Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 17
1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 Frakkland, Holland, Írland, Ítalía, Lúxemborg, Portúgal, Spánn og Þýskaland. Tekin er ákvörðun um stofnun Seðlabanka Evrópu mánuði síðar, sem taka á við af Peningamálastofnun Evrópu (EMI). 1. júní 1998 Seðlabanka Evrópu hleypt af stokkunum, sem ber ábyrgð á peningamála- og gengisstefnu á evrusvæðinu. Meginmarkmið Seðlabankans er að viðhalda verðstöðugleika. Maastricth- sáttmálinn tryggir bankanum sjálfstæði og í yfirstjórn eru seðlabankastjórar þeirra ríkja sem taka fullan þátt í Myntbandalaginu ásamt sex manna framkvæmdastjórn. 31. desember 1998 Gengi evrunnar gagnvart gjaldmiðlum aðildarríkja sem hyggjast taka upp evruna endanlega fest frá 1. janúar 1999. 1. janúar 1999 Þriðja skrefið stigið til fulls að Myntbandalaginu. Evrunni komið á fót sem sameiginlegum gjaldmiðli ellefu aðildarríkja. En evran er ekki enn til í áþreifanlegu formi. Danir og Grikkir taka þátt í ERM II og skuldbinda sig til að halda gengi dönsku krónunnar og drökmunnar stöðugu gagnvart evru. 1. janúar 2001 Eftir að hafa uppfyllt Maastricht- skilyrðin verða Grikkir tólfta ríkið til að ganga í Myntbandalagið. 1. janúar 2002 Evruseðlar og -myntir eru tekin í notkun á evrusvæðinu. 1. janúar 2007 Slóvenía verður þrettánda aðildarríkið að evrusvæðinu. 1. janúar 2008 Kýpur og Malta verða aðilar að Myntbandalaginu. 1. janúar 2009 Tíu ár síðan evran var tekin upp og Slóvakía verður sextánda aðildarríkið að evrusvæðinu. Nicolas Sarkozy forseti Frakklands og Angela Merkel kanslari Þýskalands á leiðtogafundi ESB í Brussel í desember. Fjármálaráðherra Spánar, fjórða stærsta hagkerfis evruríkja, tekst nú á við fyrsta samdrátt í 15 ár. 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009 Einhliða upptaka Heiðar Már Guðjónsson er fram- kvæmdastjóri hjá Novator Á sama tíma og fjármálakreppan kallar á lægri vexti og aukið peningamagn í um- ferð, þá kallar krónan á að gjaldmiðlinum sé hent eða hann styrktur með því að bjóða upp á ofurvexti, að sögn Heiðars Más Guð- jónssonar framkvæmdastjóra. „Ef við búum við gjaldeyrishöft og háa vexti næstu þrjú til fjögur árin göngum við af atvinnulíf- inu og stórum hluta heimila dauðum. Þeir sem vilja ganga í ESB verða að svara því hvernig þeir ætla að halda úti krónu þar til við tengjumst evrusvæð- inu, sem gæti orðið eftir fimm til tíu ár. Ég legg til að við skiptum út myntinni strax, höldum gjald- eyrishöftum í smátíma, og fáum grunnmynt með lægri vöxtum, minni verðbólgu og stöðugra rekstr- arumhverfi. Þá kemst af stað útflutningsdrifinn hagvöxtur, sem er það sem hagkerfið þarf á að halda til að greiða niður skuldir.“ – Eru til peningar til einhliða upptöku? „Sérfræðingar þriggja ríkja sem tekið hafa upp mynt einhliða hafa komið til landsins undanfarið og lýst því hvernig að því var staðið. Það eina sem vantar eru tölur frá nýja bankakerfinu, hver efna- hagsreikningur bankanna er og hvað innstæð- urnar eru miklar. Ríkið hlýtur að koma með þær tölur fyrir lok janúar, því þá eru fundir með öllum helstu kröfuhöfum gömlu bankanna. Ef við gefum okkur að við hefðum evruvætt allt bankakerfið fyrir hrun- ið í október, þá hefði það útheimt 80 milljarða í krónum talið að skipta út grunnfénu, en forði Seðlabankans var samkvæmt síðustu tölum 410 millj- arðar. Síðan hefur Seðlabankinn lánað 500 milljónir evra til Kaupþings út á FIH í Danmörku, segjum það tapað, og bankinn hefur borgað innflutning að einhverju leyti, þá standa samt örugglega eftir tæpar 2 þúsund millj- ónir evra eða 300 milljarðar króna. Ef við notum 80 milljarða fyrir allt bankakerfið, þá eigum við samt eftir yfir 200 milljarða í annað, sem gætu farið í að leggja inn eigið fé í nýju bankana, þannig að hver fyrir sig hefði nóg af evrum. Það ætti að vera næg innistæða til að forða bankaáhlaupi; inni- stæðuhlutfall af því sem þeir hefðu í beinhörðum peningum væri yfir 25% af lausu fé í evrum. Þar sem það gerist hvað hæst í heiminum er það um 20% í Hong Kong og almennt í hinum vestræna heimi um 7%. Svo er hægt að gulltryggja þetta með því að fara nánast upp í einn á móti einum og útiloka hættu á áhlaupi með því að lífeyrissjóðir gæfu veð í erlendum eignum, sem þeir geta kallað heim með tveggja daga fyrirvara, og fengju fyrir það 2% þóknun á ári. Þá myndi ábati sjóðsfélaga aukast um 2% á ári, áhætta væri sama sem eng- in og ábatinn væri einnig óbeinn því sjóðsfélagar bæru úr býtum traust bankakerfi. Með þessum aðgerðum þyrfti ekki að draga á lán Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins; það mætti eiga það til góða. Eins og segir í 18. grein samnings ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, þá verði gjaldeyr- ishöftum einungis haldið til skemmri tíma, þar til finnst nýtt fyrirkomulag peningamála, með myntráði eða öðru. Ég hef talað við stjórnarmenn í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem segja bestu lausnina að taka einhliða upp aðra mynt. Þeir myndu aldrei lýsa því yfir opinberlega, því það er pólitískt viðkvæmt. Og að lokum þetta: Annar ávinningur sem við fáum með einhliða upptöku er betri samnings- staða. Ef við komum á jafnvægi sjálf, þá höfum við tíma til að semja á öllum vígstöðvum og okkur verður ekki stillt upp við vegg. Í raun kemur um- ræðan um aðild að ESB bráðavandanum ekkert við – því við munum þurfa að leysa vandann sjálf áður en að mögulegri aðild kemur.“ Skiptum út myntinni strax  Aðild að ESB kemur bráðavandanum ekkert við Heiðar Már Guðjónsson Fylgjandi Benedikt Jóhannesson er rit- stjóri Vísbendingar Þ egar kemur að upptöku ann- ars gjaldmiðils vegur þungt að Íslendingar eiga mest við- skipti við ríki á evrusvæðinu, að sögn Bene- dikts Jóhann- essonar, ritstjóra Vísbendingar. „Þetta mynt- bandalag er opið aðildarríkjum ESB að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum, þannig að Íslendingar geta komist inn og not- ið kosta evrunnar. Þeir felast fyrst og fremst í stöð- ugleika og því að hún bindur pen- ingastjórnina – við verðum þá að hegða okkur skynsamlega og getum ekki hækkað laun einhliða með það í huga að seinna verði prentaðir pen- ingar til þess að við getum borgað reikninginn. Svo fáum við meira að segja dálítinn myntsláttugróða sem ekki fengist með einhliða upptöku.“ Evran leysir ekki öll vandamál, að sögn Benedikts, en hann bendir á að verðbólga á evrusvæðinu sé 2-3% og vextir 2-7% á meðan vextir hér á landi séu 18-26%. „Ef við hefðum haft evru í nokkur ár væri ekki stór hluti heimila og fyrirtækja gjaldþrota vegna falls krónunnar. Þá myndi er- lend fjárfesting aukast í íslenskum fyrirtækjum, sem lítið hefur verið um – fyrst og fremst vegna þess að út- lendingar hafa óttast myntina.“ Benedikt segir Íslendinga sitja uppi með krónuna um nokkra fram- tíð. „En ég hef gert mér vonir um að um leið og semdum við ESB þá semd- um við um tengingu við evruna, sem kæmist á í áföngum, þannig að krón- an myndi fylgja evrunni allnáið með einhverjum sveiflum. Slíkt er ekki hægt nema hér sé mikill agi í efna- hagsmálum og Seðlabankinn hafi styrk til að verja krónuna slíkum sveiflum, en hugsanlega fengjum við Seðlabanka Evrópu í lið með okkur. Þá gætum við notað tímann fram að aðild til að búa okkur undir gengis- samstarfið.“ Þurfum aga í efnahags- málum Benedikt Jóhannesson  Stöðugleiki helsti kostur evru Fylgjandi Gylfi Zoëga er hagfræði- prófessor við HÍ U pptaka evru innan ESB er besti kostur Íslands í gjald- miðilsmálum til framtíðar, að sögn Gylfa Zoëga, pró- fessors við Háskóla Íslands; það myndi bæta hag fyrirtækja og auka velferð þjóðarinnar. „Þetta er stóra málið, ekki bara núna, heldur síðustu tíu árin,“ segir hann. „Við fengum aðgang að sameig- inlegum markaði ESB árið 1994 og opnuðum landið fyrir frjálsum fjár- magnsflutningum. Einföld skala- hagfræði segir okkur að í slíku um- hverfi sækja fyrirtækin fram alþjóðlega og verða fljótt mjög stór í samanburði við hagkerfi okkar. Þá skapar vandamál að stofnanir þjóðfélagsins breytast ekki samsvar- andi, fyrirtækin verða miklu stærri en svo að óbreytt stofnanaumhverfi geti áfram gegnt hlutverki sínu. Þau mál sem hafa komið upp undanfarin ár og varða samkeppni á markaði og eignarhald fjölmiðla, svo tvö dæmi séu tekin, voru fyr- irsjáanleg vegna þess að efling fyrirtækja í litlu samfélagi verður á kostnað samkeppni á innlendum mörkuðum og getur haft áhrif á fjölmiðla og lýðræði. Einkavæðing bank- anna við skilyrði frjáls fjármagnsflutnings skapaði síðan enn frek- ari vandamál fyrir stofnanaumhverfið, í þessu tilviki fjármálaeftirlit og seðlabanka. Bank- ar tóku mikil lán á alþjóðlegum mörk- uðum og einnig ýmis innlend fyr- irtæki sem fengu fyrirgreiðslu hjá bönkunum. Oft voru þetta eigendur bankanna eða aðilar tengdir þeim.“ Hann segir ekki þar með sagt að Íslend- ingar hafi verið stór- tækir á evrópskum markaði. „En innlend fjármálafyrirtæki voru stór miðað við okkar eigið peningamálakerfi. Eftir að opnað var fyrir frjálsa fjármagnsflutn- inga hafa Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið mátt sín lítils; Fjár- málaeftirlitinu tókst ekki að benda á eða bæta úr kerfislægum veikleikum fjár- málakerfisins og Seðla- bankanum tókst ekki að hemja út- lánaþenslu og meðfylgjandi uppsveiflu í hagkerfinu. Þótt ýmis mistök hafi verið gerð er aðalatriðið það að þessar stofnanir máttu sín lít- ils gagnvart viðskiptabönkunum eftir að frelsið var veitt.“ Gylfi segir að nú séu tvær leiðir færar. „Við getum farið aftur til tíma hafta á fjármagnsflutninga. Minnkað frelsi í viðskiptum til þess að geta haft óbreytt stofnanaumhverfi. Þessi leið er fær, við þekkjum þennan veru- leika frá því fyrir 1994. Hin leiðin er sú að styrkja stofnanaumhverfið þannig að það þoli þessi stóru fyr- irtæki. Þannig er unnt að styrkja peningamálakerfið með því að ganga inn í ESB og taka upp evru. Í þessu felst auðvitað engin alls- herjarlausn, áfram þarf að huga að eignarhaldi fjölmiðla og samkeppnis- málum, svo tvö dæmi séu tekin. En eins og reglugerðir ESB hafa hjálpað okkur heilmikið í samkeppnismálum þá mun peningamálakerfi ESB tryggja hér stöðugt verðlag, afnám verðtryggingar og aukin viðskipti við útlönd. Stór fyrirtæki geta orðið til án þess að setja afkomuöryggi íbúa landsins í hættu eins og gerðist á síð- ustu árum.“  Evra besti kosturinn í gjaldmiðilsmálum til framtíðar Gylfi Zoëga Þetta er stóra málið Gjaldmiðillinn | Evrópusambandið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.