Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 23
Íslendingar glíma nú við afleið-ingar gjaldeyris- og fjármála-kreppu. Gjaldeyriskreppan er íraun enn óleyst en úrlausn
hennar slegið á frest með upptöku
hafta á fjármagnsviðskiptum. Við
þessar aðstæður er mikilvægt að huga
að umbótum í hagstjórn og þá sér-
staklega að framtíðarskipan peninga-
mála. Einhliða upptaka erlends gjald-
miðils, einkum evru, sem lögeyris á
Íslandi er ein þeirra hugmynda sem
mikið hefur borið á í umræðum að
undanförnu. Talsmenn þeirrar hug-
myndar telja að sú leið sé skjótvirk
lausn á núverandi gjaldeyriskreppu
og undankomuleið frá stórfelldum er-
lendum lántökum. Því miður stenst
hvorug þessara fullyrðinga þótt gjald-
miðilsskiptin séu í sjálfu sér tæknilega
einföld. Þvert á móti er einhliða upp-
taka erlends gjaldmiðils ekki líkleg til
að leysa gjaldeyriskreppuna auk þess
sem önnur og enn alvarlegri vanda-
mál gætu risið ef slík leið yrði farin.
Mun lakari kostur en
aðild að myntbandalagi
Einhliða upptaka evru sem lögeyris
fæli í sér að íslenska ríkið notaði hluta
gjaldeyrisforða landsins til þess að
kaupa upp allar íslenskar krónur sem
nú eru í umferð og setti evrur í umferð
í staðinn. Hér er um að ræða auka-
kostnað upp á 125 milljarða króna.1
Tæknilega séð er hugmyndin einföld
og fljótleg í framkvæmd og sambæri-
leg við inngöngu í myntbandalag að
því leyti að í báðum tilvikum hefðu
landsmenn þar með fengið í hendur
alþjóðlega markaðshæfan gjaldmiðil
og minni áhyggjur þyrfti að hafa af
gengissveiflum. Hins vegar skilja
nokkur lykilatriði að einhliða upptöku
evru og upptöku hennar með þátttöku
í Myntbandalagi Evrópu.
Að inngöngu í Myntbandalag Evr-
ópu er ákveðinn aðdragandi, svonefnd
ERM II-aðlögun, þar sem gengi krón-
unnar er fest innan ákveðinna vik-
marka, með stuðningi annarra Evr-
ópuríkja, þar til Ísland getur uppfyllt
þau þjóðhagslegu skilyrði sem inn-
gangan krefst, s.s. hvað varðar verð-
bólgu, vexti og ríkisfjármál. Sá tími
nýtist sem aðlögun að nýju myntfyr-
irkomulagi. Að þeim tíma liðnum yrðu
útistandandi íslenskar krónur keyptar
af evrópska seðlabankanum og Íslend-
ingar fengju síðan framvegis greiddan
út myntsláttuhagnað, sem gæti numið
um 2-5 milljörðum króna á hverju ári.
Seðlabanki Íslands yrði áfram til
þótt vaxtaákvarðanir yrðu eftirleiðis
teknar í evrópska seðlabankakerfinu
(ESCB), sem Seðlabanki Íslands yrði
aðili að. Mestu skiptir þó að hlutverk
Seðlabankans á sviði fjármálastöð-
ugleika, einkum sem lánveitanda til
þrautavara, yrði eflt til muna þar sem
bankinn hefði nú fullar heimildir til
þess að lána íslenskum bönkum evrur
gegn traustu veði.
Evrurnar fengi Seðlabanki Íslands
frá útgefandanum, þ.e. Seðlabanka
Evrópu.
Einhliða upptaka erlends gjaldmið-
ils, án samþykkis eða stuðnings útgef-
anda hans, er ekki sambærileg við
þátttöku í myntbandalagi hvað varðar
ábata og efnahagslegan stöðugleika.
Það er ekki aðeins að landsmenn
þyrftu sjálfir að bera kostnaðinn af
myntskiptunum og töpuðu mynt-
sláttuhagnaði um alla framtíð. Með
því móti stæðu landsmenn einnig uppi
án seðlaprentunarvalds og án nokk-
urra möguleika til þess að styðja við
íslenskt fjármálakerfi með tryggum
aðgangi að lausafé nema því aðeins að
ríkisvaldið útvegaði evrur með ein-
hverju móti, s.s. með erlendri lántöku.
Án alþjóðlegs stuðnings við upptök-
una yrði slíkur aðgangur aldrei að
fullu tryggður.
Meðal mikilvægustu hlutverka
seðlabanka í öllum löndum heimsins
er að veita fjármálakerfinu bakstuðn-
ing sem lánveitandi til þrautavara.
Þetta hlutverk má alls ekki vanmeta.
Fjármálakerfi án öflugs bakhjarls er
ekki til þess fallið að skapa traust við
núverandi aðstæður í heiminum. Af
þessum sökum m.a. er ólíklegt að ein-
hliða upptaka evru leiði sjálfkrafa til
þess að vextir verði þeir sömu hér-
lendis og á evrusvæðinu. Við núver-
andi aðstæður er hætta á að áhættu-
álag á vexti til íslenskra aðila yrði
áfram hátt og gæti vegið upp þann
sparnað sem hlýst af minni gjald-
miðlaáhættu.
Vandamálin færast til
Örmyntir líkt og krónan geta vissu-
lega falið í sér mörg vandamál og
óstöðugleika. Hins vegar mun einhliða
upptaka erlends gjaldmiðils ekki
leysa þau grundvallarvandamál sem
fylgja smáum fjármálakerfum heldur
aðeins færa þau til.
Sú ráðstöfun ein og sér að færa
bankareikninga í evrum fjölgar ekki
þeim evrum sem landið hefur raun-
verulega úr að spila. Hún kemur held-
ur ekki í veg fyrir að evrur hverfi úr
landi vegna ótta eða vantrausts á ís-
lensku fjármálakerfi. Í hvert skipti
sem fyrirtæki eða einstaklingar færa
fjármuni sína af íslenskum banka-
reikningum yfir á erlenda eða taka
innstæður sínar út í evruseðlum geng-
ur á evrusjóð landsmanna. Þannig
mun fjármagnsflótti úr landi ekki
lengur koma fram sem lækkun á
gengi krónunnar heldur sem lækkun
á lausafé bankastofnana.
Lausafjárerfiðleikar bankakerf-
isins vegna fjármagnsútstreymis við
þessar aðstæður geta skapað vanda
fyrir innlend stjórnvöld. Nauðsynlegt
kann að vera að styðja við bankakerf-
ið þar sem lausafjárskortur getur
hæglega leitt til greiðsluþrots eða
gjaldþrots þess, eins og raunin varð
með íslensku bankana í október síð-
astliðnum. Lausafjárstuðningur við
bankakerfið yrði aðeins veittur með
því að ríkisvaldið útvegaði evrur og
lánaði til viðskiptabankanna. Þannig
getur fjármagnsútstreymi veikt stöðu
ríkissjóðs og leitt hann í enn frekari
skuldavanda. Líkur á fjármagnsflótta
aukast við það eitt að fyrirtæki og
einstaklingar átti sig á því hversu
veikt bakland fjármálakerfið hefur,
þar sem traustur lánveitandi til
þrautavara er í raun ekki til staðar.
Ekki rétt viðbrögð við
gjaldeyris- og bankakreppu
Gjaldeyriskreppan stafar fyrst og
fremst af fjármagnsflótta frá landinu.
Flóttinn stafar af vantrausti á ís-
lenskt fjármálakerfi og efnahagsmál
– ekki aðeins vantrausti á þjóð-
armyntina sem slíka. Hér er vert að
hafa í huga að á undanförnum áratug-
um hefur erlent fjármagn leitað inn í
íslenskt hagkerfi, ekki síst eftir að
fjármagnsviðskipti við útlönd voru
gefin frjáls árið 1995. Fjármagnsflótt-
ann nú má rekja bæði til erlendra og
innlendra aðila sem vantreysta Ís-
landi eftir bankahrunið og vilja kom-
ast út með fjármuni sína. Eign er-
lendra aðila í krónum nemur
hundruðum milljarða. Þessi staða er
erfið og varð til þess að stjórnvöld
settu höft á flutninga fjármagns sem
koma í veg fyrir að stór hluti þessa
fjármagns hverfi snarlega úr landi,
jafnvel þó að lágt raungengi gefi nú
vísbendingu um að ábatasamt geti
verið fyrir fjárfesta að þreyja þorrann
og góuna. Umsvifalaus og einhliða
upptaka evru gæti jafnvel aukið vand-
ann vegna þess að vonin um geng-
isávinning væri þá ekki lengur fyrir
hendi hjá erlendum fjárfestum. Þetta
dregur athyglina að þeim vanda sem
fylgir því að skipta um gjaldmiðil við
þær óvissu aðstæður og miklu verð-
bólgu sem nú ríkir hér á landi. Raun-
gengi krónunnar er afar lágt um
þessar mundir og mikilvægt að það
færist smám saman nær langtíma
jafnvægi áður en svo afdrifarík
ákvörðun er tekin.
Flutningur fjármagns erlendra og
innlendra aðila frá Íslandi til annarra
landa kallar á að íslenskir bankar eigi
lausafé á erlendum bankareikningum
til að geta mætt þessum óskum við-
skiptavina sinna.
Þessar inneignir eru ekki til um
þessar mundir og umbreyting seðla
og myntar innanlands í evrur leysir
ekki þann vanda. Einhliða upptaka
evru minnkar því síst þörfina fyrir
gjaldeyrisforða. Allt myntframboð
landsins mun felast í keyptum evrum
og stöðugleiki fjármálakerfisins er
háður því að stjórnvöld geti stutt það
með einhvers konar varasjóði. Ein-
hliða upptaka evru mun auðvitað ekki
heldur leysa Íslendinga undan því að
standa skil á greiðslum til erlendra
aðila í erlendum gjaldmiðli.
Eina framtíðarlausnin felst í því að
endurheimta traust á íslenskt efna-
hagslífi og tryggja drjúgan afgang á
viðskiptum við útlönd. Þar til nægur
gjaldeyrisforði hefur myndast með
viðskiptafgangi þarf hins vegar að
grípa til erlendra lána eða hafta eða
hvors tveggja. Einhliða upptaka evru
mun því heldur ekki auðvelda stjórn-
völdum að afnema fjármagnshöftin
fyrr en ella. Þvert á móti verða höftin
eina stýritækið sem stjórnvöld eiga
eftir í peningamálum þegar þjóðar-
myntin er horfin. Þegar allt er dregið
saman verður ekki annað séð en ein-
hliða upptaka muni fremur veikja en
styrkja stöðu landsmanna í núverandi
þrengingum.
Niðurstaða
Sú aðgerð ein og sér að skipta um
gjaldmiðil mun ekki greiða úr þeim
undirliggjandi vandamálum sem
valda núverandi gjaldeyriskreppu.
Með einhliða upptöku evru væri þvert
á móti dregið úr þeim möguleikum
sem Íslendingar hafa til þess að taka
á eigin vandamálum, þar sem lands-
menn hafa þar með gefið frá sér sjálf-
stæði í peningamálum án þess að
tryggja á móti nauðsynlegt öryggi
fjármálakerfisins. Ekki verður með
nokkru móti séð að einhliða upptaka
evru (eða hvaða annars gjaldmiðils
sem er) sé sú töfralausn sem svo mjög
hefur verið haldið fram á opinberum
vettvangi.
1. Í lok nóvember var grunnfé (seðlar og
mynt í umferð og innstæður innlánsstofnana
í Seðlabanka Íslands) að frádregnum inn-
stæðubréfum og erlendum innstæðum inn-
lánsstofnanna 125 ma.kr. Á árunum 2005-
2007 nam grunnfé að meðaltali 55 ma. kr.
Hagfræðingar skrifa um
einhliða upptöku evru
Höfundar eru hagfræðingar.
Frosti
Ólafsson
Kristín
Pétursdóttir
Yngvi Örn
Kristinsson
Þorvarður
Tjörvi Ólafsson
Jón
Daníelsson
Friðrik Már
Baldursson
Katrín
Ólafsdóttir
Tryggvi Þór
Herbertsson
Ólafur
Ísleifsson
Edda Rós
Karlsdóttir
Sveinn
Agnarsson
Ólafur Darri
Andrason
Bjarni Már
Gylfason
Axel
Hall
Gylfi
Magnússon
Lúðvík
Elíasson
Gauti B.
Eggertsson
Hallgrímur
Snorrason
Páll
Harðarson
Ásgeir
Daníelsson
Helga
Jónsdóttir
Rannveig
Sigurðardóttir
Ásgeir
Jónsson
Lilja
Mósesdóttir
Magnús
Harðarson
Gylfi
Zoëga
Benedikt
Stefánsson
Jón
Sigurðsson
Þóra
Helgadóttir
Þórarinn G.
Pétursson
Þórður
Friðjónsson
Þórólfur
Matthíasson
Einhliða upptaka evru
er engin töfralausn
23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009
Kostir:
Innlendur gjaldmiðill öðlast
sama stöðugleika og evra
gagnvart öðrum erlendum
gjaldmiðlum
Vextir munu væntanlega
lækka í átt til vaxta á evru-
svæðinu, en verulegt
áhættuálag verður áfram á
vöxtum hér á landi vegna
vantrausts á íslenskan efna-
hag
Viðskiptakostnaður minnkar
Einhliða upptaka evru, samanburður
við núverandi ástand
Gallar:
Sjálfstæði peningastefnu glatast
án þess að öryggi fjármálakerfisins
sé tryggt
Myntsláttuhagnaður tapast (áætl.
2-5 ma.kr. á ári)
Upphaflegur aukakostnaður vegna
kaupa á evrum til að setja í umferð
(125 ma.kr.)
Íslenskir bankar hafa ekki seðla-
banka til stuðnings í lausafjárvanda
Fjármagnsflótti getur sett ríkið í al-
varlegan greiðsluvanda
Hvaða vandamál leysast ekki:
Verðbólga færist ekki sjálfkrafa að verðbólgu í Evrópu
Aukið seðlamagn í kjölfar þrýstings t.d. vegna lausafjárskorts bank-
anna gæti leitt til aukinnar verðbólgu
Útganga erlendra fjárfesta af innlendum peningamarkaði og skulda-
bréfamarkaði kallar áfram á nýtt erlent lánsfé
Fjármagnsflótti Íslendinga kallar áfram á nýtt erlent lánsfé
Fjármagnsflótti getur sett bankakerfið í lausafjárvanda (og þar með á
endanum í eiginfjárvanda). Ríkið getur þurft að koma til aðstoðar
Einhliða upptaka evrunnar auðveldar ekki íslenskum einkaaðilum eða
opinberum aðilum aðgang að erlendu lánsfé a.m.k. ekki litið til nokk-
urra næstu ára.