Morgunblaðið - 07.01.2009, Side 36

Morgunblaðið - 07.01.2009, Side 36
36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009  Sænski raftónlistarmaðurinn Johan T. Karlsson sem Íslend- ingar þekkja eflaust betur undir nafninu Familjen er væntanlegur hingað til lands þann 6. febrúar næstkomandi. Mun hann troða upp á skemmtistaðnum NASA. Familjen sló heldur betur í gegn á síðustu Airwaves-hátíð því eins og margir muna myndaðist mörg hundruð metra röð fyrir utan Tunglið á föstudagskvöldinu fyrir tónleika sveitarinnar. Lag Familj- en „Det Snurrar i min Skalle“ naut mikilla vinsælda í aðdrag- anda hátíðarinnar hér á landi og mun það ekki síst hafa valdið þeim mikla áhuga sem á sveitinni var á Airwaves. Hún fékk Grammy fyrir besta myndbandið á sænsku Grammy-verðlaunahátíðinni. Miðasala hefst í næstu viku á midi- .is en nánari upplýsingar um miðaverð og upphitun fást innan tíðar. Róbert Aron Magnússon (Robbi Kronik, DJ Rampage) stendur að tónleikunum. Familjen treður upp á NASA í febrúar Fólk ÚTFLUTNINGSSKRIFSTOFA íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) stendur fyrir fræðslukvöldi í Norræna húsinu í kvöld frá kl. 19.30-22. Hjörtur Smárason flytur erindi um hvernig hægt er að byggja upp sterkt orðspor á netinu og leitast við að svara spurningum um hvernig tónlistarmenn geti haft áhrif á leitarvélar eins og Google og verndað nafn/vörumerki sitt. Einnig verður boðið upp á umræður um hvernig megi bera sig að við að koma sér á framfæri erlendis. Gestir kvöldsins verða Ólafur Arnalds, Sólrún Sumarliðadóttir og Ketill J. Kolbeinsson og munu þau leitast við að svara spurningum um margvíslega þætti þess hvernig best er að koma sér á framfæri erlendis. Kolbeinn er með þekktari óperusöngvurum þjóðarinnar. Hann nam list sína í Reykjavík og Vín og kom fyrst fram sem atvinnusöngvari í Þjóðaróperunni í Prag. Hann var á sínum tíma fastráðinn við leikhúsið í Dortmund og Kölnar- óperuna. Ólafur Arnalds hefur unnið hörðum höndum að sóló- ferli sínum síðasta árið. Á innan við sex mánuðum frá út- gáfu fyrstu plötu sinnar, Eulogy for Evolution, tókst hon- um að fjölga áheyrendum á tónleikum úr 50 manns í 1.000 og fór frá því að spila á litlum knæpum í það að fylla Barbic- an Hall í London. Sólrún Sumarliðadóttir sellóleikari er með MA-gráðu í menningarstjórnun og hefur starfað með hljómsveitinni amiinu undanfarin ár, auk þess að hafa unnið með Sigur Rós frá árinu 1999. Hvernig á maður að meika það? Iðinn Ólafur Arnalds mun miðla af reynslu sinni í kvöld.  Brottrekstur Sölva Tryggvason- ar úr Íslandi í dag á Stöð 2 skömmu fyrir áramót kom eflaust mörgum mjög á óvart, enda þótti Sölvi hafa staðið sig með miklum ágætum. Engar skýringar hafa enn fengist á brottvikningu Sölva, en fregnir herma hins vegar að stjórnendur stöðvarinnar hafi viljað létta þátt- inn, og að Sölvi hafi einhverra hluta vegna ekki passað inn í þau áform. Í stað hans voru ráðin þau Sindri Sindrason og Sigrún Ósk Kristjáns- dóttir sem hafa strax látið til sín taka. Þannig hafa viðtöl við stjórn- málamenn og hagfræðinga vikið fyrir viðtölum við Lindu P. og Gillzenegger, og því virðist sem Ís- land í dag hafi endanlega gefist upp í baráttunni við Kastljósið um djúp og innihaldsrík viðtöl um ástandið í þjóðfélaginu. Forvitnilegt verður að sjá hvort þessi breyting verður til þess að auka áhorfið á Ísland í dag, sem hefur ekki verið upp á sérlega marga fiska hingað til. Ísland í dag gefst upp fyrir Kastljósinu Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ erum enn á þeim brautum sem við höfum verið á, og hafa skilað okk- ur miklum árangri,“ segir Pálmi Guð- mundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, þegar hann er spurður hvernig kreppan leiki innlenda dagskrá stöðvarinnar. „Við erum að byrja að sýna Rétt þarnæsta sunnudag, og svo byrjar Idol stjörnuleit hinn 13. febrúar. Svo förum við af stað með bæði Fangavaktina og Ástríði í haust,“ segir Pálmi, en þar eru á ferðinni nýir íslenskir sjónvarps- þættir. „Svo verðum við náttúrlega áfram með þá þætti sem við höfum verið með, þ.e. Sjálfstætt fólk, Komp- ás, Mannamál, Markaðinn og Loga í beinni.“ Hvað Idol stjörnuleit varðar segir Pálmi að það verði aðeins minna í sniðum en síðast, eða alls 15 þættir. Þátturinn verði þó áfram sendur út frá Vetrargarðinum í Smáralind. „Það eru komnar 2.000 skráningar í þáttinn, við höfum áður farið hæst í 1.500. Þannig að það er metskrán- ing,“ segir Pálmi. Þá má geta þess að þeir Sveppi og Auddi fara fljótlega af stað með nýja þætti á föstudagskvöldum. Hvað önnur innlend verkefni varðar segir Pálmi ýmislegt í skoðun, þótt ekkert sé enn fast í hendi. Sjónleikur á sunnudögum „Káta maskínan féll fyrir hnífnum, við þurftum að skera hana niður,“ segir Þórhallur Gunnarsson, dag- skrárstjóri Sjónvarpsins, aðspurður hvar hafi helst verið skorið niður í innlendri dagskrá stöðvarinnar. „Svo þurfum við að breyta áherslum varð- andi Gettu betur og Evróvisjón, við tökum þættina upp í myndveri hjá okkur, í staðinn fyrir að hafa þá í Smáralind.“ Undankeppni Evróvisjón hefst núna á laugardaginn, en alls verður um sex þætti að ræða. Laugardaginn eftir það, hinn 21. febrúar, hefst svo Gettu betur. Að sögn Þórhalls tekur Evróvisjón við af Góðu kvöldi, sem hefur verið lagt af. „Það er hins vegar ástæða til að leiðrétta það sem kom fram í Morgunblaðinu að ég hafi ákveðið að slá Gott kvöld af vegna minnkandi áhorfs. Áhorf á nánast allt sjónvarpsefni minnkaði þegar des- ember nálgaðist, og maður tekur ekki skyndiákvarðanir út af slíku. En þátturinn átti aldrei að vera lengur en fram í desember,“ segir Þórhallur. Í febrúar hefur svo nýr þáttur göngu sína, en sá heitir Sjónleikur. „Þar erum við að fjalla um íslenska leikara og leiklist sem hefur verið unnin á vegum Sjónvarpsins í gegn- um áratugina.“ Þá mun Sjónvarpið halda áfram að sýna íslenskar heimildar- og stutt- myndir, auk þess sem ný spennu- þáttaröð, Hamarinn, verður á dag- skránni áður en langt um líður. „Það er hins vegar enn til skoðunar hvort við sýnum þá í vetur eða næsta haust,“ segir Þórhallur. Í vinnslu „Við erum að vinna í þessum verk- efnum og við ætlum að leggja áherslu á að vera með fleiri innlenda dag- skrárliði en við höfum verið með, þótt þeir verði smærri í sniðum,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, fram- kvæmdastjóri Skjás eins, um stöðu mála hjá fyrirtækinu. Hún segist þó lítið geta gefið upp um hvern dag- skrárlið fyrir sig, en geti þó staðfest að Game tíví verði áfram á dagskrá, þótt Singing Bee hafi verið lagður af í bili, enda gríðarlega kostnaðarsamur þáttur. Sjónvarpsstöðvar halda sjó  Sjónvarpið og Stöð 2 halda nokkurn veginn sínu striki í innlendri dagskrá  Nýr leiklistarþáttur á dagskrá Sjónvarpsins  Dagskrá Skjás eins í vinnslu Réttur Magnús Jónsson, Víkingur Kristjánsson og Jóhanna Vigdís Arn- ardóttir leika aðalhlutverkin í þáttaröðinni sem hefst í 18. janúar. Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is ROKKHLJÓMSVEITIN Vicky [áð- ur Pollard] er gaf út plötuna Pull Hard fyrir síðustu jól undirbýr nú tvær tónleikaferðir erlendis. Fyrst verður haldið til St. Louis í Banda- ríkjunum en þangað fer hópurinn í byrjun febrúar á vegum Iceland Mu- sic Export og Útflutningsráðs. „Þetta var einhver ráðstefna sem þau voru með í fyrra líka en þá fór Pétur Ben,“ segir Orri Guðmunds- son, trommuleikari sveitarinnar og eini karlmaðurinn. „Við spilum svo væntanlega í New York á bakaleið- inni.“ Vicky var síðast í St. Louis í sept- ember á síðasta ári en þá komu þau fram á tónleikahátíð þar. Ævintýri í Kína Vicky heldur svo til Kína í maí þar sem sveitin kemur fram á Midi- festivalinu, einni stærstu tón- leikahátíð Kínverja, í annað sinn. Þar lenti sveitin í ýmsum svað- ilförum í fyrra þar sem hátíðin var nánast blásin af vegna mótmæla í kringum Ólympíuleikana. Stjórn- völd bönnuðu þá á síðasta snúningi allar utandyrauppákomur og þar af leiðandi neyddust aðstandendur há- tíðarinnar til að minnka hana veru- lega og halda hana innandyra. Önn- ur stór hátíð var svo haldin um haustið. Ferðin í ár ætti því að skila góðum árangri. „Hún er haldin í Peking og Sjanghæ og mér skilst að það standi til að við spilum í báðum borgum.“ Sveitin undirbýr nú upptökur á nýju myndbandi er ætti að verða tilbúið fyrir sumarið. Vicky á leið í svaðilför til stórveldanna tveggja Morgunblaðið/Frikki Vicky Eflaust búin að spila meira erlendis en heima þrátt fyrir ungan aldur. Hafnfirska rokksveitin á leið til Bandaríkjanna og Kína Sjónvarpið Kastljós Kiljan Silfur Egils Gettu betur Evróvisjón Útsvar Spaugstofan Sjónleikur Alla leið Stundin okkar Hamarinn Stöð 2 Idol stjörnuleit Réttur Logi í beinni Mannamál Markaðurinn Kompás Sveppi og Auddi Ástríður Fangavaktin Innlend dagskrá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.