Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Patti húsgögn
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
80%afslætti
valdar vörur á allt að
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
FJÁRFESTINGAFÉLAGIÐ Kjalar, sem er að 94
prósentum í eigu Ólafs Ólafssonar, hyggst krefjast
þess að fá greiddan út framvirkan gjaldeyrissamning
úr gamla Kaupþingi á viðmiðunargengi krónunnar hjá
evrópska seðlabankanum. Evran jafngildir 290 krón-
um samkvæmt gengi evrópska seðlabankans en hjá
Seðlabanka Íslands er evran 166 krónur.
Kaupþing, sem mótaðili í samningum Kjalars, átti
að greiða félaginu 650 milljónir evra, rúmlega hundrað
milljarða króna, 14. október samkvæmt samningi
þeirra á milli. Miðað við gengi evrópska seðlabankans
nemur upphæð samningsins tæplega 190 milljörðum
króna. Samningurinn var ekki gerður upp þar sem
skilanefnd Fjármálaeftirlitsins (FME) tók yfir Kaup-
þing 9. október eftir að stjórn bankans óskaði eftir því
við FME. Fulltrúar frá Kjalari hafa fundað reglulega
með skilanefnd Kaupþings frá því nefndin tók yfir
bankann. Félagið hefur óskað eftir skuldajöfnun, það
er að skuld félagsins fari upp í kröfu þess.
Samkvæmt upplýsingum frá Kristni Hallgrímssyni,
hæstaréttarlögmanni og stjórnarmanni í Kjalari, er
krafa félagsins mörgum tugum milljarða hærri en
skuldir félagsins við bankann. Samningurinn var upp-
haflega gerður um áramótin 2007/2008. Hann var í
gildi til skamms tíma í senn, viku eða tvær vikur, en
síðan endurnýjaður yfir árið. Samningnum var ætlað
að verjast gengissveiflum þar sem lán félagsins eru að
nánast öllu leyti í erlendri mynt. Kristinn segir Kjalar
ætla að halda því til streitu að gera samninginn upp á
gengi evrópska seðlabankans. Félagið getur ekki lög-
sótt skilanefndina næstu tvö árin, samkvæmt neyð-
arlögum, en hyggst ekki borga skuld við Kaupþing og
verjast svo kröfu frá skilanefndinni.
Eiga 650 m. evra inni
Fjárfestingafélagið Kjalar krefst þess að gjaldeyrissamningur við Kaupþing
verði gerður upp á gengi evrópska seðlabankans 190 milljarða kr. samningur
Í HNOTSKURN
» Stærstu eignir Kjalarseru í matvælafyrirtæk-
inu Alfesca, Samskipum,
Granda og Icelandic Sea-
food. Þá átti Kjalar stóran
hlut í Kaupþingi, en sú eign
er nú orðin að engu.
» Kjalar var einn afstærstu eigendum
Kaupþings með um 10 pró-
senta hlut þegar bankinn
féll.
» Eins og greint hefurverið frá í blaðinu eru
framvirkir gjaldmiðla-
skiptasamningar, sem áttu
að mynda hagnað með veik-
ingu krónunnar, fyrir 600
til 700 milljarða króna, í
höndum skilanefndanna.
Mest er í gamla Kaupþingi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ólafur Ólafsson Á meira en 90 prósent hlut í Kjalari.
„ÞETTA byrjaði líflega en það náðist sátt að lokum,“
sagði Guðlaugur Sverrisson, formaður Framsókn-
arfélags Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöld að loknum fundi félagsins í Þjóðleik-
húskjallaranum. Hópur manna, undir forystu Ingv-
ars Más Jónssonar, lagði fram lista yfir menn sem
hann taldi vænlega til þess að sitja á flokksþinginu
16. til 18. janúar nk. Stjórn Framsóknarfélagsins
lagði einnig fram lista en 125 manns sitja flokks-
þingið fyrir hönd félagsins. Guðlaugur segir óvenju-
marga hafa verið á fundinum, á þriðja hundrað, og
var hann því færður í Þjóðleikhúskjallarann úr húsi
flokksins við Hverfisgötu. „Þetta var fjörlegt og líf-
legt, eins og vera ber nú á tímum. Þetta gefur tóninn
fyrir líflegt flokksþing sem er framundan,“ sagði
Guðlaugur. Ákveðið var að skipa fimm manna nefnd
til þess að setja saman lista yfir þá 125 fulltrúa sem
sitja flokksþingið fyrir hönd félagsins. Í nefndinni
verða Guðlaugur sjálfur, Guðmundur Gíslason, fyrr-
nefndur Ingvar og svo tveir fulltrúar honum tengdir
til viðbótar. Guðlaugur sagði sátt hafa náðst um þetta
og það væri mikilvægt.
Óvenjumargir Framsóknarmenn
Morgunblaðið/Golli
FORRÁÐAMENN Nýja Glitnis hafa lofað því að standa
við bakið á Þorbirni í Grindavík ef fyrirtækið lendir í
vandræðum vegna þess að Deutsche Bank er farinn að
innheimta greiðslur af lánum sem eru með veði í kvóta
fyrirtækisins. Þetta segir Eiríkur Tómasson hjá Þor-
birni.
„Ég hef því ekki miklar áhyggjur af þessu en mér
finnst leitt að menn standi ekki við það sem þeir hafa
sagt,“ sagði Eiríkur í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi.
Stöð tvö greindi frá því í gær að Glitnir hefði fært veð í
kvóta nokkurra stærstu útgerða landsins í hendur er-
lendra banka síðastliðið sumar, samtals að verðmæti á
þriðja tug milljarða króna. Þetta hefði verið gert þannig
að bankinn hefði búið til svokallaðan skuldabréfavafning
upp á eitt hundrað milljarða og flutt veð margra við-
skiptavina sinna í því skyni yfir á félag sem heitir Haf
Funding. Það hefði verið lagt fram sem trygging gegn er-
lendu láni. Sagði Eiríkur í samtali við Stöð tvö að Þor-
steinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, og
Lárus Welding, forstjóri bankans, hefðu lofað því að
þetta kæmist ekki í hendur erlends aðila. Eiríkur tekur
fram að hann viti ekki hver eigi félagið Haf Funding, en
ljóst sé að Deutsche Bank sé umsjónaraðili þess.
Þorsteinn Már sagðist í gærkvöldi ekki vilja tjá sig um
þetta mál á þessari stundu. gretar@mbl.is
Þykir leitt að menn
standi ekki við orð sín
MORGUNBLAÐIÐ er enn sem fyrr það
dagblað sem nýtur mests trausts lesenda
samkvæmt nýrri könnun Markaðs- og
miðlarannsókna (MMR). 64% svarenda
segjast nú bera mikið traust til Morg-
unblaðsins en það er einu prósentustigi
hærra en þegar síðasta könnun var gerð 5.
desember síðastliðinn. Mbl.is nýtur mests
trausts netfréttamiðla en 64% segjast bera
mikið traust til miðilsins, sem er sama
hlutfall og í síðustu könnun.
82% svarenda bera mest traust til
fréttastofu Ríkisútvarpsins (RÚV). Það er
nokkur aukning frá fyrri könnun þegar
tæp 77% sögðust bera mikið traust til
fréttastofunnar. Fréttastofa RÚV er þar
með sá fjölmiðill sem nýtur áberandi
mests trausts meðal svarenda könnunar-
innar.
Traust til Fréttablaðsins hefur minnkað
samkvæmt könnun MMR. Innan við helm-
ingur svarenda ber nú mikið traust til
Fréttablaðsins eða 41,2%. Í könnuninni frá
því í desember sögðust 45,2% bera traust
til Fréttablaðsins.
Af þeim sem bera lítið traust til fjöl-
miðla, segjast fleiri bera lítið traust til
allra fjölmiðla, nema til RÚV, frá fyrri
könnun. Mest er breytingin gagnvart DV,
en 81% segjast bera lítið traust til blaðsins
samanborið við 69% áður.
!"# #
! #
! Aukið traust
til Morgun-
blaðsins
NORRÆNU samtökin um félagslega og
geðræna heilsu (NFSMH), hvetja íslensk
stjórnvöld til að huga sérstaklega að geð-
heilsu barna og ungmenna í kreppunni. Í
bréfi frá samtökunum segir að samkvæmt
rannsóknum séu ungmenni sá hópur sem sé
hvað berskjaldaðastur við slíkar aðstæður.
Reynsla annarra Norðurlanda af efna-
hagserfiðleikum sýni að langvarandi að-
gerðarleysi geti haft alvarlegar geðrænar
afleiðingar. Því verði yfirvöld í samvinnu
við samtök á sviði geðheilbrigðis að finna
leiðir með áherslu á forvarnir, aukna virkni
almennings og velferð.
Geðheilsa
barna í hættu
MAÐURINN sem lést í um-
ferðarslysi á Suðurlandsvegi
skammt austan við Selfoss að
morgni mánudags hét Guðjón
Ægir Sigurjónsson, til heimilis
að Hrísholti 4 á Selfossi.
Guðjón var hæstaréttarlög-
maður hjá Málflutningsskrif-
stofunni á Selfossi og rak að
auki Árborgir fasteignasölu.
Hann sat í bankaráði Nýja
Glitnis. Guðjón var fæddur 4.
janúar 1971. Hann lætur eftir
sig eiginkonu og tvö börn. Hús-
fyllir var við bænastund í Sel-
fosskirkju í gær undir umsjón
sr. Óskars H. Óskarssonar.
Lést í
slysi við
Selfoss