Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
SAMNINGUR Vega-
gerðarinnar og Samskipa
um rekstur Grímseyjar-
ferjunnar Sæfara hefur
verið framlengdur til
næstu tveggja ára. Land-
flutningar-Samskip hafa
annast rekstur ferjunnar
óslitið í rúm 12 ár eða frá
1. maí 1996.
Í tilkynningu frá Sam-
skipum segir að nokkur
aukning hafi verið milli
ára í farþegaflutningum
með Sæfara, fyrst og
fremst yfir sumartímann.
Aukningin milli áranna
2007 og 2008 hafi t.d.
verið allt að 40% og muni
þar sérstaklega um fjölgun far-
þega til og frá Grímsey. Farþegar
með ferjunni í fyrra voru 4.821.
Nýr Sæfari, sem getur tekið allt
að 108 farþega og 160 tonn af
varningi, var tekinn í notkun í
fyrra. Siglt er þrisvar í viku á milli
Dalvíkur og Grímseyjar; á mánu-
dögum, miðvikudögum og föstu-
dögum, en tvisvar í viku á milli
Dalvíkur og Hríseyjar; á þriðju-
dögum og fimmtudögum.
Vilja örva ferðamanna-
strauminn til Grímseyjar
Grímseyingar hafa mikinn hug á
því að boðið verði upp á helgarsigl-
ingar til Grímseyjar í tilrauna-
skyni í 1-2 mánuði í sumar, til þess
að örva ferðamannstraum til eyj-
arinnar. Að sögn Garðars Ólasonar
sveitarstjóra hyggjast þeir senda
erindi þess efnis til Samskipa á
næstunni. Hugmyndin sé að sigla
til Grímseyjar á laugardagsmorgn-
um og til baka síðdegis á sunnu-
dögum, þannig að fólk geti eytt
sólarhring í eyjunni. Ætlunin sé að
bjóða upp á skoðunarferðir, sigl-
ingu í kringum eyjuna og annað
sem ferðafólk hafi hug á. Gistiað-
staða er fyrir allt að 50 manns í
Grímsey. Veitingahúsið Krían
muni síðan bjóða upp á matseðil
með hráefni úr Grímsey.
Straumur ferðamanna til Gríms-
eyjar hefur farið vaxandi á und-
anförnum árum. Hafa Íslendingar
jafnt og útlendingar lagt leið sína í
nyrstu byggð Íslands.
Grímseyjarferjan Sæfari er um
40 metra löng og 10 metra breið,
smíðuð árið 1992, en keypt hingað
til lands í desember 2005. Voru
umtalsverðar endurbætur gerðar á
skipinu hérlendis, áður en það var
tekið í gagnið í apríl 2008.
Endurbygging Sæfara var mikið
í fréttunum í fyrra enda fór kostn-
aður langt fram úr áætlunum. Að
sögn Sigurjóns Herbertssonar
skipstjóra hefur skipið reynst afar
vel, en sjór getur orðið úfinn á
Grímseyjarsundi á veturna. „Sæ-
fari er afar gott sjóskip,“ segir
Sigurjón skipstjóri.
Grímseyingar
vilja helgarferðir
Skipstjórinn segir Sæfara gott sjóskip
og hann hafi reynst vel í vetur
Morgunblaðið/Skapti
REYKJAVÍKURBORG hefur hlot-
ið tilnefningu ATCM-samtakanna
til verðlauna í flokknum Miðborg-
arreynsla fyrir góðan árangur í
að draga úr veggjakroti og til-
heyrandi eignaspjöllum á árinu
2008, segir í tilkynningu frá borg-
inni.
ATCM eru alþjóðleg samtök á
sviði borgauppbyggingar í Evr-
ópu, og eiga hundruð borga og
bæja aðild að samtökunum.
Tilnefningin kemur í kjölfar út-
tektar og samanburðar á ástandi
miðborgar Reykjavíkur frá vori
til loka ársins 2008. Þykir árang-
ur í viðureigninni við veggjakrot í
miðborg Reykjavíkur einstakur
að mati dómnefndar ATCM.
Aðrar tilnefningar í sama flokki
hlutu borgirnar Leeds, Rochdale,
Newcastle og Belfast.
Tilkynnt verður hvaða borg
hlýtur verðlaunin á sérstakri
verðlaunahátíð í Lundúnum þann
26. mars næstkomandi.
Árangur með veggjakrot
ÁTVR hefur fengið nokkur erindi
frá viðskiptavinum sínum í kjölfar
fréttar um fyrirhugaða lokun vín-
búðarinnar í Spönginni í Grafarvogi.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoð-
arforstjóri ÁTVR, segir að þetta séu
viðbrögð sem búast hafi mátt við.
Á bloggsíðum hafa íbúar í Graf-
arvogi bent á að það sé einkennilegt
að loka einu vínbúðinni í 18 þúsund
manna íbúðahverfi, sérstaklega í
ljósi þess að búðin hafi verið valin
Vínbúð ársins bæði 2006 og 2007.
Það er ÁTVR sem veitir þessa nafn-
bót og er þá litið til ýmissa þátta
varðandi rekstur og þjónustu.
Sigrún Ósk segir að það sé vissu-
lega rétt að þjónusta vínbúðarinnar
hafi þótt framúrskarandi. Hins veg-
ar hafi húsnæðið verið lítið og óhent-
ugt og vöruúrval minna en við-
skiptavinir óskuðu eftir.
Að sögn Sigrúnar Óskar munu
íbúar Grafarvogs fá sína vínbúð að
nýju. Leitað verði eftir stærra og
hentugra húsnæði. Það muni svo
fara eftir framvindunni í þjóðfélag-
inu hvenær ÁTVR telji raunhæft að
opna nýja búð. sisi@mbl.is
Búð ársins slegin af
ÁTVR fær pósta
vegna lokunarinnar
Morgunblaðið/Kristinn.
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd
vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis
vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s.
Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og
nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt
sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og
tæknisamfélagsins.
Tækniþróunarsjóður kynnir nýjar áherslur í starfsemi sinni
og sprotafyrirtæki kynna nýsköpun á sýningu í
Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina.
og nýsköpun
Vaxtarsprotar
Kynning í Ráðhúsi Reykjavíkur, 9. og 10. janúar.
Dagskrá föstudag 9. janúar 14:00 - 17:00
14:00 Ávarp iðnaðarráðherra Össurar Skarphéðinssonar
14:15 Nokkur verkefni styrkt af Tækniþróunarsjóði, kynning og sýning
Dagskrá laugardag 10. janúar 12:00 - 17:00
12:00 Sýning sprotafyrirtækja opnuð
13:00 Brúarsmíði sjóða og sprota,
Tækniþróunarsjóður, Nýsköpunarsjóður, Impra og Innovit
Þátttakendur
Marorka • Mentor • Mentis Cura • ORF • Kine • Stjörnu-Oddi • Handpoint • Eff2
Clara • TellmeTwin • Matís • Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Almenningur er hvattur til að kynna sér starfsemi sprotafyrirtækja og opinberan
stuðning við nýsköpun.
Þann 5. janúar 2009 auglýsti BBR ehf. að félaginu ber samkvæmt X. kafla laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti að gera öðrum hluthöfum Exista hf.
yfirtökutilboð. Í auglýsingunni kom fram að gildistími væri frá frá kl. 9 árdegis þann 9. janúar 2009 til kl. 4 síðdegis þann 19. mars 2009.
Það tilkynnist hér með að tilboðsyfirlit hefur ekki fengist staðfest og að gildistöku tilboðsins er frestað um óákveðin tíma. Auglýst verður aftur þegar
gildistaka tilboðsins liggur fyrir.
Yfirtökutilboð til hluthafa í Exista hf. frestað