Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009 Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is GYLFI Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir allt benda til þess að Bretar hafi fryst eignir Landsbankans í Bretlandi með beit- ingu hryðjuverkalaga til þess að hefta fjármagns- flutninga frá bankanum í kjölfar hruns hans. „Bretar höfðu ekki góða reynslu af bankahrunum skömmu áður, þar sem miklir fjármagnsflutning- ar áttu sér stað frá Lehman Brothers í Bretlandi skömmu áður en hann hrundi,“ sagði Gylfi í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Gylfi segist ekki hafa heimildir fyrir því hvort fjármagnsflutningar áttu sér yfir höfuð stað en beiting laganna hafi öðru fremur verið ætluð til þess að verja hagsmuni breskra borgara. „Síðan er framferði Breta í okkar garð og birting nafns Íslands á lista yfir hryðju- verkamenn allt annað mál,“ seg- ir Gylfi. Miklir hagsmunir voru í húfi enda hundruð milljarða króna á innlánsreikningum Landsbank- ans í Bretlandi þegar skilanefnd Fjármálaeftirlitsins (FME) tók hann yfir. Gylfi var einn fyrirlesara á fundi í Háskóla Ís- lands á mánudag, sem var hluti af fundaröð skól- ans um mannlíf og kreppur. Þar ræddi hann um ástæður bankahrunsins og atvinnulífið á Íslandi. Gylfi segir stjórnvöld þurfa að upplýsa betur hvað sé að gerast hér á landi. Nauðsynlegt sé að halda fólki upplýstu um hvert skref sem tekið er. „Ég tel að það sé hægt að gera betur í því að upp- lýsa fólk um í fyrsta lagi hvað gerðist, og svo í öðru lagi hvað er að gerast. Með skilvirkari upplýs- ingagjöf ætti að vera hægt að róa fólk og gera því grein fyrir að staðan væri ekki endilega alslæm til langrar framtíðar.“ Í fyrirlestri sínum sagði Gylfi ljóst að Ísland þyrfti að reiða sig á verðmætasköpun og útflutn- ing. Veiking krónunnar hefði góð áhrif á útflutn- ingstekjur. Þá sagðist Gylfi hafa trú á því að Ís- lendingar myndu ekki taka lán í erlendri mynt aftur til þess að fjármagna almenna neyslu eins og gert hefur verið á síðustu árum. Vildu hefta fjármagnsflutninga  Gylfi Zoëga prófessor segir Breta hafa beitt hryðjuverkalögum til þess að hefta fjármagnsflutninga  Upplýsingagjöf stjórnvalda þarf að vera betri, segir Gylfi Gylfi Zoëga Í HNOTSKURN » Gylfi sagði í fyrirlestrisínum að opinberar eft- irlitsstofnanir hefðu brugð- ist hlutverki sínu og lántak- endur hefðu treyst um of á sífellt vaxandi eignamynd- un. » Nafn Landsbankans ogÍslands var sett á lista yf- ir þjóðir og samtök sem grunuð eru um að stunda eða styðja við hryðjuverka- starfsemi, eftir að Bretar beittu hryðjuverkalögunum gegn Landsbankanum. „VIÐ fengum um 30 kíló af síld,“ sagði Jón Andrés Jónsson sem fór ásamt Kristjáni syni sínum til síld- veiða í smábátahöfninni í Hafn- arfirði í gær. Þeir lögðu 25 m langt silunganet á milli bryggna og létu liggja í 5-10 mínútur. Þegar það var dregið var það bunkað af síld. „Þetta var mjög gaman og mikið af fólki sem kom að horfa á,“ sagði Jón Andrés. Þetta var í fyrsta sinn sem hann lagði net þarna í höfn- inni. Hann sagði að örfáar síldar í aflanum hefðu sýnilega verið sýkt- ar. „Að öðru leyti fannst okkur þetta vera mjög falleg og góð síld.“ Jón Andrés er vanur síldveiðum frá því í gamla daga. Þá var hann á bátum frá Suðurnesjum sem veiddu síldina í reknet. Kristján sonur hans var einnig á síld og á þeim bát- um var síldin veidd í hringnót. Síldina ætlar Jón að salta, að minnsta kosti hluta af aflanum. Eitthvað ætlar hann að frysta til að eiga í beitu, en hann á skemmtibát og fer stundum á handfæri. Jón sagði það vel koma til greina að leggja netið aftur fyrir síld, „ef það liggur vel á okkur“, eins og hann sagði. gudni@mbl.isMorgunblaðið/Árni Sæberg Falleg og góð síld í höfninni FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að höfða ekki mál gegn breskum stjórnvöldum fyrir breskum dóm- stólum „á þessu stigi“ vegna beit- ingar hryðjuverkalaganna gegn Landsbankanum í október sl. Hins vegar ákvað ríkisstjórnin að kanna til þrautar möguleika á að leita rétt- ar Íslendinga fyrir Mannréttinda- dómstóli Evrópu í Strassborg. Bresku lögmennirnir sem rík- isstjórnin fékk til að leggja mat á hvort hægt væri að hnekkja kyrr- setningu eigna Landsbankans fyrir breskum dómstólum og hvort ríkið gæti höfðað skaðabótamál vegna að- gerða breskra stjórnvalda, töldu litl- ar sem engar líkur á því. Þá væru engar líkur á að íslenska ríkið fengi dæmdar skaðabætur fyrir breskum dómstólum vegna þessa. Þverrandi líkur virðast einnig á að skilanefnd Landsbankans höfði mál gegn breskum stjórnvöldum í Bret- landi ef marka má ummæli forsætis- ráðherra í gær og álit lögfræðinga sem stjórnvöld leituðu til. En rík- isstjórnin ætlar þó að styðja Lands- bankann ef til málaferla kemur og styðja „af alefli“ málsókn skila- nefndar Kaupþings vegna fram- göngu breska Fjármálaeftirlitsins gegn Singer & Friedlander eins og fram kom á mándudag. Óþarft að stefna samninga- viðræðum um Icesave í hættu Á minnisblaði ríkislögmanns frá 22. desember er bent á að samninga- viðræður eru í gangi vegna Icesave- reikninganna. „Aðilar innan íslenska ráðgjafahópsins hafa áhyggjur af því að málaferli fyrir breskum dóm- stólum geti skaðað íslenska hags- muni vegna samninga um uppgjör þessara reikninga,“ segir á minn- isblaðinu. „Ríkislögmaður telur að sýnt hafi verið fram á með fullnægj- andi rökum að dómstólaleiðir fyrir breskum dómstólum þjóni ekki hagsmunum íslenska ríkisins. Litlar sem engar líkur séu til þess að ís- lenska ríkið nái þeim markmiðum sem upphaflega var að stefnt. Sömu sjónarmið eiga við um skilanefnd Landsbankans, sbr. ráðgjöf bresku lögmannanna. Í ljósi þessa er óþarft, ef ekki óskynsamlegt, að stefna samningaviðræðum um Icesave- reikningana í hættu vegna málaferla sem fyrirfram eru talin vonlítil,“ segir ríkislögmaður. Uppfylla þarf skilyrði Ríki geta borið fram kæru fyrir Mannréttindadómstól Evrópu á hendur öðru aðildarríki Mannrétt- indasáttmála Evrópu á grundvelli 33. greinar sáttmálans, og haldið því fram að réttindi einstaklinga eða lögaðila hafi verið brotin, segir Björg Thorarensen prófessor við lagadeild HÍ. „Uppfylla þarf ákveðin skilyrði til að mál fari fyrir Mannréttinda- dómstólinn, hvort sem um kærur einstaklinga eða ríkja er að ræða. Aðalskilyrðið er að úrræði innan- lands hafi verið tæmd og reynt hafi verið að leita leiðréttingar fyrir dómstólum í því ríki, sem haldið er fram að hafi brotið ákvæði sáttmál- ans,“ segir hún. Björg er þeirrar skoðunar að fyrst væri rétt að fá skorið úr um lögmæti kyrrsetningar eigna Landsbankans fyrir breskum dómstólum þegar litið er til þess að um mjög afmarkað til- vik er að ræða og miklir hagsmunir bankans voru skertir með aðgerðum breskra yfirvalda. Hún tekur þó fram að hún hafi ekki allar upplýs- ingar um hvort það sé viðtekin venja að beita lögunum með þessum hætti. „Ég hefði talið nærtækast að Landsbankinn höfðaði mál fyrir breskum dómstólum og byggði málareksturinn á ákvæðum Mann- réttindasáttmála Evrópu sem gilda í Bretlandi og þá fyrst og fremst ákvæðinu um skerðingu á eign- arrétti. Það verður að vera laga- heimild fyrir takmörkunum sem settar eru á eignarrétt. Þarna eru settar það miklar takmarkanir á eignarréttinn á grundvelli óljósrar lagaheimildar og yrðu breskir dóm- stólar að skera úr um það á grund- velli Mannréttindasáttmálans. Fall- ist þeir ekki á að brot hafi verið framið getur hvort heldur Lands- bankinn eða íslenska ríkið skotið málinu til Mannréttindadómstóls- ins,“ segir Björg. Óvíst að MDE tæki við kæru  Lagaprófessor segir nærtækast að Landsbankinn höfði mál fyrir breskum dómstólum og byggi málareksturinn á ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu  Áhyggjur af málaferlum vegna Icesave ÓLAFUR Marel Ólafs- son, útgerðarmaður á Seyðisfirði, andaðist á Sjúkrahúsi Seyð- isfjarðar sunnudaginn 4. janúar. Ólafur fæddist 30. apríl 1925 í Vest- mannaeyjum en ólst upp á Hánefs- staðaeyrum á Seyð- isfirði. Hann var gagn- fræðingur frá Alþýðuskólanum á Eið- um og íþróttakennari frá Íþróttakenn- araskólanum á Laug- arvatni. Eftir námið kenndi Ólafur íþrótt- ir við Alþýðuskólann á Eiðum og á Fáskrúðsfirði, og frá 1948 til 1960 sá hann um íþróttakennslu við barnaskólann á Seyðisfirði. Ólafur keypti bát frá Danmörku 1959 og stofnaði útgerðarfélagið Gullberg hf. fjórum árum síðar. Ári seinna stofnaði hann síldarplanið Hrönn og rak það síldarárin. Ólafur stofn- aði eina fullkomnustu síldarverk- smiðju landsins 1965, Fjarðarsíld hfl., og Fiskvinnsluna hf. á Seyð- isfirði fjórum árum síðar. Hann var einn stofnenda Dvergasteins árið 1990. Ólafur var umsvifamikill út- gerðarmaður á Seyð- isfirði og gerði út marga báta og skip, þar á meðal skuttog- arann Gullver. Ólafur stundaði bæði knattspyrnu og frjálsar íþróttir og átti um tíma drengja- met í frjálsum. Hann var formaður Íþrótta- félagsins Hugins til fjölda ára og einnig í stjórn ÚÍA. Ólafur var einn stofnenda Lions- klúbbs Seyðisfjarðar, sat í bæjarstjórn Seyðisfjarðar frá 1966 til 1974 og gegndi fjölda trún- aðarstarfa fyrir hönd bæjarins á þeim tíma. Ólafur kvæntist Elísabetu Hlín Axelsdóttur 29. október 1949 en Elísabet andaðist 10. október í fyrra. Börn Ólafs og Elísabetar eru Theódóra, María og Hrönn. Axel, sem var fyrsta barn þeirra hjóna, fæddur 20. ágúst 1942, lést árið 1987. Ólafur var heiðursborgari á Seyðisfirði, heiðursfélagi íþrótta- félagsins Hugins og einnig heið- ursfélagi Félags útvegsmanna á Austurlandi. Andlát Ólafur Marel Ólafsson Hvaða áhrif hefði það ef Mann- réttindadómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að bresk stjórnvöld hafi brotið gegn Mannréttindasáttmálanum? Dómurinn yrði bindandi fyrir breska ríkið, sem þyrfti þá að breyta hryðjuverkalöggjöfinni. Væntanlega kvæði hann líka á um einhver úrræði fyrir Landsbank- ann og hann getur dæmt sann- gjarnar bætur eftir 41. grein sátt- málans. Hvað tekur langan tíma að fá úrlausn kærumála hjá Mann- réttindadómstólnum? Málarekstur fyrir Mannréttinda- dómstólnum getur tekið mörg ár. Dómstóllinn fær um 50 þúsund kærur á hverju ári og bíða um 100 þúsund mál eftir afgreiðslu. Hafa ríki kært önnur ríki til Mannréttindadómstólsins? Já, en það er mjög sjaldgæft. Milliríkjamál eru á bilinu 10 til 20 á seinustu áratugum. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.