Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009
Efnalaugin Björg
Áratuga reynsla og þekking
- í þína þágu
.....alltaf í leiðinni
Opið: mán-fim 8:00-18:00 • fös 8:00-19:00 • laugardaga 10:00-13:00
Útsalan hefst
á morgunn
40%
afsláttur
ÚTSALA
Opið mán.-fös. 11.00-18.00 og lau. 11.00-16.00
Bonito ehf. Friendtex,
Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2870 - www.friendtex.is
Útsalan hefst
á morgun
30-70%
afsláttur
www.solskinsdrengurinn.is
Ræktaðu
nördinn í þér!
Verkefnið er styrkt af
Skagafjörður | Karlakórinn Heimir í Skagafirði troðfyllti
íþróttamiðstöðina í Varmahlíð um liðna helgi á árlegri
þrettándahátíð sinni. Fluttur var gamanleikurinn
„Rauðstakkar í Rússlandsferð“ þar sem ferð kórsins
frá liðnu sumri var gerð upp með leik og söng. Fram
kom m.a. að í ferðinni hefði öldruð rússnesk kona feng-
ið eiginhandaráritun frá kórfélögum og haft á orði að
þar hefði farið amma Pútíns Rússlandsforseta. Í kjöl-
farið hefði Rússalánið verið auðsótt fyrir Íslendinga!
Heimismenn fluttu einnig nokkur þekkt kórverk,
undir röggsamri stjórn Stefáns R. Gíslasonar og undir-
leiks Thomasar Higgersons. Góður rómur var gerður
að einsöng Helgu Rósar Indriðadóttur, Sigfúsar Pét-
urssonar og Ara Jóhanns Sigurðssonar, sem einnig
kom fram sem „rússneski“ stórtenórinn Arisander Kot-
roskin í laginu Kalinka. Leikararnir Guðbrandur Guð-
brandsson og Ingimar Jónsson fóru létt með að bregða
sér í gervi kórfélaga og Gunnar Rögnvaldsson setti
ferðasöguna í skemmtilegan búning. Þeir hafa sjaldn-
ast tekið sig hátíðlega, Heimismenn, og sýndu allar sín-
ar bestu hliðar.
Ræðumaður kvöldsins var Jón Björnsson, sem í gam-
ansömum tón fjallaði um stirð samskipti Húnvetninga
og Skagfirðinga gegnum tíðina. bjb@mbl.is
Húsfyllir Heimismanna
Rússlandsferð Karlakórinn Heimir gerði upp Rússlandsferð sína með léttum brag á árlegri þrettándahátíð sinni.
Vernd auðlinda
Í undirfyrirsögn fréttar um ræðu
Styrmis Gunnarssonar á fundi auð-
lindahóps Evrópunefndar Sjálfstæð-
isflokksins, í Morgunblaðinu í gær,
var ranglega greint frá efni ræðunnar.
Sagði þar að Styrmir hefði sagt um-
boð landsfundar flokksins til forystu
hans eiga að snúast um „verð“ auð-
linda Íslands. Hið rétta er að Styrmir
sagði umboð landsfundar flokksins til
forystu hans eiga að snúast um
„vernd“ auðlinda Íslands, enda vill
hann að Íslendingar haldi óskoruðum
yfirráðum yfir þeim. Beðist er velvirð-
ingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
VIÐSKIPTAVINIR Landsbankans
sem eiga hlutabréf í Bandaríkjunum,
Mið-Evrópu og Bretlandi hafa ekki
getað selt bréfin sín frá því að bank-
inn fór í þrot. Það er vegna hryðju-
verkalaganna sem bresk stjórnvöld
beittu bankann. Með þeim voru eign-
ir Landsbankans á Bretlandseyjum
frystar vegna greiðsluþrots net-
bankans Icesave.
Bankinn er enn undir hryðju-
verkalögunum og er eins ástatt um
bréf í eigu bankans sjálfs – hann get-
ur ekki selt þau.
Samkvæmt upplýsingum Lands-
bankans geta erlend fjármálafyrir-
tæki ekki skipt við bankann vegna
laganna, því þá gerðust þau sek um
að skipta við hryðjuverkamenn.
Ástandið sé viðskiptavinunum erfitt
en þeir sýni því skilning. Þeir átti sig
á því að bankinn geti ekkert gert í
málinu. Það sé á borði ríkisstjórn-
arinnar núna. Óljóst sé hvenær opn-
ist fyrir viðskiptin. Það velti á því
hvernig stjórnvöldum gangi í við-
ræðunum um Icesave-skuldbinding-
arnar.
Á meðan geti viðskiptavinir ekki
nýtt sér kauptækifæri sjái þeir þau.
Bankinn rói öllum árum að því að
losa um eignir viðskiptavina sinna.
Vísitölurnar hafi hins vegar styrkst
frá því í nóvember og því hafi við-
skiptavinirnir almennt ekki tapað fé
á biðinni. gag@mbl.is
Hryðjuverkalög stöðva
hlutabréfaviðskipti
VEFMIÐILL frímerkjasafnara
StampNews.com valdi nýlega frí-
merkið með friðarsúlunni í Viðey
þriðja áhugaverðasta frímerki ársins
2008. Frímerkið skarar fram úr fyrir
að vera óhefðbundið. Ef farið er með
frímerkið inn í myrkur glóir á því
fosfórinn. Mynd af Lennon birtist á
frímerkinu þegar lýst er á það með
útfjólubláu ljósi. Á stalli friðarsúl-
unnar eru grafin orðin „hugsa sér
frið“ eða „imagine peace“ á 24 tungu-
málum, segir m.a. í tilkynningu.
Friðarfrímerki
fékk brons