Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009
Veldu það besta
fyrir þitt heimili!
Tilboðsdagar!
50% afsl. á málningu næstu 2
daga.
Paint with Pride
ÍSLANDS MÁLNING
Skútuvogi 13 - Sími 517 1500
LI
T
LA
P
R
E
N
T
BYGGING þriggja húsa fyrir stúdentagarða Félagsstofnunar stúdenta er
hafin við Skógarveg 18-22 í Reykjavík. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og
tryggingamálaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að húsunum í gær.
Áætlað er að húsin verði tilbúin undir lok árs en í þeim verða 80 íbúðir fyr-
ir allt að 200 íbúa. Bið eftir íbúðum hefur lengst með hverju árinu og er bú-
ist við aukinni eftirspurn nú er stúdentum við HÍ fjölgar ört. Félagsstofnun
stúdenta bíður nú úthlutunar frekara byggingasvæðis.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fleiri stúdentaíbúðir
„ÉG er ósáttur við
ríkisstjórnina og
hef talið að at-
burðarás undan-
farinna mánaða
hafi verið með
þeim hætti að
Samfylkingin
hefði ekki átt að
skrifa undir hana.
Það stríðir gegn
því sem ég hef tal-
ið vera grundvall-
arhugsjónir og aðferðir Samfylking-
arinnar,“ segir Guðmundur
Steingrímsson varaþingmaður sem
hefur nú sagt skilið við Samfylk-
inguna og gengið til liðs við Fram-
sóknarflokkinn.
Hann segir langan aðdraganda að
þessari ákvörðun. „Í Framsóknar-
flokknum er að eiga sér stað mikið
endurmat og endurnýjun og vonandi
endurreisn. Ég ætla að taka þátt í
því,“ segir hann. „Ég hef vissulega
verið gagnrýninn á Framsóknar-
flokkinn á undanförnum áratug eða
svo og mér sýnist að núna taki margir
undir þau sjónarmið að margt af því
sem Framsóknarflokkurinn hefur
staðið að á undanförnum árum hafi
verið mistök,“ segir Guðmundur.
„Ég ætla að láta gott af mér leiða á
þessum vettvangi og vonast til að
hægt verði að endurreisa Framsókn-
arflokkinn því hann er mikilvægur í
litrófi stjórnmálanna og stendur fyrir
ákveðna hefð sem þarf að vera til
staðar. Frjálslynt afl á miðju ís-
lenskra stjórnmála er nauðsynlegt.“
Spurður hvort hann hafi hug á að
bjóða sig fram til forystu á flokks-
þinginu sem hefst 16. janúar segir
Guðmundur ákvörðunina eingöngu
þá að ganga til liðs við flokkinn. „Ég
ætla að láta til mín taka á þessum
vettvangi og vona að mín sjónarmið
fái undirtektir.“
Guðmundur er sonur Steingríms
Hermannssonar, fyrrv. formanns
Framsóknarflokksins og forsætisráð-
herra, og sonarsonur Hermanns Jón-
assonar, sem gegndi sömu embættum.
Ósáttur
við ríkis-
stjórnina
Úr Samfylkingunni
og fer í Framsókn
Guðmundur
Steingrímsson
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
ENN hefur Félag múslima á Íslandi
ekki fengið lóð úthlutaða frá Reykja-
víkurborg undir mosku (bænahús),
þrátt fyrir að hafa farið þess á leit við
borgina síðustu níu árin, eða síðan ár-
ið 2000. „Við erum tilbúin að skoða
lóðir hvar sem er, en höfum ekki feng-
ið neitt enn,“ segir Salmann Tamimi.
Undanfarin misseri hefur umsókn
félagsins verið nokkuð vandmeðfarin
þar sem hún gerði ráð fyrir háum
turni og allmiklu byggingarmagni.
Nú hefur hins vegar verið slegið tals-
vert af þeim kröfum og því ætti að
vera auðveldara um vik að finna lóð
þar sem moskan fellur vel að um-
hverfinu.
Aðspurður segir Júlíus Vífill Ingv-
arsson, formaður skipulagsráðs borg-
arinnar, að nýlega hafi verið fundað
með Salmann Tamimi. „Við fórum
munnlega yfir þarfir og óskir félags-
ins. Ég sagði þeim frá því að við
myndum verða við erindi þeirra þeg-
ar hægt yrði að finna stað sem hent-
aði þeim og gengi upp í umhverfinu.“
Borgin vill fullvissu um umboð
Hins vegar bað Júlíus Vífill líka um
það á fundinum að skýrt yrði út og
gerð grein fyrir athugasemdum sem
komið hefðu frá öðrum í sama trú-
félagi, þar sem bornar væru brigður á
að Salmann væri talsmaður múslima
á Íslandi.
„Því er haldið fram að formennsk-
an í félaginu sé ekki í höndum hans,“
segir Júlíus. Formlegar athugasemd-
ir þess efnis hafa borist mannrétt-
indastjóra borgarinnar og því þarf að
sannreyna hver hefur umboð til að
tala fyrir hönd félagsins áður en
lengra er haldið, að sögn Júlíusar Víf-
ils. Erfitt sé að undirbúa úthlutun ef
ekki sé eining í félaginu um þann
gerning. Að öðru leyti séu ekki sér-
stök vandkvæði á að málið fái fram-
gang.
Salmann Tamimi kannaðist við
þessar athugasemdir þegar þær voru
bornar undir hann, en kvaðst þó vera
réttkjörinn formaður Félags múslima
á Íslandi.
Níu ára bið eftir
lóð undir mosku
Málið er ennþá í bið þar sem umboð
talsmanns Félags múslima er véfengt
Reuter
Moska Múslimar vilja lóð undir
bænahús eins og önnur trúfélög.
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur
ræddi í gær fjárhagsáætlun borgarinn-
ar fyrir árið 2009 og var það síðari um-
ræða um hana. Fundinum var ekki lok-
ið þegar Morgunblaðið fór í prentun.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borg-
arstjóri og Dagur B. Eggertsson, odd-
viti Samfylkingarinnar, tókust á.
Hanna Birna sagði að fjárhagsáætlun-
in tryggði það að staðinn yrði vörður
um það sem mestu skipti fyrir borg-
arbúa: Grunnþjónustuna, störfin og
verðskrárnar, en Dagur dró í efa að svo yrði.
Hanna Birna sagði að A-hluti borgarsjóðs yrði hallalaus,
útsvar óbreytt og fasteignaksattar ekki hækkaðir. „Teljum
við í meirihlutanum skattahækkanir við þessar aðstæður
ekki góðan kost,“ sagði hún og kvaðst standa við loforð um
að álögur yrðu ekki hækkaðar.
Gagnrýndi óútfærðan niðurskurð
Kjarninn í gagnrýni Dags var sá að borgarstjóri hefði
lagt fram óútfærða tillögu að 2,5 milljarða niðurskurði á
lokaspretti vinnu við undirbúning áætlunarinnar, til að
henni mætti loka á núlli. Þar af er það ætlun borgarstjórn-
ar að ná fram um 1.300 milljóna sparnaði með hagræðingu
í launakostnaði, ekki síst með minni yfirvinnugreiðslum.
Þessa 2,5 milljarða kvað Dagur niðurskurð sem næmi um
um 5% af rekstrarkostnaði Reykjavíkurborgar og sam-
bærilegan við það ef helmingur af niðurskurði fjárlaga rík-
isins væri enn óútfærður. Vandanum hafi því verið ýtt inn í
árið. Dagur sagði ekkert samráð hafa verið við stéttar-
félög, starfsfólk, samstarfsaðila borgarinnar eða fulltrúa
notenda þjónustunnar.
Hanna Birna hafnaði því að samráð hefði ekki verið haft,
25 fundir hefðu farið fram í aðgerðahópi í undirbúningnum,
auk þess sem meginforsendur áætlunargerðarinnar hefðu
breyst fram á síðasta dag. Hún minnti Dag að auki á að
hann hefði sjálfur lagt áherslu á að áætlunin yrði miðuð við
nýjustu upplýsingar og hagtölur. Fram kom í máli Svan-
dísar Svavarsdóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, líkt og
borgarstjóra, að meginforsendur áætlunarinnar hefðu
breyst fram á síðasta dag. Hins vegar sagði hún ljóst að
niðurskurðurinn sem áætlunin felur í sér muni ganga gegn
fyrrnefndum atriðum, grunnþjónustunni, störfunum eða
verðskránum.
Rætt um fjárhags-
áætlun fram á nótt
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Hvað gerir Félag múslima
á Íslandi?
Félagið er trúarsöfnuður í íslam, sem
tilheyrir súnní-trúflokknum. Félagið
starfrækir nú þegar bænahús í
Reykjavík, nánar tiltekið í Ármúla, en
það húsnæði er notað bæði sem
samkomuhús og moska. Þar fara
daglega fram bænastundir.
Hvernig hús vill félagið reisa?
Félagið vill byggja reisulegri mosku
sem hentar tilgangi húsnæðisins
betur. Á tímabili þótti líklegt að hún
fengi að rísa við Mýrargötu en nú er
verið að skoða fleiri kosti. Á þessu
kjörtímabili hefur þremur söfnuðum
mismunandi trúarbragða verið út-
hlutað lóðum í Reykjavík.
S&S
Dagur kynnti fimm til-
lögur Samfylkingar og
vinstri grænna. Að
borgarstjórn stuðli að
launajöfnuði. M.a. að
heildarlaun starfs-
manna undir 300.000
kr. skerðist ekki. Sam-
ráð um niðurskurðinn
verði aukið, fram-
kvæmdaáætlun borg-
arinnar verði stokkuð
upp sérstaklega, svo
flest störf megi skapa
fyrir tiltækt fé, við end-
urskoðun fjárhagsáætl-
unar verði sérstaklega
hugað að kostnaði
vegna afleiðinga at-
vinnuleysis og að við
endurskoðun fjárhags-
áætlunar verði unnar
tillögur að hagræðingu í
húsnæðismálum.
Hugmyndir Samfylkingar og VG