Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.01.2009, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009 ✝ Einar GuðráðurVestmann Þór- oddsson fæddist á Akranesi 13. desem- ber 1936. Hann lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi föstudaginn 26. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Þóroddur Odd- geirsson skipstjóri og síðar bóndi og kona hans Valgerður Ein- arsdóttir Vestmann húsmóðir og bóndi. Systkini Einars og makar eru: Anna Margrét, maki Finnur Guð- mundsson. Margrét á 3 börn með fyrri manni sínum, Viggó Haralds- syni. Valur Þór, maki Guðlaug Magnúsdóttir. Eiga þau 2 syni. Jó- hann, maki Guðríður Hannesdóttir. Eiga þau 3 börn. Bjarni Oddgeir, maki Kristín J. Dýrmunds- dóttir. Eiga þau 4 syni. Katrín á 4 börn með Þórarni Sveins- syni, en þau eru skil- in. Ólafur, maki Björk Reynisdóttir. Eiga þau 4 börn. Einar fluttist á 3. ári með foreldrum sínum að Bekans- stöðum. Þar bjó hann í föðurhúsum allt þar til hann flutt- ist fyrir nokkrum árum á Dval- arheimilið Höfða á Akranesi, þar sem hann átti heimili þar til hann lést. Útför Einars fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Einar bróðir er látinn. Blessuð sé minning hans. Einar bjó lengst af á Bekansstöðum og vann þar við bú- störf. Eftir að faðir hans dó 1968 bjó hann með móður sinni á Bekansstöð- um 2. Einar veiktist um fermingu og var síðan öryrki og gat ekki verið úti á vinnumarkaðnum. Hann hafði mik- inn áhuga á gróðri og allri trjárækt- un og var virkur félagi í Skógrækt- arfélagi Skilmannahrepps og Skógræktarfélagi Borgarfjarðar um langt árabil og allt til dauðadags. Einnig hafði hann mikinn áhuga á ýmiskonar handiðn og þó aðallega trésmíði. Hann keypti sér rennibekk og ýmis verkfæri og tæki til smíða og bjó til ýmiskonar muni með þeim. Hann dreymdi um að prufa ýmis- legt. Það komst nú ekki allt í fram- kvæmd, en sumir draumar hans rættust. Hann spáði mikið í veðrið og skrifaði dagbók um árabil. Þar var tíundað veðurfar og helstu at- burðir líðandi stundar. Seinna fór hann að vinna á vernduðum vinnu- stað á Akranesi og síðar á handa- vinnudeild Dvalarheimilisins Höfða Akranesi. Þar var hann duglegur við vefnað og annað handverk. Þar naut hann sín vel. Hann flutti með móður sinni á Dvalarheimilið Höfða Akranesi í nóvember 2002. Einar var fé- lagslyndur og mætti vel á fundi í skógræktinni og fór í ferðalög sem hann komst í með félaginu. Veikindi hans háðu honum talsvert og ollu honum oft erfiðleikum, en það var eins og verndarhendi væri haldið yf- ir honum. Hann lenti aldrei í slysum eða alvarlegum meiðslum, þótt oft lægi nærri þegar hann var einn á ferð. Elsku Einar, við systkinin og makar okkar söknum þín öll. Við óskum þér góðrar ferðar og vonum að tekið verði vel á móti þér þarna fyrir handan. Góðar sálir eru örugg- lega alltaf velkomnar. Vonandi getur þú látið drauma þína rætast þarna hinum megin. Bestu þakkir færum við starfsfólki Dvalarheimilisins Höfða fyrir afar góða umönnun um hann Einar meðan hann dvaldi þar. Anna Margrét og Finnur. Valur Þór og Guðlaug. Jóhann og Guðríður. Bjarni og Kristín. Ólafur og Björk. Kæri bróðir, mig langar að minn- ast nokkurra atriða frá fyrri tíð, þeg- ar við vorum í sveitinni. Við áttum margar góðar stundir saman þegar hugsað er til baka. Við unnum oft saman við heyskap, girðingarvinnu og ýmis önnur störf. Þú fórst marg- ar ferðir með mjólkina á hestvagn- inum með hann Stjarna upp á þjóð- veg í veg fyrir mjólkurbílinn. Þetta voru oftast tveir brúsar á dag, 30 og 40 lítra. Þá áttum við heima niður frá. Þú sást lengi vel um að gefa kindunum á veturna. Fjárhúsin voru miðja vegu á leið upp að þjóðvegi. Ég var alltaf dálítið smeykur við að ganga fram hjá fjárhúsunum þegar farið var að skyggja. Þú varst aldrei smeykur við það. Á sumrin slóst þú með orfi og ljá ýmsa bletti sem ekki voru véltækir og tókst að sjálfsögðu þátt í öðrum verkum sem til féllu í sveitinni. Þá var meira unnið með- höndum en nú er gert. Þá var hey sett upp í sæti úti á túni og tekið heim í hlöðu síðar. Vertu blessaður, Einar, og þakka þér fyrir samfylgdina í gegnum lífið og gangi þér vel að hitta ættingja, sem eru farnir. Bjarni O.V.Þ. Einar G.V. Þóroddsson ✝ Hreinn Krist-jánsson fæddist í Reykjavík 4. nóv- ember 1933. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 24. desember síðast- liðinn. Hann var son- ur Jóns Kristjáns Gunnarssonar, húsa- smíðameistara og stofnanda Stíganda á Blönduósi, frá Felli í Fellnahreppi í N- Múlasýslu, f. 13. febrúar 1903, d. 30. júní 1986, og Aðalheiðar Þorvarð- ardóttur, húsfreyju og verkakonu frá Skriðu í Breiðdal í S-Múlasýslu, f. 4. desember 1907, d. 27. maí 1984. Alsystkini Hreins eru Berg- þóra, f. 1929, d. 1930, Hrefna, f. 1930, d. 2003, Þórir, f. 1932, d. 2007, og Hanna Gyða, f. 1937. Hálf- systkini Hreins, samfeðra, eru Þor- mar, f. 1945, Hilmar, f. 1948, d. 2008, og Sigurður, f. 1950. Hreinn kvæntist hinn 17. júní 1967 Sigríði Benný Jónasdóttur frá Dæli í Víðidal í V-Húnavatnssýslu, 1950. Hann stundaði ýmsa vinnu frá fermingu, m.a. vegavinnu með skóla. Um sautján ára aldurinn fór hann í millilandasiglingar á norskum frakt- og olíuskipum og sigldi um heimsins höf hátt á ann- an áratug. Hreinn hóf nám í tré- smíðum hjá föður sínum á Blöndu- ósi 1959 og árið 1961 lauk hann sveinsprófi í trésmíðum en hélt áfram að sigla eftir það. Hreinn var sendur til náms í trefjaplasts- smíði til Þýskalands eftir sveins- próf í tengslum við stofnun Trefjaplasts hf. á Blönduósi. Árið 1966 hóf Hreinn sambúð með Sigríði Benný Jónasdóttur í Reykjavík. Árið 1969 fluttu þau til Perth í Ástralíu og bjuggu þar til ársins 1972. Þá fluttu þau á Hvammstanga í Vestur-Húna- vatnssýslu, þar sem Hreinn starf- aði við húsasmíði, hann lauk meistaranámi í húsasmíðum 1974. Á Hvammstanga var Hreinn m.a. í hreppsnefnd um skeið en 1985 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem Hreinn starfaði við leik- myndasmíði hjá Sviðsmyndum til ársins 2000 er hann hætti sökum aldurs og veikinda. Hreinn verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. f. 16. desember 1933. Dóttir þeirra er Að- alheiður, f. 5. apríl 1967. Sonur hennar er Patrekur Örn Ró- bertsson, f. 8. maí 1993. Áður átti Sig- ríður: 1) Pétur Jó- hannesson, f. 25. september 1953, kvæntur Petrínu Ás- geirsdóttur, dóttir þeirra er Ásgerður Ósk, f. 21. mars 1983, og 2) Svavar Jóhann- esson, f. 15. október 1961, kvæntur Svölu Ólafsdóttur, sonur þeirra er Styrmir, f. 8. maí 1994. Hreinn ólst upp í Reykjavík til sex ára aldurs er foreldrar hans skildu. Þá var hann sendur ásamt bróður sínum á barnaheimilið á Sólheimum í Grímsnesi og þar var hann í þrjú ár. Hreinn var tekinn í fóstur að Hólmi í A-Landeyjum í Rangárvallasýslu og þar átti hann góð ár til fermingaraldurs. Hreinn stundaði nám á Reykjaskóla í Hrútafirði og lauk gagnfræðaprófi Það voru einkennileg jólin hjá litlu fjölskyldunni þar sem við sát- um, ég og mamma og Patrekur og tókum upp gjafir frá pabba og til pabba. Það er ómetanlegt að alast upp í skjóli manneskju sem veitir manni gott veganesti út í lífið. Pabbi fór á mis við margt í barn- æskunni þegar foreldrar hans skildu og hann var sendur á barnaheimili á Sólheimum í þrjú ár. Þar upplifði hann harðræði sem hann vildi ógjarnan rifja upp en markaði hann fyrir lífstíð. Pabbi hafði alltaf tíma fyrir mig og snemma rétti hann mér bækur sem áttu ekkert skylt við barna- bækur félaganna. Þau voru skond- in áhugamálin sem við gátum rætt saman af miklum móð og fannst mér trésmiðurinn heldur fróður því það var sama hvar stigið var niður frá Shakespeare að Chomsky, frá Aristótelesi að Taci- tusi og auðvitað rússnesk og aust- ur-evrópsk menning, alltaf vissi hann mikið meira en ég. Amer- ískir bílar var annað og sem barn var frábært að koma heim löðr- andi í olíu eftir að hann hafði tek- ið í sundur einhverja vélina og ekki veit ég um aðra en okkur tvö sem nota vinstri fótinn á brems- una. Pabbi hafði siglt til allra heims- álfa og hafði gaman af því að segja frá ferðum sínum; Bombay, Súez og Karíbahafið voru þá sögu- sviðið og stjörnur himins. Hann hafði raunsæja sýn á lífið, var sósíalisti og mannvinur og taldi gagnrýna hugsun einu leiðina að réttlátu samfélagi. Af pabba lærði ég að menntamaður er ekki endi- lega sá sem er langskólagenginn heldur sá sem nemur. Pabbi var hrókur alls fagnaðar í fjölmenni, góður húmoristi og sögumaður. Heima var hann umkringdur bók- um og hinn fasti punktur í tilveru minni, ýmist að lesa, ráða kross- gátur eða horfa á fótbolta. Hann hafði ekki tíma fyrir óþarfa se- remóníur, fals og flandur. Í leikmyndasmíðinni blómstr- uðu hæfileikar hans. Hann talaði alltaf um sig sem prófessjónal fúskara en var listasmiður og þau voru fá verkefnin sem hann gat ekki leyst af hendi. Mér er efst í huga þakklæti til pabba. Ég og Patrekur, sonur minn, höfum búið hjá foreldrum mínum og pabbi varð honum hinn fasti punktur í tilverunni eins og hjá mér. Ungur var eg forðum, fór eg einn saman, þá varð eg villur vega; auðigur þóttumk er eg annan fann, maður er manns gaman. (Úr Hávamálum.) Aðalheiður. Hreinn Kristjánsson                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Elsku mamma mín, tengdamamma, amma og langamma, UNNUR EIRÍKSDÓTTIR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 30. desember, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 9. janúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, sími 552 5744. Malín Örlygsdóttir, Gunnlaugur Geirsson, Örlygur, Bergþór, Unnur, Theodóra, Unnur Malín, Þorvaldur, Arnljótur, Gylfi, Valgerður og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, MAGNEA GRÓA KARLSDÓTTIR, Stella, lést að morgni aðfangadags 24. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum starfsfólki Skógarbæjar fyrir góða umönnun. Guðjón Sigurbjörnsson, Linda Sigurðardóttir, Hildur Sigurbjörnsdóttir, Sigurður Björnsson, Óskar Sigurbjörnsson, Sveindís María Sveinbjörnsdóttir, Hrefna Sigurðardóttir, ömmubörn, langömmubörn og aðrir aðstandendur. ✝ ÓLAFUR MAREL ÓLAFSSON útgerðarmaður, Seyðisfirði, andaðist á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar sunnudaginn 4. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Theodóra Ólafsdóttir, Adolf Guðmundsson, María Ólafsdóttir, Hrönn Ólafsdóttir, Guðjón Harðarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur frændi okkar, JÓNAS JÓNSSON, Vífilsstöðum, Garðabæ, lést föstudaginn 19. desember. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. janúar kl. 13.00. Systkinabörnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.