Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 7. J A N Ú A R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 5. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Leikhúsin í landinu >> 37 BBC SPÁIR Í VONARSTJÖRNUR SVONA HLJÓMAR TÓNLISTARÁRIÐ 2009 KÖRFUBOLTINN Kristrún og Jakob Örn valin best Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is OLLI Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála ESB, er einarður í afstöðu sinni til einhliða upptöku evru án aðildar að ESB. „Afstaða ESB er mjög skýr. Við styðjum ekki eða samþykkjum einhliða upptöku evru. Fyrir venjulegt þróað ríki í Evrópu, sem stefnir kannski að aðild að ESB, stendur að- eins hefðbundna leiðin til boða, sem er að uppfylla aðlögunarákvæðin sem kveðið er á um í Maas- tricht-sáttmálanum.“ Í tilfelli Svartfjallalands, sem tók einhliða upp evru og hefur nú sótt um aðild, segir hann aðstæður frábrugðnar vegna stríðsins í Júgóslavíu og þess að það var áður með þýska markið. „Ekki draga nein- ar jákvæðar ályktanir af því, hvað Ísland varðar.“ – Telur þú að einhliða upptaka myndi flækja um- sóknarferlið ef Ísland sækti um aðild að ESB? „Vissulega myndi það flækja það og ég treysti því að Ísland geri þetta ekki, þannig að ég vil ekki vera með frekari vangaveltur þar að lút- andi. Staðreyndin er sú að ef Ís- land sækir um aðild að ESB og markar skýra stefnu um að verða aðili að evrusvæðinu líta fjármálamarkaðir yfirleitt til þess og aðrir áhrifavaldar í efna- hagslífinu, og áhrifa þess gætir mun fyrr en kemur að því að Ís- land fái aðild að evrusvæðinu. Þannig hefur þróunin verið í flestum evruríkja frá því síðla á tíunda ára- tugnum, t.d. í evruríkinu sem ég þekki best til í, Finnlandi. Í því fólst veruleg hjálp við að yfirstíga fjármálakreppuna, jafnvel þótt evrusvæðið væri þá ekki orðið að veruleika. Þetta snýst um ásetning og hversu trúverðugt er að honum sé fylgt einarðlega.“  Með hverju borgum við | 14 Flækir umsóknarferlið  Einhliða upptaka evru án aðildar að ESB yrði ekki „samþykkt“ af ESB  Svartfjallaland ekki fordæmi Olli Rehn  LOÐNA fannst í kanti Langanes- grunns í gær. Loðnuskipið Faxi RE fann fyrstu torfuna um kl. 3.30 í gærmorgun og fann meira af loðnu eftir því sem norðar dró með kant- inum. Börkur NK fann svo loðnu undir kvöldmat en þá var skipið statt um 60 sjómílur ANA af Langa- nesi. Lundey NS og hafrann- sóknaskipið Árni Friðriksson eru einnig í loðnuleit. Þau höfðu ekki fundið loðnu í gærkvöldi. Albert Sveinsson, skipstjóri á Faxa RE, sagði í gær í samtali við Morgunblaðið að loðna væri með kantinum. Hann sagði að útlitið væri svipað og undanfarin ár á svæðinu. Þeir á Faxa höfðu tekið tvö sýni og þótti loðnan góð. »11 Loðnan fannst í gær norðaustur af Langanesi „Einhliða upptaka er engin töfralausn“ er fyrirsögn aðsendrar greinar sem 32 hagfræðingar skrifa undir og birtist í Morgunblaðinu í dag. „Íslendingar glíma nú við afleiðingar gjaldeyris- og fjármálakreppu. Gjaldeyriskreppan er í raun enn óleyst en úrslausn hennar hefur verið slegið á frest með upptöku hafta á fjármagnsviðskiptum,“ segir í upphafi greinarinnar. Vikið er að mikilvægi þess að huga að umbótum í hagstjórn, þá sérstaklega framtíðarskipan pen- ingamála, og því er hafnað að einhliða upptaka evru sé skjótvirk lausn á núverandi gjaldeyris- kreppu og undankomuleið frá stórfelldum erlend- um lántökum. „Því miður stenst hvorug þessara fullyrðinga þótt gjaldmiðilsskiptin séu í sjálfu sér tæknilega einföld. Þvert á móti er einhliða upptaka erlends gjaldmiðils ekki líkleg til að leysa gjaldeyris- kreppuna auk þess sem önnur verri vandamál gætu risið ef slík leið yrði farin.“ | 23 Vandinn gæti aukist með einhliða upptöku  „ÉG hefði talið nærtækast að Landsbankinn höfðaði mál fyrir breskum dóm- stólum og byggði málareksturinn á ákvæðum Mann- réttindasáttmála Evrópu sem gilda í Bretlandi og þá fyrst og fremst ákvæðinu um skerðingu á eignarrétti,“ segir Björg Thor- arensen, prófessor við lagadeild HÍ. „Fallist þeir ekki á að brot hafi ver- ið framið getur hvort heldur Lands- bankinn eða íslenska ríkið skotið málinu til Mannréttindadómstóls- ins,“ segir hún. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að höfða ekki mál gegn breskum stjórnvöldum fyrir bresk- um dómstólum vegna beitingar hryðjuverkalaganna en skoða möguleika á að leita réttar fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. »6 Nærtækast að LÍ höfðaði mál fyrir breskum dómi Björg Thorarensen  Gjaldeyrishöft krónunnar eru veruleg hindrun á frjálsum fjár- magnsflutn- ingum og stofn- setningarrétti og því andstæð EES-samn- ingnum, að mati Stefáns Más Stef- ánssonar, laga- prófessors. Hann telur að Ísland eigi að láta reyna á samningaleið til að styrkja krónuna og bera fyrir sig 46. gr. samningsins. „Mér finnst að gagnaðila okkar sé skylt að setj- ast að samningaborðinu og finna á þessu lausn til þess að EES- samningurinn geti virkað sem best.“ Vilji ESB ekki semja á neinum nótum samkvæmt þessu sjái hann ekki að nein ákvæði í EES- samningnum séu því til fyrirstöðu að taka einhliða upp evru. pebl@mbl.is Gjaldeyrishöft andstæð EES-samningnum Stefán Már Stefánsson Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur og Helga Bjarnason ÓLAFUR Elíasson, sem hannað hef- ur glerhjúp tónlistarhússins, segir samningaviðræður um húsið nú á erfiðu stigi – mjög margt sé óljóst í stöðunni. „Í fyrsta sinn er raun- veruleg hætta á því að samninga- viðræður um áframhaldandi bygg- ingu hússins fari út um þúfur. Ég óttast að það leiði til þess að við sitj- um uppi með rúst í miðborginni.“ Ólafur segir að slík rúst væri í fyrsta lagi hrikalegur vitnisburður um minni kröfur þjóðinni til handa og í öðru lagi minnisvarði um þá ógæfu sem dunið hefur yfir landið. „Staðreyndin er sú að alla þá pen- inga sem búið er að eyða í að semja um byggingu hússins verður að leggja fram að nýju ef samninga- ferlið þarf að endurtaka seinna. Mikið fjármagn hefur þegar verið sett í bygginguna og það mun allt tapast ef byggingarferlið stöðvast núna,“ segir Ólafur. Hann telur eina ástæðu erfiðrar stöðu Íslands nú vera „hversu fram- ganga Íslendinga í fjármálum hefur verið gríðarlega ágeng. Menn seild- ust mjög langt í því að hámarka hagnað sinn. Hvað tónlistarhúsið varðar felst í þessu þversögn, því einmitt vegna þessarar tilhneiging- ar tókst þeim sem sömdu um verð á verkþáttum tónlistarhússins að þrýsta verðinu niður. Þeim tókst að ná fram ótrúlega lágu verði á gæða- framleiðslu, eins og til að mynda í Kína þar sem glerhjúpurinn er framleiddur.“ Unnið hefur verið að yfirtöku ríkis og borgar á verkefninu und- anfarna mánuði. Stefán Hermanns- son, framkvæmdastjóri Austur- hafnar, er bjartsýnn á að það takist að koma framkvæmdinni af stað á ný og ljúka byggingu hússins án þess að bæta þurfi við framlag ríkis og borgar. Miðað er við að Austur- höfn eignist Portus sem tók að sér að byggja húsið í einkaframkvæmd. Uppbyggingin verði síðan fjár- mögnuð með láni sem tekið verði með veði í greiðslum sem ríki og borg hafa lofað að inna af hendi fyr- ir mannvirkið og rekstur þess næstu 35 ár. Samningarnir eru flóknir og miklir fjármuni í húfi og hafa því tekið sinn tíma. Stefán von- ar að málið komist fljótlega á borð eigenda Austurhafnar sem eru ríki og borg.  Ríki og borg yfirtaki | 8 Undirbúnir samningar um yfirtöku ríkis og borgar á tónlistarhúsinu Ljósmynd/Studio Ólafur Elíasson Glerhjúpurinn Í Kína er verið að smíða glerhjúp tónlistarhússins. „Ég óttast að við sitjum uppi með rúst í miðborginni“ Í HNOTSKURN »Hlutar glerhjúpsins hafaþegar verið framleiddir. »Um 10 milljarðar hafa ver-ið lagðir í húsið og lóðir. »Ríki og borg hafa skuld-bundið sig til að leggja 800 milljónir kr. á ári til mann- virkis og rekstrar. Ólafur Elíasson segir samningavið- ræður um húsið nú á erfiðu stigi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.