Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 29
Umræðan 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009 ÉG LEGG mig fram við að breyta rétt svo sú hegðun mín geti leitt til góðrar almennrar hegðunar. Sé ég ósáttur breyti ég engu að síður rétt og stunda ávallt hreinskiptin og heið- arleg samskipti. Ég læt enga hafa áhrif á mig í þeim efnum. Á óvissutímum sem nú ríða yfir sam- félagið allt er til staðar akur þar sem hægt er að sá neikvæðri umræðu, rugli, útúrsnúningum og sölumennsku. Að nota Framsóknarflokkinn í því skyni er óvirðing við félaga í flokknum því flokkurinn er það fólk sem í honum er. Núna sem aldrei fyrr er nauðsyn- legt að fólk snúi bökum saman – hvar í flokk sem það skipar sér hverju sinni. Framsóknarfólk er upp til hópa gott fólk sem mér þykir vænt um líkt og mér þykir vænt um aðra félaga mína. Hver og einn félagsmaður í flokknum ætti ávallt að hafa að leiðarljósi þá spurningu hvað get ég gert fyrir flokk- inn minn en ekki hvað getur flokkurinn gert fyrir mig. Það eru samvinna og samábyrgð sem koma samfélaginu og flokknum best – ekki sundrung og sundurlyndi. Það eiga fyrrverandi þingmenn að hafa í huga eins og aðrir. Framsókn- arflokkurinn hefur um þriðjungsfylgi í Norð- urþingi og á þar þrjá full- trúa í sveitarstjórn. Í Norðausturkjördæmi hefur Framsóknarflokk- urinn um fjórðungsfylgi og á þrjá þingmenn á Al- þingi. Það eru samvinna og heilindi sem hafa skil- að þessum árangri. Vinnubrögð þeirra sem aðhyllast sjálfshyggju eru til þess fallin að grafa undan stoðum samvinnu sem og þeim grunngildum Framsóknarflokksins sem félagar hans eiga ávallt að hafa í heiðri. Menn eiga því að láta af þeirri iðju sinni að kasta steinum úr glerhúsi en taka þess í stað upp vinnubrögð uppbyggilegrar um- ræðu. Mál að linni, saman í samvinnu í Framsóknarflokknum. Opið bréf til Bjarna Harðarsonar Hjálmar Bogi Haf- liðason skrifar bréf til fyrrverandi þingmanns Fram- sóknarflokksins Hjálmar Bogi Hafliðason »Ég er stoltur félagi í Framsóknarflokkn- um og í mínum huga er flokkurinn mér fé- lagsskapur þar sem ég rækta sjálfan mig. Höfundur er formaður Framsóknarfélags Þingeyinga. ÞAÐ er smám saman að renna upp fyrir þjóðinni hvað hefur hent hana á undanförnum árum. Allar eignir hennar hafa ann- aðhvort verið teknar af henni með einkavæðingu eða þær hafa verið veðsettar að fullu og hún svipt þeim með þeim hætti. Ráð- gjafar ríkisstjórnarinnar í einka- væðingarmálum hafa á und- anförnum misserum hreykt sér af þeim „árangri“ sem náðst hafi. Fyrst hafi kvótinn verið tekinn af þjóðinni, hann gerður að einka- eign sem mætti veðsetja og braska með, síðan hafi fjár- málastofnanir farið sömu leið og í kjölfarið aðrar almannaeignir og að lokum hafi lífeyriskerfi landsmanna verið sogað inn í braskið. „Nú væri gaman að gefa í“ og halda með enn meiri hraða og af enn meiri krafti inn í einkavæð- ingarheiminn, sagði Hannes Hólmsteinn með glampa í auga í þættinum Ísland í dag á Stöð 2, fyrir rúmu ári. Því miður varð honum að ósk sinni og við vitum hvernig fór. Ég held að það hafi verið rétt greining hjá Hannesi að feigðarflanið hófst með einka- væðingu kvótakerfisins. En ein- mitt þar á nú að byrja að vinda ofan af öfugþróuninni. Ná þarf að tryggja sjávarauðlindina aftur í þjóðareign. Sama gildir um vatnið, heitt og kalt, rafmagnið og alla grunnþjónustu samfélags- ins sem ríkisstjórnir undangeng- inna tveggja áratuga hafa verið að þoka út á markaðstorgið. Markaður á að ríkja þar sem hann gerir gagn. Ekki þar sem nú hefur sannast að hann gerir ógagn. Brýnasta verkefni þjóð- arinnar nú er að ná auðlindunum til baka. Ef við missum þær úr hendi til auðmanna innan lands eða utan þá eigum við okkur ekki viðreisnar von. Aldrei. Látum það ekki henda. Ögmundur Jónasson Endurheimtum þjóðareignir Höfundur er alþingismaður. ORÐRÓMUR um að núverandi starf- semi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði yrði hætt átti við full rök að styðjast. Það sem gerst hefur er að færa á meltingarsjúkdóma- deild St. Jósefsspítala yfir á Landspítalann ásamt almennum skurðlækningum og jafnframt á að flytja skurðaðgerðir innan kven- sjúkdómalækninga, bæklunarlækn- inga og lýtalækninga sem fram- kvæmdar hafa verið á St. Jósefsspítala á skurðstofur sem nú tilheyra Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja í Reykjanesbæ. Leyndarhjúpur Þessi orðrómur hefur verið á sveimi um margra vikna skeið og hefur það valdið starfsfólki og skjólstæðingum spítalans vaxandi særindum og kvíða. Ljóst er að „leki“ um þessa vinnu kom frá Landspítalanum en Hafnfirðingar og aðrir áhugamenn um velferð spítalans fengu engar upplýsingar. Fólk fann því til vaxandi hræðslu um að missa störf sín samtímis því sem það óttast að áralöng uppbygg- ing sérfræðiþekkingar fari í hundana. Ráðherra heilbrigðismála kaus hins vegar að viðhafa algera leynd yfir áformum sínum og hleypti þar engum að nema völdum aðilum í ráðuneytinu og á Landspítalanum. Engar upplýsingar liggja því fyrir, að umræða á faglegum grunni hafi farið fram við viðkomandi aðila. „Samkrull“ eða aukin miðstýring Í frétt Morgunblaðsins á Þor- láksmessu 23.12. sl. kom aðeins einn viðmælandi blaðamanns fram undir nafni í umræddir umfjöllun. Það var Björn Zoëga, fram- kvæmdastjóri lækninga á Landspít- alanum. Hann sagði m.a.: „Það er nú þannig að ef einhverjar breyt- ingar verða á þessu Stór-Reykja- víkursvæði, eins og hægt er að lesa úr fjárlögunum, hafa þær breyt- ingar auðvitað verið undirbúnar og unnar hjá heilbrigðisráðuneytinu í samkrulli við þær einingar sem þetta hefur áhrif á. Það þýðir að ég í minni stjórnunarstöðu tek þátt í því. En ég get því miður ekki sagt meira um þetta fyrr en lokapunkturinn er kominn á þetta hjá ráðuneytinu.“ Þetta er svo sérstök yfirlýsing að hún verð- skuldar endurprentun og nánari skoðun. Orðalagið „samkrull við einingar“ ber vott um valdhroka og má skilja svo að auka á miðstýringu með því að stækka Landspítalann enn frekar. Það er einnig áhugavert að í „sam- krullinu“ fólst einfaldlega að leggja niður St. Jósefsspítala í núverandi mynd. Þjónusta í 82 ár Skömmu fyrir jól afhenti Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar St. Jósefsspítala að gjöf sérbúnað í sjúkrastofu á lyflæknisdeild spít- alans. Þetta er eitt af ótal dæmum um gjafir velunnara spítalans í Hafnarfirði á langri farsælli sögu hans allt frá því að St. Jósefssystur reistu spítalann 1926. Tryggð Hafn- firðinga við spítalann er mikil og fé- lagasamtök, fyrirtæki og ein- staklingar hafa unnið markvisst að því að efla og styrkja starfsemi hans með því að gefa nýjan tækja- búnað og með öðrum hætti. Á síð- ustu árum hefur þjónusta melting- arsjúkdómadeildar spítalans verið í fararbroddi, skurðstofur verið mjög vel nýttar og öflug göngudeild starfað við spítalann. Skemmst er að minnast þegar keypt voru tæki til að stórefla starf spítalans við forvarnir og meðferð meltingar- sjúkdóma. Lokun hans yrði köld sending til gefenda og allra þeirra sem notið hafa sérhæfðrar þjónustu St. Jósefsspítala. Ekki má gleyma starfsfólki spít- alans sem lagt hefur mikinn metnað í að byggja upp skilvirka, nýja og sérhæfða þjónustu á síðustu ára- tugum. Áhrifin á hafnfirskt samfélag Það er dapurlegt að alla jólaað- ventuna var á sveimi orðrómur um lokun spítalans. Þetta hefur vissu- lega valdið áhyggjum í hafnfirsku samfélagi og kvíða meðal starfs- fólks. Verst þykir mér sem sjálf- stæðismanni að ráðuneyti heilbrigð- ismála hefur kosið að hafa algera leynd um öll áform með spítalann. Vissulega eru nú erfiðir tíma en vinnubrögð ráðuneytisins eru engu að síður í ósamræmi við lýðræð- islegar hefðir Sjálfstæðisflokksins og einnig í andstöðu við stefnu hans um að bjóða upp á skýra valkosti í heilbrigðisþjónustunni. Nú hefur sá sem valdið hefur kveðið upp dóminn en ljóst er að Hafnfirðingar munu ekki una hon- um þegjandi. Fréttir herma að hóp- ur áhugafólks muni andæfa þessari niðurstöðu ráðherra og skil ég það mæta vel. Ég átti von á því allt fram á síð- ustu stundu að ráðherra auðnaðist að sjá ljósið og gefa færi á faglegri umfjöllun um framtíð St. Jós- efsspítala. Svo varð ekki og lýsi ég því yfir fullri andstöðu við ákvörðun heilbrigðisráðherra. Aðför að St. Jósefsspítala í Hafnarfirði Almar Grímsson skrifar um málefni St. Jósefsspítala » Vissulega eru nú erf- iðir tíma en vinnu- brögð ráðuneytisins eru engu að síður í ósam- ræmi við lýðræðislegar hefðir Sjálfstæðis- flokksins. Almar Grímsson Höfundur er bæjarfulltrúi. Tilkynning um innlausn hlutabréfa í Icelandic Group hf. Eignarhaldsfélagið IG ehf. hefur eignast meira en 9/10 hluta af hlutafé í Icelandic Group hf. Í 24. og 25. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög er heimild fyrir hluthafa sem á meira en 9/10 hlutafjár í félagi og ræður yfir samsvarandi atkvæðamagni, að fara fram á að aðrir hluthafar í félaginu skuli sæta innlausn á hlutum sínum. Eignarhaldsfélagið IG ehf. og stjórn Icelandic Group hf. hafa komist að samkomulagi um að sá réttur verði nýttur. Samkvæmt hlutafélagalögum skal tilkynning um innlausn birt með sama hætti og aðalfundarboð. Kveða samþykktir félagsins á um að það skuli gert með auglýsingu í dagblaði eða á annan sannanlegan hátt. Stjórn Eignarhaldsfélagsins IG ehf. hefur ákveðið að innlausnarverð taki mið af nafnvirði hlutafjár og miðast innlausnarverðið því við kaupgengið 1,0 kr. Með vísan til þess að eigið fé Icelandic Group hf. samkvæmt 9 mánaða uppgjöri 2008 var neikvætt um 23.952 þús.EUR telja stjórn Eignarhaldsfélagsins IG ehf. og stjórn Icelandic Group hf. innlausnarverðið vera hluthöfum hagstætt. Hlutafjáreign hluthafa tekur mið af stöðu þeirra eftir að hlutafé Icelandic Group hf. var lækkað til jöfnunar taps líkt og samþykkt var á hluthafafundi félagsins þann 11. nóvember 2008. Hluthafar eru hér með hvattir til að samþykkja innlausnina og framselja hlutabréf sín í Icelandic Group hf. til Eignarhaldsfélagsins IG ehf. hið fyrsta og eigi síðar en innan fjögurra vikna frá upphafi innlausnartímabilsins, þ.e. fyrir 19. janúar 2009. Innlausnarverðið verður greitt til hluthafa að loknum framangreindum fresti. Þeir hluthafar sem ekki samþykkja innlausnina með rafrænum hætti á vefslóð NBI hf. (hér eftir nefndur Landsbankinn), www.landsbanki.is fyrir 19. janúar 2009 fá söluandvirði hluta sinna greitt á á geymslureikning á nafn rétthafa. Frá þeim tíma telst Eignarhaldsfélagið IG ehf. réttur eigandi hlutabréfanna og hlutabréf fyrri eiganda ógild, sbr. 25. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Hlutafélagalög mæla svo fyrir um að vakin skuli athygli á því að vilji hluthafar sem sæta þurfa innlausn ekki sætta sig við skilmála innlausnarinnar og matsgrundvöll innlausnarverðsins megi hluthafar skjóta því til ákvörðunar matsmanna sem dómkvaddir skulu á heimilisvarnarþingi Icelandic Group hf. Ef ákvörðun matsmanna leiðir til hærra innlausnarverðs en boðið er, gildir það fyrir alla sem sæta verða innlausninni. Kostnaður við ákvörðun verðsins greiðir sá sem innlausnarinnar krefst nema dómstóll telji, vegna sérstakra ástæðna, að viðkomandi minnihluti hluthafa skuli að nokkru eða öllu leyti greiða kostnaðinn. Hluthafar geta framselt hluti sína í Icelandic Group hf. á vefsíðu Landsbankans, www.landsbanki. is. Hluthöfum er bent á að hafa samband við Fjármálaráðgjafa Landsbankans í síma 410 4040 ef óskað er frekari upplýsinga. Eignarhaldsfélagið IG ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.