Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 32
32 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009
Orð dagsins: En snúið yður nú til
mín, segir Drottinn, af öllu hjarta,
með föstum, gráti og kveini. (Jl. 2, 12.)
Víkverji tók þátt í gamlárshlaupiÍR að þessu sinni og tók þar
upp þráð, sem legið hafði niðri um
nokkurt skeið. Víkverji vildi vera
viss um að komast í mark og fór
því nokkuð rólega yfir, skokkaði
fremur en hljóp. Aðstæður voru til
fyrirmyndar, útsýnið á leiðinni frá-
bært og góð stemning meðal
hlaupara. Eitthvað misfórst hins
vegar í skipulagningunni. Víkverji
hugðist taka góðan endasprett og
koma niður Tjarnargötuna á
harðaskani, en þá vildi ekki betur
til en löng biðröð hafði myndast í
götunni, sem þokaðist á hraða
snigilsins í átt að marklínunni. Vík-
verja fannst ekki mikil reisn yfir
því að standa í biðröð til að komast
í mark, en hugsaði með sér að tím-
inn hefði hvort sem er ekki orðið
neitt sérstakur og því væri í raun
ágætt að tímatakan í hlaupinu yrði
ómarktæk.
x x x
Nokkrum dögum síðar var Vík-verja bent á að úrslit hefðu
verið birt á vefsvæðinu hlaup.is og
þar mætti sjá nákvæma tíma allra
hlaupara. Þetta fannst Víkverja
stórbrotið og veltir hann því enn
fyrir sér hvernig ÍR-ingar hafi far-
ið að því að reikna út töfina í bið-
röðinni og komast að því á hvaða
tíma hver þátttakandi hefði hlaupið
hefði hann ekki þurft að standa í
röð. Hins vegar eru sum vísindi
þess eðlis að best er að vita sem
minnst um grunninn, sem þau
hvíla á.
x x x
Lítið er gert úr því að Guð-mundur Steingrímsson, vara-
þingmaður Samfylkingarinnar og
fyrrverandi aðstoðarmaður Dags
B. Eggertssonar, skuli genginn í
Framsóknarflokkinn og hafi geng-
ist við sínu genetíska hlutskipti.
Víkverja grunar að meira hefði
verið gert úr því hefði sjálfstæð-
ismaður átt í hlut, jafnvel verið
farið að tala um klofning og bent á
að flokkurinn mætti síst við því að
missa efnilegt fólk úr sínum röðum
á krepputímum sem þessum þegar
nýliðunar væri þörf. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 efsti hluti hús-
stafns, 4 náðhús, 7 sleif-
ar, 8 bur, 9 selshreifi, 11
autt, 13 tímabilin, 14
klakinn, 15 fjöl, 17
glyrna, 20 hávaða, 22
kjánar, 23 stoppa í, 24
auðvelda, 25 stokkur.
Lóðrétt | 1 brotnaði, 2
blómum, 3 tyrfið mál, 4
úrræði, 5 tungl, 6 magr-
an, 10 ástundunarsamur,
12 tímabil, 13 aula, 15
makk, 16 vitlaust, 18
klaufdýrið, 19 forfeð-
urna, 20 vaxa, 21 fiskar.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 svakalegt, 8 eltir, 9 tyfta, 10 nýr, 11 kárna, 13
arðan, 15 fengs, 18 hafur, 21 óra, 22 panil, 23 gerði, 24
hannyrðir.
Lóðrétt: 2 votar, 3 kirna, 4 letra, 5 gáfað, 6 verk, 7 hann,
12 nóg, 14 róa, 15 fipa, 16 nenna, 17 sólin, 18 hagur, 19
ferli, 20 reið.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Talið upp í þrettán.
Norður
♠D753
♥ÁG
♦8653
♣ÁD4
Vestur Austur
♠ÁK1096 ♠842
♥87 ♥532
♦ÁD109 ♦742
♣K2 ♣9876
Suður
♠G
♥KD10964
♦KG
♣G1053
Suður spilar 4♥.
Vestur vekur á 1♠, en síðan taka N-S
við sagnkeflinu og enda í 4♥. Útspilið er
♠Á (frávísun í austur) og tromp í öðrum
slag.
Úrvinnslan snýst um lauflitinn. Vinn-
ingsleiðin er greinilega sú að svína ♣D
og taka næst á ásinn, en samningurinn
tapast ef sagnhafi spilar millilaufi að
heiman fyrst. Spurningin er: Á að stóla
á ♣K annan eða þriðja í vestur?
Stundum er sagt að brids sé „listin að
telja upp í þrettán“. Sagnhafi spilar
strax tígli á gosann, en vestur á drottn-
inguna og trompar aftur út. Enn spilar
sagnhafi tígli, þótt ekkert sé þar að hafa.
Vestur kemur sér út á þriðja tíglinum,
suður trompar, svínar ♣D og trompar
nú fjórða tígulinn í rannsóknarskyni.
Þegar vestur fylgir lit er ljóst að skipt-
ing hans er 5-2-4-2. Og vandalaust að
leggja niður ♣Á.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Það er ekki létt að bera sig eftir
því sem maður þráir ef maður veit ekki
hvað maður vill. Taktu fyrsta skrefið og
leggðu allt annað til hliðar á meðan.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þótt erfiðleikar skjóti upp koll-
inum hér og þar eru þeir bara til að
sigrast á og þú hefur gaman af þeirri
glímu. Næsta mánuðinn er best að
vinna bak við tjöldin og hafa sig ekki í
frammi.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Lokaðu þig ekki af frá um-
heiminum þótt þú sért ekki upp á þitt
besta. Farðu þér hægt, gefðu þér tíma
til þess að kanna málin og taktu svo af-
stöðu.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Sköpunargáfa þín og ímynd-
unarafl eru einstaklega frjó. Láttu
sköpunarhæfileika þína leiða þig og
gera hlutina á nýjan hátt.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Það ætti að vera öruggt að veðja á
sjálfan sig en það er ekki góður tími til
að veðja á nokkuð annað.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Ef þú segir hvað þú vilt einu
sinni verður auðveldara að gera það aft-
ur og aftur. Vertu því þolinmóður og
allt gengur upp um síðir.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Íhugaðu hvernig þú getur bætt
nánustu sambönd þín. Kannski þú getir
bætt samskiptin við vinnufélagana.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Það getur reynst þér
skeinuhætt að hlaupa í blindni eftir at-
hugasemdum annarra. Leyfðu málum
að hafa sinn gang og njóttu lífsins með
bros á vör.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Það getur reynst hollt að
draga sig aðeins í hlé frá skarkala lífs-
ins. Treystu innsæi þínu og veittu vini
eða vinum hjálparhönd í dag.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Mörg tækifæri gefast til
ferðalaga á næstunni. Berðu fram óskir
sem þú vilt fá jákvætt svar við, þær
gætu ræst.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú ert að brjóta niður margt
af því sem þú hefur verið að byggja upp
á síðasta áratug. Farðu í göngutúr, í
sund eða út að dansa.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Ef þú vilt að fólki líði vel nálægt
þér skaltu gæta orða þinna og hafa að-
gát í nærveru sálar.
Stjörnuspá
7. janúar 1730
Árni Magnússon handritasafn-
ari og prófessor lést, 66 ára.
Ásamt Páli Vídalín sá hann um
manntalið 1703 og samningu
jarðabókar en þekktastur er
hann fyrir söfnun og vörslu
handrita.
7. janúar 1942
María Markan söng hlutverk
greifafrúarinnar í sýningu á
Brúðkaupi Fígarós í Metropo-
litan-óperunni í New York.
Hún var þar með fyrsti Íslend-
ingurinn sem kom fram í aðal-
hlutverki í þessu fræga óp-
eruhúsi.
7. janúar 1999
Jólin voru lengd um einn dag á
Blönduósi vegna nýrra íbúa
frá Júgóslavíu sem tilheyrðu
grísku rétttrúnaðarkirkjunni,
en jóladagur hjá þeim var
þennan dag.
7. janúar 2001
Samningar tókust í kjaradeilu
framhaldsskólakennara og
ríkisins eftir tveggja mánaða
verkfall, það lengsta í áratugi.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Kristján Ellert
Arason varð
fimmtugur 29.
desember síðast-
liðinn. Af því til-
efni tekur hann á
móti gestum á
Sólheimum í
Grímsnesi laug-
ardaginn 10. jan-
úar milli kl. 15 og 17, í Vigdís-
arhúsi.
50 ára
Í TILEFNI sextugsafmælisins er Bjarni Reykjalín
arkitekt staddur á Tenerife „í sól og blíðu, æð-
islegu veðri og umhverfi“, eins og hann lýsir því
sjálfur, með sambýliskonu sinni Dagnýju Harð-
ardóttur. Aðspurður segist Bjarni hafa átt marga
eftirminnilega afmælisdaga. „Þegar ég var lítill
var endirinn á jólunum afmælið mitt. Ekki þrett-
ándinn heldur 7. janúar,“ segir hann og bætir við
að blessunarlega hafi hann aldrei lent í því að fá
jóla- og afmælisgjafir saman í einum pakka.
Bjarni starfar sjálfstætt sem arkitekt á Akur-
eyri og segist hafa verið í öllu mögulegu; húsa-
hönnun, skipulagi og innréttingum. Síðustu árin hefur hann unnið
mikið í Skagafirði og á Sauðárkróki, m.a. kom hann að hönnun Lista-
setursins á Bæ á Höfðaströnd en er nú að hanna verkstæðisbyggingar
fyrir Kaupfélag Skagfirðinga og endurbyggja Kaffi Krók á Sauð-
árkróki sem brann fyrir ári. „Það er verið að endurbyggja það í
gamla stílnum og þetta er mjög skemmtilegt verkefni,“ segir hann.
Aðspurður segir Bjarni áhugamál sín vera ferðalög og líkamsrækt en
að undanförnu hafi mikill tími farið í að gera upp gamalt hús í
Reykjadal í Þingeyjarsýslu. ylfa@mbl.is
Bjarni Reykjalín arkitekt 60 ára
Jólin hans enda 7. janúar
Sudoku
Frumstig
2 3 4 8
5 8 2 3 6
1 7 2
7 4 3
1 3
6 7 9
1 7 8
6 3 8 9 1
9 6 1 2
9 5 3
7 3 5
9 7 1
3 5 1 6
6 2 1 5
3 5 6 7
2 5 1
4 6 8
6 9 2
6 5 2 9
8 2 1
5 9
4 6 7 9 8
1 8 9 4 3 6
9 6 2 3 1
8 4
9 7 5
4 2 5 1
3 9 2 1 7 5 6 8 4
7 5 6 4 3 8 9 1 2
8 1 4 9 6 2 7 3 5
2 3 9 6 8 4 5 7 1
1 6 8 5 2 7 4 9 3
4 7 5 3 1 9 2 6 8
9 4 1 7 5 3 8 2 6
6 8 7 2 4 1 3 5 9
5 2 3 8 9 6 1 4 7
4 1 7 9 5 3 6 2 8
5 6 3 2 8 4 7 9 1
2 8 9 6 1 7 3 4 5
9 3 6 8 2 1 5 7 4
7 5 2 3 4 9 1 8 6
8 4 1 7 6 5 2 3 9
1 9 8 5 3 2 4 6 7
6 2 4 1 7 8 9 5 3
3 7 5 4 9 6 8 1 2
3 2 4 1 5 6 8 9 7
9 8 1 4 7 2 5 6 3
5 7 6 8 3 9 4 2 1
7 3 9 5 6 1 2 8 4
2 6 8 9 4 3 7 1 5
4 1 5 7 2 8 9 3 6
1 4 2 3 9 7 6 5 8
6 5 3 2 8 4 1 7 9
8 9 7 6 1 5 3 4 2
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er miðvikudagur 7. janúar, 7. dag-
ur ársins 2009
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Staðan kom upp í B-flokki skákhá-
tíðarinnar í Reggio Emilia á Ítalíu
sem lauk fyrir skömmu. Alþjóðlegi
meistarinn Jón Viktor Gunnarsson
(2.430) hafði svart gegn heima-
manninum Alex Rombaldini
(2.334). 28. … Dxg2+ svartur fær
við þetta þrjá létta menn gegn
drottningu og unnið tafl. Hann
hefði einnig getað unnið eftir 28. …
Hxc1! 29. Rxh6+ Bxh6 30. Dxh6
Hxf1+ 31. Bxf1 Df2+! 32. Kxf2
Rg4+ og svartur fær drottninguna
til baka með vöxtum. 29. Kxg2
Bxe4+ 30. Kg1 Bxf5 31. Hg3 Be4
32. Bb2 Hc2 33. Bd4 Hec8 34. He1
Bb7 35. gxh6 Kh7 36. Df5 H8c7 37.
Bb6 Bc8 38. De4 H7c4 39. Da8
Hxb4 40. Da7 Be6 41. Da8 Bxh6
42. Be3 Hg4 43. Hxg4 Bxg4 44.
Bxh6 Rf3+ og svartur gafst upp.
Svartur á leik.
Nýirborgarar
Danmörk Yngvi Snær
fæddist 16. október í Ár-
ósum kl. 10.11. Hann vó
3.420 g og 52 sm langur.
Foreldrar hans eru Guð-
rún Ragna Yngvadóttir og
Ingiber Freyr Ólafsson.
Danmörk Sigfús Viðar
fæddist í Horsens 7. ágúst
kl. 22.45. Hann vó 3.508 g
og var 52 sm langur. For-
eldrar hans eru Sig-
urbjörg Viðarsdóttir og
Magnús Bjargarson.
Stokkhólmur Áslaug
Margrét fæddist 29. októ-
ber kl. 7.52. Hún vó 3.880
g og var 51 sm löng. For-
eldrar hennar eru Björk
Áskelsdóttir og Alfreð
Harðarson.