Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009
1970 Werner-skýrslan, nefnd eftir
þáverandi forsætisráðherra og
fjármálaráðherra Lúxemborgar, mælir
fyrir um þriggja þrepa uppbyggingu
Myntbandalags Evrópu (EMU),
sem síðan er lögð á hilluna vegna
efnahagsþrenginga í upphafi áttunda
áratugarins.
1978 Evrópska myntkerfinu er hleypt af
stokkunum, sem stendur saman af
gengissamstarfi Evrópu (ERM) og
evrópsku mynteiningunni (ECU), körfu
sem samansett var úr gjaldmiðlum
ESB-ríkjanna.
1989 Delors-skýrslan, nefnd eftir þáverandi
forseta framkvæmdastjórnarinnar
Jacques Delors, markar veginn að
myntbandalaginu (EMU) í þremur
þrepum.
1990 Fyrsta skrefið að Myntbandalaginu:
nánari samræming efnahagsstefnu og
meira frelsi í fjármagnsflutningum.
1992 Maastricht-sáttmálinn undirritaður
þar sem Myntbandalagið er tímasett
og aðlögunarákvæði (convergence
criteria) skilgreind sem aðildarríki
þurfa að uppfylla til að taka þátt í
Myntbandalaginu.
1994 Annað skrefið að Myntbandalaginu:
Peningamálastofnun Evrópu
(EMI) komið á fót. Aðildarríki eru
skuldbundin til að vinna að því að
uppfylla aðlögunarákvæðin fimm sem
lúta að verðstöðugleika, vaxtamun,
skuldum hins opinbera, afkomu
hins opinbera og stöðugleika í
gengismálum.
1995 Sameiginlega myntin nefnd evra í
Madríd og útlistað hvernig stíga á
þriðja skrefið að Myntbandalaginu
– upptöku á evrunni – með þriggja
ára aðlögunartíma milli þess og að
evrupeningar verði teknir í gagnið.
1997 Gengið frá samkomulagi um
stöðugleika og vöxt í Amsterdam
til að tryggja að aðildarríki beiti
aðhaldi í ríkisfjármálum, en í því
felst heimild til aðgerða gagnvart
ríkjum sem ekki halda sig innan við
3% halla á ríkissjóði. Evrópuráðið
samþykkir sama ár endurskoðun
á gengissamstarfinu (ERM II), sem
tengir evruna og gjaldmiðla þeirra
aðildarríkja ESB sem ekki eru í
Myntbandalaginu. Í því felst að gengi
gjaldmiðla ríkja í ERM II megi ekki
sveiflast gagnvart evru um meira en
15%.
1.-3. maí 1998
Evrópuráðið
samþykkir að stíga
þriðja skrefið að
Myntbandalaginu
1. janúar 1999
og að 11 af 15
aðildarríkjum
uppfylli skilyrðin
til að taka upp
sameiginlega
gjaldmiðilinn. Það
eru: Austurríki,
Belgía, Finnland,
1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989
Myntbandalag Evrópu
Dollaraseðill sem lýsir vel ástandi á
fjármálamörkuðum og evrur í formi
inneignarnótu.
Gagnrýninn Erlendur Magnússon er
framkvæmdastjóri Total Capital Partn-
ers og bankaráðsmaður í NBI
Í
þeirri stöðu sem komin er upp í
íslensku efnahagslífi leita allir
að lausn en þá mega menn ekki
gleyma að það eru kostir og
gallar við ólíkar leiðir – engin þeirra
er gallalaus að mati Erlends Magn-
ússonar framkvæmdastjóra.
„Menn gefa sér núna að frjáls,
fljótandi og lítill gjaldmiðill hljóti að
heyra sögunni til. Það má vera að
þetta sé ekki besti kosturinn, ég
skal ekkert fullyrða um það, en
menn ættu að skoða allar leiðir
gaumgæfilega – ekki hugsa einvörð-
ungu út frá því að þeir séu nýbúnir
að brenna sig á fljótandi krónu og
allt annað hljóti því að vera betra.
Getur verið að það hafi ekki verið
leiðin sem valin var, heldur fram-
kvæmdin sem brást?“
Hann rifjar upp að áður en evran
var tekin upp innan ESB hafi verið
búið að stofna til myntsamráðs í
Evrópu sem þýddi að gjaldmiðlarnir
máttu ekki breytast nema innan
ákveðins ramma, ekki ósvipað Bret-
ton Woods. „Þegar Bretar gengu
inn var samdráttur hjá þeim en upp-
gangur í sameinuðu Þýskalandi;
markið þurfti því að hækka og
pundið að lækka, en allt stóð fast og
það keyrði breska hagkerfið í kaf.
Það er meginástæðan fyrir því að
breskur almenningur og stjórn-
málamenn eru andvíg-
ir því að fara inn í evr-
una – þeir muna hvað
ástandið var alvarlegt
milli 1990 og ’92. Það
var ekki fyrr en
George Soros keyrði
fastgengisstefnuna í
kaf með því að taka
stöðu gegn breska
pundinu á gjaldeyr-
ismörkuðum haustið
1992 að breska rík-
isstjórnin neyddist til
að hætta í samstarfinu
og það losaði um hnút-
inn.“
Innganga Íslands í
ESB er að stærstu leyti pólitísk
spurning, að sögn Erlends. „Til
þessa hef ég verið frekar andsnúinn
aðild en ég er tilbúinn að skoða það
mál að nýju. Það er hinsvegar alls
ekki gefið að innganga í ESB leiði til
þess að við tökum upp evruna og því
ættum við alls ekki að gerast aðilar
að ESB bara út af gjaldmiðlinum.
Til þess að ganga inn í mynt-
bandalagið þyrftum við líka að ráð-
ast í umfangsmiklar breytingar á
efnahag okkar, sem gerðu að verk-
um að við gætum alveg eins haldið
sjálfstæðri mynt. Þá er alls óvíst að
evran, sem við þekkjum í dag, yrði
enn við lýði þegar kæmi að okkur.“
Erlendur segir að ástæðan sé sú
að ríkin sem hafi tekið upp evruna
séu með ólíkan hagvöxt, framleiðni-
stigið sé ólíkt og lífeyr-
iskerfin einnig gjörólík,
sem þýði að dulinn
fjárlagahalli sé gríð-
arlegur í sumum ríkj-
um en ekki öðrum.
„Ríkissjóðir margra
aðildarlanda eiga eftir
að takast á við him-
inháar lífeyris-
skuldbindingar á
næstu áratugum á
meðan önnur aðild-
arlönd eru mun betur í
sveit sett.
Og lífið í evrulandi er
enginn dans á rósum í
löndum eins og Írlandi,
þar hefði efnahagslífið hrunið ef
bankakerfið hefði verið jafnstórt og
hér á landi; þar hefur ríkið ábyrgst
allar skuldir bankanna, ekki aðeins
innlán. Vissulega eru bankarnir
hlutfallslega ekki eins stórir og þeir
voru á Íslandi en á móti kemur að
líklega er eigið fé írsku bankanna í
raun ekkert, því þeir lána mikið til
fasteignafjármögnunar og fast-
eignamarkaðurinn hefur hrunið.
Það gerðist m.a. vegna þess að þeir
tóku upp evru – því fylgdi mikill
uppgangur og lágir vextir.
Spánverjar fengu einnig að kenna
á því eftir að þeir tóku upp evruna.
Þannig að menn eru ekkert lausir
við vandamál í evrulöndunum og
það er alls ekki komið á hreint
hvernig fer fyrir evrunni.“
Engin leið er gallalaus
Gætum eins haldið sjálfstæðri mynt eins og að taka upp evru
Erlendur Magnússon
Þ
að væri ekki velkomið; það er einfaldlega það sem
við segjum,“ segir Amelia Torres, talsmaður efna-
hags- og fjárhagssviðs framkvæmdastjórnar ESB,
í viðtali í Brussel um það hvernig ESB brygðist við
ef Ísland tæki einhliða upp evru.
Eins og málið er lagt upp af hálfu ESB geta aðeins að-
ildarríki tekið upp evru og þau þurfa að uppfylla skilyrði
Maastrichtsáttmálans. Það er ljóst að það yrði illa séð af
ESB ef Íslendingar tækju upp evru. Þá væri ekki aðeins
gengið gegn grundvallargildum Maastrichtsáttmálans,
heldur einnig verið að skjóta sér fram fyrir aðrar þjóðir,
þar á meðal aðildarþjóðir sem eiga í gjaldmiðilskreppu en
fá ekki að taka upp evru, eins og Búlgaríu. Sú umræða
hefur einnig komið upp þar að taka upp evru einhliða.
Á fundi fjármálaráðherra aðildarríkja ESB í nóvember
2000 var sú afstaða mótuð formlega að einhliða upptaka
aðildarríkis eða framtíðaraðildarríkis á evru bryti í bága
við Maastrichtsáttmálann og ekki mætti fara þá leið til að
komast hjá því að uppfylla aðlögunarákvæðin. Mynt-
bandalagið er eins og gefur að skilja ekkert opnara fyrir
ríkjum utan ESB en aðildarríkjum og komið hefur fram að
ekki fengist stuðningur Seðlabanka Evrópu.
Þá hefur komið fram hjá Inigo Arruga Oleaga, sem
starfar hjá lagadeild Seðlabanka Evrópu, á fundi um evr-
una í HR vorið 2007, að einhliða upptaka evrunnar, án
samþykkis ESB, væri að hans mati líklega ekki í samræmi
við ákvæði EES-samningsins um samráð og samvinnu
samningsaðila, m.a. á sviði efnahags- og peningamála, og
gæti því sett hann í uppnám.
En Daniel Gros, framkvæmdastjóri Center for European
Policy Studies, gefur lítið fyrir slík sjónarmið og segir
ekkert standa í EES-samningnum um gjaldmiðla. Hann
segir Íslendinga hafa gert ein afdrifarík mistök – „þið haf-
ið spurt Evrópusambandið þúsund sinnum hvort þið meg-
ið taka upp evru og 1001 sinni fengið neitun!“ En bætir því
við að allar forsendur hafi gjörbreyst við fall bankanna.
„Það væri ekki velkomið“
Einhliða upptaka andstæð grunngildum Maastrichtsáttmálans
– Ekki þó allir?
„Mjög margir getum
við sagt,“ svarar hún.
„En hinsvegar finnst
mér umræðan meira
um það hvort við get-
um gert það einhliða
eða verðum að ganga í
ESB en flestir eru á
því að við getum ekki
búið við krónu.“
– Neyðumst við
ekki til þess næstu ár-
in?
„Gengi gjaldmiðils
byggist á væntingum,
trúverðugleika og
trausti. Og það er
nokkuð sem krónan nýtur ekki í dag.
Ef við tökum stefnuna á ESB og
evru, þannig að menn trúi því að það
sé framundan, mun það skapa meiri
ró og færa krónuna í átt til eðlilegra
jafnvægisgengis, því markaðir eru
drifnir áfram af væntingum. Um leið
og menn trúa því að það verði nið-
urstaðan mun gjaldmiðillinn styrkj-
ast og vextir byrja að lækka.“
Þarf stöðugri gjaldmiðil
Fylgjandi Kristín Péturs-
dóttir er forstjóri Auðar
Capital
É
g held að upp-
taka evru með
inngöngu í ESB
sé eini raunhæfi
kosturinn sem við höf-
um í stöðunni,“ segir
Kristín Pétursdóttir, for-
stjóri Auðar Capital. „Ef
við ætlum að byggja
upp fyrirtæki og at-
vinnulíf hér til fram-
tíðar, sem á möguleika í
alþjóðlegu samkeppn-
isumhverfi verðum við
einfaldlega að fara þessa leið. Ég
held líka að allt tal um einhliða upp-
töku evru sé út úr korti, því fylgi
gríðarlega mikil áhætta og það sé
mikil skammsýni að halda að það sé
lausn fyrir okkur. Ef við ætlum að
halda hér öflugum fyrirtækjum til
framtíðar verðum við að búa við
stöðugri gjaldmiðil og ég held að all-
ir séu sammála um það.“
Ef stefnan er sett á evru mun það
skapa meiri ró um krónuna
Kristín Pétursdóttir
en er það endilega eft-
irsóknarvert? Al-
mennt finnst mér
meira áríðandi fyrir ís-
lenskt þjóðfélag að
takast á við vandann í
efnahagslífinu og ræða
eigin vinnubrögð, sið-
ferði og áherslur, líta í
eigin barm, heldur en
að ræða inngöngu í
ESB.“
– Nú?
„Við þurfum að átta
okkur á því hvaða úr-
ræði við höfum og ein-
beita okkur að því.
Hitt er umræða um
stefnu til langs tíma, sem þarf vissu-
lega að taka, en mér finnst að draga
þurfi fram kosti og galla aðildar án
þess að það sé í upphrópunarstíl,
eins og einkennir dálítið umræðuna
núna, og átta sig á því að alþjóða-
samningar eru skuldbindingar, ekki
bara eitthvað sem við fáum á silf-
urfati. Ég tel að það þurfi að skoða
allar hliðar á þessu máli og hefði vilj-
að að sú vinna væri komin lengra.“
Efins Rannveig Rist er
forstjóri Alcan á Íslandi
É
g hugsa að það
myndi auka
stöðugleika og
auðvelda þannig
rekstur fyrirtækja að
hafa gjaldmiðil sem
væri ekki eins sveiflu-
kenndur og krónan,“
segir Rannveig Rist,
forstjóri Alcan á Íslandi
hf.
„En fyrir okkur væri
dollar eftirsóknarverð-
astur, því viðskipti með
ál eru í dollurum. Ef við
tækjum upp evru væri það að ein-
hverju leyti sveiflujafnandi, en ég
segi ekki að það breytti miklu.“
– Ertu fylgjandi aðild að ESB?
„Ég veit ekki hverju hún myndi
breyta fyrir okkar fyrirtæki. Við
höfum tekið upp flestar af þessum
reglum sem að okkur snúa. Mér sýn-
ist að sem stendur séu reglur ESB
um losun álvera á gróðurhúsa-
lofttegundum rýmri en hér á landi,
Umræðan í upphrópunarstíl
Rannveig Rist
Dollari eftirsóknarverðari en evra
Evrópusambandið | Gjaldmiðillinn