Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 45
Velvakandi 45 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009 HUGGULEG birta kemur frá litlu fornbókabúðinni á horni Klapparstígs og Hverfisgötu. Þar er hægt að gægjast inn í frumskóg af bókum og bækl- ingum frá ýmsum tímum og heilsa upp á fornbókaapann sem situr á sínum stað við innganginn. Morgunblaðið/Golli Í fornbókabúðinni Tómas Guðmundsson MÉR finnst ekki spurn- ing að reisa eigi styttu af Tómasi Guðmunds- syni, einu ástsælasta skáldi okkar Reykvík- inga. Það er bara hve- nær og hvar hún á að standa. Mér finnst t.d. að hún ætti að standa á Ingólfstorgi eða Hall- ærisplaninu, eins og við kölluðum það þegar ég var ung. En við erum vonandi ekki svo blönk að við getum ekki reist honum minnisvarða. Það er þá hægt að hafa frjáls fram- lög, í annað eins hefur verið safnað. Björg H. Björgvinsdóttir. Skuldir óreiðumanna VIÐ sem sátum með hendur í skauti á meðan þjóðin lifði í vel- lystingum prakt- uglega verðum ekki svo mjög vör við breytt lífskjör enn sem komið er. Rýrnandi kaup- máttur á þó eftir gera vart við sig og rýrna enn frekar fram eftir ári ef að líkum lætur. Við sem höfðum tap- að öllu áður áttum ekki upp á pall- borðið hjá bönkunum á meðan allt lék í lyndi. Það þótti hið mesta óráð svo mikið sem að svara erindum okkar af hálfu bankastjórnenda. Bankaráðs- menn og eigendur skelltu auðvitað líka skollaeyrum við máttlausum beiðnum okkar um aðstoð til sjálfsbjargar. Hrika- legar skuldir örfárra eigenda bankanna lenda nú með miklum þunga á þjóðinni. Líka okkur sem gengum bónleiðir til búðar. Eig- endurnir sem allir eiga sjóði til að lifa í átta hundruð ár eða svo án þess að vinna launuð störf, spyrja ekki einu sinni hvort þjóðin vilji taka á sig skuldabagg- ann. Við fáum hann samt. Heimir L. Fjeldsted. Útskorin fjöl tapaðist ÚTSKORIN fjöl týndist rétt fyrir áramótin. Þetta er 1 metra löng íbjúg fjöl sem týndist fyrir utan Nóatúns- eða Krónuverslun vestur í bæ við sjávarsíðuna 30. eða 31. desember sl. eftir að gleymdist að stinga fjölinni aftur inn í bílinn þegar vörum hafði verið staflað í aftursætið. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hafa sam- band í síma 551-0854 eða 824-5432. Jólagjöf fannst á Grundarstíg INNPAKKAÐUR skartgripur fannst á horni Grundarstígs og Spít- alastígs að kvöldi Þorláksmessu. Sá óheppni getur hringt í síma 694-9732 til að endurheimta gjöfina týndu.     Heimir L. Fjeldsted. Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, mola- sopi og dagblaðalestur kl. 9, vinnustofa kl. 9-16.30, bingó kl. 13.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, opin smíðastofa kl. 9-16.30, Bingó kl. 13.30 (2. og 4. föstud. í mán). Bólstaðarhlíð 43 | Kertaskreyting, handavinna, hár- greiðsla, böðun, fótaaðgerð, dagblöð. Þorrablót verður 23. jan. Uppl. í s. 535- 2760. Félag eldri borgara í Kópavogi | FEBK verður með opið hús í félagsheim- ilinu Gjábakka laugard. 10. jan. kl. 14. Gunnar Eyjólfsson, stórleikari kemur og ræðir um leikhúsferð í Þjóðleikhúsið, lífið og tilveruna. Söngsystur taka lagið og kaffi í boði félagsins. Félagar takið með ykkur gesti. Skemmtinefnd FEBK. Félag kennara á eftirlaunum | Á morgun, laugardag, kl. 13.30, fræðslu- og skemmtifundur í Stangarhyl 4. Félags- heimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.20, málm- og silfursmíði kl. 9.30, jóga kl. 10.50 og félagsvist kl. 20.30. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10, leik- fimi kl. 10.30, Gleðigjafarnir kl.14. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Félagsvist kl. 13,30, rúta frá Hleinum kl. 13, frá Garðabergi kl. 13,15. Framhalds- námskeið í Brids á mánud. kl. 13. kennari Guðmundur P. Arnarson, 3.000 kr. stað- greitt. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, m.a. bókband, prjóna- kaffi/Bragakaffi kl. 10. Frá hádegi spila- salur opinn, leikfimi (frítt) o.fl. í ÍR- heimilinu v/Skógarsel kl. 13, kóræfing kl. 14.30. Uppl. á staðnum og s. 575-7720. Furugerði 1, félagsstarf | Smíðar og út- skurður kl. 9, framhaldssagan kl. 14, Fólkið í blokkinni og kaffi. Hraunbær 105 | Baðþjónusta kl. 9, handavinna kl. 9, hádegismatur kl. 12, Bókabíllinn kl. 14.45-15.3, Bingó kl. 14, kaffi kl. 15. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.30, tréskurður Hjalla- braut og gamla Lækjarskóla kl. 13, bridge kl. 13, botsía kl. 13, biljarð- og innipúttstofa í kjallara alla daga kl. 9-16. Hvassaleiti 56-58 | Lífsorkuleikfimi kl. 9 og 10 hjá Björgu F. Opin vinnustofa kl. 9-12, postulínsmálning. Böðun fyrir há- degi, hársnyrting. Hvassaleitisskóli | Bókmenntaklúbbur Félags kennara á eftirlaunum hittist næst í Hvassaleitisskóla, miðvikud.14. janúar kl. 3 e.h. Takið eftir nýjum stað og tíma. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur kl. 10, leikfimi kl. 11, „Opið hús“ spilað vist/bridge/skrafl, kaffi kl. 14.30. Hárgreiðslustofa og Fótaaðgerðastofa opin. Norðurbrún 1 | Myndlistarnámskeið kl. 9-12, leiðbeinandi í útskurði kl. 9-12, op- ið smíðaverkstæði. Leikfimi með Janick kl. 13, nýársmessa kl. 14 og kaffi. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og Fótaað- gerðir kl. 9-16, handavinna kl. 9.15- 14.30, spænska kl. 9-12, hádegisverður kl. 11.30-12.30, sungið v/flygilinn kl. 13.30-14.30, kaffi kl.14.30-15.30, dansað í Aðalsal kl. 14.30-16. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, leir- mótun kl. 9, handavinnustofa opin, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10. Bingó kl. 13.30, félagsmiðstöðin er opin öllum aldurshópum, uppl. í s. 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Ganga kl. 13 og spil kl. 14. Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MÉR TÓKST AFTUR AÐ FARA HOLU Í HÖGGI... GRETTIR, ÞÚ FÓRST LÍKA HOLU Í HÖGGI HVAÐ VARÐ UM JÓN? HANN ER ENNÞÁ AÐ ÖSKRA Á GIFSSJÓ- RÆNINGJANN Á HOLU ÞRETTÁN ÞAÐ GAF MÉR ENGINN ÞAÐ SEM MIG LANGAÐI Í! VIÐ HVERJU BJÓSTU? FASTEIGNUM! HVERS KONAR AFMÆLIS- GJAFIR ERU ÞETTA?!? NÝIR SKÓR, GRÆN PEYSA OG EITTHVAÐ ASNALEGT DÓT! ÉG LENTI Í MIKLUM VANDRÆÐUM Í DAG! MAMMA VARÐ BRJÁLUÐ ÞEGAR HÚN SÁ AÐ ÉG STRAUK ÚR SKÓLANUM HÚN KEYRÐI MIG BEINT AFTUR Í SKÓLANN OG VIÐ ÞURFTUM AÐ TALA VIÐ KENNARANN MINN OG SKÓLASTJÓRANN! SÍÐAN GÁFU ÞAU MÉR MEIRI HEIMAVINNU Ó... PABBI ÆTLAR AÐ ATHUGA Á HVERJU KVÖLDI HVORT ÉG SÉ BÚINN AÐ LÆRA HEIMA! ÞAÐ ER HRÆÐILEGT! REYNDU AÐ VANDA ÞIG SÉRSTAKLEGA VEL! GOTT AÐ TÍGRISDÝR ERU SVONA KLÁR HVAÐ GERÐIST? ÉG ER AÐ FARA TIL ENGLANDS AÐ RÆNA OG RUPLA... ÉG ER AÐ VERÐA OF SEINN... SEGÐU HAMLET AÐ HANN VERÐI AÐ LÆRA HEIMA OG FARA ÚT MEÐ RUSLIÐ... OG SEGÐU FRÍÐU AÐ HÚN VERÐI AÐ KOMA HEIM KLUKKAN HÁLF ELLEFU! EF ÞÚ ERT GIFT VÍKINGI... ÞÁ VERÐUR ÞÚ AÐ ALA UPP BÖRNIN ÞÍN SJÁLF HERRAR ÞAÐ ER ÁREKSTUR FRAM UNDAN OG ÞAÐ HÆGJA ALLIR Á SÉR TIL AÐ SJÁ BÍLANA HVAÐ ER AÐ YKKUR? HAFIÐ ÞIÐ EKKERT BETRA AÐ GERA EN AÐ GLÁPA ÚT UM GLUGGANN?!? ÚFF! VILTU HORFA Á MARÍU LOPEZ Í KVÖLD? ÉG ÞARF SMÁ FRIÐ FRÁ HENNI... HVAÐ ÆTLI JAMESON SÉ AÐ GERA? KÓNGULÓARMAÐURINN HEFUR EKKI ÞORAÐ AÐ LÁTA SJÁ SIG SÍÐUSTU TVO DAGA... ...ÞAÐ ER GREINILEGT AÐ HANN ER HRÆDDUR UM AÐ EINHVER KOMIST AÐ ÞVÍ HVER HANN ER! SAMA SAGAN! AÐ KVÖLDI TIL Í L.A. ... Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.