Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 35
Menning 35FÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009 Launamiðar og verktakamiðar Skilaskyldir eru allir þeir sem innt hafa af hendi launagreiðslur, hlunnindi, líf- eyri, bætur, styrki, happdrættis- og talnavinninga (skattskylda sem óskattskylda), greiðslur til verktaka fyrir þjón- ustu (efni eða vinnu) eða aðrar greiðslur sem fram- talsskyldar eru og/eða skattskyldar. Bifreiðahlunnindamiðar Skilaskyldir eru allir þeir sem í rekstri sínum eða annarri starfsemi hafa haft kostnað af kaupum, leigu eða rekstri fólksbifreiðar. Hlutafjármiðar Skilaskyld eru öll hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnuhlutafélög og sparisjóðir. Launaframtal Skilaskyldir eru einstaklingar með eigin atvinnu- rekstur, sem telja fram á pappír, og óskattskyld félög sem ekki skila rafrænu skattframtali og sem greiddu laun á árinu 2008. Viðskipti með hlutabréf Skilaskyldir eru bankar, verðbréfafyrirtæki og aðrir þeir aðilar sem annast kaup og sölu, um- boðsviðskipti og aðra umsýslu með hlutabréf. Bankainnstæður Skilaskyldar eru allar fjármálastofnanir og aðrir aðilar sem taka við fjármunum til ávöxtunar. Lán til einstaklinga (fasteignaveðlán, bílalán og önnur lán). Skilaskyldar eru allar fjármálastofn- anir (bankar, sparisjóðir, lífeyrissjóðir, tryggingafélög, fjármögnunarleigur o.s.frv.) sem hafa lánað fé til einstaklinga. Stofnsjóðsmiðar Skilaskyld eru öll samvinnufélög, þ.m.t. kaupfélög. Takmörkuð skattskylda - greiðsluyfirlit Skilaskyldir eru þeir sem innt hafa af hendi hvers konar greiðslur til erlendra aðila og annarra, sem bera takmarkaða skattskyldu hér á landi. Greiðslumiðar – leiga eða afnot Skilaskyldir eru þeir sem innt hafa af hendi hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindum eða öðrum réttindum. Hlutabréfakaup skv. kaupréttarsamningi Skilaskyld eru öll hlutafélög sem gert hafa kaup- réttarsamninga við starfsmenn sína samkvæmt staðfestri kaupréttaráætlun. Nánari upplýsingar eru á vef ríkisskattstjóra www.rsk.is Skilafrestur á eftirtöldum gögnum vegna framtalsgerðar 2009 er til 30. janúar en þeir sem skila á rafrænu formi hafa þó frest til 10. febrúar 2009 Skiláupplýsingum vegnaskattframtals 2009 Jón a J ón sdó ttir Rim a 2 4 112 Re ykj aví k 21 02 72 -22 29 1.9 67 .04 3 78 .68 4 860 39 .34 0 86 0 1.9 67 .04 3 27 4.6 70 FRÉTTASKÝRING Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is ÞAÐ vakti athygli á dögunum þeg- ar tilkynnt var í Lögbirtinga- blaðinu að eignarhaldsfélag sem stofnað var utan um kvikmyndina A Little Trip to Heaven hefði farið í þrot. Á sínum tíma birtust fréttir um velgengni myndarinnar í fjöl- miðlum og henni var dreift til rúm- lega 40 landa af Catapult, fyrirtæki Sigurjóns Sighvatssonar. Í kjölfar- ið má spyrja sig hvernig kvikmynd geti farið í þrot en ekki fram- leiðslufyrirtækið sem stendur að gerð myndarinnar, og í öðru lagi hvort það teljist eðlilegt að stofnað sé félag utan um hverja einstaka kvikmynd sem framleidd er? Hvað síðarnefndu spurninguna varðar segir í reglum iðnaðarráðu- neytisins að framleiðanda sé skylt að stofna félag utan um hvert ein- stakt verkefni ætli hann að sækja um endurgreiðslu á 14% af fram- leiðslukostnaði kvikmyndar sem fellur til hér á landi. Geti framleið- andinn hins vegar sýnt fram á það í bókum sínum að 80% af kostnaði hafi runnið til íslenskra aðila, fær hann einnig endurgreiðslu af þeim kostnaði sem rann til evrópskra aðila. Þessar reglur setur iðn- aðarráðuneytið til þess að tryggja að peningarnir sem endurgreiddir eru, fari upp í kostnað myndanna en séu ekki notaðir til þess að halda uppi öðrum rekstri fram- leiðslufyrirtækisins. Kvikmyndasjóður Íslands veitir svo styrki fyrir allt að 50% af framleiðslukostnaði myndar en af- gangsins verða framleiðendur að afla annars staðar. Styrkurinn er greiddur á fyrsta tökudegi til framleiðslufyrirtækisins en ekki til þess fyrirtækis sem utan um myndina er stofnað. Tilraunastarfsemi Ari Kristinsson, formaður Sam- bands íslenskra kvikmynda- framleiðenda (SÍK), segir menn oft reyna að finna nýjar leiðir til þess að finna það fé sem upp á vantar en það gangi misjafnlega eins og gefi að skilja. Ari segir A Little Trip vera eitt af mörgum dæmum þess. „Það er mjög eðlilegt að eitthvað misheppnist og margt getur farið úrskeiðis,“ útskýrir Ari. „Tekj- urnar eru kannski að koma inn á sjö árum og ef þú hefur tekið lán á íslenskum vöxtum þá getur það vaxið svo hratt að þú rétt nærð að halda í vextina.“ Það var einmitt þessi tilrauna- starfsemi, að finna fé á nýjum stöðum, er varð myndinni að falli. Eftir að hafa fengið 50 milljóna styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands leitaði Baltasar Kormákur og framleiðslufyrirtæki hans Sögn ehf. (Blueyes Productions) á náðir Kaupþings um það sem upp á vant- aði. „Kaupþing var með og hafði upphaflega hugsað sitt framlag sem fjárfestingu,“ segir Baltasar en tekur fram að einungis hafi ver- ið um munnlegt samkomulag að ræða. „Svo breyttust aðstæður og bankinn vildi breyta þessu í lán. Í aðdraganda bankahrunsins hvarf svo þolinmæðin eftir tekjunum og þeir kusu að gjaldfella lánið. Þá var ekkert annað að gera en að setja þetta í þrot,“ segir Baltasar en bankinn hefði að öðrum kosti fengið 50% af öllum hagnaði að lokinni uppgreiðslu lánsins. Að sögn Baltasars átti hann von á sæmilegum tekjum af myndinni en þær hefðu ekki verið búnar að skila sér á þeim tíma sem bankinn gjaldfelldi lánið. Þó hefði verið bú- ið að ganga frá öllum launa- greiðslum. Besti árangur að sleppa á sléttu Ari Kristinsson segir margar myndir enda á hausnum. „Fram- leiðendur hér þurfa að taka meiri áhættu en framleiðendur almennt á Norðurlöndum, sem búa að miklu stærri heimamarkaði. Þar er oftast hægt að selja nægilega marga bíó- miða til þess að hægt sé að standa undir stórum hluta kostnaðarins. Oft hefur dæmið verið reiknað þannig að til þess að kvikmynd gangi upp þurfi allt að heppnast. Hún þarf að fá góða aðsókn og seljast vel. Árum saman var há- marksárangur að sleppa á sléttu.“ Þegar kvikmyndir fara í þrot  Fjárhagsgrundvöllur íslenskra kvik- mynda er iðulega mjög erfiður  Það getur tekið allt að sjö ár fyrir vin- sælar kvikmyndir að skila hagnaði Morgunblaðið/Þorkell Stjörnum prýdd Bandaríska leikkonan Julia Stiles fór með veigamikið hlut- verk í kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven. KVIKMYNDIN A Little Trip to Heaven var fyrst frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Toronto árið 2005 en hér á landi í desember sama ár. Baltasar Kormákur leikstýrði myndinni en hann skrifaði einnig handritið ásamt Edward Martin Weinman. Myndin fjallar um rannsóknarmann tryggingafyrirtækis sem er sendur út af örkinni til þess að rannsaka bana- slys í smábænum Hastings. Bandarísku leikararnir Forest Whitaker, Julia Stiles og Peter Coyote fara með helstu hlutverk í kvikmyndinni en hún var að öllu leyti tekin upp hér á landi. Mugison samdi alla tónlist fyrir kvik- myndina fyrir utan titillagið sem er eftir Tom Waits og er frá árinu 1973. Kvikmyndin var sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim út árið 2006 og var gefin út á mynddiski í Finnlandi, Grikklandi, Kanada, Bandaríkjunum og Þýskalandi ári síðar. Whitaker Persóna hans fær fljótt á tilfinninguna að ekki sé allt með felldu. Skroppið til himna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.