Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009 ✝ Þórunn Magn-úsdóttir sagnfræð- ingur fæddist í Vest- mannaeyjum 12. desember 1920. Hún lést 24. desember síð- astliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guð- rúnar Jónsdóttur saumakonu, f. á Kúlu- dalsá í Akraneshreppi 6.4. 1889, d. 4.11. 1955, og Magnúsar Jóns- sonar bónda og for- manns, f. á Hlíðarenda í Ölfusi 4.5. 1889, d. 9.5. 1922. Systkini Þórunnar voru Guðrún, f. 31.8. 1915, d. 19.9. 2003, og Magnús f. 25.7. 1917, d. 9.5. 1922. Fyrri maður Þórunnar var Björn Guðmundsson bifreiðarstjóri, f. í Reykjavík 17.6. 1914, d. 24.7. 1972. Þau gengu í hjónaband 28. júní 1940 en skildu. Börn Bjarnar og Þórunnar eru 1) Stúlka, f. 2.9. 1940, d. 9.11. sama ár. 2) Eygló lífeindafræðingur, f. 18.9. 1941. Sonur hennar og Lofts Indriðasonar vélstjóra er Björn, f. 18.7. 1976, sonur hans og Elínar Eddu Alexandersdóttur er Alexand- er Máni. 3) Ingibjörg lögmaður, f. 15.3. 1943, maður hennar er Geir Ólafsson læknir. Börn þeirra a) Björn, f. 18.8. 1971, b) Þórunn, f. 27.12. 1972. Maður hennar Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, dætur þeirra eru Herdís Hlíf og Hafdís Hekla. 4) Erla dóttir prófessor á Hólum í Hjalta- dal, f. 9.3. 1959, maður hennar er Helgi Thorarensen prófessor. Börn þeirra eru a) Jóhanna, f. 30.9. 1987, b) Ólafur Helgi, f. 18.8. 1992. Þórunn bjó lengst af í Reykjavík, hún var virk í félags- og stjórn- málum, frumkvöðull og formaður Samtaka herskálabúa 1952-1959, varaborgarfulltrúi og fulltrúi í framfærslunefnd Reykjavík- urborgar fyrir Sósíalistaflokkinn árin 1954-1962 og forystukona í Menningar- og friðarsamtökum ís- lenskra kvenna. Þórunn lét til sín taka í kvenréttindabaráttu, var meðal annars skipuð af forsætisráð- herra í undirbúningsnefnd Íslands fyrir Kvennaár Sameinuðu þjóð- anna 1975 og hafði forgöngu um sýningu á verkum íslenskra mynd- listarkvenna í Norræna húsinu það ár. Þórunn lauk kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1971 og cand. mag. prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1982. Hún var brautryðjandi á sviði íslenskrar kvennasögu með rannsóknum sín- um á sjósókn kvenna og starfi verkakvennafélaga. Hún var kenn- ari bæði við grunn- og framhalds- skóla, starfaði víða að uppbyggingu fullorðinsfræðslu og var skólastjóri. Þórunn sinnti rannsóknum og rit- störfum, en hún gaf út nokkur fræðirit í kvennasögu og bók um Ungverjaland og Rúmeníu auk fjölda útvarpsþátta, fyrirlestra og blaðagreina. Útför Þórunnar verð- ur gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Bil garðyrkjustjóri, f. 12.4. 1947. Sonur hennar og Ágústs Guðröðarsonar er a) Guðröður, f. 12.4. 1966, kona hans er Freydís Dana Sigurð- ardóttir, börn þeirra Snorri, Bil og Salvör. Maður Erlu Biljar var Guðlaugur Hall- grímsson, þau skildu. Börn þeirra; b) Val- gerður Guðlaugs- dóttir, f. 22.2. 1970, sambýlismaður henn- ar er Helgi Eyjólfsson, c) Magnús Guðlaugsson, f. 7.5. 1977. 5) Magnús bifreiðarstjóri, f. 4.12. 1950. Börn hans eru með Brynju Þorleifsdóttur, a) Arna, f. 15.8. 1975, börn hennar eru Svanhildur Hlíf, Gunnhildur Brynja og Þorleifur Pálmi. Með konu sinni Sigþrúði Sigurjónsdóttur, þau skildu; b) Helgi, f. 19.1. 1982, sonur hans og Jónínu Helenar Jóns- dóttur er Erik Valur, c) Kristín, f. 12.7. 1989, sonur hennar og Vignis Þórs Ólafssonar sambýlismanns hennar er Magnús Þór, d) Þór, f. 12.6. 1997, e) með Elínu Sigurjóns- dóttur; Ingigerður, f. 22.11. 2002. Seinni maður Þórunnar var Helgi Jónsson vélsmiður, f. 24.9. 1923 í Reykjavík, d. 23.10. 2002. Þau gengu í hjónaband 24.9. 1954 en skildu. Dóttir þeirra er 6) Guðrún Helga- Það duldist engum sem kynntist Þórunni Magnúsdóttur, tengda- móður minni, að hún var kona, sem fór sínar eigin leiðir. Alla tíð var hún dyggur málsvari kvenréttinda, friðar og vinstri stefnu. Hún tók virkan þátt í pólitísku starfi og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lá ekki á skoðun sinni. Þórunn kom á legg fimm börnum, stundum við naum kjör. Á miðjum aldri lét hún langþráðan draum rætast og fór til náms – fyrst í Kennaraskólanum og síðan í sagnfræði við Háskóla Íslands það- an sem hún lauk cand. mag.-prófi á sjötugsaldri. Sagnfræðileg rann- sóknaefni hennar snerust einkum um kvennasögu og hún var frum- kvöðull á því sviði hér á landi. Það var aldrei ládeyða í kringum Þórunni því hún þreifst á tilbreyt- ingu og ævintýraþráin fylgdi henni alla tíð. Hún hafði kjark og þor til þess að ferðast á meðan heilsa og kraftar leyfðu og fór víðar um heiminn en flestir jafnaldrar henn- ar. Þórunn ferðaðist mikið um Norðurlöndin og tók þátt í marg- víslegu norrænu samstarfi bæði í tengslum við kvennabaráttu og vegna starfa sinna sem sagnfræð- ingur. Ævintýraþráin og pólitískur áhugi urðu til þess að hún ferðaðist víða um gömlu austantjaldsríkin og fór á kvennaráðstefnuna í Peking 1995. Oftast ferðaðist hún ein og lét ekki smáatriði einsog tungu- málaörðugleika aftra sér. Þannig var hún á ferð í Búlgaríu í um- rótinu þegar kommúnistastjórnin féll, en hún lét það ekki hafa nein áhrif á ferðaplön sín. Á áttræð- isaldri tók hún sig til og hélt í nokkurra mánaða ferðalag til Kúbu. Til þess að fjármagna ferða- lagið seldi hún íbúð sína í Reykja- vík og fluttist síðan út á land þegar hún kom heim aftur. Þó svo að Þórunn byggi mestan hluta ævinnar í Reykjavík, þá tók hún sig alltaf upp af og til og flutt- ist út á land. Ég hef ekki tölu á þeim fjölmörgu stöðum á Íslandi þar sem Þórunn bjó og vann ýmist sem ráðskona, kennari eða skóla- stjóri. Það var alltaf gaman að heimsækja Þórunni og hún var af- ar skemmtilegur og hugmyndarík- ur ferðafélagi. Oft var stuttur aðdragandi að búferlaflutningi Þórunnar. Sér- staklega er mér minnisstætt símtal frá henni til okkar Guðrúnar dótt- ur hennar fyrir meira en þrjátíu árum. Þá vorum við enn unglings- skjátur og nýfarin að vera saman. Dag einn hringdi Þórunn og spurði hvort við vildum ekki flytja í íbúð sem hún hafði keypt í Reykjavík. Sjálf væri hún á leiðinni til Sval- barðseyrar, þar sem hún hefði ráð- ið sig sem skólastjóra. Það mátti skilja að þetta voru fremur tilmæli en spurning. Þannig var upphafið á farsælli sambúð okkar Guðrúnar sem stendur enn. Það er með söknuði sem ég kveð tengdamóður mína og þakka henni vináttu og góðar minningar. Helgi Þór Thorarensen. Baráttukonan Þórunn Magnús- dóttir sagnfræðingur, er látin. Þórunn var alla tíð einarður sósí- alisti og mikil baráttukona fyrir jöfnuði. Verkalýðsmeðvitund henn- ar var sterk og kannski í blóð bor- in enda fylgdist hún ung með móð- ur sinni í verkalýðsbaráttu fyrri hluta 20. aldar. Þórunn var á öðru ári þegar faðir hennar lést og á sama ári dó bróðir hennar úr barnaveiki. Ekkjan stóð þá ein uppi með tvær dætur og litlu mun- aði að Þórunn hlyti sömu örlög og bróðirinn. Baráttan við barnaveik- ina markaði hana þó til lífstíðar. Veikindi og sjúkrastofnanir settu stóran svip á bernskuna og í stað hefðbundinnar skólagöngu og leikja við jafnaldra sína vandist hún á samneyti við fullorðið fólk. Þegar Þórunn var 12 ára flutti móðirin til Reykjavíkur og hófst þá virk þátttaka Þórunnar í baráttu fyrir þær hugsjónir sem alla tíð áttu hug hennar. Það segir sitt hversu góður liðsafli hún var að fé- lag ungra kommúnista gerði und- anþágu svo hún gæti gengið í fé- lagið aðeins þrettán ára gömul. Að undirlagi móðurinnar lærði hún sauma, komst svo í Reykholts- skóla og eftir vetrardvöl þar tók hún inntökupróf í Kennaraskólann. Þar var hún bara einn vetur enda ástfangin og fyrr en varði orðin eiginkona og móðir og á þeim árum samrýmdist það ekki námi. Lífsbaráttan var hörð í Reykja- vík á þessum tíma og verður fram- göngu Þórunnar lengi minnst um stofnun Félags herskálabúa og for- mennsku. Hún beitti sér fyrir því að herskálahverfin yrðu lögð niður og fundin framtíðarlausn á hús- næðisvanda þeirra þúsunda Reyk- Þórunn Magnúsdóttir ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, NONNÝ UNNUR BJÖRNSDÓTTIR, lést laugardaginn 3. janúar. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 13. janúar kl. 13.00. Þorvaldur Hafberg, Linda Vilhjálmsdóttir, Mörður Árnason, Hafdís Vilhjálmsdóttir, Ásta Vilhjálmsdóttir, Steinþór Birgisson, Vera, Sara Björk, Þórhildur og Katla. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLL ÞÓRÐARSON bifvélavirki, Sléttuvegi 11, Reykjavík, sem lést laugardaginn 27. desember, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 9. janúar kl. 13.00. Þórður Kristján Pálsson, Kolbrún A. Karlsdóttir, Birna Svala Pálsdóttir, Sigurmundur Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku maðurinn minn, faðir, bróðir og mágur, FREYSTEINN SIGURÐSSON jarðfræðingur, sem lést 29. desember, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 8. janúar kl. 11.00. Ingibjörg Sveinsdóttir, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Ásgeir Sigurðsson, Ólöf Haraldsdóttir, Björg Sigurðardóttir, Sveinn Sveinsson, Ingi Sigurðsson, Magnús Sigurðsson. ✝ Guðlaug BrynjaGuðjónsdóttir, jafnan kölluð Lúlú, fæddist á Siglufirði 23. febrúar 1935. Hún andaðist á hjúkr- unarheimilinu Skjóli á aðfangadag jóla, 24. desember, síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jensína Sigurveig Jóhanns- dóttir, húsfreyja frá Auðkúlu í Arnarfirði, f. 1907, d. 1995, og kjörfaðir Guðjón Elí- as Jónsson, bankastjóri á Ísafirði, f. 1895, d. 1980, en blóðfaðir var Ófeigur Viggó Eyjólfsson, f. 1897, d. 1969. Lúlú ólst upp hjá for- eldrum sínum á Ísafirði, en hún var elst barna Jensínu, en hin börn Jensínu og Guðjóns í aldursröð eru: Jóhanna, f. 20.7. 1940, Skúli, f. 17.7. 1942 og Friðrik, f. 11.4. 1945. Á heimilinu ólst einnig upp til fullorð- insára, hálfbróðir þeirra systkina af fyrra hjónabandi Guðjóns, sonur Halldóru Jóhönnu Bjarnadóttur, f. 1907, d. 1934, Baldur, f. 23.2. 1929, d. 2003, en auk hans átti Guðjón fyrir dótturina Elísabetu, f. 28.1. 1922. Lúlú giftist hinn 25. júlí 1959 æskuunnusta sínum og bekkj- arbróður úr Gagnfræðaskóla Ísa- fjarðar, Guðjóni Baldvini Ólafssyni, f. 18.11. 1935, d. 19.12. 1993, síðar forstjóra Sambands ísl. Samvinnu- félaga, en hann var sonur Ólafs Kjartans Guðjónssonar, versl- árum iðkaði hún keppnisíþróttir og átti Íslandsmet í hástökki kvenna 1948, þá aðeins 13 ára gömul. Hún lauk og námi sem teiknikennari frá Handíða- og myndlistarskólanum árið 1955 og sinnti þeirri listgrein í fjöldamörg ár, bæði sem kennari og frístunda- málari. Hún var íþróttakennari við Austurbæjarskólann, Versl- unarskólann, Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, Mýrarhúsaskóla og Húsmæðraskóla Reykjavíkur um nokkurra ára skeið. Hún hætti kennslu þegar þau hjón fluttust til Bretlands vegna starfa Guðjóns, en hann varð ungur einn af helstu ráðamönnum Sambandsins og loks forstjóri þess. Skyldur þeirra hjóna á þeim vettvangi hófust með 4 ára framkvæmdastjórastarfi hans í Lundúnum á árunum 1964- 1968, þá með framkvæmdastjóra- störfum við Sjávarútvegsdeild S.Í.S. á árunum 1968-75 og loks með viðamiklum rekstri markaðs- öflunar- og við framleiðslu ís- lenskra sjávarafurða í neytenda- umbúðir í fiskiverksmiðju Iceland Seafood Corp., Camp Hill í Penn- sylvaníu. Á haustmánuðum 1985 voru þau hjón kvödd heim af Sam- bandsstjórn til þess að hann tæki við forstjórastarfi Sambandsins, sem hann hélt uns hann féll frá einungis 58 ára að aldri, 1993. Húsmóðurstörf á gestkvæmu heimili bæði hérlendis og einkum erlendis, með 5 börn á sinni könnu, eru ekki aukvisaverk, eink- um og sér í lagi þegar í fyrirsvari eru fulltrúar stórrar almennrar fjöldahreyfingar, en því verkefni sinntu þau bæði saman af alúð og smekkvísi. Útför Lúlúar verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. unarstjóra Kf. Ísfirð- inga í Hnífsdal um áratuga skeið, og Fil- ippíu Jónsdóttur hús- móður. Börn þeirra Guðjóns eru: 1) Guð- jón Jens, markaðs- stjóri hjá Perdue í Maryland, f. í Reykja- vík, 23.11. 1960, áður kvæntur Kimberli Hoke, sonur þeirra Guðjón Jens Kristján, f. 31.7. 1991, nú kvæntur Shelly Bla- zer, tvíburadætur þeirra Jenna og Olivia, f. 29.3. 2005. 2) Bryndís hjúkrunarfræð- ingur, f. í Reykjavík, 18.7. 1963, gift Guðjóni Baldurssyni lækni, þau eiga tvö börn; Baldvin Fannar, f. 22.3. 2000 og Jóhönnu Vigdísi, f. 5.6. 2001. Þá átti Bryndís áður son- inn Ólaf Friðrik Magnusson, f. 16.4. 1983. 3) Brynja, starfsmaður hjá Tollstjóranum í Reykjavík, f. í Englandi 11.4. 1965. 4) Ása Björk, deildarstjóri hjá tryggingafélaginu United Concordia, f. í Englandi 17.9. 1967, gift Daníel Oates, synir þeirra Daníel Baldvin, f. 21.12. 1996 og Dalton Pierce, f. 10.2. 1999. Þau búa í Harrisburg í Penn- sylvaníu. 5) Ólafur Kjartan, f. í Reykjavík, 3.10. 1973, býr í Kali- forníu, sonur hans Jóhann Ágúst, f. 24.4. 2001. Að loknu gagnfræðaskólanámi á Ísafirði fór Lúlú í Íþróttakenn- araskóla Íslands og lauk þaðan kennaraprófi árið 1954 en á þeim Frá því ég var strákur vissi ég hver Lúlú var. Mamma talaði um Lúlú systur, kjördóttur Guðjóns afa. Þær höfðu gott samband þótt stopult væri á tímabilum, einkum meðan fjölskyldan dvaldi erlendis langdvölum. Mamma sagði mér að Guðjón afi og Jensína, móðir Lúlú- ar, færu oft að heimsækja fjöl- skylduna í Ameríku. Mamma og Lúlú fóru að hafa meira samband eftir að við Bryndís dóttir Lúlúar fórum að rugla saman reytum okk- ar, urðum hjón, eignuðumst heimili og börn. Þær systurnar hittust oft á heimili okkar, skröfuðu mikið um liðin ár og allt milli himins og jarð- ar. Þær glöddust yfir sambandi okkar og það var alltaf gaman að fá þær til okkar í Reynihlíðina. Skömmu eftir að Hvalfjarðargöng- in voru opnuð óskuðu þær eftir að fara í bíltúr í gegnum göngin. Þær sátu báðar aftur í og þegar við vor- um komin undir Akrafjall spurðu þær hvort við færum ekki bráðum að fara í gegnum göngin. Þær höfðu þá verið svo uppteknar af samræðum að þær fóru í gegnum gögnin án þess að taka eftir því. Guðlaug Brynja Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.