Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 19
1 3 4 6 7 8 9 5 2 7 8 9 6 5 1 3 4 2 Gasflutningar Rússa í gær Pólland - Minnkuðu um 85% Tékkland - Minnkuðu um 75% Austurríki - Minnkuðu um 90% Króatía - Stöðvuðust alveg Rúmenía - Stöðvuðust alveg Búlgaría - Stöðvuðust alveg Makedónía - Stöðvuðust alveg Grikkland - Stöðvuðust alveg Tyrkland - Stöðvuðust alveg Flutningar á rússnesku jarðgasi um leiðslur í Úkraínu stöðvuðust til sex Evrópulanda í gær vegna deilu Rússa og Úkraínumanna um verð á jarðgasi. Um 80% af jarðgasi, sem Rússar selja Evrópulöndum, fara um Úkraínu. Heimild: EIA, BP Statistical Review of World Energy GASDEILA RÚSSLANDS OG ÚKRAÍNU BRETLAND FRAKKLAND Miðjarðarhaf Atlantshaf ÚKRAÍNA RÚSSLANDHELSTU GASLEIÐSLUR Í EVRÓPU Gasleiðsla í notkun Fyrirhuguð gasleiðsla Moskva Kíev Beregovaja LÖND SEM KAUPA JARÐGAS AF RÚSSUM Finnland Austurríki Slóvakía Pólland Tékkland Frakkland Ungv.land Tyrkland Ítalía Þýskaland 0 20 40 60 80 Heildargasinnflutningur Milljarðar rúmmetra (2007) Gasinnflutningur frá Rússlandi Notkun á jarðgasi 83,72 72,45 30,59 10,48 33.76 8,63 5,8 7,48 4,30 9,30 35,55 23,8 23,15 7,85 7,63 6,43 6,2 5,8 5,6 4,3 Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009 NÚ er brunagaddur í Evrópu og víða eru öll síki og skurðir ísi lögð. Þá er bara að taka fram skautana og skemmta sér á svellinu eins og hér er gert á Kinderdijk skammt frá Rotterdam. Á Bretlandseyjum var víða 11 stiga frost í fyrrinótt og hefur aldrað fólk verið varað við kuldanum. Mikið hefur verið um umferðarslys vegna ísingar og skól- um hefur verið lokað. Þar vantar enn mikið á upp á kuldametið, 27 gráður á Celsíus í Skotlandi fyrir 14 árum. AP Skautaskemmtun í kuldanum Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is HART var barist á Gazasvæðinu í fyrrinótt og í gær og tölur um mann- fall meðal Palestínumanna komnar vel á sjöunda hundraðið. Er að minnsta kosti fjórðungur fallinna óbreyttir borgarar að sögn tals- manna Sameinuðu þjóðanna. Fréttir voru um það í gær að allt að 40 manns hefðu látið lífið þegar Ísraelar létu sprengjum rigna yfir skólann al-Fakhura, sem Sameinuðu þjóðirnar reka í Jabaliya-flótta- mannabúðunum, en þar höfðu hundruð manna leitað skjóls, þar á meðal fjöldi barna. Mikil skelfing og örvænting meðal fólks „Fólk er hvergi óhult á Gaza. Hér eru allir skelfingu lostnir,“ sagði John Ging, helsti fulltrúi SÞ á Gaza. „Ég skora á stjórnmálaleiðtoga hér og í Mið-Austurlöndum og um allan heim að stöðva blóðbaðið. Þeir bera ábyrgð á dauða fólksins.“ Ísraelar hafa nú mestallt Gaza- svæðið á valdi sínu og hafa skipt því upp og koma í veg fyrir, að fólk kom- ist á milli. Þá hafa þeir sprengt upp fjölda jarðganga undir landmær- unum við Egyptaland en eftir þeim hefur Hamas flutt vopn og vistir. Ísraelar hafa vísað á bug öllum til- lögum um vopnahlé. Segjast þeir ekki munu láta af hernaðinum fyrr en öruggt sé, að Hamas geti ekki endurnýjað vopnabirgðir sínar. Miklar vangaveltur eru um nýtt vopn, sem Ísraelar hafa notað, en til- sýndar minnir það á er klasa- sprengjum er varpað. Helst er talið, að um sé að ræða eins konar reyk- sprengjur, sem eigi að auðvelda ísr- aelskum hermönnum framrásina. Íbúar á Gaza hvergi óhultir Sagt að allt að 40 manns hafi látið lífið í árás Ísraela á skólahús á vegum SÞ Reuters Árás Sprengju, líklega reyk- sprengju, varpað á Gazaborg. Ástandið á Gazasvæðinu verður al- varlegra með degi hverjum að sögn talsmanna Rauða krossins og annarra hjálparsamtaka. Um ein milljón manna er án rafmagns og berist ekki vistir strax verður hungursneyð ekki umflúin. Mads Gilbert, norskur læknir, annar tveggja erlendra lækna, sem starfa á Al-Shifa, stærsta sjúkra- húsinu á Gaza, segir að húsið sé yfirfullt af alvarlega særðu fólki og margir deyi vegna þess að lyf og hjúkrunargögn vanti. Í rafmagns- leysinu stöðvast vatnsdælur og skortur á því og nægum mat er farinn að valda vannæringu og sjúkdómum. Vaxandi ótti við hungursneyð og sjúkdóma GASFLUTNINGAR til sex Evrópu- ríkja frá Rússlandi um leiðslur í Úkraínu stöðvuðust í gær vegna deilu landanna tveggja um verð á rússnesku jarðgasi og meintra skulda Úkraínumanna við Rússa. Rússneska gasfyrirtækið Gaz- prom sagði að Úkraínumenn hefðu skrúfað fyrir þrjár af fjórum leiðslum sem notaðar hafa verið til að flytja gas frá Rússlandi til Evr- ópulanda. Úkraínumenn neituðu þessu og sögðu að Rússar hefðu sjálfir stöðvað gasflutningana. „Þetta ástand er algerlega óviðun- andi,“ sagði í yfirlýsingu frá Evrópu- sambandinu sem krafðist þess að gasflutningunum yrði komið í eðli- legt horf þegar í stað. Í flestum ESB-landanna eru nokkurra vikna birgðir af jarðgasi. Gazprom sagði fyrr í gær að fyr- irtækið hefði ákveðið að minnka gas- flutningana til ESB-landa um leiðsl- urnar í Úkraínu um 20%, eða um 65,3 milljónir rúmmetra, sem fyrirtækið sakar Úkraínumenn um að hafa stol- ið. Úkraínumenn neita þessu. Gazprom segir að Úkraínumenn skuldi fyrirtækinu rúmar 600 millj- ónir dollara, sem svarar rúmum 72 milljörðum króna. Úkraínumenn segjast hafa greitt skuldina. Úkraínumenn hafa greitt 179,50 dollara fyrir 1.000 rúmmetra af jarð- gasi, eða tæpan helming meðalverðs- ins sem gert er ráð fyrir að Evrópu- löndin greiði í ár. Hermt er að Gazprom vilji að Úkraínumenn greiði 450 dollara fyrir 1.000 rúm- metra, eða helmingi meira en Úkra- ínumenn vilji borga. Um fjórðungur af öllu jarðgasi, sem notað er í löndum Evrópusam- bandsins, kemur frá Rússlandi. Um 80% af rússneska gasinu eru flutt um leiðslur í Úkraínu. bogi@mbl.is Harka færist í jarðgasdeilu Rússa og Úkraínumanna Skrúf- að fyrir gasið BARACK Obama, verðandi forseti Banda- ríkjanna, vill að Leon E. Panetta, fyrrverandi skrif- stofustjóri Hvíta hússins, verði næsti yfirmaður leyniþjónust- unnar CIA. Valið kom mörgum á óvart og er umdeilt meðal demókrata vegna lítillar reynslu Panetta af leyniþjónustu- málum. Nokkrir þingmanna demókrata fögnuðu valinu og lögðu áherslu á að Panetta, sem er sjötugur, hefði mikla stjórnunarhæfileika og þekk- ingu á bandarískri stjórnsýslu. Hann átti sæti í fulltrúadeild þings- ins í sextán ár og var skrif- stofustjóri Hvíta hússins í forsetatíð Bills Clintons frá júlí 1994 til janúar 1997. Obama hefur gagnrýnt CIA fyrir að pynta fanga við yfirheyrslur. Hermt er að hann hafði ætlað að velja reyndan leyniþjónustumann en þeir CIA-menn, sem komið hafi til greina, hafi reynst viðriðnir um- deildar aðferðir leyniþjónustunnar. Demókratarnir Dianne Feinstein, verðandi formaður leyniþjónustu- nefndar öldungadeildarinnar, og John D. Rockefeller IV, fráfarandi formaður nefndarinnar, gagnrýndu valið og sögðu að Obama hefði frek- ar átt að velja reyndan leyniþjón- ustumann. bogi@mbl.is Deilt um Panetta Leon Panetta SJÁLFSVÍGUM fækkaði í Bret- landi eftir hryðjuverkaárásirnar í London sumarið 2005 og það sama átti sér raunar stað þar í landi eftir árásir hryðjuverkamanna í Banda- ríkjunum 2001. Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart því að það hefur lengi verið svo, að í kjölfar mikilla og alvarlegra atburða, jafnvel á styrjaldartímum, fækkar þeim, sem svipta sig lífinu. Telja sálfræðingar ástæðuna vera þá, að fólk, sem sem er einmana og þunglynt og gælir við þá hugsun að fyrirkoma sjálfu sér, öðlist nýjan til- gang og finnist betur en áður, að það sé hluti af samfélaginu. Hversdagsleikinn dregur úr áhrifamættinum Fyrstu dagana eftir hryðjuverka- árásirnar í London í júlí 2005 fækk- aði sjálfsvígum um 40% og um það sama eftir árásirnar í Bandaríkj- unum. Kemur raunar nokkuð á óvart, að árásirnar í London skyldu ekki hafa meiri áhrif en þær í Bandaríkjunum en menn geta sér til, að sprengjuárásir IRA, Írska lýðveldishersins, á árum áður hafi dregið úr áhrifamættinum. Segja sérfræðingar, að sál- fræðileg áhrif árása minnki eftir því sem þær eru fleiri og auk þess hafi stjórnvöld verið búin að vara við hugsanlegum hryðjuverkaárásum. Á árinu 2004 styttu 5.906 Bretar sér aldur eða 16 á dag til jafnaðar. svs@mbl.is 40% færri sjálfsvíg eftir árásir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.