Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 53
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is HLJÓMSVEITIN Hjaltalín hóf tón- leikaferðalag um Evrópu í Kaup- mannahöfn í gær. Framundan eru 17 aðrir tónleikar þar sem hvergi er slegið slöku við. Fara þeir fram dag- lega og í eitt skipti verða tveir þeirra sama dag. Blaðamaður náði í Högna Egilsson, lagasmið, söngvara og gít- arleikara sveitarinnar er hann var þá nýlentur á Kastrup . Hljómsveitin er sjö manna í þetta sinnið og með í för eru umboðs- og hljóðmaður. „Þetta er stærsti túrinn okkar til þessa og sá fyrsti sem er algerlega að okkar undirlagi,“ segir Högni en í endaðan nóvember fór sveitin í stuttan túr með skömmum fyrirvara um sömu álfu ásamt nýrokksveitinni Cold War Kids. „Sums staðar erum við aðalsveit en stundum er um hátíðir að ræða. Þetta er að stofni til kynningartúr þar sem platan okkar, Sleepdrunk Seasons, er að koma út í Þýskalandi og nærlöndum þess. Útgáfan sem sér um okkur þar heitir Haldern Pop. Svo er platan líka að koma út í Frakklandi og Bretlandi á okkar vegum en það er Cargo sem dreifir.“ Högna líst harla vel á túrinn, segir staðina líta vel út og hafa gott orð- spor. Allt að gerast „Stærsta giggið er svo Eurosonic, okkur er a.m.k. tjáð að þeir tónleikar séu mikilvægir!“ Eðalsendiferðabíl hefur verið leigður undir hersinguna og sjá með- limir sjálfir um akstur. „Þetta er vænsta drossía,“ segir Högni. „Það er DVD tæki um borð og Playstation-tölva. Við vorum ein- mitt að versla okkur Pro Evolution Soccer hérna í fríhöfninni og okkur ætti því ekki að leiðast á vegum úti.“ Annars er sveitin langt komin með næstu plötu. Högni segir að eftir þetta ferðalag verði lagst yfir upp- tökur og útsetningar en stefnan er að koma plötunni út með haustinu. Þá verður farið í stuttan Skandinav- íutúr í febrúar og svo er annar túr, svipaður þessum, í apríl. Já, þessir kammerpopparar kalla ekki allt ömmu sína, svei mér þá … Átján gigg á 17 dögum  Hjaltalín er lögð af stað í umfangsmikinn Evróputúr  Tveir aðrir túrar framundan og svo ný plata í haust Hjaltalín Ætla að slaka á með tölvuleikjum á milli sveittra tónleika. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI “JIM CARREY KEMUR LOKS INN Í GRÍNIÐ AFTUR EFTIR FULLLANGA FJARVERU, OG HANN VELDUR ALLS EKKI VONBRIGÐUM!” TOMMI - KVIKMYNDIR.IS V.J.V TOPP5.IS ATH. SÝND MEÐ ÍSLEN SKUT ALI SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI - Roger Ebert S.V. Mbl ATH. SÝND MEÐ ÍSLEN SKUT ALI OG E NSKU TALI SÝND Á SELLFOSSI SÝND Á SELFOSSI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI THE CHANGELING kl. 6 - 9 B.i. 7 ára BOLT m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ YES MAN kl. 8 B.i. 7 ára THE SPIRIT kl. 10 B.i. 12 ára ROCKNROLLA kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára YES MAN kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára BOLT m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ FOUR CHRISTMASES kl. 6 B.i. 7 ára YES MAN kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára BOLT m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ SKOPPA OG SKRÝTLA Í BÍÓ m/ísl. tali kl. 6 (700 kr.) LEYFÐ CITY OF EMBER kl. 8 B.i. 7 ára APPALOOSA kl. 10:20 B.i. 16 ára „..BESTA DISNEY-TEIKNIMYNDIN Í ÁRARAÐIR“ L.I.B. – FRÉTTABLAÐIÐ SÝND MEÐ Í SLENSKU OG ENSKU TALI AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI FILMCRITIC.COM FRANK MILLER KEMUR HÉR MEÐ OFUR-SVALA SPENNUMYND BYGGÐA Á „HASARBLAÐA”SÖGU WILL EISNER. DÚNDUR MYND Í ANDA „SIN CITY”. KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, SPARBÍÓ 550 krr á allar sýningar merktar með appelsínugulu SÝND Í KEFLAVÍK VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA JIM CARREY ER HREINT STÓRKOSTLEGUR Í SINNI BESTU GRÍNMYND SÍÐAN DUMB AND DUMBER SÝND Í ÁLFABAKKA 8. jan. Kaupmannahöfn Rust 9. jan. Köln Werkstatt – Haldern Pop Event 10. jan. München Atomic Cafe 11. jan. Vín B72 12. jan. Innsbruck Weekender 13. jan. Sursee Kulturwerk 118 14. jan. Lúxemborg Exit 07 15. jan. Groningen Eurosonic 16. jan. Groningen Platosonic In- store Festival 16. jan. Groningen Eurosonic 17. jan. Maldegem Cafe Maison 18. jan. Brussel Rotonde@Bot- anique 19. jan. Köln Cologne Music Week – Stadtgarten 20. jan. París Cafe de la Danse 21. jan. Cannes Midem 22. jan. Brighton The Freebutt 23. jan. London Luminaire 24. jan. Coventry Kasbah Svefndrukkna tíðin…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.