Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 21
kosti þess að reykja. Togstreitan
þarna á milli gerir fólk oft tvíbent
í afstöðu sinni, svo það getur fest
lengi í þessu þrepi. Það er
ekki sérlega móttækilegt
fyrir ábendingum, enda ekki
alveg sannfært um nauðsyn
þess að hætta. Til að taka
ákvörðun um að hætta að
reykja þarf að sjá hversu
miklu fleiri kostirnir eru en
ókostirnir.
Undirbúningur
Hér eru þeir staddir sem
ætla að hætta að reykja í nán-
ustu framtíð eða innan mánaðar.
Eru farnir að undirbúa sig og
sennilega búnir að ákveða
daginn sem á að hætta.
Þeir eru tilbúnir að ræða
við heilbrigðisstarfsfólk
um ætlun sína
eða hafa
leitað ann-
arra leiða.
Hér er fólk
tilbúið til að taka við ábendingum
og fræðslu.
Framkvæmd
Þeir sem hafa hætt að reykja á
síðustu sex mánuðum eru á þessu
þrepi. Þeir hafa mikið fyrir því að
reykja ekki – enda er hættan á
bakslagi mikil. Fólk á þessu þrepi
er sannfært um að ókostir þess að
reykja yfirvinni kostina. Hér er
mikilvægt að forðast aðstæður
sem auka hættuna á að fara að
reykja aftur og leggja áherslu á
hegðun sem styrkir ákvörðunina
Heilsunnar vegna íhugamargir að breyta lifn-aðarháttum sínum tilhins betra, og á það
t.a.m. við um reykingar. En það
að hætta að reykja eða breyta ein-
hverri annarri hegðun er ekki at-
burður sem á sér stað í eitt skipti
heldur er það ferli – eða röð af at-
burðum – sem tekur tíma. Hér er
í stórum dráttum farið yfir það
sem gerist þegar fólk breytir um
hegðun og er hegðunarbreyting-
unni lýst í fimm þrepum. Viðhorf
til hegðunarbreytingar miðast við
í hvaða þrepi hver og einn er
staddur. Í hverju þrepi notar hver
og einn mismunandi aðferðir til að
komast á næsta þrep, og fer það
eftir á hvaða þrepi viðkomandi er
hvaða leiðir eru vænlegastar til
árangurs.
Foríhugun
Hér eru þeir sem ætla ekki að
hætta að reykja á næstunni. Það
getur verið vegna þess að þeir
þekkja ekki afleiðingar reykinga
eða vanmeta hættuna. Þeir forðast
að lesa, ræða eða hugsa um skað-
semi tóbaksnotkunar. Hugsanlega
hafa þeir oft reynt að hætta en
mistekist og misst trúna á að geta
hætt. Almenn umræða um reyk-
ingar og skaðsemina er heppileg-
asta leiðin til að fólk í þessu þrepi
byrji að íhuga það að hætta.
Íhugun
Hér eru þeir sem ætla að hætta
að reykja – en ekki alveg strax.
Þeir vita um ókostina en sjá samt
eins og meiri hreyfingu, hollari
mat og aðra heilsueflingu.
Viðhald
Þeir sem eru hér hafa
ekki reykt í yfir sex
mánuði. Leggja þarf
áherslu á að koma í
veg fyrir bakslag en
hér er fólk mun sjálfs-
öruggara. Það hugsar
lítið um reykingar.
Litið er á þetta þrep
sem lokasigur hegð-
unarbreytingarinnar
en hafa ber í huga að
reykingastopp er lífs-
löng barátta, sem get-
ur orðið auðveldari
eða erfiðari eftir um-
hverfi og hugarástandi
hverju sinni. Einnig
þarf að hafa í huga
að algengt er að
fólk byrji aft-
ur að reykja,
sem algengt
er í þessu ferli og því er eðlilegra
að tala um bakslag frekar en fall
þegar fólk byrjar aftur. Ferlið
getur þá hafist að nýju og vonandi
gengur betur núna.
hollráð um heilsuna
Hegðunarbreyting hefst
með góðum áformum
Sveinbjörn Kristjánsson, verkefn-
isstjóri fræðslumála hjá Lýð-
heilsustöð.
TENGLAR
..............................................
www.reyklaus.is – gagnvirkur vefur
Reyksíminn 800 60 30 /
www.8006030.is
Daglegt líf 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009
Hjálmar Freysteinsson líturbjörtum augum á árið
framundan:
Árið leið í alda skaut,
eftirmæli bölvuð hlaut.
Nú er komið annað ár
sem örugglega reynist skár.
Eitt er víst að varla mun
verða mikið bankahrun.
Happ var það og harma bót
að hrundi allt fyrir áramót.
Benedikt Jónsson horfir til baka:
Margvíslegt var braml og bauk.
Beygur fór um ríka.
Mörg hver stoðin feyskin fauk.
Fór loks árið líka.
Sigrún Birna Björnsdóttir kynnir
sig þannig á Fésbókarsíðu sinni:
Glaðlynd móðir gefin vel,
gangur lífs míns svona:
Fjallageit og -garp mig tel.
Geðgóð kennslukona.
VÍSNAHORN pebl@mbl.is
Gamalt ár og nýtt
Blönduós | Krakkarnir í 10. bekk
Húnavallaskóla í Austur-Húna-
vatnssýslu sýndu söngleikinn
„Grease“ í Félagsheimilinu á
Blönduósi fyrir skömmu. Þessi upp-
færsla krakkanna á Húnavöllum er
afrakstur þemaviku þar sem krakk-
arnir einbeittu sér eingöngu að
þessu verkefni undir stjórn Jó-
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
hönnu Friðriku Sæmundsdóttur
leikkonu.
Að sögn Þorkels Ellertssonar
skólastjóra er þetta orðinn fastur
liður í starfsemi skólans að nem-
endur 10. bekkjar troði upp með
söngleik í Félagsheimilinu. Í fyrra
var það söngleikurinn „Footloose“
og á undan Litla hryllingsbúðin.
Grease í Félagsheimilinu
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | notadir.brimborg.is
`
çÜå
C
t
çäÑÉ
m
ìÄäáÅ
o
Éä~íáçåë
ðëä~åÇá
báåÖ∏åÖì Ä∞ä~ê ëÉã ë¨êÑê‹ðáåÖ~ê sçäîç ã‹ä~ ãÉð
Farðu á netið og skoðaðu Volvo á notadir.brimborg.is
Skoðaðu notaða úrvalsbíla í sýningarsal Volvo, Bíldshöfða 6, í dag.
Komdu í kaffi og kleinur í sýningarsal Volvo, Bíldshöfða 6.
kýíìãåçí~ð~å sçäîç
kýíìãåçí~ð~å sçäîç
kýíìãåçí~ð~å sçäîç
kýíìãåçí~ð~å sçäîç
kýíìãåçí~ð~å sçäîç
kýíìãåçí~ð~å sçäîç
2,4 dísil sjálfskiptur
Fast númer OF677
Skrd. 11/2004. Ek. 180.000 km.
Ásett verð 3.860.000 kr.
Afsláttur 800.000 kr.
Tilboðsverð 3.060.000 kr.
4,4 V8 bensín sjálfskiptur
Fast númer AHZ76
Skrd. 04/2006. Ek. 23.000 km.
Ásett verð 6.940.000 kr.
1,8 bensín beinskiptur
Fast númer RA894
Skrd. 06/2005. Ek. 29.000 km.
Ásett verð 2.520.000 kr.
2,0 Turbo bensín sjálfskiptur
Fast númer VU856
Skrd. 10/2005. Ek. 94.000 km.
Ásett verð 3.430.000 kr.
1,8 bensín beinskiptur
Fast númer JE682
Skrd. 02/2006. Ek. 44.000 km.
Ásett verð 3.090.000 kr.
Afsláttur 330.000 kr.
Tilboðsverð 2.760.000 kr.
Volvo V50 SE Volvo S60 SEVolvo S40 SE
Volvo XC90 SE Volvo XC70 SE Volvo C30 T5
2,5 Turbo bensín beinskiptur
Fast númer MI546
Skrd. 01/2007. Ek. 12.000 km.
Ásett verð 4.060.000 kr.
Afsláttur 410.000 kr.
Tilboðsverð 3.650.000 kr.
Volvo Intellectual Design
er eins og einhver sagði: ‚menningarlega
meðvituð hönnun fyrir fágaða Evrópubúa‘.
Lifðu í öryggi. Veldu Volvo. Spurðu um
Fyrirmyndarþjónustu Brimborgar.