Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 33
VIÐ Skothúsveginn var hálfdrungalegt um að litast þar sem þessi kona fékk sér göngutúr, hún lét það ekkert á sig fá þó að þykk þokan læddist allt í kringum hana með sinni draugalegu ásjón. Morgunblaðið/Ómar Í þokunni Velvakandi 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009 Mannréttindi MAÐUR sem ég þekki hátt á níræðisaldri keypti sér íbúð fyrir eldri borgara í nýbygg- ingu Suðurlandsbraut 58 (Mörkinni) þar eru 78 íbúðir en enginn íbúi nema þessi eini maður. Mér skilst að Lands- bankinn hafi yfirtekið bygginguna. Vantar ekki stórlega íbúðir fyrir eldri borgara og væri nú ekki ráðlegt að koma þessum íbúðum í leigu eða selja þær heldur en að láta þær standa þarna fullbúnar og ónýttar? Þið nýbankamenn ættuð nú að bretta upp ermar og koma þessum íbúðum í notkun sem allra fyrst. Það getur varla verið forsvaranlegt að einn einstæðingur nær níræðu sé lát- inn búa í öllu þessu. Er það ekki bara mannréttindabrot? Þorsteinn G. Húnfjörð. Peningar eða mannslíf ÞANNIG er að ég bý á Akureyri og er haldin þunglyndi. Ég þarf að fara upp á Skólastíg sem er nokkurs kon- ar dagdeild geðdeildar en þannig er að nú veit ég ekkert hvort ég kemst þangað fyrsta febrúar. Mér líður afar illa og get lítið sem ekkert sofið út af ástandinu í þjóðfélaginu. Lítið bætir það að loka eigi geðdeildum hér fyrir norðan og núna er margt fólk þokka- lega hraust sem þarf að leita aðstoðar á þessa deild. Má ég biðja ykkur um að þrýsta á FSA að hætta við þetta, það hlýtur að vera til önnur leið til að spara þessa peninga og ég er hrædd um að mörg mannslíf séu núna í stórhættu ef geðheilbrigðismálin verða ekki efld á næsta ári úti um allt land. Af hverju var ekki tekið upp gjald á heil- brigðisstofnunum af barnafjölskyldum? Af hverju á alltaf að setja meiri byrðar á öryrkja, aldraða og sjúka? Hvernig væri það að for- setinn, ráðherrar, al- þingismenn, nefndafólk og aðstoðarfólk tækju eða fengju ekki laun í svona fjóra mánuði á þessu ári og settu peningana frekar í félags-, heilbrigðis- og menntamálin? Þá þyrfti kannski ekki að fara banda- rísku leiðina í sjúkrahúsum og þá væri kannski hægt að hleypa öllum inn í skólana. Lesandi. Tapað eða fundið HINN 5. janúar tapaðist Marshall- toppur á Kaffi Rót við Hafnarstræti einhvern tímann eftir kl. 18 um kvöld- ið. Hann er af gerðinni JCM 9000 SLX og eigandinn saknar hans sárt. Ef einhver hefur upplýsingar um hann er hægt að hafa samband við eiganda í síma 857-9118.        Árskógar 4 | Bað kl. 8,15-16, handav. kl. 9-16.30, smíði/útskurður kl. 9-16.30, heilsugæsla kl. 10-11.30, söngstund kl. 11. Bólstaðarhlíð 43 | Spiladagur, glerlist, handavinna, hárgreiðsla, böðun, fótaað- gerð, dagblöð, kaffi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði, Stang- arhyl 4, kl. 10, söngvaka kl. 14, umsjón hafa Sigurður Jónsson og Helgi Seljan, kóræfing hjá söngfélagi FEB kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Glerlist- arhópur kl. 13 og söngur kl. 15.15, Guð- rún Lilja mætir með gítarinn. Bossía kl. 9.30 og kl. 10.30, handavinnustofan op- in, leiðbeinandi við til kl. 17, félagsvist kl. 13, viðtalstími FEBK milli kl. 15 og 16 og bobb kl. 16.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Brids kl. 13, matur og kaffi í Jónshúsi. Furugerði 1, félagsstarf | Bókband kl. 10, leikfimi kl. 13.15 og framhaldssagan kl. 14.30. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, pútt kl. 10, línudans kl. 11, saumar og gler- bræðsla kl. 13, pílukast kl. 13.30, gafl- arakórinn kl. 16.15, billjard- og innipútt- stofa í kjallara opin alla daga kl. 9-16. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9 hjá Sigrúnu. Samverustund kl. 10.30, byrjaður lestur nýrrar bókar, kaffisopi og spjall. Böðun fyrir hádegi, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Morgunkaffi í betri stofunni kl. 9. Framkoma, sjálfstyrking kl. 9. Stefánsganga kl. 9.10, listasmiðja kl. 9-16, leiðbeiningar á tölvur kl. 14.15- 15. Gáfumannakaffi kl. 15 og munið Vín- arhljómleikana á morgun. Uppl. 411- 2790. Íþróttafélagið Glóð | Ringó kl. 12, í Smáranum v/Dalsmára, uppl. í síma 564-1490, 554-5330 og 554-2780. Korpúlfar, Grafarvogi | Listasmiðjan, gleriðnaður og tréskurður alla fimmtu- og föstudaga á Korpúlfsstöðum kl. 13- 16. Pútt á Korpúlfsstöðum kl. 10. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur kl. 10.30, leikfimi kl. 11, handverksstofa opin kl. 13. Hárgreiðslu- stofa, sl. 552-2488. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, handavinnustofan opin allan daginn með leiðbeinendum, morgunstund kl. 10, verslunarferð kl. 12.30, upplestur, framhaldssaga, kl. 12.30, bókband kl. 13, dans kl. 14, hárgreiðslu- og fótaað- gerðarstofur opnar. Uppl. í síma 411- 9450. Þórðarsveigur 3 | Handavinna kl. 9, boccia kl. 13, salurinn opinn kl. 14 og kaffi kl. 15. Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MÉR FINNST FRÁBÆRT AÐ ÉG SÉ EINSTAKUR TREYSTU MÉR, JÓN... ÞAÐ FINNST ÖLLUM FRÁBÆRT AÐ ÞÚ SÉRT EINSTAKUR SÁLFRÆÐI- AÐSTOÐ 5 kr. SÁLFRÆÐI- AÐSTOÐ 5 kr. SÁLFRÆÐI- AÐSTOÐ 5 kr. HVAÐ GET ÉG GERT EF SJÚKLINGURINN ÞEGIR BARA SPIFF ER SLOPPINN! DIMMIR GANGARNIR Í GEIMVERU- KASTALANUM ERU AUÐIR! ALLAR GEIMVERURNAR VORU SAMAN KOMNAR TIL AÐ FÓRNA HINUM ÓTRÚLEGA SPIFF! GEIMKÖNNUÐURINN ER KOMINN UPP Á YFIRBORÐIÐ EN GEIMVERUDROTTNINGIN ELTIR HANN ENNÞÁ STOPPAÐU, KALVIN! SPIFF HOPPAR UPP Í GEIMSKIPIÐ OG KVEIKIR Á ÞVÍ! HANN ER SLOPPINN! ÞÚ ERT SJÁLFSELSKASTI, EIGINGJARNASTI OG LATASTI MAÐUR Í ÖLLUM HEIMINUM! OG ÉG SEM VAR EKKI AÐ REYNA Á MIG! ÉG GET BARA KLÆTT MIG ÚR FÖTUNUM Í SÍMAKLEFUM ÉG TALAÐI VIÐ SIGGA. HANN OG MAJA SKEMMTU SÉR GREINILEGA VEL Á TÓNLEIKUNUM ÁN OKKAR SKEMMTU ÞAU SÉR VEL MEÐ GUNNA OG LÍSU GREINI- LEGA... HANN SAGÐI AÐ ÞAU VÆRU „NÝJU BESTU VINIR ÞEIRRA“ ÉG VISSI AÐ ÞAÐ YRÐI SKEMMTILEGT AÐ FARA MEÐ ÞEIM MARÍA LOPEZ GETUR EKKI HÆTT AÐ HUGSA UM KÓNGULÓARMANNINN... GOTT AÐ ÉG ÁKVAÐ AÐ LEGGJA BÚNINGINN MINN Á HILLUNA Í BILI BÍDDU... SÍRENUR! ÞÚ GÆTIR ÞURFT AÐ NÁ Í BÚNINGINN! SJÁÐU! HVAÐ ER NÚ ÞETTA? Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.