Morgunblaðið - 04.01.2009, Qupperneq 47
Velvakandi 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞAÐ BESTA VIÐ AÐ
VERA Í SVEITINNI ER
ÖLL NÁTTÚRAN...
HÚN ER ALLS STAÐAR! LÍKA UNDIR
SKÓNUM ÞÍNUM
FÓLK
ER SVO
SKRÍTIÐ
MÉR FINNST ÞAÐ
EKKERT ÞÆGILEGT
MARGIR TALA UM ÞAÐ
HVERSU ÞÆGILEGT ER
AÐ SOFA Í RIGNINGU...
ÞAU TALA UM ÞAÐ HVERSU
ÞÆGILEGT ER AÐ LIGGJA
OG HLUSTA Á DROPANA
LENDA Á ÞAKINU...
Á PLÁNETUNNI ZARK ER
HÆGT AÐ SJÁ TÓMT, RAUTT
GEIMFAR SEM ER Í EIGU
GEIMKÖNNUÐARINS, SPIFF!
Æ, NEI! Á KLETTUNUM SJÁST FÖR
EFTIR GEISLABYSSUSKOT! Á ÞESSUM
STAÐ HEFUR VERIÐ BARIST
Á JÖRÐINNI SJÁST
BARA SPOR EFTIR
STÓRA GEIMVERU
SEM YFIRGEFUR
STAÐINN! HVAÐ
HEFUR ORÐIÐ UM
SPIFF?!?
ÞETTA
ER NIÐUR-
LÆGJANDI!
SLEPPTU
MÉR! ÉG VIL
EKKI FARA
Í SKÓLANN!
HRÓLFUR, FALDIR ÞÚ
FLÖSKU AF ROMMI INNI Í
SVEFNHERBERGI, Í KOMMÓÐUNNI,
Í ÞRIÐJU SKÚFFU FRÁ HÆGRI,
UNDIR FIMM BOLUM OG
ÞREMUR SOKKUM?
KANNSKI... HVERNIG LEIT HÚN ÚT?
SJÁÐU ÞENNAN TURN,
GRÍMUR! ÞESSI
ÆVINTÝRASKÓGUR ER
ALVEG ÓTRÚLEGUR!
ÞAÐ SNJÓAR MEIRA
AÐ SEGJA... OG
ÞAÐ ER EKKI EINU
SINNI KALT!
GULLVEIG ER
GREINILEGA
MEÐ SVONA
SLÆMA
FLÖSU
VIÐ ÆTTUM AÐ SEGJA GUNNA
OG LÍSU AÐ ÞAU GETI EKKI
KOMIÐ MEÐ OKKUR Á NEIL
YOUNG TÓNLEIKANA
VIÐ ÞEKKJUM ÞAU
HVORT EÐ ER EKKI
NEITT... VIÐ ÞURFUM
EKKI AÐ FÓRNA MIKLU
LÍSA? ADDA HÉRNA!
HEYRÐU, VARÐANDI
TÓNLEIKANA... ÞAÐ KOM
UPP SMÁ VANDAMÁL
KOMIST ÞIÐ EKKI? EN
LEIÐINLEGT! VIÐ GETUM
SAMT ENNÞÁ FENGIÐ
MIÐANA, ER ÞAÐ EKKI?
VERTU
STERK
ÞAÐ ER
EKKI
AUÐVELT
AÐ VERA
STJARNA
MARY JANE
PAKER! ÁTT
ÞÚ HEIMA
HÉR?
JÁ, ER
ÞAÐ EKKI
ÁSTÆÐAN
FYRIR ÖLLUM
MYNDA-
VÉLUNUM?
NEI, ÞAÐ SÁ
EINHVER
KÓNGULÓAR-
MANNINN HÉR
UM DAGINN
!
ÉG VERÐ AÐ FINNA HANN SVO ÉG
GETI SANNFÆRT HANN UM AÐ ÉG
ELSKI HANN Í RAUN OG VERU
ÞÆR taka ekki augun af gómsætum brauðbitanum sem ein heppin gæs
hefur náð sér í og eins gott að halda fast í hann þangað til komið er í
öruggt skjól og hægt að borða í friði fyrir ágengninni.
Morgunblaðið/Kristinn
Baráttan við Tjörnina
Hryðjuverk
BREZKA stjórnin
hefur sett á okkur
hryðjuverkalög. Var
ekki hernám Íslands
vorið 1940 eitt alls-
herjar hryðjuverk?
Margt bendir til að
svo hafi verið í raun.
Fljótlega byrjuðu
Bretar að gera flug-
völl í Reykjavík, fólk
var flæmt burtu úr
húsum sínum og lentu
margir í miklum
vandræðum vegna
þessa. Margir verka-
menn unnu við flug-
vallargerðina og hugðust gera
verkfall í ársbyrjun 1941. Dreifðu
þeir bréfi til hermanna þar sem
þeir voru hvattir til þess að ganga
ekki í störf Íslendinga ef til verk-
falls kæmi. Herlögreglan handtók
umsvifalaust þá sem voru að bera
út bréfið og voru þeir settir í dýfl-
issu á Kirkjusandi. Herstjórnin
hafði tilfinningu fyrir því að Ís-
lendingar væru Bretum andsnúnir
og hygðu jafnvel á uppreisn og
myndu jafnvel snúast á sveif með
Þjóðverjum sem höfðu gert áætl-
anir um að ná Íslandi haustið ’41.
Dagana 10., 11. og 12. mars
réðst kafbátur á fiskiskipin
Reykjaborg, Pétursey og Fróða
þar sem þau voru á siglingu milli
Íslands og Bretlandseyja. Fórust í
árásunum 28 Íslendingar. Við
réttarhöld sem haldin voru í
Reykjavík vegna þessara skiptapa
kom fram að breski kafbáturinn
Torbay N-79 hafði stöðvað togar-
ann Geir hinn 16.
mars 27 mílur út af
Barra Head. Yfirmað-
ur á bátnum skýrði
togaramönnum frá
því að daginn áður
hefðu þeir sökkt
vopnuðum þýskum
togara sem var með
íslenskan fána mál-
aðan á síðuna.
Torbay, hvað var
hann að gera þarna?
Kafbáturinn Torbay
var afhentur flotanum
í janúar 1941 og virð-
ist hafa verið að æf-
ingum úti á hafinu
norðvestur af Bret-
landi dagana 6.-20. mars. Hinn 22.
mars lagði báturinn svo af stað
suður í Miðjarðarhaf. Þar hófust
mikil vígaferli og sökkti N-79 38
skipum á ellefu mánuðum. Helm-
ingur þessara skipa var lítil fiski-
og strandferðaskip sem unnu fyrir
þýska hernámsliðið á Krít. Stýri-
maðurinn á Torbay skrifaði bók
um þessa herför. Þar er þessum
árásum lýst og er lýsingin í sam-
ræmi við framburð Íslendinga sem
lifðu af árásirnar í mars.
Skipun flotans var: Drepa allt
kvikt, sökkva svo skipunum.
Hvað er hryðjuverk?
Gestur Gunnarsson
tæknifræðingur,
Flókagötu 8, Rvík.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Bólstaðarhlíð 43 | Kirkjuferð í Hóla-
og Fellakirkju þriðjudaginn 6. janúar kl.
13.25. Uppl. og skráning í síma 535-
2760 fyrir kl. 16, mánudaginn 5. jan-
úar.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Dansað í Ásgarði Stangarhyl 4, sunnu-
dagskvöldkl. 20, Caprí-tríó leikur.
Félagsheimilið Gjábakki | Kynning á
fyrirhugaðri dagskrá í Gjábakka til vors
verður mánudaginn 5. jan. kl.14. Allir
eru hvattir til að kynna sér hvaða
möguleikar eru í boði.
Félagsstarf Gerðubergs | Starfsfólk
sendir hugheilar nýárskveðjur til þátt-
takenda, samstarfsaðila og velunnara
um land allt, með þakklæti fyrir sam-
starf, stuðning og ánægjulegar sam-
verustundir á líðandi ári. Unnið er að
endurskoðun dagskrár, ábendingar og
hugmyndir óskast og þeim komið
áleiðis til starfsfólks félagsstarfs.
Korpúlfar, Grafarvogi | Ganga frá Eg-
ilshöll alla mánudaga kl. 10, bútasaum-
ur á Korpúlfsstöðum annan hvern
mánudag kl. 13.30.
Lífeyrisþegadeild Landssambands
lögreglumanna | Munið fundinn í dag
kl. 10 að Grettisgötu 89. Mætum hress
á nýju ári.
Vesturgata 7 | Nýtt glerbræðslu-
námskeið hefst aftur þriðjudaginn 6.
janúar ef næg þátttaka fæst. Upplýs-
ingar og skráning í síma 535-2740.
Leikfimi byrjar mán 5. jan., bútasaum-
ur þriðjud. 6. jan., enska og tréskurður
miðvikud. 7. jan., mánud. 12. jan.,
tölvukennsla og boccia, þriðjud. 13.
jan., glerbræðsla,miðvikud. 14. jan.,
myndlist og fimmtud 15. jan., kóræfing.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Ögurkirkja í Ögurvík Ögur er stórbýli og kirkjustaður í Ögurvík, milli
Skötufjarðar og Mjóafjarðar við Ísafjarðardjúp.