Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
Australia kl. 6:30 - 10 B.i. 12 ára
The day the earth... kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára
Zack and Miri ... kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára
Quantum of Solace kl. 5:30 - 8 B.i. 12 ára
Saw 5 kl. 10:20 B.i. 16 ára
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Sími 551 9000
HEIMSFRUMSÝNG Á MAGNAÐRI STÓRMYND Í ANDA INDEPENDENCE DAY
BYGGÐ Á EINUM BESTA VÍSINDATRYLLI ALLRA TÍMA!
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Australia kl. 5:30 - 9 B.i. 12 ára
Skoppa og Skrítla í bíó kl. 6 LEYFÐ
Inkheart kl. 5:40 - 8 -10:20 B.i. 10 ára
650k
r.
Bráðskemmtileg mynd þar sem
heimur galdra og ævintýra lifnar við
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Stórkostlegt meistaraverk
frá leikstjóra Moulin Rouge!
- S.V., MBL
SÝND Í SMÁRABÍÓI
,,ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND”
-VJV -TOPP5.IS/FBL
Australia kl. 8 B.i.12 ára
Inkheart kl. 6 - 8 B.i. 10 ára
Skoppa og Skrítla í bíó kl. 6 LEYFÐ
The Day the Earth stood still kl. 10 B.i.12 ára
„HÖRKU HASAR MEÐ
JASON STATHAM
Í AÐALHLUTVERKI“
-S.V. - MBL
Fyrir sum verkefni þarftu einfaldlega atvinnumann
650k
r.
Stærsta BOND-mynd allra tíma!
650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBO
GANUM
650k
r.
650k
r. LEIKURINN
HELDUR ÁFRAM...
ALLS EKKI
FYRIR
VIÐKVÆMA!
Taken kl. 8 - 10 B.i. 16 ára
Four Christmases kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára
650k
r.
- H.E. DV - S.V. Mbl
ÆVINTÝRAMYND
AF BESTU GERÐ
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú
Í The Front fylgir
Patricia Cornwell
rannsóknarlögreglu-
manninum Win Gar-
ano, yfirmanni hans
Monicu Lamont og
ömmu Wins, hinni
sérkennilegu og
skyggnu Nönu.
Win fær það verk-
efni hjá yfirmanni
sínum, Lamont, að
rannsaka áratuga-
gamalt óleyst morð-
mál. Lamont telur
að morðið á blindri enskri konu, Janie Brol-
in, árið 1962 hafi verið hið fyrsta í röð morða
sem „Kyrkjarinn frá Boston“ framdi. Win
fer smám saman að efast um að hægt sé að
tengja morðin. Lausnina uppgötvar hann
síðan og hún er vægast sagt sérkennileg.
Cornwell er mistækur höfundur og öðru
hvoru heyrast raddir sem segja að henni
fari mjög aftur með árunum. Sennilega hef-
ur hún ekki oft staðið sig verr en í þessari
bók.
Bókin er skrifuð í þunglamalegum og líf-
lausum stíl og plottið er illa undirbyggt og
slappt. Lítið samspil er á milli persóna og
þær eru svo óáhugaverðar að lesandinn nær
ekki sambandi við þær og stendur því nokk-
urn veginn á sama hvað um þær verður.
Verkið skortir tilfinnanlega spennu og
spennusaga án spennu er algjörlega mis-
lukkað verk.
Það er eiginlega allt að þessari bók. Höf-
undurinn hefur ekki lagt sig fram og þarf
svosem ekkert að gera það ef hann skrifar
einungis með gróðasjónarmið í huga. Og
Cornwell veit að hún getur selt hvað sem er,
meira að segja rusl eins og þetta. Bókin er
blessunarlega stutt og fljótlesin en það er
líka það eina góða sem hægt er að segja um
hana. En þrátt fyrir hversu stutt hún er þá
er hún svo vond að það er tímaeyðsla að lesa
hana.
Tímaeyðsla
The Front eftir Patriciu Cornwell. Sphere gefur
út. 229 bls. kilja.
Kolbrún Bergþórsdóttir
BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. Scarpetta – Patricia Cornwell
2. Cross Country – James Patter-
son
3. The Christmas Sweater – Beck,
Balfe, Wright
4. The Story of Edgar Sawtelle –
David Wroblewski
5. The Host – Stephenie Meyer
6. Just After Sunset – Stephen King
7. The Lucky One – Nicholas
Sparks
8. The Hour I First Believed –
Wally Lamb
9. Arctic Drift – Clive Cussler &
Dirk Cussler
10. Divine Justice – David Baldacci
New York Times
1. The White Tiger – Aravind
Adiga
2. The Book Thief – Markus Zu-
sak
3. A Thousand Splendid Suns –
Khaled Hosseini
4. Remember Me? – Sophie Kin-
sella
5. Friday Nights – Joanna Trol-
lope
6. The Reader – Bernhard
Schlink
7. The Enchantress of Florence
– Salman Rushdie
8. The Shack – William P. Yo-
ung
9. The Appeal – John Grisham
10. The Road Home – Rose
Tremain
Waterstone’s
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
NÝTT ritgerðasafn Michaels
Chabons, Maps and Legends, er
eins og öll ritgerðasöfn rithöfunda
– hann er sífellt að skrifa um sjálf-
an sig sama hvert viðfangsefnið
er. Í greinunum í bókinni lýgur
hann að lesandanum, smjaðrar
fyrir honum, heillar hann og stuð-
ar og fyrir vikið fær maður mjög
góða mynd af rithöfundi og um
leið líka prýðilega mynd af pilt-
inum sem varð rithöfundurinn
víðfrægi.
Gólem er hluti af gyðinglegri
sagnahefð, vera sem hnoðuð er úr
leir líkt og Adam í eldri hluta
sköpunarsögunnar og síðan gefið
líf með því að rita orðið emet,
sannleikur, á enni hans. Til þess
að deyða hann að nýju strokar
maður út fyrsta staf orðsins svo
eftir stendur met, dauður.
Frægastur gólema er sá sem
rabbíni einn í Prag vakti til lífsins
og bjargaði íbúum gyðingahverf-
isins, gettósins, undan ofsóknum
og misrétti. Sagan af honum kom
fyrst á prent 1847 og síðan 1911.
Þýsk kvikmynd var gerð eftir sög-
unni 1920, lituð gyðingahatri eins
og alsiða var á þeim tíma (og er
víða enn).
Sumir hafa leitt af sögunni af
góleminum að hann hafi orðið
ýmsum innblástur til að skapa of-
urhetjurnar sem streymdu úr
pennum bandarískra teiknara og
sagnasmiða á fjórða áratug síð-
ustu aldar, enda nokkrir fremstu
hugmyndasmiðir teiknimyndanna
gyðingar.
Höfuðpersónurnar í þeirri bók
Chabons sem mesta athygli hefur
vakið, The Adventures of Cavalier
and Clay, eru einmitt teikni-
myndasmiðir og sá þeirra sem
skrifar sögurnar, Josef Kavalier,
kemst svo nærri sögunni að hon-
um er smyglað úr herkví Þjóð-
verja um gyðingahverfið í Prag í
kassa sem áður geymdi leifar gó-
lemsins.
Í Maps and Legends kemur
góleminn við sögu hvað eftir ann-
að, enda er hann fyrir Chabon
táknmynd fyrir starf rithöfund-
arins sem hnoðar saman stafi og
orð og gæðir lífi til að senda út í
heim. Hvað síðan verður um gól-
eminn er ekki á valdi höfundarins,
hann hlýtur að feta eigin leið,
sumum til bjargar og öðrum til
tortímingar; höfundurinn á ekki
að skeyta um það þó góleminn
vaxi höfundi sínum yfir höfuð og
brjótist undan stjórn hans.
„Ef rithöfundur ljóstrar ekki
upp um leyndarmál, sín eigin eða
þeirra sem hann elskar, ef hann
ekki sækist eftir andúð, skömm-
um og almennri reiði hvort sem
það er af hálfu vina, fjölskyldu eða
flokksfélaga, ef rithöfundur rit-
skoðar verk sín innra með sér áð-
ur en aðrir komast í þau verða þau
daufleg og líflaus, leirhnoð.“
Maps and Legends eftir Mich-
ael Chabon. McSweeneys gefur
út. 22 síður innb.
Forvitnilegar bækur: Hvað óttast rithöfundurinn?
Chabon og góleminn
Leirað Atriði úr myndinni Der Golem frá 1920 eftir Paul Wegener.
Þetta var önnur atlaga Wegeners að sögunni, sú fyrri er týnd.
1. Twilight – Stephenie Meyer
2. Tales of Beedle the Bard – J. K.
Rowling
3. Eclipse – Stephenie Meyer
4. Hold Tight – Harlan Coben
5. Host – Stephenie Meyer
6. Brisingr – Christopher Paolini
7. Eldest – Christopher Paolini
8. Choke – Chuk Palahniuk
9. World Without End –Ken Fol-
lett
10. Doors Open – Ian Rankin
Eymundson