Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009
BALDUR ÞÓRHALLSSON, pró-
fessor í stjórnmálafræði við Há-
skóla Íslands, hefur rannsakað
hvaða áhrif smáríki hafa innan ESB.
F
lest mál hjá Evrópusamband-
inu eru afgreidd með sam-
hljóma samþykki. Það er
ætíð reynt að ná samstöðu
um afgreiðslu allra mála áður en
gripið er til atkvæðagreiðslu,“ segir
Baldur. Það gefi villandi mynd af
völdum ríkja, stórra og smárra, að
telja fjölda þingmanna á Evr-
ópuþinginu, atkvæði í ráðherra-
ráðinu eða fjölda framkvæmdastjóra
vegna þeirrar hefðar ESB að ætíð er
reynt að ná sátt. Hitt sé miklu auð-
veldara að segja bara að Ísland fengi
1% atkvæða og það jafngilti 1%
áhrifum. Raunveruleikinn sé alls
ekki svona.
Baldur segir að smáríki líkt og Ís-
land geti haft veruleg áhrif í afmörk-
uðum málaflokkum og langt umfram
það sem fjöldi Íslendinga segi til um.
Lykillinn að áhrifum
smáríkja sé að þau for-
gangsraði og beiti sér
ekki í öllum málum,
heldur að þeim mála-
flokkum sem skipta þau
mestu. Írar hafi ein-
beitt sér að landbún-
aðar- og byggðamálum
með góðum árangri. Ís-
land myndi einbeita sér
að sjávarútvegsmálum
og orkumálum og vænt-
anlega einnig landbún-
aðar- og byggðamálum
en vera sveigjanlegra í
öðrum málaflokkum.
Samkvæmt Lissa-
bon-sáttmálanum má taka ákvarð-
anir með svokölluðum auknum
meirihluta í fleiri málum sem þýðir
að ríkin hafa ekki lengur formlegt
neitunarvald gagnvart þeim.
Baldur segir að þetta breyti litlu
um stöðu smáríkja. Ástæðan sé sú að
nánast aldrei sé kosið um mál, held-
ur reynt til þrautar að komast að
niðurstöðu sem allir
sætti sig við.
Oftast ekki kosið
Í rannsókn sem
Baldur gerði kom í ljós
að á árunum 1999-2004
mátti í 70% tilvika
taka ákvarðanir í ráð-
herraráðinu með
auknum meirihluta. Í
85% tilfella var ekki
gripið til kosninga,
heldur náðist sam-
komulag milli aðild-
arríkjanna.
Baldur segir að auk
þessa hafi smáríkin
ekki beitt neitunarvaldi þó að þau
hafi til þess formlegan rétt í til-
teknum málaflokkum. Ástæðan sé
sú að smáríkin óttist að á þau verði
ekki hlustað og beiting þess skaði
þau til langframa.
En geta hin ríkin ákveðið það að
þau ætli bara ekki að hlusta á það ef
eitthvert ríki beitir neitunarvald?
„Í fyrsta lagi er mjög sjaldgæft að
ríki hóti eða beiti neitunarvaldi. Og á
þessu tímabili sem ég hef rannsakað
þá voru það sjaldnast smærri ríkin
sem greiddu atkvæði gegn tillögu,
heldur voru það stóru ríkin. Og það
virðist vera að þessi hefð innan ESB,
að leita eftir samhljóma samþykki,
geri það að verkum að smærri ríkin
þurfa ekki á neitunarvaldi að halda.
Reglan um aukinn meirihluti kemur
í veg fyrir að stóru ríkin stöðvi fram-
gang mála og það styrkir því stöðu
smáríkja innan sambandsins ef eitt-
hvað er.“
En ef í harðbakkann slær?
„Smáríkin geta formlega beitt
neitunarvaldi. En þau hafa ekki
þurft þess. Það sem er aðalmálið í
þessu er að innan Evrópusambands-
ins er í gildi sú grundvallarregla að
aldrei skuli gengið gegn grundvall-
arhagsmunum aðildarríkja. ESB
tekur ekki ákvarðanir sem ganga
gegn grundvallarhagsmunum aðild-
arríkis, á því byggist Evrópusam-
vinnan.“
Lítil ríki verða að forgangsraða
Villandi að telja bara fjölda atkvæða Íslands í ráðherraráðinu og á Evrópuþinginu
Sjaldan kosið um mál þó heimild sé fyrir því, heldur er reynt til þrautar að semja
Hvað er aukinn meirihluti?
Þingmenn Evrópuþingsins
Núverandi Fjöldi samkvæmt
staða Lissabon-sáttmálanum
Þýskaland 99 96
Bretland 78 73
Frakkland 78 74
Ítalía 78 73
Spánn 54 54
Pólland 54 51
Rúmenía 35 33
Holland 27 26
Belgía 24 22
Grikkland 24 22
Portúgal 24 22
Tékkland 24 22
Ungverjaland 24 22
Svíþjóð 19 20
Austurríki 18 19
Búlgaría 18 18
Danmörk 14 13
Finnland 14 13
Slóvakía 14 13
Írland 13 12
Litháen 13 12
Lettland 9 9
Slóvenía 7 8
Eistland 6 6
Kýpur 6 6
Lúxemborg 6 6
Malta (Ísland
fengi jafnmarga) 5 6
Samtals 785 751
Til að hægt sé að samþykkja mál sem krefst
aukins meirihluta í ráðherraráðinu þarf 255
atkvæði, þ.e.a.s. 73,9% af heildarfjöldanum.
Jafnvel þó að Lissabon-sáttmálinn verði
samþykktur verður þetta kerfi óbreytt til 2014.
Ef Lissabon-sáttmálinn verður samþykktur
breytast reglurnar um aukinn meirihluta og
verða með þessum hætti
Til að uppfylla kröfur um aukinn meirhluta
þarf annað þessara tveggja skilyrða að hafa
verið uppfyllt:
a) 55% aðildarríkjanna verða að vera
samþykk (15 af 27)
b) Að minnsta kosti 65% af íbúum ESB
verða að búa í ríkjunum sem eru samþykk
Til viðbótar verða að minnsta kosti fjögur
aðildarríki að vera andvíg ákvörðun til að
hægt sé að stöðva hana. Ef færri en fjögur
aðildarríki eru andvíg ákvörðun sem er tekin
með auknum meirihluta tekur ákvörðunin
samt gildi, jafnvel þó að skilyrði um mann-
fjölda hafi ekki verið uppfyllt. Sjaldnast er kosið
um mál í ráðinu heldur er reynt að komast að
niðurstöðu sem öll ríkin geta sætt sig við.
Atkvæðavægi og mannfjöldi
Mannfjöldi Atkvæði Íbúar á hvert atkvæði
Þjóðverjar 82.217.800.000 29 2.835.096.552
Frakkar 63.753.100.000 29 2.198.382.759
Hollendingar 16.217.800.000 13 1.247.523.077
Danir 5.475.800 7 782.257.143
Maltverjar 410.300 3 136.767
Íslendingar 319.756 3 106.585
Atkvæðavægi í ráðherraráðinu
Bretland, Frakkland, Ítalía, Þýskaland 29
Spánn, Pólland 27
Rúmenía 14
Holland 13
Belgía, Grikkland, Portúgal, Tékkland, Ungverjaland 12
Austurríki, Búlgaría, Svíþjóð 10
Danmörk, Finnland, Írland, Litháen, Slóvakía 7
Eistland, Lettland, Kýpur, Lúxemborg, Slóvenía 4
Malta (Ísland fengi væntanlega jafnmörg atkvæði) 3
Samtals 345
Baldur Þórhallsson
BJÖRG THORARENSEN er
prófessor við lagadeild Háskóla
Íslands. Hennar sérsvið er stjórn-
skipunarréttur.
B
jörg segir að það blasi við að
Ísland fengi smæðar sinnar
vegna ekki mörg atkvæði í
þeim stofnunum Evrópusam-
bandsins sem hafa lagasetningarvald,
ráðherraráðinu og Evrópuþinginu. Í
ráðherraráðinu fengi Ísland um 1% at-
kvæðavægi og heldur minna í þinginu.
„Þannig að Ísland hefði nú ekki mikið
vægi þegar litið er til þeirra form-
reglna sem gilda.“
Á hinn bóginn yrði að skoða málið
út frá pólitík. Ríki mynduðu bandalög
og innan sambandsins væri ávallt
reynt að ná samkomulagi. Það væri
auðvitað hægt að búa til bandalög en
það væri ekki víst að hagsmunir Ís-
lands og annarra ríkja færu saman í
öllum tilvikum. „Ef Ísland þarf að verja
sína sérhagsmuni sem rekast á hags-
muni stærri ríkja, þá hefur Ísland ekki
möguleika á að hafa mikil áhrif.“
Í sambandinu er sjaldnast gripið til
atkvæðagreiðslu og þar er viðleitni til
að ná samkomulagi. „Ef aðeins er litið
á reglurnar um hvert yrði vægi Íslands
í atkvæðagreiðslu ráðherraráðsins
eða þingmannafjölda á Evrópuþinginu
er það afar lítið. En samkomulag næst
um flesta hluti í ráðherraráðinu án
þess að á þetta reyni. Náist hins vegar
ekki samkomulag hefur Ísland aug-
ljóslega lítið að segja um niðurstöðu í
slíkum ágreiningi.“ Hún hefur áhyggj-
ur af því hvað gerist ef upp koma
hagsmunaárekstrar, hagsmunir fari
ekki alltaf saman í sambandi svona
margra og ólíkra ríkja þar sem stefnt
er að einsleitni í lagasetningu. „En
auðvitað treystir maður því að í svona
stóru samfélagi sé verið að vinna að
hagsmunum allra íbúanna í senn.“
Fá atkvæði
í hlut
Íslands
Hvað ef hagsmunir
rekast á?
Björg Thorarensen
NORMUND POPENS er fasta-
fulltrúi Lettlands gagnvart ESB.
L
ettlandi hefur tekist ágætlega
að hafa áhrif á þá málaflokka
sem skipta landið miklu, s.s.
loftslags- og orkumál, að
mati Popens. Lettlandi tókst t.d. að
tryggja sér tilslakanir varðandi út-
blástur á gróðurhúsalofttegunum.
Þannig að ESB hlustar á ykkur.
Þeir segja ekki bara, æi þeir eru svo
litlir og hafa svo lítið vægi í ráð-
herraráðinu og svo framvegis?
„Nei, ég held að það sé bæði al-
menn stefna og hefð innan sam-
bandsins að reyna að gera alla
ánægða. Það er hvorki vilji fram-
kvæmdastjórnarinnar, ráðsins né
nokkurra annarra að
taka ákvörðun sem
veldur einhverju
ríkjanna miklum vand-
ræðum. Það mun bara
koma í bakið á mönn-
um seinna. Það er mik-
ið reynt að ná sam-
komulagi sem allir geta
sætt sig við. En raun-
veruleikinn er raun-
veruleikinn. Stóru að-
ildarríkin hafa auðvitað
gríðarlegt vægi.“
Lettland er að sigla
inn í kreppu og það var
engin tilviljun að þegar
blaðamaður Morg-
unblaðsins var á skrifstofu Popens í
Brussel mætti hann
lettneska seðla-
bankastjóranum í bið-
stofunni því skömmu
síðar var greint frá láni
Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins og Evrópska
seðlabankans til Lett-
lands.
Hvaða máli skiptir
aðild fyrir Lettland
með tilliti til krepp-
unnar?
„Ég held að værum
við utan sambandsins
væri mun meiri hætta
á að kreppan yrði
dýpri. Þótt við sjáum
fram á kreppu á næsta ári þá held ég
að efnahagurinn taki við sér. Það
tengist því að við erum hluti af ESB
og innri markaðnum.
Ef við lítum fram hjá áhrifum evr-
unnar og tengingar latsins við hana
– hefur aðild að ESB þá skipt máli í
baráttunni við kreppuna?
„Það hefur verið gripið til ákveð-
inna aðgerða. Endurreisnaráætlunin
[sem ESB samþykkti í desember]
felur meðal annars í sér að Evrópski
fjárfestingarbankinn veitir um 30
milljarða evra til að örva efnahagslíf
í litlum og meðalstórum að-
ildaríkjum. Einnig verður flýtt fyrir
útborgun úr félags- og uppbygging-
arsjóðum sambandsins. Sumt skiptir
okkur ekki máli en annað mun hafa
bein áhrif á næsta ári. Og það er
auðvitað ekkert leyndarmál að Lett-
land er að leita eftir svipuðum samn-
ingi við Alþjóðabankann og Ísland
fékk [og hefur nú fengið]. Það er
heldur ekkert leyndarmál að ESB
virðist ætla að fara betur út úr
kreppunni en önnur svæði. Ég held
að hluti af skýringunni sé sú örygg-
iskennd sem felst í því að vera í sam-
bandinu. Ef lítið land með eigin
gjaldmiðil lendir í vandræðum hefði
spákaupmennska og orðrómur
miklu meiri áhrif.“
Hvað hefði gerst ef Lettland hefði
ekki verið í ESB?
„Ég vil helst ekki hugsa um það.
En mitt persónulega álit er að við
værum í mun verri málum en nú.“
Það nægi að líta á lönd sem voru í
Öryggiskennd með aðild að sambandinu
Enginn hefur hag af ákvörðun sem veldur einu ríki miklum vandræðum, slíkt kemur í bakið á mönnum
Stæði Lettland utan Evrópusambandsins, væri mun meiri hætta á að kreppan yrði dýpri
Normund Popens
Evrópusambandið | Stjórnkerfi og stofnanir