Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 27
✝ Freyr Magnússonfæddist í Reykja-
vík 28. september
1932. Hann andaðist á
Landspítalanum 1.
janúar síðastliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Magnúsar
Stefánssonar stór-
kaupmanns, f. 6. nóv-
ember 1897, d. 11. des-
ember 1962, og Jónu
Þórunnar Árnadóttur
húsfreyju, f. 4. júlí
1907, d. 18. mars 1980.
Systkini Freys eru
Yngvi Hrafn, f. 7. september 1923, d.
9. apríl 1994, Nanna, f. 11. júní 1927,
d. 1. febrúar 1928, Birgir, f. 22. októ-
ber 1928, og Stefán Örn, f. 8. desem-
ber 1944.
Freyr kvæntist 22. nóvember 1958
Soffíu Jensdóttur hjúkrunarfræð-
ingi, frá Minnagarði í Dýrafirði, f.
29. júní 1935. Foreldrar hennar voru
Jens Guðmundur Jónsson bóndi, f. 6.
september 1890, d. 15. desember
1976, og Ásta Sóllilja Kristjánsdóttir
húsfreyja, f. 6. janúar 1892, d. 28.
janúar 1936. Dætur
Freys og Soffíu eru
Jóna, ónæmisfræð-
ingur í Reykjavík, gift
Ásmundi Eiríkssyni
rafmagnsverkfræð-
ingi, og Ásta Sóllilja,
framkvæmdastjóri í
Reno, Nevada, Banda-
ríkjunum, gift Mich-
ael Johnston, sérfræð-
ingi í loftræstitækni.
Sonur Ástu og Mich-
aels er Stefán Freyr,
háskólanemi. Fyrir
átti Michael dótturina
Corey Michele og á hún dæturnar
Hailey Marie og MacKenzie Lynn.
Freyr lauk verslunarskólaprófi
frá Verslunarskóla Íslands árið
1952. Hann vann við sölustörf
stærstan hluta ævi sinnar, fyrst sem
sölumaður hjá Heildverslun Árna
Jónssonar og síðar sem sölustjóri hjá
Heildverslun Halldórs Jónssonar
þar sem hann vann til starfsloka.
Útför Freys fer fram frá Selja-
kirkju í Reykjavík í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Sól kærleikans gengur aldrei til
viðar, þótt sorti stórra atburða
byrgi okkur svo mikla sýn að
hendur og önd eins og lamast. En
minningar liðinna stunda geta ver-
ið svo bjartar að jafnvel nóttin
getur vísað til vegar. Sjö mánaða
telpa liggur í trévöggu við rúm
ungrar móður, sem lýkur jarðvist
sinni frá sjö börnum. Fyrir telp-
unni liggur að eyða ævi sinni við
líknar- og kærleiksstörf. Hamingja
hennar á vegferðinni er sá maður,
sem nú kveður aldinn að árum.
Hann sem var einstaklega ráð-
vandur og hjartahlýr og stráði því
blómum gleði og birtu hvívetna á
vegferðinni.
Elsku systir – sem fyrir 74 ár-
um, sjö mánaða gömul, rétti
barnshendur mót deyjandi móður
og ungum systkinum – hefur notið
þeirrar gæfu að eignast lífsföru-
naut sem nú kveður og á svo
bjarta vammlausa vegferð að baki
með henni og ágætu dætrunum
tveim. Hann kenndi okkur að
„stundum skýla jöklar jarðarbörn-
um og jafnvel nóttin vísar þeim til
vegar“.
Við þökkum öll í birtu kærleik-
ans.
Jenna Jensdóttir.
Einstaklingar sem búa yfir góð-
vild, heiðarleika, tryggð, hjálpsemi
og dugnaði í réttum hlutföllum eru
vandfundnir. Þegar tveir slíkir
bindast saman í hjónaband verður
til mögnuð blanda. Það voru for-
réttindi okkar Margrétar að eiga
samleið með Frey um áratuga
skeið og hafa notið þessara eig-
inleika hans og Soffíu í ríkum
mæli. Við leiðarlok rifjast ýmislegt
upp, þar sem myndbrot frá hinum
ýmsu æviskeiðum leita á hugann.
Bernskuárin mín. Soffía móður-
systir mín og að nokkru uppeld-
issystir farin suður í Hjúkrunar-
skólann. Fljótlega berst frétt um
trúlofun hennar og Freys. Mynd-
brotin lituð eigingirni bernskunn-
ar: Stærsta páskaeggið með amr-
íska tyggjóinu,
leikfangaspíttbátur, veiðistöng og
margt fleira fylgdi heimsóknum
Soffíu og Freys til Akureyrar.
Honum var því fljótt fyrirgefið það
að vera ekki Akureyringur.
Unglingsárin. Flutningur 16 ára
unglings til Reykjavíkur ekki auð-
veldur, skilið við æskuvinina, nýr
skóli, nýtt umhverfi. Ómetanlegt
að eiga skjól og athvarf á heimili
Soffíu og Freys, eins og svo fjöl-
margt annað ungt fólk þeim skylt
og óskylt. Í stað dansleikja var
dvalið fjölmörg kvöld fram á næt-
ur við að spila Yatsy og ræða sam-
an. Far með Frey í hádeginu niður
í miðbæ, þegar 3. bekkur MR var
eftir hádegi. Notalegar stundir,
þegar ég gætti augnasteinanna
þeirra, systranna Jónu og Ástu,
þegar Soffía og Freyr brugðu sér
af bæ.
Fyrstu fullorðinsárin. Háskóla-
nám, hjónaband, börn, vinna. Allt-
af hægt að treysta á Soffíu og
Frey með barnapössun, góð ráð,
aðstoð. Ef einhver vandamál komu
upp í daglegu lífi okkar kunni
tengdamamma besta ráðið: Getið
þið ekki beðið Soffíu og Frey að
hjálpa ykkur! Jóna og Ásta sáu
svo gjarnan um pössun á kvöldin
og um sumur.
Seinni árin. Innlit á heimili
Soffíu og Freys, sem var þó of
sjaldan. Fengum fréttir af amer-
íska meið fjölskyldunnar í Nevada,
Ástu, tengdasyninum Mike, dýr-
gripnum Stefáni Frey. Heyrðum
af dvölum Soffíu og Freys í Reno,
sem hljómuðu eins og vinnuferðir,
Freyr óþreytandi við að gera upp
og bæta, mála og umbylta húsinu
og garðinum hjá Ástu og Mike.
Heimsóknir Stefáns Freys til Ís-
lands. Heimkoma Jónu úr dokt-
orsnámi í Bretlandi, hamingja
þeirra þegar Ási og Jóna bundust
böndum og þau fluttu öll fjögur
saman í Ljárskógana. Stuðningur
Ása og Jónu við þau í veikindum
sem í daglegu lífi og gleði yfir því
hversu vel Ási tók smám saman að
sér hlutverk Freys í framkvæmd-
um og hjartahlýju. Áframhaldandi
hjálp við okkur og okkar. Engir
nógu vandvirkir til að mála með
okkur húsið nema Soffía og Freyr.
Tryggð þeirra við börn okkar og
samband allra Ljárskógabúanna
við barnabarnið okkar Magnús Jó-
hann sem líkist frekar ættleiðingu
en stuðningsfjölskyldu. Enda var
yngsta barnabarnið skírt í höfuð
Jónu, yngsta barn Ástráðs bróður
í höfuð Soffíu.
Myndbrotin margfalt fleiri, en
alltaf sama þema: Góðvild, trygg-
lyndi, hjálpsemi, heiðarleiki. Það
er mannbætandi að eiga samfylgd
með slíkum einstaklingum. Við
þökkum fyrir að hafa notið þessa
og vitum að minningin um góðan
dreng er ómetanleg þeim sem eftir
lifa og syrgja brotthvarf hans.
Stefán J. Hreiðarsson.
Mér er enn í fersku minni, er ég
hitti Frey í fyrsta skipti. Hjúkr-
unarneminn Soffía, yngsta móður-
systir mín, sem ég leit fremur á
sem eldri systur mína, var komin
norður og við fjölskyldan áttum að
fá að kynnast mannsefninu henn-
ar. Heildsalasonur að sunnan, það
hljómaði kannske ekki gæfulega
og í huga 13 ára drengs norður á
Akureyri var eftirvæntingin örlítið
kvíðablandin. Kvíðinn var sannar-
lega ástæðulaus. Þarna birtist
ungur og hress maður, bursta-
klipptur og bjartur yfirlitum og
sjarmeraði okkur strax með sínu
hlýja brosi, glettni og gjafmildi.
Hann umgekkst alla af sömu virð-
ingu og tillitssemi, börn sem full-
orðna, og var sannkallaður gleði-
gjafi. Ég man enn eftir jólagjöfinni
frá honum það árið, en það var
glæsilegt raksett, Old Spice, og
unglingurinn ég fylltist af stolti,
þrátt fyrir að sprettan væri nú lítil
sem engin.
Það kom fljótt í ljós að hún
Soffía, frænka mín, hafði bundist
miklum mannkostamanni. Með
þeim var jafnræði. Þau hafa alla
tíð verið mjög samrýnd og sam-
hent og nöfn þeirra yfirleitt nefnd
í sömu andrá. Freyr var afskap-
lega óeigingjarn, ósérhlífinn og
hjálpsamur maður. Margir standa
í þakkarskuld við þau hjón fyrir
svo margt að það væri efni í heila
bók. Fáir hafa reynst mér og mín-
um betur og verður það seint full-
þakkað.
Freyr var með skemmtilegri
mönnum og samveran við hann
mannbætandi. Maður á eftir að
sakna ótal stunda yfir kaffibolla
við eldhúsborðið hjá þeim Fíu og
Frey þar sem margt var skrafað
og mikið hlegið og Freyr ætíð sá
sem hló hæst og innilegast. Aldrei
man ég eftir að hafa heyrt hann
hallmæla nokkrum manni. Þvert á
móti dró hann jafnan fram hið já-
kvæða og lagði ætíð gott til mál-
anna.
Barátta Freys við illkynja sjúk-
dóm, sem greindist á síðasta ári,
var háð af aðdáunarverðu æðru-
leysi. Í þeirri baráttu vék Soffía
ekki frá honum. Er ég heimsótti
hann á spítalann nokkrum dögum
fyrir andlát hans var ljóst að hann
grunaði að hverju stefndi. Þótt
hann væri fársjúkur var gaman-
semin samt ekki langt undan og
enn brá fyrir gamalkunna brosinu
og glettnisglampanum í augunum.
Við göntuðumst með það að hann
yrði að fá sig góðan fyrir gamlárs-
kvöld svo að hann gæti skálað fyr-
ir nýju ári. Af því varð ekki og á
nýársdag var hann allur.
Elsku Fía, Jóna og Ási, Ásta og
Michael og Stefán Freyr. Við
Anna og fjölskylda sendum ykkur
innilegar samúðarkveðjur. Megi
minningin um hann milda sorg
ykkar og söknuð.
Ástráður B. Hreiðarsson.
Það er erfitt til þess að hugsa að
öðlingurinn hann Freyr skuli ekki
lengur vera á meðal okkar. Það
hellast yfir minningar um heil-
steyptan mann.
Engan var betra að biðja um
greiða. Það voru ófá handtökin
sem hann vann við að koma íbúð-
inni okkar á Miðbraut í lag.
Minnisstæðast er þó hve mikil
væntumþykja hans var vegna
barnanna okkar. Magnúsi Jóhanni
var hann sem afi í hvert sinn sem
sá stutti gisti hjá Jónu og Ása.
Magnús Jóhann kom ekki í heim-
sókn í Ljárskógana án þess að
vilja einnig fara til Fíu og Freys á
neðri hæðinni. Það gladdi gestgjaf-
ana ekki síður en gestinn. Systk-
inum hans var ekki síður vel tekið.
Í veikindum Freys undanfarna
mánuði hafði hann sérstakt yndi af
að fylgjast með bjástrinu í Jónu
Guðrúnu og Dóru Elísabetu. Syst-
urnar léku á als oddi í hvert sinn
sem þær fengu svo ljúfan og
áhugasaman áhorfanda.
Í minningunum er Freyr alltaf
með glettnina í augunum og bros-
andi svo að skín í stórar og fal-
legar tennurnar. Þannig verður
hann alltaf með okkur í anda.
Hrafnhildur og Gylfi.
Freyr Magnússon
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009
Afi minn var sannur
heiðursmaður og sá aldug-
legasti maður sem ég hef
nokkurn tíma þekkt. Það
væri óskandi að allir væru
eins og hann. Hann sýndi
mér gott fordæmi, bæði í
orði og æði. Ég gleymi
aldrei síðast þegar við fór-
um saman í veiðiferð og
þegar við fórum saman í
Skálholtsvík. Hann var frá-
bær afi og mér finnst mikið
vanta núna þegar hann er
farinn.
Ég mun ætíð minnast
hans og hans verður sárt
saknað.
Ástarkveðja,
Stefán Freyr.
HINSTA KVEÐJA
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Yvonne Tix
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURLAUG INGUNN SVEINSDÓTTIR,
áður til heimilis á
Hrauni Glerárþorpi,
verður jarðsungin frá Glerárkirkju föstudaginn
9. janúar kl. 13.30.
Jóna Sigurðardóttir, Benedikt Valtýsson,
Helga Sigurðardóttir, Sigvaldi Einarsson,
Kristján Sigurðsson, Ingunn Pálsdóttir,
Sigrún Sigurðardóttir, Ólafur Helgason,
Kolbrún Sigurðardóttir, Sveinn Friðriksson,
Heiða Rósa Sigurðardóttir,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
FRIÐFINNUR KRISTJÁNSSON
blómaskreytingamaður,
Flókagötu 63,
sem lést á Landspítalanum laugardaginn
27. desember, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni
í Reykjavík fimmtudaginn 8. janúar kl. 13.00.
Þórunn Ólafsdóttir,
Margrét Eyjólfsdóttir, Sigurjón Kristinsson,
Jóhanna Eyjólfsdóttir, Jón Ólafur Magnússon,
Anna Karen Friðfinnsdóttir, Atli Viðar Thorstensen,
Fanney Sigríður Friðfinnsdóttir, Jóhann Örn Bjarnason,
Jana Friðfinnsdóttir, Einar Þór Bogason,
Birna Friðfinnsdóttir, Andri Már Ólafsson
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
LOVÍSA ANNA ÁRNADÓTTIR
frá Húnakoti,
Þykkvabæ,
lést á Fossheimum, Selfossi að morgni þriðju-
dagsins 6. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Árni Óskarsson, Guðmunda Sigurðardóttir,
Gísli Garðar Óskarsson, Sigrún Bjarnadóttir,
Katrín Óskarsdóttir, Gunnar Alexandersson,
Margrét Auður Óskarsdóttir, Pétur Kúld.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
MILDRID SIGURÐSSON,
Hlíf II,
Ísafirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar sunnudaginn
4. janúar.
Jarðsungið verður frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
10. janúar kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er
bent á Fjórðungssjúkrahús Ísafjarðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Frank Guðmundsson, Teresa Chylenska,
Gunnar Guðmundsson, Jenný Guðmundsdóttir,
Reynir Guðmundsson, Bryndís Gunnarsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir,
Randí Guðmundsdóttir, Jóhann Dagur Svansson.