hefur verið heiðraður af
rússneska sendiráðinu ásamt öðrum
Íslendingum sem sigldu í skipalest-
um norðurslóðanna í seinni heims-
styrjöld. Fyrir hönd systkina minna
og föður okkar heitins þakka ég hon-
um frásagnirnar, samfylgdina og góð
kynni með ósk um að hann sigli nú á
lygnari sjó.
Fyrir hönd systkinanna,
Kolbrún Albertsdóttir.