Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 7. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 ÞETTA HELST» Engin evra án ESB  Þróuðu ríki eins og Íslandi stend- ur aðeins til boða hefðbundin leið til aðildar að ESB, en það er að upp- fylla aðlögunarákvæði Maastricht- sáttmálans. Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál sambandsins, segir afstöðu ESB skýra, einhliða upptaka evru verði hvorki samþykkt né studd af sambandinu og slík leið myndi flækja umsóknarferli Íslands. »Forsíða Vildu halda í fjármagnið  Bretar beittu hryðjuverkalögum á Landsbankann vegna slæmrar reynslu af bankahruni Lehman Brothers í Bretlandi, en því fylgdu miklir fjármagnsflutningar, segir Gylfi Zoëga, hagfræðingur. Bretar hefðu viljað verjast því að slíkt end- urtæki sig vegna Landsbankans. »6 Hagrætt í heilsugæslu  Nýjar tillögur um endur- skipulagningu heilbrigðisstofnana miða að hagræðingu og boða m.a. sameiningu stofnana. Stjórnendur hafa lýst yfir áhyggjum af fyrirhug- uðum sameiningum. »22 190 milljarðar kr. í húfi  Fjárfestingarfélagið Kjalar hyggst halda því til streitu að gera upp framvirkan gjaldeyrissamning úr gamla Kaupþingi á gengi evr- ópska seðlabankans. »2 SKOÐANIR» Staksteinar: Þreklitlir baráttumenn Forystugreinar: Skotvopn á glám- bekk | Engin stjarna á́ fánanum Pistill: Ekkert fyrir barnabörnin Ljósvaki: Afsláttur af nefskattinum UMRÆÐAN» Kínverjarnir eru komnir Bjarmalundur – Einkaframtak Formaður Fiskifélagsins skammar sjómenn 2!  *3$! - ) * 4566789 $:;869<=$>?<4 @7<7474566789 4A<$@@8B<7 <58$@@8B<7 $C<$@@8B<7 $19$$<D87<@9 E7>7<$@:E;< $48 ;187 ,;F76=;<=9+19F$@9>:715=G8A<= "H H H #H H H" =!    I  H H" H" H" #H H " H" #H  H" , @ '0 $ H H H" #H# H H" Heitast 8°C | Kaldast 3°C Sunnan og suðvest- an 8-13 metrar á sek- úndu og rigning vestan til. 5-10 austan til og úrkomulítið. »10 Fjárhagslegur grundvöllur ís- lenskra kvikmynda er oft erfiður. Sjá fréttaskýringu Birg- is Arnar. »35 KVIKMYNDIR» Sjö ár í hagnaðinn FJÖLMIÐLAR» Sjónvarpsstöðvarnar halda sínu striki. »36 Gólem er vera, hnoð- uð úr leir, hluti af gyðinglegri sagna- hefð. Hún hefur víða komið við í bók- menntunum. »38 BÆKUR» Gólem veitir innblástur TÓNLIST» Allir á Vínartónleikum – hér og alls staðar. »34 TÓNLIST» Schneider yfirgefur þýsku maskínuna. »37 Menning VEÐUR» 1. Lést í slysi 2. Barn fannst eftir 16 ár 3. Sluppu naumlega er Geysir gaus 4. Útgáfudögum Fréttablaðsins … Íslenska krónan veiktist um 0,5% »MEST LESIÐ Á mbl.is Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is ÁKVEÐIÐ hefur verið að flytja erlend íbúðalán heimila, sem hafa hækkað mikið í kjölfar geng- isfalls krónunnar á síðasta ári, frá viðskiptabönk- unum til Íbúðalánasjóðs. Um leið verður lánunum breytt í venjuleg íslensk verðtryggð íbúðalán. Í krónum talið hækkuðu erlend lán gríðarlega mikið á síðasta ári og greiðslubyrði þyngdist. Ástæðan er sú að krónan veiktist um 80% gagn- vart öðrum gjaldmiðlum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins á hins vegar ekki að miða við gengi krónunnar í dag við þessa yfirfærslu. Viðmiðunargengið verður ná- lægt gengi krónunnar á þeim tíma þegar myntkörfulánin voru tekin. Unnið er að þessari lausn í félagsmálaráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur og viðskiptaráðuneyti Björgvins G. Sigurðssonar. Gangi þetta eftir mun greiðslubyrði margra heimila léttast. Lánin lækka í krónum talið en ís- lenskir vextir eru hærri en víða erlendis. Ekki liggur fyrir hver kostnaður ríkissjóðs verður við þessa aðgerð. Samhliða þessu er nú á lokastigi flutningur íbúðalána í viðskiptabönkunum til Íbúðalánasjóðs. Það mun ganga eftir á allra næstu vikum sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir að verið sé að ganga frá reglugerð um flutn- inginn í félagsmálaráðuneytinu. Auk viðskiptabankanna þriggja geta sparisjóðir óskað eftir að íbúðalánasöfn þeirra verði yfirtekin. Erlend íbúðalán til ÍLS  Myntkörfulán væntanlega yfirtekin á svipuðu gengi og var þegar þau voru tekin  Verið að leggja lokahönd á flutning allra íbúðalána frá bönkum til Íbúðalánasjóðs Yfirtaka Björgvin G. Sigurðsson vinnur ásamt fé- lagsmálaráðherra að lausn á íbúðalánum heimila. Í HNOTSKURN »Síðastliðið haust námu íbúðalán bank-anna tæplega 600 milljörðum króna. »Til viðbótar námu myntkörfulánin svo-kölluðu til íbúðakaupa um 100 millj- örðum króna. Erlendu lánin hafa hækkað. »Erlend lán bera hagstæða vexti enhækka í krónum við gengisfall. Lán ÍLS fela ekki í sér gengisáhættu, eru verð- tryggð og bera 4,9% vexti. Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is Í GRAFARHOLTI leigja ung hjón 50,1 m² stúdentaíbúð sem hefur farið síhækkandi í verði og greiða þau nú 92 þúsund krónur á mánuði. Þeim býðst íbúð á al- mennum markaði á mun hagstæð- ari kjörum, 80 þúsund fyrir 85 m² en vegna upp- sagnarfrests á leigusamn- ingnum þyrftu þau að greiða tvöfalda leigu í þrjá mánuði, sem þau ráða ekki við. Þau sjá sér því ekki fært annað en að búa áfram í íbúð sem þau telja allt of dýra þótt betra bjóðist. Ástandið á leigumarkaði hefur breyst mjög rétt eins og allt annað síðustu mánuði. Nú er svo komið að erfitt er að fullyrða um almennt fer- metraverð á leiguhúsnæði þar sem verðdæmin eru mörg og ólík og heyrast dæmi þess að leigjendum takist að prútta verð töluvert niður, sem hefur vart tíðkast síðustu ár á útþöndum leigumarkaði. Ástandið getur því orðið leigj- endum í hag en ljóst er að hækkandi neysluvísitala er bæði leigusölum og leigjendum erfið. | 11 Breyttur leigu- markaður Borgarleikhúsinu ÞRETTÁNDAHÁTÍÐ var haldin víða um land í gær með tilheyr- andi brennum, flugeldasýningum og söng. Að venju fóru álfar, tröll og aðrar furðuverur á kreik og skutu Grýla og Leppalúði víða upp kollinum. Þau hjónin var m.a. að finna við þrettándabrennu Mosfellsbæjar sem var haldin með blysför og brennu og er ekki annað að sjá en þau hafi skemmt sér vel. Morgunblaðið/Kristinn Jólin kvödd með brennum og söng

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.