Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009 Ábyrg umræða um Evrópustefnu Sjálfstæðisflokksins þar sem þitt álit skiptir máli. Allir velkomnir! Fimmtudagur 8. janúar kl. 12.00 í Valhöll Um hvað yrði samið? Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjörns ehf. í Grindavík og varafor- maður LÍÚ, og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eru framsögumenn á opnum fundi í Valhöll. Þeir ræða helstu viðfangsefnin, ef gengið yrði til aðildarviðræðna við Evrópusambandið, m.a. með tilliti til auðlinda þjóðarinnar ásamt því að ræða mikilvægustu málin, sem Íslendingar ætla að leggja áherslu á. Auðlindahópur Evrópunefndarinnar stendur fyrir fundinum og eru allir velkomnir. Taktu þátt í að móta framtíðina Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins Nánari upplýsingar um fundina og félagsstarf Sjálfstæðisflokksins má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700. tekið fyrir 27. janúar. Hann segir samtökin einnig vilja rökstuðning fyrir því hvers vegna bankinn þarf að gera upp. Miðað við þær upplýs- ingar sem samtökin hafi orki sú ákvörðun tvímælis. Jón Björgvin Stefánsson er með- al fyrrverandi starfsmanna bank- ans. Hann segir stöðuna erfiða en verri hjá mörgum þar sem kona hans hafi haldið vinnunni hjá bank- anum. Hún lækkaði verulega í laun- um. „Við vorum ein af fáum fjöl- skyldum sem vorum bæði að vinna. Eins og er náum við að standa við skuldbindingar okkar, en við lifum ekki í marga mánuði á þessum launum hennar.“ Þau sjái ekki fyrir sér að flytja heim vegna gengis krónunnar. Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is SEXTÍU fyrrverandi starfsmenn Landsbankans í Lúxemborg hafa ekki enn fengið greidd desem- bermánaðarlaun sín. Skiptastjórar í bankanum hafa þráast við að greiða út. Samtök bankamanna í Lúxem- borg, ALEBA, fóru yfir stöðuna með starfsmönnunum fyrrverandi á veitingahúsi í borginni í gær. Þau telja að staðið hafi verið ólöglega að uppsögnum starfsmannanna og hafa herjað á þingmenn að koma fólkinu til hjálpar. Félix Walisch, talsmaður samtak- anna, segir ákvörðun skiptastjór- anna hafa verið kærða. Málið verði Landsbankamenn í Lúx hafa ekki enn fengið laun Í HNOTSKURN »Óljóst var í upphafi hvortLandsbankinn hefði farið í gjaldþrot eða verið gert að gera upp. Þar sem bankinn verður gerður upp er réttur starfsmanna ríkari en ann- ars, segir talsmaður ALEBA. »Framkoma skiptastjór-anna hefur vakið athygli ytra og var greint frá mál- inu í útvarpi og sjónvarpi í gær. »35 Íslendingar unnu hjáLandsbankanum í Lúx- emborg. Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is UNDANFARIN ár hefur myndast halli á vetrarþjónustu Vegagerð- arinnar og nemur hann nú liðlega 700 milljónum króna. Þessi halli fékkst ekki bættur á fjáraukalögum ársins 2008 þegar þau voru afgreidd á Al- þingi fyrir jól. Í ljósi þess og almenns nið- urskurðar hefur yfirstjórn Vegagerð- arinnar ákveðið að nauðsynlegt sé að fara í öllu eftir snjómokstursreglum Vegagerðarnnar og beita aðhaldi eins og kostur er. Ekki sé heldur úti- lokað að skerða þurfi þjónustuna frá því sem nú er. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar um slíkt, samkvæmt upplýsingum Gunnars Gunnarssonar aðstoðarvegamálastjóra. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að snjómokstursreglur eru margar og mismunandi eftir hverjum stað. Allt frá því að mokað sé daglega í að mokað sé tvo daga í viku og þá bara vor og haust en ekki að vetri til. Þá eru nokkrir vegir sem ekki eru mokaðir. Fram kemur að undanfarin ár hafi snjólétt tíðarfar leitt til þess að regl- urnar hafi verið túlkaðar nokkuð rúmt og mokað þar sem samkvæmt reglnanna hljóðan átti ekki að moka. Þannig hafi þjónustan smátt og smátt aukist umfram snjómokst- ursreglurnar. Þetta ásamt fleiri þátt- um, svo sem meiri verðhækkunum en ráð var fyrir gert, hafi leitt til þess að meira fé hafi verið varið til vetr- arþjónustunnar en fjárveitingar leyfðu. 1.400 milljónum verður varið til vetrarþjónustu í ár Samkvæmt upplýsingum Gunnars Gunnarssonar var 1.300 milljónum króna varið til vetrarþjónustunnar á fjárlögum í fyrra. Á þessu ári hljóðar þessi liður upp á 1.400 milljónir og 1.450 milljónir eru ætlaðar til vetr- arþjónustunnar árið 2010. Á und- anförnum árum hefur Vegagerðin óskað eftir hærri upphæðum til vetr- arþjónustu en ekki fengið. Vegagerð- inni er óheimilt að taka fé af öðrum liðum til að greiða vetrarþjónustuna en frestun framkvæmda hefur leitt til þess að Vegagerðin hefur staðið þetta af sér tímabundið, að sögn Gunnars. Hann segir að ótrúlega litlir pen- ingar sparist þótt tíðarfar sé hag- stætt eins og nú háttar. Vegagerðin sé með samninga við verktaka, sem séu ætíð í startholunum. „Þetta er eins og slökkviliðið, alltaf viðbúið,“ segir Gunnar. Í vetrarþjónustu Vegagerðarinar er m.a. öll vinna við framkvæmd, eft- irlit, aðstoð og beina verkstjórn á verkstað við snjómokstur og hálkuv- arnir, hreinsun og flutningur á ís og krapa af vegi, úr vegrásum, ræsum og niðurföllum og frá umferð- armerkjum og öðrum mannvirkjum við veginn. Einnig hreinsun veg- yfirborðs og rása eftir hrun í þeim til- fellum þar sem það er af völdum snjóskriðna eða ísmyndunar. Mokstur Vegagerðarmenn glíma oft við myndarlega skafla á vegum landsins yfir háveturinn. Minni mokstur?  Rúmlega 700 milljóna króna halli á vetrarþjónustu Vega- gerðarinnar  Viðbótarfjármagn fékkst ekki frá Alþingi GUNNAR Gunnarsson segir að aðeins sé eitt til ráða til að ná niður hall- anum á vetrarþjónustu vegagerðarinnar, ef aukið fjármagn kemur ekki til, þ.e. að hálkuverja minna og moka sjaldnar. Gunnar segir að viðbúið sé, að slíkur niðurskurður valdi óánægju á landsbyggðinni. Hjá Vegagerðinni sé mönnum ljóst, að vegfarendur og landsmenn allir geri eðlilega auknar kröfur um bætta þjónustu á vegakerfinu. Vilji sé til þess að bæta þjón- ustuna en það verði ekki gert án fjármagns. Hann segir að tilkynning um hertar aðhaldsaðgerðir hafi verið sett inn á vef Vegagerðarinnar á föstu- daginn og hafi hún strax kallað á mikil viðbrögð. Viðbúið að valdi óánægju Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is LÖGREGLUMENN eru í sömu stöðu og almenningur gagnvart nú- gildandi lögum og reglum, ef þeir vilja fá leyfi til að eiga óvenjuleg skotvopn, t.d. skammbyssur. Spurningar hafa vaknað eftir að sonur fyrrverandi lögreglumanns gekk laus í borginni með hlaðna skammbyssu úr fórum föður síns. Að sögn Snorra Sigurjónssonar, fulltrúa hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu, varð breyting árið 1998 þegar ný vopnalög og reglugerð um skotvopn, skotfæri og fleira tóku gildi. Fyrir þann tíma voru reglur ekki jafnskýrar. Hver umsókn var metin fyrir sig eftir sögu og orðspori umsækjandans og því áttu lögreglumenn nokkuð greiðan aðgang að slíkum leyfum. Eftir 1998 urðu skilyrði fyrir leyfum mun skýrari. Leyfi sem voru gefin út fyrir þann tíma voru hins vegar ekki afturkölluð við breytinguna. Bann er meginreglan Leyfi vegna íþróttaskotfimi eru gefin út af ríkislögreglustjóra eftir að lögreglustjóri í viðkomandi um- dæmi hefur gefið umsögn sína. Þar að auki gilda ströng skilyrði fyrir slíkri byssueign og er leyfið aft- urkallað þegar þeim er ekki full- nægt. M.a. er nauðsynlegt að hafa í tvö ár stundað skotfimi hjá við- urkenndu íþróttaskotfélagi og að stunda hana enn. Hætti eigandi byssunnar æfingum þarf hann að selja hana eða lögregla gerir hana upptæka. Hér er átt við hálf- sjálfvirkar byssur sem eru sérhann- aðar fyrir skotfimi. Í vopnalögum er það skýrt að bæði innflutningur og framleiðsla á sjálfvirkum eða hálfsjálfvirkum skammbyssum eru almennt bönn- uð. Skammbyssu af gerðinni Glock 17, sem heimildir Morgunblaðsins herma að pilturinn hafi gengið með um götur og stræti, má því ekki flytja inn til einkanota. Hins vegar er að sögn Snorra mögulegt sam- kvæmt núgildandi reglum, fyrir þá sem hafa fengið útgefið leyfi til að eiga skammbyssu, að fá slíkt vopn keypt, ef það var til í landinu fyrir, en er ekki flutt inn við kaupin. Hríðskotabyssur óleyfilegar Um byssur þær sem sérsveit rík- islögreglustjóra notar við störf sín gilda hins vegar sérstakar reglur að sögn Snorra. Þar er m.a. um að ræða Glock 17 og Heckler&Koch MP5 hríðskotabyssur. Þær falla ut- an gildissviðs vopnalaga og eru í eigu lögreglunnar. Hvorki lög- reglumenn né aðrir geta fengið þær til persónulegrar eignar, þótt einstakir lögreglumenn fái þjálfun í notkun þeirra og beri þær á sér við vissar aðstæður. Hins vegar er ein leið fyrir ein- stakling til að eignast hríðskota- byssu, þ.e. að fá leyfi til að eiga byssusafn. Að sögn Snorra eru slík útgefin leyfi sárafá, en handhafar þeirra geta flutt inn hríðskota- byssur með vissum skilyrðum. Þá er gerð krafa um að vopnið sé gert ónothæft og að það haldist þannig. Sömu reglur um skotvopnaeign gilda fyrir alla Til 1998 voru skammbyssur auðsóttari Morgunblaðið/Ásdís Vopn Ströng skilyrði gilda um skammbyssueign Íslendinga. Í HNOTSKURN »Nú um áramótin voru53.123 skotvopn skráð í landinu. »Þar af voru haglabyssurlangalgengastar. Þær voru 32.079 talsins eða tæp 62% allra skotvopna. »Rifflar voru hátt í átjánþúsund en skammbyssur rúmlega tvö þúsund. Svo bæt- ast við loftbyssur og „önnur vopn“. »Viðurlög við því að geymaskotvopn ekki í læstri hirslu, líkt og faðir drengsins sem gekk um með skamm- byssu, eru vörslusvipting, sektir eða fangelsi allt að fjór- um árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.