Morgunblaðið - 07.01.2009, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009
Evrusvæðið í tölum
Myntbandalagið Innganga Upptaka
í ESB evru
Austurríki 1995 1999
Belgía 1957 1999
Finnland 995 1999
Frakkland 1957 1999
Grikkland 1981 2001
Holland 1957 1999
Írland 1973 1999
Ítalía 1957 1999
Kýpur 2004 2008
Lúxemborg 1957 1999
Malta 2004 2008
Portúgal 1986 1999
Slóvakía 2004 2009
Slóvenía 2004 2007
Spánn 1986 1999
Þýskaland 1957 1999
Evrusvæðið
ESB-ríki sem eiga
eftir að taka upp evru
ESB-ríki undanþegin
því að taka upp evru
Einhliða upptaka evru án aðildar að ESB
Staða Upptaka evru Fólksfjöldi
Andorra Leitar samkomulags við ESB 1999 82.000
Kósóvó Sækir um aðild 2002 2.100.000
San Marínó Utan ESB 1999 30.000
Svartfjallaland Sækir um aðild 2002 684.000
Mónakó Utan ESB 2002 33.000
Ísland
Liechtenstein
Noregur
Finnland
Svíþjóð
Danmörk
Bretland
Írland
Portúgal Spánn
Frakkland
Belgía
Lúxemborg
Þýskaland
Pólland
Eistland
Lettland
Litháen
Tékkland
Slóvakía
Ítalía
Malta Kýpur
Grikkland
Búlgaría
RúmeníaSlóvenía
Ungverjaland
Króatía
Tyrkland
Makedónía
Sviss*
Holland
Austurríki
Serbía
Kósóvó
Bosnía/
Hersegónía
Svartfjallaland
Albanía
Rússland
Hvíta-Rússland
Úkraína
Moldóva
Kaliningrad
Andorra
Mónakó
San Marínó
Helstu lykiltölur 2007
Evrusvæðið ESB Bandaríkin Japan Kína Ísland
Mannfjöldi (milljónir) 320 496 302 128 1.329 0,313
Hlutfall heimsframleiðslu (%) 16,4 22,5 21,6 6,7 10,9
Hagvöxtur (%) 2,6 2,9 2 2,1 11,9 4,9
Atvinnuleysi (%) 7,4 7,1 4,6 3,9 4,1 2,3
Verðbólga (%) 2,1 2,4 2,8 0,1 4,8 5,9
Hlufall af heimsviðskiptum (%) 16,3 21,1 11,2 7,1 11,9
Viðskiptajöfnuður 0 -0,9 -5,1 4,8 10,8 15,8
(% af vergri landsframleiðslu)
Fylgjandi Árni Oddur
Þórðarson er stjórn-
arformaður Eyris Invest
Í
sland varð fyrir
miklu áfalli í kjöl-
far alþjóðlegrar
lánsfjárkreppu
sem leiddi til algjörrar
gjaldeyriskreppu hér
á landi og á endanum
hruns bankakerf-
isins,“ segir Árni Odd-
ur Þórðarson, forstjóri
Eyris Invest. „Stjórn-
völd hafa brugðist við
með því að setja á
gjaldeyrishöft til að
vernda heimili og fyrirtæki fyrir frek-
ari búsifjum. Við fórum inn í Evr-
ópska efnahagssvæðið á sínum tíma
og nú er rökrétt að stíga skrefið til
fulls og sækja um aðild og gerast
fullgildur meðlimur í samfélagi þjóða
í Evrópu, ekki ætlum við að loka okk-
ur af í haftabúskap til langframa.“
Hann segist telja samningsstöðu
Íslendinga við Evrópu allsterka. „Mik-
ill vilji er til að fá Ísland og Noreg inn.
Að sjálfsögðu eigum við að standa
fast í lappirnar varðandi framtíð-
arskipan fiskveiða og útdeilingu á
hagnaði af auðlindum okkar.
Umsókn um Evrópusambandsaðild
samhliða því að þjóðin
einhendir sér í að upp-
fylla skilyrði fyrir upp-
töku evru, m.a. um verð-
bólgu og skuldastöðu
ríkissjóðs, mun auka
verulega trúverðugleika
og hjálpa til við end-
urreisn efnahagslífsins.
Kostnaður við að halda
úti örmyntinni okkar er
alltof hár til langframa í
samanburði við hugs-
anlegan ávinning.“
Þegar menn segja að
ESB sé ekki á dagskrá
vegna þess að Íslend-
ingar fái ekki inngöngu
strax, fara þeir með rangt mál, að
sögn Árna. „Það er rétt að við fáum
ekki evruna fyrr en við náum Maast-
richtskilyrðum sem er að mínu viti
5-7 ára ferli. En trúverðugleikinn
eykst um leið og sótt er um. Eftir því
sem trúverðugleiki eykst fara fjár-
málamarkaðir að stilla af gengi krónu
og evru. Í raun fáum við því áhrif evru
strax inn, með verðlagningu á styrk-
leikum og veikleikum hagkerfisins.
Næstu 2-3 árin verða erfið en nú er
ekki rétti tíminn fyrir skammtíma-
lausnir, við verðum að byggja upp
varanlega trú á getu þjóðarinnar til
að standa við skuldbindingar sínar.“
Engar skammtímalausnir
Rökrétt að stíga skrefið til fulls og
sækja um aðild að Evrópusambandinu
Árni Oddur Þórðarson
Andvígur Árni Vilhjálms-
son er stjórnarformaður
HB Granda
M
ér finnst að
við höfum
ekki al-
mennilega
gefið íslensku krón-
unni tækifæri,“ segir
Árni Vilhjálmsson,
prófessor og stjórn-
arformaður HB
Granda. „Nú er búið að
skera bankakerfið nið-
ur við trog, það var
orðið óeðlilega stórt í
samanburði við lands-
framleiðslu og verður aðeins brot af
því sem áður var. Víst gat krónan
illa staðið undir mikilli þenslu
bankakerfisins en nú gildir ekki
lengur sú röksemd að bankakerfið
sé óhæfilega stórt fyrir íslensku
krónuna.“
Hann heldur áfram:
„Svo er á það að líta að undanfarin
ár finnst mér að landinu hafi verið
illa stjórnað, hið opinbera hefur
staðið fyrir gríðarlegri þenslu hér á
landi og ekki stutt Seðlabankann í
viðleitni hans til að halda verðbólgu
niðri – síður en svo. Og í þeirri trú að
við getum staðið betur að opinberum
fjármálum hér og
stjórnað bankakerfinu
betur en verið hefur
held ég að krónan okk-
ar eigi einhverja von.
Ég held að við hljótum
að reiða okkur á krón-
una á næstu mánuðum
því það tekur tíma að
hrinda því í fram-
kvæmd að taka upp
annan gjaldmiðil.“
Árni hallast frekar
að því að Íslendingar
eigi að líta til annars
gjaldmiðils en evr-
unnar. „Þá reikna ég
með því að við göngum
ekki í Evrópusambandið. Ef þú
spyrð mig um mína skoðun vil ég
ekki að við förum í ESB, nema það
sé tryggt að við höldum forræði yfir
fiskimiðum okkar. Ef það tekst ekki
eigum við ekki að ganga í ESB. En
ef það er hægt horfir málið kannski
öðruvísi við. Yfirleitt er ég á móti því
að við verðum þátttakendur í ESB.
Við eigum að þrauka lengur, halda
samskonar fullveldi og við höfum
haft – og þá sýnist mér evran ekki
koma til greina.“
– Hvaða gjaldmiðill þá?
„Við getum nefnt dollar sem dæmi
um góðan gjaldmiðil.“
Gefum krónunni tækifæri
Árni Vilhjálmsson
Getum staðið betur að opinberum
fjármálum og stjórn bankakerfisins
Gjaldmiðillinn | Evrópusambandið
Upptaka evru í ESB
Kostir
• Meiri stöðugleiki á evrusvæðinu.
• Lægri verðbólga og lægri vextir.
• Viðskiptakostnaður minnkar.
• Viðskiptalífið alþjóðlegra.
• „Fluttur inn“ trúverðugleiki.
• Aðgangur að stærsta markaðssvæði
Íslands án skiptikostnaðar.
• Öflugt ríkjabandalag og bakland í
Seðlabanka Evrópu.
• Aðhald í Maastrichtskilyrðum.
Ókostir
• Langur umsóknartími.
• „Harður gjaldmiðill“ sem refsar fyrir
sveiflur í efnahagslífi.
• Samdráttur kallar á atvinnuleysi.
• Ekki sjálfstæði í peningamálum.
• Evran núna í miklu þolprófi.
Einhliða upptaka evru
Kostir
• Tekur daga eða vikur.
• Fáum helstu kosti evrunnar.
• Hættu á hruni afstýrt?
• Þyrfti minni gjaldeyrishöft?
• Gjaldmiðilsskipti einföld og varaforði
Seðlabankans dugar til.
• Laus við óvissu krónunnar og ekki þarf
að verja fleytingu með lánum.
• Samningsstaða betri við lánardrottna
gömlu bankanna og vegna Icesave.
Ókostir
• Enginn lánveitandi til þrautavara.
Yrði að sitja með lán í varasjóði?
• Kostnaður við kaup á evrum sem ella
fengjust frá Seðlabanka Evrópu.
• Enginn myntsláttuhagnaður.
• Eldfimt pólitískt.
• Hætta á áhlaupi á bankana.
Krónan
Kostir
• Veiking krónunnar styrkir stöðu
útflutningsatvinnuvega.
• Viðskiptajöfnuður hagstæður og nýtist
til að greiða erlendar skuldir.
• Spáð verðstöðugleika.
Ókostir
• Gjaldeyrishöft.
• Ekkert traust erlendis.
• Óvissa við fleytingu.
• Háir raunvextir, miklar sveiflur.
• Örmynt í ólgusjó frjálsra alþjóðlegra
fjármagnsflutninga.
Einhliða
upptaka dollars
Kostir
• Helstu kostir stórrar myntar.
• Styrkir samband við Bandaríkin.
• Ekki pólitísk áhætta.
• Veruleg lækkun á raunvöxtum.
• Lækkun viðskiptakostnaðar
Ókostir
• Meiri viðskipti við evrusvæðið.
• Ekki bakland í Seðlabanka eða
ríkjabandalagi.
• Engar tekjur af myntsláttu.
• Hætta á bankaáhlaupi.
Fasttenging
með myntráði
Kostir
• Stöðugleiki stærri akkerismyntar.
• Sjálfstæður gjaldmiðill.
Ókostir
• Ekki tímabært.
• Þarf mikinn gjaldeyrisforða, lága
skuldsetningu ríkissjóðs og
trúverðuga peningastefnu.