Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is ÞÁTTUR Icesave-reikninga Lands- bankans í falli íslenska bankakerf- isins verður tekinn til rannsóknar hjá nýlega skipaðri rannsóknar- nefnd Alþingis. Að sögn Páls Hreinssonar, hæsta- réttardómara og formanns rann- sóknarnefndarinnar, er meginhlut- verk hennar að draga upp heildarmynd af aðdraganda að falli bankanna og svara þeirri spurningu hverjar hafi verið orsakir þess. „Í þessu sambandi er augljóst að þáttur Icesave-reikninganna verður til rannsóknar hjá nefndinni þegar að- dragandi að falli bankanna er rann- sakaður.“ Lokið var að skipa í nefndina þann 30. desember síðastliðinn. Næst- komandi föstudag verður haldin kynning á skipun og störfum nefnd- arinnar fyrir fjölmiðla. Í nefndinni sitja Páll Hreinsson hæstaréttar- dómari, sem er formaður hennar, Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, og Sigríður Benediktsdótt- ir, kennari við hagfræðideild Yale- háskólans í Bandaríkjunum. Geta sótt gögn frá Hollandi Líkt og Morgunblaðið greindi frá í gær stendur nú yfir rannsókn á ábyrgð hollenskra stjórnvalda á vexti Icesave-reikninganna þar í landi að beiðni hollenska þingsins. Tveir lagaprófessorar hafa frá því í byrjun desember rannsakað hvort hollenski seðlabankinn, sem fjár- málaeftirlit landsins heyrir undir, sé ábyrgur fyrir því að ekki var tekið með réttum hætti á málinu. Sam- kvæmt lögum um rannsókn á að- draganda og orsökum falls íslensku bankanna sem samþykkt voru í des- ember hefur íslenska rannsóknar- nefndin heimild til þess að óska beint eftir gögnum og upplýsingum frá er- lendum stjórnvöldum í tengslum við rannsókn sína. Íslenskum stjórn- völdum ber að „veita atbeina sinn til slíkrar gagna- og upplýsingaöflunar ef nefndin óskar eftir því“. Heimildir Morgunblaðsins í Hol- landi herma að skýrslu um rann- sóknina þar verði skilað á vormán- uðum. Rannsóknarnefndin mun skoða þátt Icesave  Áhrif Icesave á hrun bankanna rannsökuð  Störf nefndar kynnt á föstudag Í HNOTSKURN »Íslenska ríkið hefur ennekki gengið frá samn- ingum við Hollendinga, Breta og Þjóðverja vegna lánveit- inga til að greiða eigendum Icesave- og Edge-reikninga til baka fjármuni sína. »Samninganefnd landannaþriggja setti fram kröfur um lengd lánstíma, vaxtakjör, greiðsluskilmála og endur- skoðunarákvæði sem íslensku fulltrúarnir gátu ekki sætt sig við. Fjallað var um málið á fundi utanríkismálanefndar í fyrradag en ekkert nýtt kom þar fram. ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á Íslandi lækkaði um 1,5% í gær og er lokagildi hennar 981 stig. Viðskipti með hlutabréf námu um 173 millj- ónum. Mest lækkun varð á hlutabréfum Bakkavarar, eða 7,3%. Þá lækkuðu bréf Alfesca um 4,8%. Hlutabréf Atl- antic Petroleum hækkuðu hins veg- ar um 30,4%. gretar@mbl.is Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni lækkaði ● VERÐ á olíu hélt áfram að hækka á heims- markaði í við- skiptum gær- dagsins eins og verið hefur frá áramótum. Verð á Brent norðursjáv- arolíu hækkaði um tæp 6% í gær og fór í 50,7 bandaríkjadali á fatið. Hefur olíuverð hækkað um rúm 50% frá því að lág- marki var náð um miðjan desember í fyrra. Verð á unnum olíuafurðum hækkaði einnig í gær. Gasolía hækk- aði um tæp 9% og bensín hækkaði um 3,1%. Er bensín á afleiðumarkaði komið í 1,2 dali á gallon. bjarni@mbl.is Enn hækkar heims- markaðsverð á olíu Olía Olíuskip við Marseille-höfn. ● FYRSTU ellefu mánuðina 2008 voru fluttar út vörur fyrir 413,1 millj- arð króna en inn fyrir 442,0 milljarða króna, samkvæmt tölum Hagstofu. Halli var á vöruskiptunum við útlönd, sem nam 28,9 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhag- stæð um 111,6 milljarða á sama gengi. Vörur voru fluttar út fyrir tæpa 43,2 milljarða króna í nóvember sl. og inn fyrir 40,6 milljarða króna. Vöruskiptin í nóvember voru því hag- stæð um 2,5 milljarða króna. Í nóv- ember 2007 voru vöruskiptin hag- stæð um 5 milljarða króna á sama gengi. bjarni@mbl.is Halli á vöruskiptum nam 29 milljörðum ● KRÖFUR í þrotabú danska flugfélagsins Sterling nema nú um 870 millj- ónum danskra króna, jafnvirði um 19,8 milljarða íslenskra króna og er gjaldþrot Sterling sagt eitt stærsta gjaldþrot Danmerkur í mörg ár. Í frétt danska ferðamálavefjarins Standby segir að hugsanlega muni kröfur í þrotabúið hækka síðar, en Sterling var í eigu Northern Travel Holding, sem var í eigu Fons, félags Pálma Haraldssonar. gummi@mbl.is Eitt stærsta gjaldþrot Danmerkur um árabil Pálmi Haraldsson VERÐBÓLGAN á evrusvæðinu var minni í desembermánuði síðast- liðnum en hún hefur verið í rúm tvö ár. Verðlækkun á heimsmark- aðsverði á olíu er helsta skýringin, að því er fram kemur í frétt Bloom- berg-fréttastofunnar. Tólf mánaða verðbólga mældist 1,6% á evrusvæðinu í desember og lækkaði úr 2,1% í mánuðinum á undan. Þetta er minni verðbólga en hagfræðingar höfðu almennt spáð, en þeir sem Bloomberg hafði sam- band við gerðu að jafnaði ráð fyrir um 1,8% verðbólgu í desember. Þá er verðbólgan nú komin vel undir 2,0% verðbólgumarkmið evrópska seðlabankans í fyrsta skipti frá því í ágústmánuði árið 2007. Í júlí- mánuði síðastliðnum mældist verð- bólgan á evrusvæðinu hins vegar 4,1% og hefur hún því minnkað hratt undanfarna mánuði. Sam- dráttur hefur verið á flestum svið- um í evrópsku efnahagslífi. Þannig dró til að mynda úr smásölu í des- ember sjöunda mánuðinn í röð. Segir í frétt Bloomberg að flestir sérfræðingar telji líkur hafa aukist á því að evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti sína á fundi bank- ans í næstu viku. Vextirnir eru nú 2,5% en voru 4,25% í október. gretar@mbl.is Minni verðbólga GERT er ráð fyrir að það skýrist um miðjan þennan mánuð hvernig staðið verður að endurfjármögnun Árvak- urs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Þetta kom fram í máli Einars Sig- urðssonar, forstjóra Árvakurs, í við- tali við fréttavefinn mbl.is í gær. „Við höfum kynnt félagið og stöðu þess fyrir þeim sem sýnt hafa starf- seminni áhuga og þessir aðilar þurfa síðan að eiga viðræður við Nýja Glitni í framhaldinu,“ sagði Einar. „Ég geri ráð fyrir að það verði 2 til 4 hópar sem taki málið lengra. Mark- miðið var að ná inn nýjum fjárfestum fyrir áramót en ýmislegt setti þær áætlanir úr skorðum. Við gerum ráð fyrir að við sjáum til lands í málinu um miðjan janúar.“ Einar sagði einnig að gert væri ráð fyrir samvinnu við Fréttablaðið um prentun og dreifingu og að hann vonaði að hún kæmist á í febrúar. Skuldir um 4,4 milljarðar Í skýrslu um stöðu Árvakurs, sem birt var á vef DV í gær, kemur fram að ætlað sé að afla eins milljarðs króna í nýju hlutafé eftir að hlutafé núverandi eigenda Árvakurs hefur verið fært niður. Þá kemur fram í skýrslunni að skuldir Árvakurs um áramótin hafi verið um 4,4 milljarðar króna. Í frétt mbl.is segir að þar af nemi gengistap rúmlega tveimur milljörðum króna. Lán hjá Glitni vegna prentsmiðju Morgunblaðsins stóð um áramótin í 2.760 milljónum króna og önnur veð- lán hjá Glitni í 444 milljónum. Þá stóðu fjárfestingar- og rekstrarlán Glitnis til Árvakurs í 332 milljónum króna um áramót og sambærilegt lán Landsbankans til Árvakurs var þá um 897 milljónir. Öll þessi lán eru gengistryggð og hafa því öll hækkað mikið í kjölfar veikingar krónunnar. Sem dæmi má nefna að lán Landsbankans var upp- haflega um 450 milljónir. Tap vegna 24 stunda Árvakur keypti helmingshlut í Ári og Degi, útgáfufélagi 24 stunda, og keypti reksturinn síðan að fullu árið eftir. Útgáfu blaðsins var hætt á síð- asta ári. Í skýrslunni kemur fram að hlutdeild í Ári og Degi hafi skilað Ár- vakri neikvæðri EBITDA upp á 104 milljónir árið 2006, 225 milljónir árið 2007 og áætlað sé að EBITDA verði neikvæð um 519 milljónir á árinu 2008 vegna útgáfu 24 stunda. gretar@mbl.is Stefnt að lausn um miðjan janúarmánuð Morgunblaðið/Júlíus Prentsmiðjan Lán vegna prent- smiðju eru um 2,8 milljarðar. Um helmingur af skuldum Árvakurs stafar af lækkun á gengi krónunnar PENINGAR sem Reykjavík átti í pen- ingamark- aðssjóði Lands- bankans, 4,1 milljarður króna, hafa enn ekki verið inn- heimtir að fullu. Þeir sem áttu í peningamark- aðssjóði Lands- bankans fengu greitt sem nemur 68,8% af inneign sinni í lok októ- bermánaðar síðastliðinn. Miðað við það útgreiðsluhlutfall má ætla að borgin eigi enn um 1,3 millj- arða króna ógreidda af upphæð- inni. Borgin reyndi að færa fjár- munina yfir í ríkistryggð verðbréf skömmu fyrir fall Landsbankans og bankinn bæði staðfesti og neitaði að slík færsla hefði verið framkvæmd. Kristbjörg Stephensen borg- arlögmaður segir að borgin hafi sent skilanefnd Landsbankans til- kynningu í tölvupósti í október um málið, bréf í lok nóvember og síðan ítrekun hinn 22. desember. „Við höfum ekki fengið neinar skýringar og því vitum við ekki hver afstaða skilanefndarinnar er.“ thordur@mbl.is Reykjavík á þriðjung inni Kristbjörg Stephensen Átti milljarða í sjóði Landsbankans     %- $2+ 3,4% -4-       ,$), ), -4- 3*4*   ! " # $  % 2-,) ,$) 3-4( 3,4)   &'() !* +$*2 )-$ 3,4* 3-42     +,    2%, $%, 5,4) 3,4-                 !      *- ./ 01 2 3 ./ 4-   2 3 ./  ./ (     5 &65 /7/ ./ 8 ./        * - * " 9 * - :  :;& )  &< 9 / ) 3 = > ? 3@ ./ $A. 6 ./ (:B$  !  " # C  9 *  C /  2  ./  36 ./ $ %&  ' +4-- 4% ,*4+- (%4(- ,4%+ 2(4- ,(+4-- $(%4-- 2,4)- ,-4-- ,4* 6 ,4-- ,42- ,)+-4-- ,-4-- )4--                       D 3    '7  E    ? 3 ( ,/ /+/F / F/GH/+ ,/,G/G /GF/,  H//+  G//H ,/HF    +/HG,/   I IF +FI HHIG +I GHI +H+I ,,I  ++GI +IF    +,,I   I I +FI, HIH +I GIF +HI FI  ++I +I,  +I  +,,I +I ,I &61 0 3  G + +  +     F    H   !   0 /0  /+/G /+/G /+/G /+/G /+/G /+/G /+/G /+/G F/+/ /+/G /+/G  /++/ F/+/ /+/G /++/ /++/ *' *' *' ● MP BANKI hefur samið um aðgang að kerfum Reiknistofu bankanna og fengið úthlutað bankanúmerið 700. Fjármálaeftirlitið veitti bankanum viðskiptabankaleyfi hinn 10. október sl. Leyfið var í fyrstu veitt til 31. des- ember 2008 en bankinn hefur nú fengið staðfest leyfi. Samhliða þessu hefur bankinn gerst aðili að stórgreiðslukerfi Seðla- bankans og jöfnunarkerfi Fjöl- greiðslumiðlunar. MP Banki var stofnaður 1999 og fékk starfsleyfi sem fjárfestingarbanki árið 2004. thorbjorn@mbl.is MP Banki fær banka- númerið 700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.