Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 40
40 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009 ✝ Sigurlaug IngunnSveinsdóttir fædd- ist í Vinaminni á Blönduósi 18. jan. 1919. Hún lést í Kjarnalundi á Ak- ureyri 21. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinn Benjamínsson, f. á Stóru-Giljá í Húna- vatnssýslu 14. okt. 1874, d. á Akureyri 27. nóv. 1947, og kona hans Lilja Þuríður Lárusdóttir, f. á Ökr- um í Fljótum 21. júní 1883, d. 30. maí 1956 á Akureyri. Þau eignuðust níu börn sem öll eru nú látin. Þau voru í aldursröð: a) Gunnlaugur, f. 18. apríl 1908, b) Petrína Guðrún, f. 27. des. 1909, c) Sigurður Ingi, f. 2. nóv. 1912, d) Lárus Finnbogi, f. 22. des. 1913, e) Gunnbjörn, f. 9. ágúst 1915, f) Ingi- björg Oktovía, f. 18. okt. 1916, g) Sig- urlaug Ingunn, f. 18. jan. 1919, h) Jónas, f. 22. júní 1921, og i) Júdith Matthildur, f. 13. maí 1924. Sigurlaug giftist 26. desember 1941 Ingimar Benediktssyni, f. í Barnafelli í Þingeyjarsýslu 11. maí 1913. Þau skildu. Foreldrar hans voru Benedikt Sigurðsson og Kristín Kristinsdóttir. Sonur þeirra: Sævar Reynir, f. í Ási í Glerárþorpi 6. júní 1942, d. 1. febr. 1973, kvæntur Guð- mundínu Ingadóttur, f. 15. jan. 1943, börn þeirra eru Ingimar Skúli, f. 13. sept. 1962, og Sigurlaug Kristín, f. 11. nóv. 1963. Sigurlaug giftist 28. desember 1947 Sigurði Kristni Kristjánssyni, f. á Uppsölum í Svarfaðardal 2. mars börn þeirra eru Sigurður Helgi, f. 10. des. 1971, og Stella Sigríður, f. 30. nóv. 1973. 5) Kolbrún, f. í Hrauni í Glerárþorpi 27. nóv. 1955, gift Sveini Friðrikssyni, f. 3. apríl 1953. Börn þeirra eru Sigurlaug Ingunn, f. 16. sept. 1973, Valgerður Elsa, f. 23. júlí 1978, og Harpa, f. 19. júlí 1982. 6) Heiða Rósa, f. á Akureyri 10. febr. 1959. Afkomendur Sigurlaugar eru nú 56. Sigurlaug ólst upp í foreldra- húsum á Blönduósi, hún fór snemma að vinna fyrir sér í vist og kaupa- vinnu. Hún fluttist norður í Gler- árþorp 1938, þar sem hún settist síð- an að til frambúðar. Eftir að Sigurlaug og Sigurður kynntust hófu þau búskap í Gler- árþorpinu og bjuggu í Ási um nokk- urra ára bil en byggðu þá upp býlið Hraun og bjuggu þar um áratuga- skeið. Í Hrauni stunduðu þau hefð- bundinn búskap eins og þá tíðkaðist auk þess sem Sigurður sinnti vörslu sauðfjárvarna á Glerárdal og stund- aði sjósókn og skotveiðar meðfram búskapnum. Sigurlaug sinnti þá verkunum heimafyrir og stundaði einnig saumaskap í talsverðum mæli auk venjulegra snúninga innanhúss. Einnig vann hún um árabil á sauma- stofunni Heklu og hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa. Sigurlaug og Sigurður dvöldu nokkur ár á dval- arheimilum Akureyrar í Skjaldarvík og Hlíð. Eftir lát Sigurðar árið 2004 flutti Sigurlaug út úr Hlíð og dvaldi í eigin íbúð um tíma, þar til hún flutt- ist í dvalarheimilið Kjarnalund. Útför Sigurlaugar verður gerð frá Glerárkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 1913, d. á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 21. maí 2004. Foreldrar hans voru Kristján Loftur Jóns- son og kona hans Helga Solveig Guð- jónsdóttir. Sigurlaug og Sigurður eignuðust sex börn auk þess sem Sigurður gekk Sævari í föðurstað. Börnin eru: 1) Jóna, f. í Ási í Glerárþorpi 15. maí 1947, giftist Guðbirni Albert Tryggvasyni, f. 5. nóv. 1947, d. 4. apríl 1976, börn þeirra eru Ólöf Ragnheiður, f. 18. apríl 1967, og Kristján Albert, f. 9. maí 1970. Sambýlismaður Jónu er Benedikt Valtýsson, f. 20. júní 1946, dóttir þeirra er Karen Edda, f. 17. des. 1982. 2) Helga Sæunn, f. í Ási í Glerárþorpi 31. maí 1948. Dóttir hennar er Sigríður Ingunn Helga- dóttir, f. 7. febr. 1967. Eiginmaður Helgu Sæunnar er Sigvaldi Ein- arsson, f. 27. júní 1944. Börn þeirra eru Matthías Einar, f. 7. des. 1970, Þröstur Gunnar, f. 12. júní 1972, og Sævar Reynir, f. 20. jan. 1974. 3) Kristján Sveinn, f. í Ási í Glerárþorpi 27. júlí 1949, kvæntur Ingunni Páls- dóttur, f. 24. ágúst 1950, börn þeirra eru stúlka, f. 13. maí 1973, d. 13. maí 1973, Grímur Sævar, f. 15. maí 1974, Fjóla, f. 2. maí 1975, og Sigurður Örn, f. 12. febr. 1983. 4) Sigrún Klara, f. í Hrauni í Glerárþorpi 4. sept. 1952. Dóttir hennar er Guðrún Ágústa Gústafsdóttir, f. 7. jan. 1970. Eiginmaður Sigrúnar Klöru er Ólaf- ur Helgi Helgason, f. 16. nóv. 1949, Amma er dáin. Þó að þessi frétt sem mér barst á sunnudagsmorgni hafi ekki komið á óvart var mér brugðið og hjarta mitt grét af sorg. Amma var stærsta kon- an í lífi mínu þegar ég var barn og langt fram á fullorðinsár. Það sem hana skorti á hæðina bætti hún upp með sínu hlýja hjarta, mjúka faðmi og ótakmarkaðri umhyggju. Í fang hennar leitaði ég oft sem ungur drengur þegar á reyndi. Alltaf fékk ég hjá henni þá vernd eða þann skiln- ing sem ég þurfti takmarkalaust. Amma var duglegasta og hlýjasta manneskja sem ég hef kynnst og það fara margar sögur af handavinnu hennar sem bera vitni um listræna hæfileikana. Hún var hjartað og sálin í fjölskyldunni og vissi allt um alla. Hún ráðskaðist ekki með einn eða neinn, heldur var hún vakin og sofin að huga að velferð allra. Sem ungur drengur var ég oft sendur norður á Akureyri til ömmu og afa í Hrauni og þaðan eru mínar bestu bernskuminn- ingar. Í þorpinu eignaðist ég vini sem Sigurlaug Ingunn Sveinsdóttir ✝ Jónas Jónssonfæddist í Péturs- borg í Glæsibæj- arhreppi 24. janúar 1922 . Hann andaðist á Vífilsstöðum í Garðabæ 19. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Baldvinsson bóndi og sjómaður, f. 14. des- ember 1878, d. 27. apríl 1969 og Jó- hanna Jónasdóttir húsfreyja, f. 27. des- ember 1888, d. 31. ágúst 1966. Þau bjuggu fyrst í Pét- ursborg en síðan á Moldhaugum í Glæsibæjarhreppi. Systkini Jón- asar voru Anna, f. 26. maí 1920, d. 21. júní 2000, Baldvin Magnús, f. 22. september 1924, d. 22. október 1990 og Þuríður María, f. 25. febr- úar 1930, d. 24. maí 2006. Jónas ólst upp við hefðbundin sveitastörf og sjósókn. Hann stundaði nám við Héraðsskólann að Laugum í Þingeyjarsýslu og síðan við Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni þar sem hann útskrif- aðist sem íþrótta- kennari. Jónas flutti til Reykjavíkur rúm- lega tvítugur til að stunda fimleika. Hann æfði fyrst með Ármanni og síðan hjá KR og var einn af fremstu fim- leikamönnum lands- ins í langan tíma. Jónas ferðaðist mikið um Ísland á fim- leikaferli sínum þar sem hann var í sýn- ingarflokkum sem sýndu fimleika um allt land. Hann fór tvívegis til Noregs til sýninga og keppni við góðan orðstír. Jónas vann allan sinn starfsferil hjá fjöl- skyldu Hallgríms Benediktssonar, fyrst í fyrirtækinu H.Ben. hf og síðan í sælgætisgerðinni Nóa Sí- ríus. Að loknum fimleikaferlinum kenndi Jónas lengi drengjum hjá KR fimleika meðfram starfi sínu hjá H.Ben. Útför Jónasar fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jónas frændi er látinn. Hann ólst upp á Pétursborg í Eyjafirði. Hann var 3 skólaár á Laugum í Reyðarfirði og útskrifaðist sem íþróttakennari frá Laugavatni 1946. Fyrir tilstilli Þorsteins Ein- arssonar íþóttafulltrúa fór Jónas norður og kenndi íþróttir um skeið. Aðstöðuleysi til íþróttaiðkana gerði að verkum að Jónas fluttist suður í lok 5. áratugarins. Hann æfði fyrst með Ármanni og fór í margar sýn- ingarferðir með fimleikadeildinni. 1950 var Jónas byrjaður að þjálfa fimleikahóp í KR og þegar Bene- dikt Einarsson byrjaði að þjálfa áhaldaleikfimi í stað hefðbundinna gólfæfinga Niels Bukhs var Jónas strax kominn í þann æfingahóp. Hópurinn fór til Óslóar árið 1954 og sýndi fimleika í tilefni af 50 ára afmælis norska fimleikasambands- ins. Hópurinn fór sömu erinda- gjörða til Kaupmannhafnar 1959 í tilefni af 60 ára afmæli danska fim- leikasambandsins. Það urðu fjöl- margar sýningarferðir með KR um land allt í fjölmörg ár. Í félagsblaði KR er sagt frá 13 sýningum hóps- ins það ár. Jónas sat í stjórn fim- leikadeildar KR í áraraðir. Jónas vann nær alla sína starfs- ævi hjá H. Benediktsson. Hann var einhleypur og barnlaus. Árið 2002 varð Jónas fyrir hjartaáfalli og lamaðist að hluta. Það var mikið áfall fyrir Jónas, sem alla tíð hafði stundað daglegt sund og aðra líkamsþjálfun. Ágæti lífsins hafði verið þjálfun, einbeit- ing og þrek, löngu áður en Íslend- ingar og aðrir heimsbúar höfðu uppgötvað þau gæði lífsins. Lagð- ist nú hans líf í annan farveg en hann vistaðist að Vífilsstöðum til lífsloka. Ég var bara vel á öðru ár þegar við Jónas snæddum morg- unmatinn okkar saman fyrir fóta- ferðatíma annars fólks þann tím- ann, sem hann bjó hjá systur sinni í Skerjafirði. Ég kallaði hann Osta þá. Hann gat farið með okkur 4 börnin systur sinnar í 3-bíó í strætó og þó að við tvíburarnir 2 ára gamlir höfum verið lítið fólk í þetta uppátæki, kom Jónas heim með öll börnin og hafði skemmti- legar sögur að segja af bíóferða- fólki sínu. Jónas hafði alltaf eitt- hvað í pokahorninu. Þegar við vorum flutt i Mosfellsdalinn kom Jónas færandi hendi með ávexti, súkkulaði og allt það sem bara heyrði jólunum til. Við höfðum uppgövað hæfileika Jónasar og fús sýndi hann okkur listir sínar. Þeg- ar hann gekk stigann heima upp og niður á höndunum án þess að fipast, skildi ég að vel fertugur maðurinn var enn keppnisþjálfað- ur. Það fréttist af honum vel fimm- tugum enn að æfa með KR. Jónas og systkini hans hittust oft. Þau voru afkomedur íslensku sjálfstæðisbaráttunnar með norð- lenskri áherslu. Þau töluðu saman í ljóðahendingum og orðatilækjum Íslendingasagnanna. Þau kunnu al- þýðuskáldin utan að. Jónas var nettur og prúður maður, alltaf vel til hafður og vel haldinn. Hann var greindur, hnyttinn og leikinn mað- ur. Hann hafði geðþekkt viðmót sem gaf honum góða vini lífið út; vinnufélagar, syskinabörnin og þeirra börn hver með sín vináttu- tengsl og svo fimleikahópur KR sem hélt saman lífið á enda. Fim- leikakappinn Árni Magnússon kvaddi vin sin Jónas í hinsta sinn á haustmánuðum síðasta árs. Nú kveður Jónas. Guðrún Önfjörð. Meira: mbl.is/minningar Jónas frændi er genginn til feðra sinna. Hann hafði ekki gengið heill til skógar um nokkurt skeið en eft- ir að hann fékk blóðtappa hrakaði heilsu hans verulega. Eftir dvöl á sjúkrahúsi flutti Jónas til Vífils- staða þar sem hann fékk nauðsyn- lega aðhlynningu. Þrátt fyrir háan aldur og hrakandi heilsu Jónasar frænda kom mjög óvænt að hinsta kveðjustundin skyldi vera svona skammt undan. Jónas frændi kvæntist aldrei og átti engin börn en hann var alltaf í góðu sambandi við systkini sín og börn þeirra. Hann lét sér mjög annt um fólkið sitt og fylgdist vel með hvað börn og barnabörn systkina sinna væru að gera. Jónas setti ofar öllu heiðarleika, heilindi og umhyggjusemi við systkini sín, börn þeirra, barnabörn og vini. Eftir að Jónas flutti suður kom hann stundum til Akureyrar til að heimsækja ömmu Maju, systur sína. Ég man hvað það var skemmtilegt að fá þennan góða frænda í heimsókn og ekki skemmdi fyrir að hann var alltaf að gauka sælgæti að okkur börn- unum. Amma heimsótti alltaf bróð- ur sinn á ferðum sínum til höf- uðborgarinnar og stundum fór ég með henni. Það var alltaf notalegt að heimsækja Jónas frænda og þrátt fyrir að vera orðin fullorðin gaf Jónas alltaf litlu frænku sinni vel af góðgæti. Jónas frændi var mikill íþrótta- garpur og stundaði fimleika af miklu kappi og þjálfaði um langt skeið. Eftir að fimleikaferlinum lauk hélt Jónas áfram að hreyfa sig, hann fór í göngutúra og sund á hverjum degi. Hann hafði einnig mikla unun af því að fylgjast með íþróttum og horfði mikið á þær í sjónvarpinu. Eftir að Jónas fékk blóðtappa missti hann mikla sjón sem gerði honum erfiðara um vik með að fylgjast með íþróttum. Hann átti einnig erfitt með gang og studdist við göngugrind á hjól- um. Þrátt fyrir það lét hann ekki deigan síga og í hverri heimsókn til Jónasar frænda á Vífilsstaði fórum við í göngutúr ef veður leyfði. Þegar inn var komið stillt- um við á íþróttarásina og horfðum saman á fótbolta og gæddum okk- ur á konfekti. Þetta var góð stund sem við áttum og hann var alltaf svo þakklátur fyrir hverja heim- sókn. Í hvert skipti sem ég mætti í heimsókn til Jónasar frænda geislaði hann af gleði. Eitt skiptið fann ég hann ekki í herberginu sínu en þá var hann í leikfimi. Þar sat hann og hjólaði af kappi og hafði sennilega slegið öll met á Vífilsstöðum. Hann tók sér enga pásu þrátt fyrir að vera kominn með gest og mér fannst gott að hann gat hjólað á meðan við spjölluðum um stund. Mér fannst ég sjá sannan íþróttaanda í gamla frænda mínum og hafði gaman af. Jónasi leið mjög vel á Vífilsstöð- um en ef það var eitthvað þá hefði hann viljað hreyfa sig meira. Jónas var feiminn og hlédræg- ur. Honum leið vel einn með sjálf- um sér eða í góðra vina hópi en sóttist ekki eftir að vera innan um margmenni. Jónas kvartaði aldrei og var hvers manns hugljúfi. Hann hafði góða nærveru, var góður og hlýr maður sem öllum þótti vænt um. Austrið eilífa hefur kallað hann til sín. Megi hæsti höfuðsmiður blessa hann og leiða hann inn á veg ljóssins. Hans er sárt saknað, hafi hann þökk fyrir allt og allt. Harpa Hallsdóttir. Kvatt hefur þetta líf elskulegur móðurbróðir minn. Minning hans lifir í hjarta mínu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Heilsteyptur og traustur eru þau lýsingarorð sem mér koma fyrst í hug þegar ég minnist Jónasar frænda míns. Elskulegur og hjálp- samur. Málaði fyrir mig glugga á annarri hæð í húsi sem ég bjó í, þá kominn á áttræðisaldur. Ég ólst upp á heimili móðurforeldra minna og var Jónas þá í Laugaskóla á veturna en heima á sumrin. Fyrsta minningin um hann er áður en ég verð fjögurra ára. Þá er hann að leika við mig en hann var einstaklega barngóður. Systkina- börnin og börnin þeirra, allt voru þetta „börnin hans“. Þegar komið var í heimsókn á Vífilsstaði til Jón- asar var bók sem allir kvittuðu í. Þá var alltaf skoðað hverjir hefðu komið og heimsótt hann og hann var ekki vinalaus. Á Vífilsstöðum var einstaklega vel um hann hugs- að og vil ég, fyrir hönd fjölskyld- unnar, þakka allan þann hlýhug og óeigingjörnu störf sem þar eru unnin. Það verður seint fullþakkað. Loks er dagsins önn á enda, úti birtan dvín. Byrgðu fyrir blökkum skugga, björtu augun þín. Ég skal þerra tár þíns trega, tendra falinn eld, svo við getum saman, vinur, syrgt og glaðst í kveld. (Kristján frá Djúpalæk) Edda Önfjörð Magnúsdóttir. Jónas Jónsson, verkamaður og íþróttakennari er látinn. Ég trúi að hann hafi byrjað að vinna hjá H. Benedikssyni & Co.hf. upp úr 1950, þegar byggingavörulagerinn var vestur á Lóugötu á Gríms- staðaholtinu. Jónas vann síðan hjá H.Benediktssyni hf. þar til fyr- irtækið var sameinað Nóa-Síríus hf. Frá árinu 1982 vann hann hjá Nóa-Síríusi hf. við almenn störf þar til hann lét af fastri vinnu 1993, og átti því samleið með þess- um fyrirtækjum, eigendum þeirra og öðru starfsfólki í liðlega 40 ár. Ég man eftir Jónasi alveg frá því er minni mitt nær til, enda var þá miklu meiri samgangur á milli manna í fyrirtækjum en síðar varð. Fyrirtækin reyndar minni og í dæmigerðum fjölskyldufyrir- tækjum skapaðist oft einlægur vinskapur á milli eigenda og fjöl- skyldu þeirra og starfsmanna. Oft- lega unnu menn alla sína ævi hjá einu og sama fyrirtækinu. Jónas var prýðisstarfsmaður, enda sérlega vel af Guði gerður, bæði til líkama og sálar. Hann út- skrifaðist sem íþróttakennari frá Íþróttakennaraskólanum á Laug- arvatni og æfði síðan fimleika með KR og var lipur og glæsilegur fim- leikamaður. Hann var mikill vinur foreldra minna og aufúsugestur á heimili þeirra. Hann kom þar oft- lega og lagði mömmu lið við alls- konar verk. Mamma og Jónas voru miklir mátar og sátu þau oft yfir kaffibolla og spjölluðu um að- skiljanlega hluti á milli þess að verkin voru unnin. Jónas var greindur maður og gjörhugull og hefði áreiðanlega verið prýðilega efnilegur til frekara náms, ef að- stæður hefðu staðið til þess. Einar Benediktsson skáld var í miklu uppáhaldi hjá honum, en kunnátta hans í íslenskum ljóðum var ekki bundin við Einar Ben, heldur miklu frekar það, sem vel var ort. Upp úr 1980, þegar ég og Sólveig vorum nýflutt vestur á Melabraut, Jónas Jónsson Lokað Kísill ehf. er lokað frá kl. 13.00 í dag vegna jarðarfarar FRANKS A. CASSATA. Kísill ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.