Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009
HEILBRIGÐISSTOFNUN Austurlands (HSA) varð til
fyrir tíu árum þegar byrjað var að sameina heilsugæslu-
stöðvar og sjúkrahús í fjórðungnum undir eina sameig-
inlega yfirstjórn. Um var að ræða þrjú sjúkrahús og 12
heilsugæslustöðvar, sem allar eru starfandi í dag.
Einar Rafn Haraldsson, forstjóri HSA, segir að reynsla
af sameiningunni sé mjög góð. Viðbrögðin í fyrstu hafi ver-
ið mjög hörð, líkt og nú komi fram, en við allt aðrar að-
stæður. Þörf hafi verið á breytingum í fleiri landshlutum.
„Þetta er ákveðinn ótti fólks við að missa eitthvað sem það
hafði, en það fær bara annað í staðinn. Þetta er lokahnykk-
ur á ferli sem var hafið fyrir löngu.“ Fyrir nokkrum árum
var viðhorf stjórnenda kannað til sameiningarinnar og hvernig til hefði tekist.
Um 95% töldu sameininguna hafa verið rétt skref. „Þetta hefur leitt til úrbóta
í þjónustunni, hún er mun fjölbreyttari og traustari en áður. Áður voru þetta
litlar stofnanir með fá úrræði ef eitthvað bjátaði á. Samstarf var í lágmarki en
núna eru mun betri möguleikar á að bregðast við tilteknum vandamálum.
Þetta er af svipuðum toga og sameiningar sveitarfélaga,“ segir hann og telur
að sameiningin hafi skilað ákveðnum sparnaði. Hún hafi kostað mikið í fyrstu
en síðan hafi tekist að ná meiri hagkvæmni. „Hefði þetta ekki verið gert hefði
kostnaður við þjónustuna orðið meiri,“ segir Einar Rafn. bjb@mbl.is
Góð reynsla af samein-
ingunni á Austurlandi
Þrjú sjúkrahús og tólf heilsugæslustöðvar runnu saman 1998
Í HNOTSKURN
»Heilbrigðisstofnun Aust-urlands þarf að skera nið-
ur um 200 milljónir á þessu
ári. Framlag á fjárlögum 2009
er um 2,1 milljarður kr.
»Starfsmenn stofnunar-innar eru um 330 talsins á
fimmtán stöðum.
»Einar Rafn útilokar ekkiað störfum fækki en án
uppsagna.
»Hann fagnar auknu sam-starfi við FSA, sem hafi
farið fram á ýmsum sérsviðum
lækninga og aðgerða.
Einar Rafn
Haraldsson
ÓVISSA er ríkjandi meðal starfs-
manna þeirra heilbrigðisstofnana
sem sameinast öðrum við boðaðar
breytingar. Starfsmenn hafa komið
saman til fundar, líkt og hjá Heil-
brigðisstofnuninni á Sauðárkróki
(HS) í gær. Í kjölfarið var samþykkt
ályktun þar sem átalin er ákvörðun
heilbrigðisráðherra um að leggja
stofnunina niður í núverandi mynd
og sameina reksturinn Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri.
„Ekkert samráð hefur verið haft
við heimamenn um þessi mál. Telj-
um við þau vinnubrögð sem viðhöfð
hafa verið allt frá því að fyrst var
ákveðið að sameina stofnanirnar á
Sauðárkróki og Blönduósi sl. vor
verulega ámælisverð og bera vott
um lítilsvirðingu gagnvart starfs-
fólki HS,“ segir í ályktun starfs-
manna.
Þar segir ennfremur að HS sé vel
rekin stofnun sem fengið hafi gott
orð á sig fyrir starfsemina, hvort
sem litið sé til faglegra sjónarmiða
eða til árangurs í rekstri. Spyrja
starfsmenn sig hver kostnaður sé við
samruna stofnana á Norðurlandi og
hvort aðgerðin sé þjóðhagslega hag-
kvæm. Skora starfsmenn HS á ráð-
herra að endurskoða áformin og
tryggja að Heilbrigðisstofnunin á
Sauðárkróki fái að halda áfram því
góða starfi sem hún hafi sinnt.
Óvissa hjá starfs-
fólki stofnananna
Óvissa Starfsfólk Heilbrigðisstofn-
unarinnar á Sauðárkróki á fundi.
HALLDÓR Jóns-
son, forstjóri
FSA, segir að
misskilnings hafi
gætt í frétt sem
höfð var eftir
honum á mbl.is
um að fleiri að-
gerðir yrðu með
breytingunum
fluttar til Ak-
ureyrar, m.a. fæðingar frá Sauð-
árkróki. Það hafi hann aldrei sagt.
„FSA hefur aldrei rekið þá stefnu
að sölsa undir sig aðrar stofnanir í
kringum okkur eða taka til okkar
verkefni frá minni stofnunum. Við
höfum átt mjög gott samstarf við
heilbrigðisstofnanir í kringum okk-
ur og staðið fyrir aukinni sér-
fræðiþjónustu, m.a. á Sauðárkróki
og Húsavík. Það verður nýrrar
stofnunar að taka ákvörðum um
hvaða þjónusta verður veitt, hvar
og af hvaða fagfólki. Það gildir
jafnt um FSA sem aðrar stofnanir á
svæðinu sem mynda munu Heil-
brigðisstofnun Norðurlands.“
Átt gott sam-
starf við aðra
Halldór Jónsson
FJÖLMARGAR ályktanir voru
sendar út í gær af hálfu stétt-
arfélaga, sveitarfélaga og stjórn-
málaflokka þar sem breytingar á
heilbrigðisþjónustunni og vinnu-
brögð ráðherra eru gagnrýnd
harðlega. Má þar nefna Bandalag
háskólamanna (BHM), framsókn-
armenn í Hafnarfirði og Sveitarfé-
lagið Skagafjörð.
Mótmælt víða
ÚLFAR B. Thoroddsen, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigð-
isstofnunar Patreksfjarðar,
segist hafa verið beðinn með
skömmum fyrirvara að kynna
breytingarnar fyrir starfsfólki.
Honum líst ekki vel á að stofn-
unin sameinist Ísafirði, telur
að þjónusta við íbúana verði
mögulega skert. „Ég sé ekki
samlegðaráhrifin og óttast að
þetta veiki samfélagið. Milli
Patreksfjarðar og Ísafjarðar eru 170 km og yfir
erfiða fjallvegi að fara. Það er á ábyrgð stjórn-
valda að halda jafnvægi í byggðum landsins, ekki
er nóg að spara í gegnum heilbrigðisþjónustu.“
Veikir samfélagið
Úlfar B.
Thoroddsen
JÓN Helgi Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigð-
isstofnunar Þingeyinga, segir
starfsmenn skiljanlega ekki
hafa tekið tíðindunum vel í
fyrstu. „Fólk hefur metnað til
að veita góða þjónustu og vill fá
útskýringar á hverju þetta á að
skila, án þess að við viljum
hafna þessu alfarið. Við höfum
átt gott samstarf við FSA og
ekki undan neinu að kvarta.
Vonandi verður þjónustan efld en eðlilegt er að
starfsfólk og íbúar vilji fá að vita hvernig það
verður gert,“ segir Jón Helgi sem er líklega meðal
þeirra sem missa vinnuna við breytingarnar.
Var ekki vel tekið
Jón Helgi
Björnsson
GUÐRÚN Júlía Jónsdóttir,
framkvæmdastjóri Heilbrigð-
isstofnunar Suðausturlands á
Höfn, segir skilaboð frá ráðu-
neytinu og bæjarstjórn vera í
þá veru að breytingar verði
ekki miklar fyrir stofnunina, en
hún hefur verið rekin með
samningi milli sveitarfélagsins
og ríkisins. Umsjón með þeim
samningi og yfirstjórn flyst nú
til Selfoss. „Auðvitað vonum
við það besta en fyrir liggur að við þurfum að
skera niður og vonum að það komi ekki niður á
þjónustu við íbúana,“ segir Guðrún en milli Hafn-
ar og Selfoss eru um 400 km.
Vonum það besta
Guðrún Júlía
Jónsdóttir
Taka breytingunum misvel
Stjórnendur heilbrigðisstofnana fengu skamman fyrirvara á kynningu
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
ÁHUGAMENN um framtíð St. Jós-
efsspítala í Hafnarfirði sendu í gær
frá sér ályktun þar sem skorað er á
heilbrigðisráðherra að endurskoða
afstöðu sína, en eins og fram hefur
komið verður spítalinn lagður nið-
ur í núverandi mynd og gerður að
öldrunarstofnun. Boðað hefur verið
til borgarafundar á morgun.
Starfsmannaráð St. Jósefsspítala
sendi einnig frá sér ályktun þar
sem segir m.a. að starfsfólk furði
sig á „aðför“ sem það hafi orðið fyr-
ir af hálfu heilbrigðisráðherra.
Sögusagnir um lokun spítalans hafi
borist því til eyrna á síðustu vikum.
„Starfsmenn hafa ekki fengið nein
svör á þessum tíma fyrr en einni
klukkustund áður en tilkynningin
var gefin út á blaðamannafundi
með heilbrigðisráðherra um vænt-
anlega lokun St. Jósefsspítala. Fólk
er mjög sorgmætt og reitt!“ segir í
ályktuninni.
Spítalinn hefur starfað frá árinu
1926. Þar vinna nú um 120 manns í
84 stöðugildum. Á síðasta ári voru
þar gerðar um 2.600 aðgerðir en
sérgreinar spítalans hafa tengst
meltingar- og kvensjúkdómum. Alls
voru á síðasta ári gerðar ríflega
4.200 meltingartengdar rannsóknir
og komur til lækna voru um 1.500.
„Sorgmædd og reið“
Morgunblaðið/Golli
St. Jósefs Starfsfólk St. Jósefsspítala í Hafnarfirði er uggandi um sinn hag og talar um aðför af hálfu ráðherra.
Skorað á heilbrigðisráðherra að endurskoða afstöðu til
St. Jósefsspítala Boðað til borgarafundar í Hafnarfirði
Heilbrigð-
isráðherra brýtur lög
og sýnir starfsfólki
heilbrigðisstofnana,
sveitarstjórnarfólki
og íbúum heilla hér-
aða dæmafáa lítils-
virðingu með fyrirvaralausum og ein-
hliða breytingum á skipulagi
heilbrigðismála og niðurskurði svo
heilsugæsla og þjónusta sjúkrahúsa er í
uppnámi um allt land […] Hvorki hósti né
stuna frá þingmönnum ríkisstjórn-
arflokkanna, ekki einu sinni Samfylking-
unni þótt einkavæðingarráðherra Sjálf-
stæðisflokksins, blóðugur upp að öxlum
í niðurskurði, splundri skipan heilbrigð-
ismála í landinu. Ég tek undir með þeim
fjölmörgu sem krefjast þess að Guð-
laugur Þór Þórðarson heilbrigð-
isráðherra verði látinn víkja þegar í stað.
Meira: jonbjarnason.blog.is
Ráðherra brýtur lög
Jón Bjarnason | 8. janúar
Í gegnum tíðina
hafa litlu sjúkrahús-
einingarnar komið
best út í rekstri. Það
er skömm að sjá
hvernig svona vinnu-
brögð nísta inn að
hjarta okkar sem viljum frekar efla heil-
brigðisþjónustu okkar á hverjum stað
rétt eins og við hér í Vestmannaeyjum,
m.a. með ómældum gjöfum á tækjum
og aðstöðu og uppbyggingu þekkingar
og færni lækna og hjúkrunarfólks […]
Guðlaugur Þór segir að öllum steinum
verði umturnað, rétt eins og það sé nú
heppilegt í heilbrigðiskerfi almennings
sem hefur einmitt verið frekar valt á
fótunum að undanförnu. Ef umturna á
öllum steinum í þessu kerfi væri fróð-
legt að byrja á því að sjá réttar tölur yf-
ir kostnaðinn sem hefur hlotist af sam-
einingu Landspítala og Borgarspítala á
sínum tíma. Komið með það fram í
dagsljósið og þá sjá allir að það hefur
hvorki haft í för með sér sparnað né
hagræðing.
Meira: klerkur.blog.is
Kristján Björnsson | 8. janúar
Skömm að sjá
Ég skal gangast
við því, sem ég á af
þessu. Arkitektarnir
voru menn eins og ég
og reyndar stór
nefnd, sem gerði
drög að frumvarpi til
laga um heilbrigðisþjónustu á sínum
tíma. Nefndin var félagslegur og pólitísk-
ur þverskurður þjóðarinnar [...] En eitt
má segja Guðlaugi til afsökunar, að hann
er ekki að þjóna illmennsku sinni með
þessari framkvæmd.
Meira: sigurbjorns.blog.is
Ég kom að þessu
Sigurbjörn Sveinsson | 8. janúar